Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 31 UMRÆÐAN sendir bestu óskir um gleðilegt ár ásamt inni- legu þakklæti til allrar þeirra fjölmörgu sem styrktu og studdu starf nefndarinnar á síðastliðnu ári. Guð blessi ykkur öll. Stjórnin. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Í ÁGÆTUM þætti í ríkisútvarpinu sem ber nafnið Vítt og breitt 23. okt. s.l. var umsjónarmaður þáttarins að ræða um reikniblindu, eða talnablindu eins og hann kallaði það og um hvernig fólk skynjar tölur. Hann taldi þessa blindu vera sambæri- lega við lesblindu og mér skildist að 7. hver lesblindur ein- staklingur væri einnig talnablindur. Þegar ég hlustaði á þetta rifj- aðist upp fyrir mér að oft hefi ég orðið undr- andi á að heyra hvernig sumt fólk notar tölur og töluhugtök, kannski þar sé um ein- hverskonar talnablindu að ræða, hver veit. Ég ætla að draga hér fram tvö dæmi um þetta af ótalmörgum sem ég hefi heyrt og séð. Í sama þætti Vítt og breitt, ég held að það hafi verið 8. sept. var umsjón- armaður þáttarins þá að ræða um landið Andorra sem umsjónarmað- urinn sagði að væri 200 sinnum minni en Ísland. Ég leit í vasabókina mína og skoðaði hvað Andorra væri stórt land og sá þar að það væri um 500 ferkm. að stærð eða nálægt einum tvöhundraðasta hluta Íslands sem er um 103.000 ferkm. Samkvæmt þessu er hægt að segja að Ísland sé u.þ.b. 200 sinnum stærra en Andorra en ekki er þar með hægt að segja að An- dorra sé 200 sinnum minna en Ís- land. Við skulum velta því fyrir okk- ur hvað það land sé stórt sem væri helmingi minna en Ísland, væri það ekki helmingur af 103.000 ferkm. eða 51.500 ferkm.? Svo hélt ég áfram að velta vöngum. Ef við hugsuðum okkur mann sem á 2 bíla, kunningi hans á helmingi færri bíla, hve marga bíla á hann? Á hann ekki aðeins einn bíl eða helming af 2 bílum? Hvað þá með mann sem á einu sinni færri bíla en sá sem á tvo? Er hann ekki alveg bíllaus? Á sem sagt engan bíl. Ef þetta er rétt hugs- að er þá hægt að segja að einhver eigi tvisvar sinnum færri bíla en ein- hver annar eða jafnvel þrisvar sinn- um færri bíla en einhver annar, ég tala nú ekki um 200 sinnum færri bíla? Í Fréttablaðinu 11. maí var rætt um út- þenslu í utanríkisráðu- neytinu og m.a. rætt við Valgerði Sverrisdóttir utanríkisráðherra um málið. Valgerður sagði forvera sína hafa fjölg- að sendiherrum of mik- ið. Fram kom að send- iskrifstofur voru 15 er Halldór Ásgrímsson settist á stól utanrík- isráðherra 1995 en nú hefði þeim fjölgað um helming og væru orðn- ar 30. Þarna virðist vera um að ræða svipaðan rugling og í fyrra dæminu. Enginn efast um að helmingur af 30 sé 15 en þegar talað er um helming af 15 þá er það ekki 15 heldur 7,5 þann- ig að mér sýnist að helmingi hærri tala en 15 sé 15 + 7,5 = 22,5, en 15 er sú tala sem aukningin er reiknuð frá. Ef við höldum nú áfram hugleið- ingum um þetta þá vandast málið dá- lítið. Við vitum nú öll að við segjum tvisvar sinnum meira en eitthvað og þrisvar sinnum meira en eitthvað. En er þá ekki hægt að segja einu sinni meira? Mér sýnist það hljóta að vera, en hvernig er það þá reiknað? Ef við höldum okkur við töluna 15 sýnist mér dæmið geta litið þannig út? : Helmingi meira en 15 : 15+7,5 = 22,5 Einu sinni meira en 15 : 15 + 15 = 30 Tvisvar sinnum meira en 15: 15 + 30 = 45 Þrisvar sinnum meira en 15: 15 + 45 = 60 Og þannig getum við haldið áfram. Grunntalan í þessu dæmi er 15 og öll aukning leggst við þá tölu. Í fyrra dæminu er talan sem reiknað er frá 103.000 sem er stærð Íslands en ekki frá stærð Andorra sem er 500. Gaman væri að einhver stærð- fræðingur fræddi okkur um hvort þetta sé rétt hugsað hjá mér. Lítil hugleiðing um tölur og meðferð talna Hugleiðingar Helga Arnlaugs- sonar um talnablindu og um hvernig sumt fólk notar tölur og töluhugtök » Samkvæmt þessu erhægt að segja að Ís- land sé u.þ.b. 200 sinn- um stærra en Andorra en ekki er þar með hægt að segja að Andorra sé 200 sinnum minna en Ís- land Helgi Arnlaugsson Höfundur er skipasmiður. NÝLEGA var lögð út á vef Landssambands kúabænda skýrsla unninn af starfshópi frá Landbún- aðarháskóla Íslands (Lbhí) um hagræðingu þess að skipta ís- lensku kúnni út fyrir annað kúa- kyn (sjá: naut.is). Niðurstöður þessarar skýrslu hafa þegar verið básúnaðar svo að; íslenskir kúa- bændur myndu græða „milljarð á ári“ við skiptinguna. Að skipta um kúakyn skírskotar bæði til tilfinninga- og menn- ingarþátta hjá fólki, og hefur það sitt að segja um hagkvæmni. En nú að áðurnefndri skýrslu. Það kemur á daginn að; þar virð- ast fáir útreikningar halda vatni í vísinda- legum skilningi. Milljarður á ári hljómar út úr kú. Hvað varðar breið- ustu óvissuþætti þá eru framleiðsluað- stæður í löndum sam- anburðarkynjanna mjög frábrugðnar því sem gerist á Íslandi. Útreikningar hópsins byggjast á sömu að- stæðum, og dæmið sett upp þannig að skyndilega séu norsk- ar eða sænskar rauð- kýr, sænskar lág- landakýr eða nýsjálensk-frísískar kýr komnar í stað íslensku kúnna. Þessi skipting kostar ekki neitt skv. skýrslunni, og stækkun fjósa aðeins nefnd sem óvissuþáttur. Hraðasta umbreytingin er fóst- urvísaleiðin, en samt sem áður er þar um að ræða 12-15 ára ferli. Fósturvísaleiðin er kostnaðarsöm auk þess að kasta íslensku kúnni á haugana. Torstein Steine hjá GENO (ræktunarfélagið fyrir norskar rauðkýr (NRF)) áætlar kostnað upp á 140 þúsund á hverja nýja NRF-kvígu gegnum fóst- urvísaleiðina. Auk þess yrði að kaupa lifandi dýr. Skynsamlegra væri að flytja inn sæði og búa til blendingskyn. Þessu er hafnað af skýrsluhöfundum á þeim for- sendum að erfitt sé að reikna út eiginleika slíks blendingsstofns (bls. 36). Vonandi verður ekki ís- lensku kúnni kastað á haugana vegna útreikningsvanda hjá Lbhí! NRF-kýrin er til dæmis ræktuð upp úr 10-12 norskum land- kynjum, auk þess að vera úr sænskum og finnskum blendings- kúm. Rætur hennar í norsku kynj- unum kann að skýra velgengni hennar í Noregi. Gögn þau og upplýsingar sem hópurinn byggir skýrsluna á er að hluta frá ræktunarfélögum og í sumum tilvikum handbókarupplýs- ingar (bls. v og 35). Nú er það svo að hvorug þessara heimilda er vís- indalega áreiðanleg. Rækt- unarfélögin (eins og t.d. GENO fyrir norsku NRF-kýrnar) eru markaðstengd félög, og handbók- arupplýsingar miðaðar við það sem best gerist. Meir um vísindi síðar. Þá er að nefna nokkur dæmi um vinnubrögð. Á bls. 4 í skýrsl- unni er tíðni júgurbólgutilfella sögð vera 35-45% hjá íslenskum kúm miðað við 12-18% hjá hinum kynjunum. Dauðfæddir kálfar eru „vaxandi vandamál“ á Íslandi og standa í 14,6% miðað við 3-6% tíðni hinna kynjanna. Þetta er mikilvægur þáttur í óhagkvæmni Búkollu. Staðreyndin er sú að eng- in skráning er á júgurbólgu á Ís- landi, og er kemur að kálfadauða eru fáar niðurstöður tiltækar. Hér virðast menn hafa búið til tölur og eru þær „hagnaðinum“ af hinum kúnum mjög í vil. Elín Grethar- dsdóttir hefur unnið viðauka um mjaltir, sem starfshópurinn byggir á. Elín byggir á handbókum auk rannsóknar á mjaltatíma á nokkr- um íslenskum búum. Hún bendir á að niðurstöðurnar séu ekki „töl- fræðilega marktækar“ (bls. 46). Í stuttu máli er íslenska kýrin reiknuð sem mun tímafrekari til mjalta en erlendu kýrnar í hand- bókunum (þ.e. bestu aðstæður), og þetta skýrir að; hluta óhagkvæmni hennar. Í doktorsritgerð Lars Risan um NRF-kýr (2003: 92 o.fr.) tiltekur hann bónda sem mjólkar 50 kýr aleinn á innan við klukku- tíma, og hjón sem not- uðu lengri tíma á 20 kýr. Að kenna ís- lensku kúnni alfarið um lengri mjaltatíma er villa. Í útreikning- unum er kúnum gefið sama magn af kjarn- fóðri. Þetta er misvís- andi því til að fá aukin afköst þarf aukið kjarnfóður. Í þessu samhengi vil ég nefna glænýja rannsókn unna af norska Há- skólanum f. umhverfi og líftæknivísindi. Þar eru NRF-kýr og hryggjóttar þrænda- kýr (sidet trønderfe) bornar saman. Þrændakýrin sýnir mestan skyldleika af öllum kynjum við íslensku kúna skv. rannsókn frá 1999. Í þessari tilraun var 9 kúm af hvoru kyni einungis gefið gróffóður. NRF- kýrin mjólkaði 26,3 kíló á dag að meðaltali, þrændakýrin 16,1 kíló. NRF-kýrnar horuðust niður, með- an þrændakýrin bætti við sig í þyngd, og mjólkin úr henni var hlutfallslega betri hvað varðar prótein og fituinnihald. Þetta fær norsku vísindamennina til að skrifa að það sé: „… enginn sann- anlegur mismunur hvað varðar af- köst kynjanna tveggja“ (www.umb.no/?viewID=12181). Ástæðan er sú að mun fleiri þættir en „magn mjólkur“ eru teknir með í útreikningana. Á Holti í Rang- árvallasýslu eru kýr sem mjólka uppundir 7.900 lítra á ári, en með- alnyt NRF er í kringum 6.000 lítr- ar. Fleiri kúabændur sýna að miklir afkastamöguleikar búa í Búkollu. Til dæmis er prótein/fitu hlutfallið hagstæðast í mjólk ís- lensku kúnna (bls. 3), án þess að þetta komi henni til góðs í skýrsl- unni. Sé miðað við áðurnefnda skýrslu get ég ekki séð að til séu haldbær vísindaleg rök fyrir bættri afkomu kúabænda við inn- flutning á nýju kúakyni. Kynið yrði að flytja inn á forsendum trúarbragða sem kennd eru við aukin afköst og hagræðingu, og eru vinsæl þula um þessar mundir, þó vandséð sé hve miklu þessi trúarbrögð munu granda fyrir kynslóðum framtíðar. Um heilagar kýr hagfræðinnar Bergsveinn Birgisson gerir út- tekt á skýrslu um hagræðingu þess að flytja inn erlent kúakyn Bergsveinn Birgisson » Sé miðað viðáðurnefnda skýrslu get ég ekki séð að til séu haldbær vís- indaleg rök fyrir bættri afkomu kúabænda við innflutning á nýju kúakyni Höfundur er norrænufræðingur bú- settur í Björgvin í Noregi. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.