Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 37
dagbók MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 37 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, leik- fimi, postulínsmálning, göngu- hópur. Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna kl. 10, leiðbeinandi verður við til kl. 17. Félagsvist kl. 13. Viðtalstími FEBK kl. 15-16. Bobb kl. 16.30. Kynning á fyr- irhugaðri starfsemi í Gjábakka til vors verður á morgun, 3. jan., kl. 14. Allir velkomnir. Félagsstarf Gerðubergs | Í dag fellur starfsemi niður. Leiðsögn í vinnustofum hefst mánudaginn 7. janúar. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnu- stofa kl. 9-16 hjá Sigrúnu. Jóga kl. 9-12, Sóley Erla. Sam- verustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Hár- snyrting. Kirkjustarf Dómkirkjan | Bænastundir alla miðviku- daga kl. 12.10- 12.30. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bæn- arefnum má koma á framfæri í síma 5209700 eða með tölvu- pósti til domkirkjan@domkirkj- an.is. Íslenska Kristskirkjan | Bæna- og lofgjörðarsamkoma kl. 20. Allir eru velkomnir. Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Beðið er fyrir sjúkum og hverjum þeim sem þurfa á fyrirbæn að halda. Í dag er miðvikudagur 2. janúar, 2. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Á þeim degi munuð þér skilja, að ég er í föður mínum og þér í mér og ég í yður. (Jh. 14, 20.) Margir strengja þess heitum áramót að komakroppnum í form. Í Graf-arvogi er starfræktur líf- legur skokkhópur sem getur hentað mörgum til að standa við gefin heit. Erla Gunnarsdóttir íþróttafræð- ingur fer fyrir Skokkhópi Fjölnis: „Hópurinn varð til fyrir fimmtán árum og var fyrst skipaður kennurum og foreldrum við Hamraskóla. Smám saman hefur bæst í hópinn fólk úr ýmsum áttum, og teljum við nú hátt í 70 manns á öllum getustigum,“ segir Erla. Æfingar skokkhópsins eru á mánu- dögum, miðvikudögum og fimmtudög- um: „Hópurinn hittist kl. 17.30 við Hamraskóla, og byrjum við hvern tíma með upphitun. Síðan gef ég upp hlaupaleiðir og tímalengd og þátttak- endur hlaupa á eigin hraða styttri eða lengri vegalengdir. Við endum loks á styrkjandi æfingum og teygjum,“ seg- ir Erla og bætir við að hálftíma skokk í lok vinnudags hafi ótrúleg áhrif á lík- ama sál. „Tekið er vel á móti byrj- endum, og útbúin handa þeim æfinga- dagskrá. Miðað er við að þegar fólk kemur til okkar hafi það þann grunn að geta gengið rösklega í 30 mínútur hvíldarlaust, og á þeim grunni byrjum við að skokka og ganga til skiptis, og smám saman lengja skokktímann en stytta göngutímann. Á tíundu viku eiga flestir að geta skokkað sleitulaust í 30 mínútur, og margir sem komið hafa í hópinn með lítið þrek og styrk hafa byggt sig upp að því marki að þeir hafa hlaupið heil maraþon.“ Erla leggur á það áherslu að hver og einn ráði markmiðum sínum með þjálfuninni: „Skokk er góð hreyfing, sem bæði styrkir stoðkerfið og hjarta- og æðakerfið og eykur úthald. Með auknu þoli aukast afköst okkar í leik og starfi, auk þess að regluleg skokk- iðkun eykur brennslu og hjálpar fólki að halda kjörþyngd,“ segir Erla. „Íþróttin er aðgengileg, og ódýr enda þarf ekki nema góða hlaupaskó og fatnað við hæfi. Skokk hentar bæði börnum og fullorðnum, og hafa börn gaman af að hjóla með skokkandi for- eldrum sínum. Þeir sem vilja geta æft til keppni, og sett sér markmið eftir eigin getu og vilja. Ekki hvað síst get- ur skokk veitt góðan félagsskap.“ Heimasíða skokkhópsins er á slóð- inni www.skokk.com. Heilsa | Skokk styrkir stoðkerfið, eykur úthald og afköst í leik og starfi Skokkað um Grafarvoginn  Erla Gunn- arsdóttir fæddist á Selfossi 1962. Hún lauk stúdentsprófi frá ML 1982, lauk kennaraprófi frá Íþróttakenn- arskóla Íslands á Laugarvatni 1984 og framhaldsnámi sem íþróttafræðingur frá KHÍ 2003. Erla var íþróttakennari í Seljaskóla 1984-1989 og hefur síðan kennt við Hamraskóla. Hún hefur stýrt Skokk- hópi Fjölnis frá 1992. Eiginmaður Erlu er Stefán Stefánsson dúkalagn- ingameistari og eiga þau tvö börn. Fyrirlestrar og fundir Krabbameinsfélagið | Stuðnings- hópur um krabbamein í blöðruháls- kirtli verður með mánaðarlegan rabb- fund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, í dag miðvikudag 2. janúar, kl. 17. Fundurinn er einkum ætl- aður þeim sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og að- standendum þeirra. staðurstund ÞEGAR viðburður er skráður í Stað og stund birtist tilkynningin á netinu um leið og ýtt hefur verið á hnappinn „staðfesta“. Skrásetj- ari getur nýtt sér leiðréttingaforritið Púkann til að fara yfir text- ann og gera nauðsynlegar breytingar sé þeirra þörf. Hver tilkynn- ing er aðeins birt einu sinni í Morgunblaðinu. Bent er á að hægt er að skrá atburði í liðina félagsstarf og kirkjustarf tvo mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er prófarkalesinn. Skráning í Stað og stund Áramóta- kossar Á ÁRAMÓTUM verða menn oft meirir, líta yfir farinn veg og strengja þess heit að bæta sig með einum eða öðrum hætti. Þessar myndir voru teknar víða um heim og sýna að allt sem þarf er ást, líkt og Bítlarnir boðuðu svo eftirminnilega. Það er ekki að sjá að munur sé á kossum eftir löndum, þeir sem hér sjást eru rússneskir, franskir, enskir, bandarískir, ítalskir og skoskir. Sá franski er e.t.v. alræmdastur, en hann sker sig ekki úr að þessu sinni þó svo hundskossinn virðist nokkuð franskur að sjá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.