Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HVAÐ er menntun? Hvers vegna viljum við mennta börn- in okkar? Hvernig för- um við að því? Þessa dagana leita þessar spurningar fast á hug- ann. Í dagblöðum og út- varpi keppist fólk við að tala niður íslenska skóla og menntakerfið í heild sinni. Niðurstöður alþjóðlegrar PISA- könnunar um kunnáttu og stöðu 15 ára barna á Íslandi, í ákveðnum námsgreinum, eru þess valdandi að nýtt veiði- leyfi hefur verið gefið út á menntun og störf íslenskra kennara. Vel máls- metandi fólk hefur komið með hald- góðar ályktanir varðandi þessar nið- urstöður og bendir á að fleiri breytur séu tengdar þessum niðurstöðum en einungis nám og kennsla í skólum landsins. Nú einblínir fólk á frábæra frammistöðu Finna í áðurnefndri könnun og við spyrjum okkur af hverju getum við ekki staðið okkur eins vel og Finnar. Hvernig förum að því að ná þeirra árangri? Eigum við að raða í bekki eins og forðum og setja öll börn í sérskóla sem eitthvað bregða af leið í námi eða hegðun, það gera Finnar. Viljum við líka einfalda íslenskuna þannig að hún verði staf/ hljóðréttari eins og finnskan. Er það þetta sem við viljum? Við höfum tekið mörg og stór fram- faraskref í skólamálum og Finnar horfa áhugasamir til þessara þátta en þar sem þeir eru „bestir“ fást menn þar á bæ seint til að breyta hlutunum, þótt það væri hugsanlega nemendum til framdráttar á fleiri sviðum en þeim sem eru könnuð í PISA- könnuninni. Ég hef verið starfandi kennari rúm tuttugu ár og tel mig vera dómbæra á þær breytingar sem ég upplifi í kring um mig, í námi og starfi nemenda og kennara. Íslenskir kennarar skila mjög góðu, óeig- ingjörnu starfi. Þeir eru opnir fyrir öllu því sem hugsanlega getur bætt líðan nemenda eða menntun þeirra. Kenn- arar eru stoltir af starfi sínu og það myndi bæta stöðu hvers nemanda ef allir foreldrar skiluðu líka með stolti sínum mikilvæga þætti í menntun barna sinna. Við kennarar finnum vel fyrir því að sá tími sem fer í að sinna námi barnanna heima fyrir styttist óðum, hraði og lífsgæðakapphlaup setur mark sitt á heimilin. Foreldrar góðir, við getum gert betur. Setjum börnin í öndvegi og stöndum þétt saman til að ná þeim markmiðum sem við stefnum að í menntun barnanna okkar. Hættum þessari minnimáttarkennd og horfum á þá þætti í íslenska skólakerfinu sem eru til fyrirmyndar. Gerum okkar besta og aðeins betur ef það er það sem þarf. Mikilvægast er að við sem byggjum þetta þjóðfélag tökum höndum saman, lítum í eigin barm og leggjum okkur fram við að hlúa að börnum okkar og menntun þeirra. Ekki bara í orði heldur líka á borði. Síðasta spurning mín snýr að fram- tíð starfsstéttar minnar. Hvernig ætl- um við að fara að því að halda uppi metnaðarfullu skólastarfi þegar ekki tekst að manna skólana með mennt- uðum kennurum? Starfsstéttinni er farið að blæða. Ég horfi á eftir frá- bærum kennurum yfirgefa skólana þessa dagana. Þeir eru auðfúsir starfskraftar annars staðar í atvinnu- lífinu og eftir þeirra kröftum er leitað enda skilvirkir, skipulagðir og metn- aðarfullir starfskraftar. Fleiri mætir kennarar eru á leið út úr skólastarf- inu næstu misserin og það er hreint ótrúlegt að ráðamenn haldi áfram að slá haus sínum við stein og neiti að trúa því að aukið brotthvarf kennara sé í raun staðreynd. Þessa dagana keppast sveit- arfélögin við að stinga smá jóladúsu upp í kennara og annað starfsfólk skólanna svo það brosi a.m.k. fram yf- ir jól en vandinn er engan veginn leystur. Kennarar voru barðir til hlýðni í síðustu kjarasamningum og þeir læra af reynslunni. Ef starfi kennara er ekki sýnd mannsæmandi virðing í tali og launum getum við treyst því að það fækkar í starfsstéttinni, nýút- skrifaðir kennarar leita á annan starfsvettvang og fækka mun í hópi þeirra sem skrá sig í fimm ára kenn- aranámið sem stefnt er að, ef ekki kemur til kjaraleiðrétting í komandi kjarasamningi kennara. Niðurstaða mín er sú að mennt er ekki alltaf máttur, að minnsta kosti ekki í launum talið, en það er mögu- leiki á að snúa við blaðinu ef þeir sem valdið hafa eru tilbúnir að opna augu sín fyrir því sem við þeim blasir. Mennt er ekki alltaf máttur Kristín Helgadóttir fjallar um niðurstöður PISA-könnunar og stöðu nemenda og kennara í ís- lensku þjóðfélagi » Setjum börnin í önd-vegi og stöndum þétt saman til að ná þeim markmiðum sem við stefnum að í mennt- un barnanna okkar. Kristín Helgadóttir Höfundur er kennari. RÍKISSTJÓRNIN hefur nú set- ið við völd í 7 mánuði. Það er nægilega langur tími til þess að ljóst sé hvert stjórnin stefnir og hver helstu stefnumál stjórn- arinnar séu. Samfylkingin, flokkur jafnaðarmanna, á aðild að stjórn- inni. Hefur Samfylkingin sett mark sitt á stjórnina? Hefur þess orðið vart, að jafn- aðarmenn eigi sæti í ríkisstjórn Íslands? Þess hefur lítt orðið vart. Ekkert minnst á kvótakerfið Í alþingiskosning- unum sl. vor lagði Samfylkingin höf- uðáherslu á velferð- armálin. Samfylk- ingin kvaðst vilja efla almannatryggingar, bæta kjör aldraðra, öryrkja og barna. Einnig kvaðst Sam- fylkingin vilja auka jöfnuð í þjóðfélaginu og draga úr misskipt- ingu, sem hefði stór- aukist. Hins vegar minntist Samfylk- ingin lítið sem ekkert á kvótakerfið í kosn- ingunum og nauðsyn þess að stokka það kerfi upp. En út- hlutun gjafakvóta til fárra útvaldra og frjáls sala þeirra er eitthvert mesta ranglæti ís- lensks þjóðfélags. Ég sakna þess því mjög, að ríkisstjórnin skuli ekki láta þetta stórmál til sín taka. Einn af forustumönnum Sjálfstæðisflokksins, Sturla Böðv- arsson, forseti alþingis, sagði í ræðu, að nauðsynlegt væri að stokka kvótakerfið upp. Lífeyrir aldraðra hækki í 210 þúsund á mánuði Ekkert gerist varðandi fisk- veiðistjórnunina eða kvótakerfið. En hvað með velferðarkerfið? Hvað með eflingu almannatrygg- inga og bætt kjör aldraðra? Lítið hefur enn gerst varðandi bætt kjör aldraðra. Samfylkingin sagði fyrir kosningar, að leiðrétta þyrfti kjör aldraðra. Þau hefðu dregist mikið aftur úr í launaþróun og verðlagsþróun. Samfylkingin sagði, að miða ætti lífeyri aldr- aðra við útkomu úr neyslukönnun Hag- stofu Íslands varðandi neysluútgjöld ein- staklinga. Samkvæmt könnun Hagstofunnar 15. desember 2006 nema þau 210 þúsund á mánuði. Samfylk- ingin kvaðst vilja leið- rétta kjör aldraðra í áföngum. Í stjórn- arsáttmálanum segir, að styrkja eigi stöðu aldraðra. En ekkert hefur gerst enn. Eru nú litlar horfur á því, að kjör aldraðra verði bætt fyrir áramót. Ég hefi undanfarið lagt áherslu á það, að fyrsti áfangi leiðrétt- ingar á kjörum aldr- aðra tæki gildi fyrir áramót. Ég ítreka þá ósk mína hér. Afnema ber skerðingar tyggingabóta Endurskoðun laga um almanna- tryggingar er hafin á vegum fé- lagsmálaráðherra. Vonandi mun sú endurskoðun leiða til endurbóta á kerfinu í heild. Nauðsynlegt er að einfalda allt kerfið og fækka bótaflokkum. Draga þarf stórlega úr öllum skerðingum á bótum al- mannatrygginga og stefna að því að afnema þær með öllu. Engar skerðingar eiga sér stað í Svíþjóð. Úr því að Svíar hafa efni á því að sleppa öllum skerðingum hafa Ís- lendingar einnig efni á því. Sam- fylkingin hét því í kosningunum að bæta hag barna. Félagsmálaráð- herra hefur þegar hafið fram- kvæmd á því stefnumáli. Hækka þarf skattleys- ismörkin Í stjórnarsáttmálanum segir að lækka eigi skatta og auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Ekki er að búast við skattalækkunum í bráð. Ef til vill verða skattar eitthvað lækkaðir í lok kjörtímabilsins. Samfylkingin hefur gagnrýnt það mjög, að skattleysismörkin skuli ekki hafa hækkað í samræmi við breytingar á launa- og verðvísitölu. Skattleys- ismörkin væru í dag nálægt 150 þúsund á mánuði, ef þau hefðu breyst eðlilega frá 1988. Þau eru í dag 90 þúsund á mánuði. Það væri mikil kjarabót fyrir láglaunafólk og eldri borgara, ef þau væru hækkuð í 150 þúsund á mánuði. Með myndarlegri hækkun skatt- leysismarkanna væri auðveldast að vinna að því stefnumarki rík- isstjórnarinnar að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Lítið um aðgerðir Það eru ágæt stefnumið í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar en það hefur verið lítið um framkvæmdir enn. Ríkisstjórnin hefur verið fremur aðgerðalítil það sem af er. Vonandi stendur það til bóta. Aðgerðalítil ríkisstjórn Björgvin Guðmundsson minnir Samfylkinguna á loforð gefin fyrir kosningar Björgvin Guðmundsson »Með mynd-arlegri hækkun skatt- leysismarkanna væri auðveldast að vinna að því stefnumarki rík- isstjórnarinnar að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Höfundur er viðskiptafræðingur. EINS og mörgum kann að vera kunnugt liggur nú frammi á borð- um frumvarp um breytingu á áfengislögum. Á bak við það standa sjálfstæðismenn og reyna þeir nú í fimmta skipti að ná fram frumvarpi þessu. Það er meingallað og ég vona svo sannarlega að það verði fellt. Þeir líta alveg framhjá þeim ýmsu gloppum og hverju því ósam- ræmi sem myndast við það að taka frumvarpið í gegn. Sala í matvöru- verslunum Hver er tilgangur sjálfstæðispiltanna með lagasetningunni? Að stytta fólki búð- arferðirnar? Enn eru starfræktar fisk-, osta- og kjötbúðir. Vilja þingmennirnir bæta vínmenningu landans? Ég er hreint ekki sannfærður um að matvöruverslanir séu best fallnar til þess að bæta hana. Hingað til hefur Vínbúð ÁTVR staðið sig ágætlega í því, þótt auðvitað sé enn rúm til um- bóta. Tóbakslögin eru brotin dag- lega. Ég er ekki hæfur til að leggja dóm á hugsanlegar heilsufarslegar afleiðingar lagabreytinganna en ég er þess alveg viss að börn eiga ekki að neyta áfengis, frekar en að reykja sígarettur. Og hverjir ætla að tryggja að sama úrval verði í öll- um áfengisseljandi matvöruversl- unum á landsbyggðinni og á höf- uðborgarsvæðinu? Telja þeir að minna úrval sé til bóta fyrir vín- menninguna? Og hvernig yrði framkvæmdin á nýjum lögum? Þyrfti að afhenda vínið undan búð- arkassanum eins og sígarettur? Það yrði eiginlega að vera þannig því annað þætti mér hróplegt ósamræmi á milli áfengis- og tób- akslaga. Nú skilst mér að stór hluti ástæðunnar á bak við frumvarpið sé einnig að uppfylla skilyrði frjáls- hyggjunnar um frjálsa verslun og koma niður verði með samkeppni. Mættu þá matvöruverslanir fara að auglýsa? Sjáum við fram á verðstríð á rósavíni? Hvernig ætti að koma á heilbrigðri samkeppni ef ekki mætti auglýsa neitt? Ég veit ekki betur en að hvarvetna kosti síg- arettur nokkurn veg- inn það sama. Og af hverju á bara að leyfa sölu á léttvíni og bjór? Er síður hættulegt ef börn komast yfir létt- vín og bjór? Því við vitum öll að starfs- mennirnir í matvöruverslununum munu örugglega ekki gæta jafnvel að skilríkjum og starfsmenn vín- búðanna. Er síður æskilegt að horfa upp á sterkt áfengi en léttvín innan um bananana og skinkuna? Er „skrúdræfer“ verri en bjór? Menn lærðu strax á upphafsdögum iðnbyltingarinnar að óheftur kapít- alismi er ekki gott ástand. Áfengisneyslualdurinn Það sem mér finnst sjálfum að breyta mætti er áfengisneysluald- urinn. Mér þykir það heldur hall- ærislegt að lögum samkvæmt má fólk sem giftir sig átján ára ekki skála í kampavíni eða kaupa áfengi fyrir veisluna. Auðvitað fer fólk ekki eftir slíkum reglum: það fer í kringum þær. Fólk sem er í öllum málum sjálfráða nema þessu. Það biður mömmu eða pabba um að kaupa vínið! Fólk í framhalds- skólum biður elstu félagana um að versla fyrir sig. Þetta mál er dæmi um nokkuð, þar sem gjá hefur skapast milli skoðana fólks um rétt og rangt og lagasetningar. Flestir byrja að drekka áfengi mun fyrr en um tvítugt. Raunar held ég að flestir sem eru ekki byrjaðir fyrir tvítugt byrji aldrei. Mjög margir hafa farið inn á skemmtistaði fyrir tvítugt, jafnvel fyrir sextán ára aldur. Ef áfengisneyslualdurinn væri 18, í takt við öll önnur lög sem sett hafa verið, væri jafnvel hugs- anlegt að skynsamt ungt fólk ákvæði að bíða yfir sextán og sautján ára aldurinn þar til neyslan væri lögleg, frekar en að byrja fyrr og vera í ólöglegri neyslu í þrjú, fjögur ár. Framhaldsskólayfirvöld vita alveg að velflestir þeir sem sækja skólaböll koma þangað ölv- aðir. En þau geta lítið gert því ef áfengi yrði bannað kæmi enginn. Og það er erfitt að líta framhjá sumum lögum og velja úr öðrum og hafna. Ef áfengisneyslualdur væri lækkaður gætu skólayfirvöld tekið fastar á yngri nemendum sem mættu ölvaðir með góðri samvisku (því eins og staðan er í dag er harla erfitt að standa í að refsa 80% nemanna) og jafnvel breytt því hvernig umhorfs er á þeim ágætu skemmtunum. Jafnvel gæti það orðið svo kynslóðir vendust á að mæta edrú á böllin, líkaði það ágætlega, og gerðu það áfram. Einnig þykir mér það skrítið að á sama tíma og reykingar eru að mörgu leyti litnar alvarlegri aug- um en áfengisdrykkja þá má kaupa sígarettur fyrr. Fimmta tilraun Mikilvægt er að lög séu inn- byrðis samræmd. Erfitt er að taka reglur trúanlegar sem eru svo þverbrotnar hvað eftir annað og svo litið framhjá því af yfirvöldum. Eins og ég benti á eru engar góðar ástæður fyrir því að leyfa léttvíns- og bjórsölu í matvöruverslunum og ekki lagalegur grundvöllur fyrir því. Breyta þyrfti öllu lagaum- hverfinu til þess að gera þetta mögulegt að tilgangur breyting- anna nái í gegn og hreint ekki til hins betra. Leyfa þyrfti að áfengi væri auðsjáanlegt annars staðar en í vínbúðum og eiginlega þyrfti að leyfa áfengisauglýsingar. Frum- varpið er vanhugsað og þar sem því er ekkert breytt á milli framsetn- inga hefur það alltaf verið fellt. Þetta er eins og að horfa upp á lítil börn reyna að nauða í foreldrum sínum þangað til þeir gefast upp. Svo þegar mamma og pabbi skilja er vonast eftir að nýja stjúpfor- eldrið sé eftirlátssamara. Má ég fá léttvín og bjór, mamma? Kári Emil Helgason skrifar um áfengislöggjöfina » Frumvarpið er mein-gallað og ég vona svo sannarlega að það verði fellt. Kári Emil Helgason Höfundur er framhaldsskólanemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.