Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.01.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2008 47 Nicotinell er sólahringsplástur, þú getur því valið hvort þú notar plásturinn í 24 klst. eða skemur. Hægt er að taka plásturinn af eftir skemmri tíma, t.d. 16 klst., ef ekki er þörf fyrir fullan sólahringsskammt. Ef þú notar Nicotinell plásturinn allan sólarhringinn, hefur þú nóg nikótín í blóðinu á morgnanna til að mæta áskorunum dagsins allt frá fótaferð. Þetta er mikilvægt ef þú byrjar daginn á því að fá þér sígrettu. PLÁSTRAR Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið er reykt, en þeir mega þó aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Leita skal til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ. NÝJAR PAKKNINGAR BETRA VERÐ BANDARÍSKU leikstjórarnir Quentin Tarantino og Eli Roth skemmtu sér gríðarlega vel á gaml- árskvöld og -nótt, að sögn góðvinar þeirra og fararstjóra, Eyþórs Guð- jónssonar, sem bauð þeim í kvöld- mat heim til sín í Kópavoginn á gamlárskvöld. Roth og Tarantino eru miklir aðdáendur flugeldaskotæðis Íslend- inga um áramót og skemmtu sér hið besta við að skjóta upp söguhetjum úr Íslendingasögunum, Gretti sterka og félögum. Að lokinni skothríð var svo haldið á Rex og djammað langt fram á nótt. Engir skandalar urðu þar, að sögn Eyþórs, allt fór vel fram og enginn að abbast upp á þá félaga þótt frægir séu. Í gærkvöldi snæddu svo þremenn- ingarnir á Hótel Loftleiðum þar sem nýársdansleikur fór fram. Sálin hans Jóns míns lék fyrir dansi og Eyjólfur Kristjánsson tróð upp með Stefáni Hilmarssyni. Tarantino heldur af landi brott á morgun en Roth fjórum dögum síð- ar. Kvikmyndaáhugamenn vilja ólm- ir vita hvort Tarantino hafi áhuga á því að taka upp kvikmynd á Íslandi eða hvort hann hafi nú þegar slíkt á prjónunum. Engar slíkar fréttir hafa enn bor- ist frá leikstjóranum en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Tarantino og Roth í rosa flugeldastuði Morgunblaðið/Kristinn Þremenningarnir Eli Roth, Quentin Tarantino og Eyþór Guðjónsson í miklu stuði í Reykjavík árið 2005. FRIÐRIK Sturluson er þekktastur sem bassaleikari Sálarinnar hans Jóns míns, en honum er auk þess margt til lista lagt. Hann er lunkinn textasmiður, fær hljóðupptökumaður og núna höfundur að barnaplötu sem hann vinnur með Guðmundi Ólafs- syni, leikara og rithöfundi. Hugmynd sögunnar fæddist hjá Friðriki og hann samdi lögin en Guðmundur útbjó handrit sögunnar og samdi söngtexta. Sagan fjallar í stuttu máli um strák, Bjössa, sem vill ekki fara að sofa – vandamál sem allir foreldrar kannast við. Vökull Velvak- andason lóðsar hann eitt kvöldið inn í Vökuland þar sem enginn fer að sofa og hægt er að leika sér dag sem dimma nátt. Bjössi lendir þar í ýms- um ævintýrum en snemma fara að renna á hann tvær grímur, draum- urinn um eilífa andvöku snýst fljót- lega upp í martröð og hann og fleiri taka til við að skipuleggja flótta. Sagan gengur vel upp og skila- boðin eru skýr og skynsamleg, án þess að vera einhver siðferðis- predikun. Platan byggist upp á lög- um, frásögn sögumanns og leiknum atriðum og kemur fjölskipað stór- skotalið að þeim þáttum öllum. Eins og margir kannast við vinnur Friðrik við hljóðsetningu barnaefnis og þar rennur í gegn stríður straumur af leikurum og söngvurum sem Friðrik hefur lóðsað inn í Vökulandið rétt eins og Vökull gerði. Það er því valinn maður í hverju rúmi, og er það til marks um að Friðrik hlýtur að vera ágætlega þokkaður í starfi. Laddi, Örn Árna, Siggi Sigurjóns, Regína Ósk, Björgvin Franz, Pétur Jesús, Selma Björns, Guðrún Ásmunds, Samúel J. Samúelsson, Sigga Bein- teins … listinn er endalaus. Framvinda sögunnar er spennandi og skemmtileg og karakterar eins og Vökulöggurnar, Kveldúlfur og Geisp- ar gæða hana lífi og litum. Lögin þykja mér hins vegar upp og ofan; það er eins og barnakryddið vanti í sum þeirra sem standa þá einfaldlega sem meðalgóð popplög. Þá er um- slagið og fígúrurnar sem það prýða fremur kauðalegar og útlit hinna mörgu barnaplatna í dag er oft keim- líkt og „sterílt“. Lokadómurinn – hinn raunverulegi dómur – verður svo felldur af markhópnum, þ.e. börnunum sjálfum sem ráða á end- anum hvort platan lifir eða ekki. Þumlar upp þýðir að hún fær að snú- ast í mörg þúsund hringi í spilaranum um ókomin ár en þumlar niður þýðir að hún á ekki einu sinni möguleika á að kíkja þar við stöku sinnum. Börnin eira engu í sínu hreinskiptna, ómeng- aða áliti og satt að segja er hann bara býsna harður, þessi barnaplötu- bransi. Megi Friðriki og félögum reiða vel af í baráttunni. Flóttinn frá Vökulandi TÓNLIST Geisladiskur Friðrik Sturluson/Guðmundur Ólafsson – Vökuland–Ævintýri fyrir börnbbbnn Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.