Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Gefur áfram kost á sér  Ólafur Ragnar Grímsson hyggst bjóða sig fram til endurkjörs í emb- ætti forseta Íslands. Þetta kom fram í nýársávarpi forsetans en Ólafur hefur setið í forsetastól frá árinu 1996, eða í tólf ár. »Forsíða Hvirfilvindar í Hnífsdal  Milljónatjón varð í Hnífsdal á ný- ársnótt þegar sterkir svipti- eða hvirfilvindar, svonefnd Gjögraveður, gerðu vart við sig í Hnífsdal. Þakið á rækjuverksmiðjunni á staðnum sprakk og feðgar fuku 30 metra, þó án allra meiðsla. »4 Fræðsla um áramótasiði  Ekki taka allir flugeldaspreng- ingum á gamlárskvöld fagnandi, því í hugum þeirra sem dvalið hafa á stríðshrjáðum svæðum minna flug- eldasprengingar og lyktin af púðrinu óneitanlega á alvöru sprengingar sem ógnað geta lífi fólks og limum. Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, telur að huga megi að því að fræða útlendinga um ára- mótasiði Íslendinga og skotgleði. »6 Óeirðir í Kenía  Um 30 manns brunnu inni þegar eldur var borinn að kirkju í Eldoret í Vestur-Kenía í gær. Á fjórða hundr- að manna hefur týnt lífi síðan for- seta- og þingkosningar voru haldnar í landinu á fimmtudag. Erlendir eft- irlitsaðilar hafa áhyggjur af fram- kvæmd kosninganna. »19 SKOÐANIR» Staksteinar: Af hetjuskap og klúðri Forystugreinar: Náttúra og sjálf- bærni | Forseti leitar endurkjörs Ljósvaki: Hvaða selur var þetta? UMRÆÐAN» Geðræktarmiðstöðin Setrið eins árs Vegagerð um Teigsskóg Um heilagar kýr hagfræðinnar Mennt er ekki alltaf máttur Heitast 3°C | Kaldast -5°C  Hægviðri með morgninum, þurrt og víða frost. Fer að rigna SA-til um hádegi. Rign- ir S- og SV-lands undir kvöld. » 10 Mögnuðustu kvik- myndir ársins voru ólíkar, önnur sagði af fóstureyðingu en hin af merkilegri fæðingu. »42 AF LISTUM» Eftirminni- leg fæðing FÓLK» Fræga fólkið tjúttaði inn í nýja árið. »45 Barnaplatan Ævintýri fyrir börn hefur að geyma góða sögu og spennandi en lögin eru upp og ofan. »47 PLÖTUDÓMUR» Skýr og góð skilaboð KVIKMYNDARDÓMUR» Golden Compass fær miðlungseinkunn. »43 FLUGAN» Flugan fór víða og skoð- aði margt. »40 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ellefu sæmdir heiðursmerkjum … 2. Býður sig fram til endurkjörs 3. Mikill erill hjá lögreglu … 4. Útskýringar á dauða Bhutto … SÉRA Jakob Á. Hjálmarsson, fyrr- verandi dómkirkjuprestur, heldur á næstu dögum til Kenía þar sem hann mun starfa sem sjálfboðaliði við fræðslusetur lútersku kirkj- unnar. „Á því svæði þar sem ís- lenskir kristni- boðar hafa starf- að í Pókot-héraði í Kenía er mikil þörf fyrir aukna menntun. Ég ætla að kenna predikurum, sem er mikil þörf fyrir í hinni ört vaxandi kirkju, en hana skortir sárlega presta,“ segir séra Jakob. Kirkjan telur nú tugþúsundir manna, en þó eru aðeins fimm lærðir prestar við hana. Starfið byggist að miklu leyti upp á framlagi fyrr- nefndra predikara, sem hann segir fólk á öllum aldri af báðum kynjum. Tvísýnt ástand Ófriðarástand hefur ríkt í landinu undanfarna daga, eftir að kosningar fóru fram og forsetinn, Mwai Kibaki, hefur verið sakaður um stórfellt kosningasvindl. Jakob kveðst í mesta lagi munu fresta för sinni í nokkra daga, en neitar því þó ekki að ferðalagið geti talist áhættusamt. „Ég þarf að ferðast um svæði þar sem hafa verið átök, en átök eru ekki í Pókot því þar er í raun bara einn ættflokkur. Hann er ekki mikið blandaður inn í stjórnmál landsins.“ Jakob kveður átökin þó lítið koma útlendingum við og að þeim stafi sennilega ekki mikil hætta af þeim. Til Kenía sem sjálf- boðaliði Jakob Á. Hjálmarsson TENGLAR .............................................. http://jakob.annall.is STARFSHÓPUR innan Reykjavík- urborgar skoðar nú leiðir til að hlúa að kvik- myndagerð í borginni þannig að hægt sé að kalla hana með sönnu kvik- myndaborg. Reyndir menn úr kvikmyndageiranum hafa veitt ráð þar að lútandi, m.a. Baltasar Kor- mákur. Borgarstjóri bauð honum, Quentin Tarantino og Eli Roth í mat og snæddu þeir fisk. | 22 Kvikmyndir og fiskur Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri FYRSTA barn ársins, 15 marka stúlkubarn, kom í heiminn undir flugeldagný á kvennadeild Landspít- alans í Reykjavík fimm mínútur yfir eitt á nýársnótt. Sólveig Ragnarsdóttir og Hreiðar Örn Zoega Stef- ánsson eru foreldrar barnsins en fyrir eiga þau soninn Ragnar Bjarna sem er á áttunda ári. Hríðir Sólveigar urðu reglulegar í þann mund er Geir H. Haarde forsætisráðherra flutti áramótaávarpið og faðir nýársbarnsins kveður það ekki hafa verið til- viljun. „Þessi milda, föðurlega rödd þarna á skjánum kom þessu öllu af stað.“ Að sögn Hreiðars líður mæðgunum vel í upphafi árs, enda gekk fæðingin með eindæmum vel þrátt fyrir að mikill hávaði frá flugeldum hafi borist inn á fæðing- ardeildina og stúlkan spriklað mikið í móðurkviði áður en hún kom í heiminn. „Þetta verður mikil sprengju- drottning þegar fram líða stundir,“ sagði hinn nýbak- aði faðir. Í heiminn undir flugeldagný Föðurleg rödd Geirs H. Haarde kom fæðingunni af stað Morgunblaðið/Kristinn GEIR H. Haarde forsætisráðherra gerði komandi kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði að umtalsefni í áramótaávarpi sínu. Sagði hann reynslu undanfarinna ára vekja vonir um framhald farsællar stefnu. „Í for- ystusveit launamanna og vinnuveit- enda er ábyrgt fólk sem hefur lært það af reynslunni að hóflegir kjara- samningar sem byggja á traustu at- vinnulífi og stöðugleika í efnahags- málum leiða til mestra kjarabóta,“ sagði Geir. Benti hann á að með ábyrgri stefnu mætti framlengja það framfaraskeið sem Íslendingar hefðu verið á. Tók hann fram að ríkisstjórn- in væri fús til að koma að því borði eftir því sem nauðsyn krefði. Í nýárspredikun sinni gerði herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, gildi íslensku tungunnar að umtals- efni. Sagði hann mikla ábyrgð hvíla á landsmönnum; að tungan og menn- ingararfurinn glataðist ekki heldur ávaxtaðist með uppvaxandi kynslóð í landinu. „Sjáum til þess að börnin læri ljóðin, sálmana, sögurnar og söngvana sem leggja þeim orð á tungu og hjörtu, orðin sem tjá ís- lenska hugsun og íslenska reynslu og íslenska von og trú,“ sagði biskup. Hann velti einnig fyrir sér hvaða grunngildum þjóðin vildi byggja á og greiða veg í menningu og samfélagi. „Mér virðist sem við séum flest sam- mála um að vilja byggja á umburð- arlyndi, jafnrétti, lýðræði, umhyggju og virðingu fyrir manngildi [...] Þetta eru góð og eftirsóknarverð verðmæti sem við viljum lifa eftir og láta móta samfélag okkar, uppeldi, menntun og menningu. En þau eru ekki sjálf- sprottin af einhverri sögulegri nauð- syn eða þróun. Þau spretta úr jarð- vegi trúar og siðar. Þeim hefur hingað til verið miðlað með hinum þjóðlega, kristna, húmaníska menn- ingararfi sem hér hefur ávaxtast kynslóð eftir kynslóð og kristin kirkja hefur nært og frjóvgað.“ | 15 og miðopna. Lífskjör og grunngildi  Forsætisráðherra ræddi komandi kjarasamninga  Biskup gerði grunngildi samfélagsins að umtalsefni í ávarpi sínu Karl Sigurbjörnsson Geir H. Haarde ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.