Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 23 LANDIÐ Í MÝVATNSSVEIT var vindasamt um áramótin líkt og annars staðar. Á gamlársdag var einhver allra harðasti stormur sem hefur lengi orðið í sveit- inni. Nokkurt tjón varð í veðrinu, einkum á fjárhúsþaki hjá Eyþóri Péturs- syni í Baldursheimi en þar fauk bárujárn af svo sem fimmtungi þaks eftir að rúða brotnaði áveðurs. Í húsum eru um 200 fjár og nokkrir nautgripir. Björgunarsveitin Stefán kom bónda til aðstoðar. Á Helluvaði fauk þakjárn af hlöðu hjá Ingólfi bónda. Björgunarsveit úr Reykjadal kom þar til aðstoðar þar sem þetta var á sama tíma sem Stef- ánungar voru í Baldursheimi. Í Víðihlíð varð tjón á gróðurhúsi Kristínar Sverrisdóttur. Víða urðu smáskemmdir af völdum veðursins. Vindasöm áramót í Mývatnssveit Lagfært Eyþór Pétursson bóndi handlangar timbur til smiða að störfum við lagfæringar á fjárhúsþakinu á bænum Baldursheimi í Mývatnssveit. ÞAK fauk af fjárhúsi í Syðrivík í Vopnafirði á gamlárskvöld en vindhraðinn var yfir 50 m/s þegar mest gekk á. Bóndinn var að vitja um féð og var inni í húsunum þegar þakið fór en hann sakaði ekki. Einnig flettist þak af fjárhúsi og hlöðu á Rauðhólum og dreifðist yfir tún og móa en engan sakaði. Einnig fór partur af útihúsum á Refstað. Björgunarsveitin Vopni fór í um 25 útköll á gamlárskvöld en þakplötur, garðhús, sólpallar, fiskikör og ýmsir lausamunir höfðu verið á ferðinni um þorpið. Eins og áður sagði fór vindur upp í 51 m í hviðum og fylgdi talsverð úrkoma en 20 manns frá Vopna voru að störfum við erfiðar aðstæður. Veður gekk niður um miðnætti en svo mættu björgunarsveitarmenn á nýársmorgun til að tína saman þakplötur sem ekki réðst við í rokinu á gamlárskvöld í Syðrivík og Rauðhólum. Þak fauk af fjárhúsi VEL var mætt til áramótabrennu á Húsavík á gamlárskvöld. Það var sunn- an sperringur, um 10 metrar á sekúndu en úrkomulaust þegar kveikt var í brennunni. Vindur stóð þó af byggð. Uppistaðan í brennunni var 50 tonna eik- arbátur og logaði hann glatt enda búinn að standa á þurru landi í rúm fimm ár. Útskriftarnemar úr FSH tendruðu eldinn í brennunni og Kiwanis- klúbburinn Skjálfandi sá um flugeldasýningu. Margir sóttu áramóta- brennu á Húsavík Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Ljósmynd/Jón Sigurðarson Fok Illviðrið varð til þess að þak fjárhússins fauk og unnið var að því í gærdag að lagfæra það. ÁRAMÓTIN eru í uppáhaldi hjá mörgu barninu enda gaman að fylgjast með litríkum flugeldum þjóta upp í loftið. Það átti við um börnin á Seyðis- firði sem létu skotgleði hinna full- orðnu ekki framhjá sér fara á gaml- árskvöld. Sum héldu á stjörnuljósum og nutu þess að fylgj- ast með skærum ljósunum og kveðja með þeim gamla árið og bjóða það nýja velkomið. Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Birta Flugeldar lýsa upp vetrarmyrkið um áramótin. Ungir glöddust

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.