Morgunblaðið - 15.01.2008, Blaðsíða 4
AL Gore, fyrrverandi
varaforseti Bandaríkj-
anna, bauð fyrir
skömmu nokkrum gest-
um til fundar við sig í
New York þar sem
fjallað var um umhverf-
is- og orkumál með
áherslu á hreina orku
og skipta tækifæri í
jarðhitaiðnaði þar veru-
legu máli. Skv. heim-
ildum Morgunblaðsins
var Ásgeir Margeirs-
son, forstjóri Geysir
Green Energy, á meðal
þeirra sem hittu Gore
að máli. Mun Ásgeir
hafa verið beðinn að
sitja þennan fund með
Gore og greina frá
stöðu og horfum í jarð-
hitamálum og fjalla um
möguleika jarðhitaiðnaðar til að draga úr
mengun. Tók hann jafnfram þátt í um-
ræðum á fundinum. Gore er mjög áhuga-
samur um þessi mál og mun hann einnig
skv. upplýsingum Morgunblaðsins hafa
lýst áhuga á að sækja Ísland heim.
Bandaríkjamenn sýna síaukinn áhuga á
samstarfi við Íslandi á sviði jarðvarma.
Kom fram í Morgunblaðinu um helgina að
Ísland er meðal landa sem tilgreind eru
sem hugsanlegir samstarfsaðilar í laga-
bálki sem Bandaríkjaþing afgreiddi ný-
lega um auknar rannsóknir og þróun á
sviði náttúrulegra orkuauðlinda, orku-
sparnað o.fl.
Ásgeir átti fund
með Al Gore
Ásgeir
Margeirsson
Al Gore
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ENGINN áþreifanlegur árangur
varð af sáttafundi í kjaradeilu
Samtaka atvinnulífsins og Starfs-
greinasambandsins og Flóafélag-
anna svonefndu hjá ríkissáttasemj-
ara í gær. Undirhópar munu funda
í dag og er næsti samningafundur
svo boðaður á morgun, miðviku-
dag.
Ekki er enn orðið ljóst hvaða
stefnu kjaraviðræðurnar taka eftir
kaflaskilin sem urðu í síðustu viku,
þegar ríkið hafnaði einni megin-
kröfu verkalýðshreyfingarinnar í
skattamálum, sem átti að greiða
fyrir gerð kjarasamninga.
Á fundinum í gær var rætt um
ýmsar leiðir sem taldar eru koma
til greina við endurnýjun samninga
og mikil umræða fór fram um til
hversu langs tíma skuli semja. Inn-
an Starfsgreinasambandsins vex
þeirri skoðun fiskur um hrygg að
semja aðeins til skamms tíma, þ.e.
ekki lengur en til eins árs vegna
þeirrar óvissu sem uppi er um þró-
un efnahagsmála og verðbólgu-
horfur.
,,Tíminn fór mest í að skiptast á
skoðunum um aðferðafræði og
hugsanlega tímalengd samninga
en ekki var komist að neinni nið-
urstöðu hvað það varðar,“ sagði
Kristján Gunnarsson, formaður
SGS, eftir viðræðurnar í gær. „Af
hálfu vinnuveitenda er allt undir,
hvort sem menn vilja ræða skamm-
tímasamning eða langtímasamning
og allt þar á milli. Við lögðum á sín-
um tíma upp með það í kröfugerð-
inni að gerður yrði samningur til
tveggja ára. Við höfum viðrað þá
skoðun okkar að það komi alveg
eins til greina að skoða styttra
tímabil, vegna þeirrar óvissu sem
uppi er, m.a. í efnahagsmálum. Við
höfum ekki útilokað það,“ segir
Kristján.
Kjarasamningar fjölmennra
starfsstétta hjá ríki og sveitar-
félögum, s.s. kennara og hjúkrun-
arfræðinga, renna út 30. apríl
næstkomandi og samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins hafa
sumir verkalýðsforingjar bent á að
e.t.v sé réttast að semja um launa-
hækkanir til skamms tíma og sjá
hvaða launastefna verður mörkuð í
samningum ríkisins við þessar
stéttir. Munu þegar vera hafin ein-
hver óformleg samtöl við forsvars-
menn opinberra starfsmanna um
áherslur þeirra í komandi kjaravið-
ræðum.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri SA, segir að auk við-
ræðna við SGS og Flóafélögin
muni vinnuveitendur á næstunni
ræða við landssambönd iðnaðar-
manna og verslunarmenn. Mikil
fundahöld séu fyrirhuguð í þessari
og næstu viku.
Vilhjálmur segir að á fundinum í
gær hafi menn farið yfir stöðuna og
reynt að átta sig á hvernig þeim
verði haldið áfram. Hann segir að
tímalengd samninga sé mikið til
umræðu og allt undir hvað það
varðar.
SA hefur lagt ríka áherslu á að fá
að vita hvaða stefnu ríkið og sveit-
arfélögin muni taka í launamálum
sinna starfsmanna og spurður um
þetta segist Vilhjálmur óttast
þetta mjög „því það virðist vera
eins og stjórnmálamennirnir séu í
allt of mörgum tilfellum ekki færir
um að gegna sínu vinnuveitenda-
hlutverki“.
Áhugi á samningi til eins árs
Vilja sjá launastefnu
hins opinbera
Árvakur/Golli
Kaflaskil Forysta ASÍ greindi forsvarsmönnum SA frá því í seinustu
viku að viðræður um launamál væru ekki lengur á sameiginlegu borði.
Í HNOTSKURN
»Kjarasamningar á al-menna vinnumarkaðinum
runnu út um síðustu áramót.
»Starfsgreinasambandið ogFlóafélögin svonefndu
hafa vísað kjaradeilunni til
sáttameðferðar hjá rík-
issáttasemjara. Er næsti fund-
ur boðaður á morgun.
»Landssamböndin og þaufélög, sem eru með beina
aðild að ASÍ, fara nú hvert
fyrir sig með launakröfur sín-
ar í viðræðunum við atvinnu-
rekendur.
KNÁIR piltar úr 6. bekk Mennta-
skólans í Reykjavík léku sér í
knattspyrnu á ísilagðri Tjörninni í
gær. Það er gömul saga og ný að
nemendur Menntaskólans og ann-
arra menntastofnana sem verið
hafa við Tjörnina í aldanna rás
bregði á leik þegar Tjörnina legg-
ur.
Á árum áður voru það þó aðrar
íþróttir en knattspyrna sem helst
voru stundaðar á tjarnarísnum.
Þannig eru fyrstu heimildir um
sögu Skautafélags Reykjavíkur frá
miðri 19. öld þegar nemar í Latínu-
skólanum, forvera Menntaskólans í
Reykjavík, stunduðu skautahlaup á
Tjörninni. Skautafélagið var fyrst
stofnað 1873 af menntaskólanem-
um og er því eitt af elstu íþrótta-
félögum Reykjavíkur.
Mörgum er í fersku minni þegar
tjarnarísinn var fægður, upplýstur
og leikin tónlist fyrir borgarbúa
sem brugðu sér á skauta á Tjörn-
inni. Árvakur/Golli
Leikið á
köldum
klaka
Ísinn á Tjörninni hefur löngum verið leikvangur Reykvíkinga
FYRIR skömmu fannst net í neðanverðri
Korpu/Úlfarsá. Það voru laganna verðir
sem komu auga á netið og í því voru tveir
laxar og var leigutaka gert viðvart um at-
hæfið. „Með ólíkindum verður að teljast að
menn geti ekki látið laxveiðiárnar í friði
yfir dimmustu vetrarmánuðina,“ segir á
heimasíðu Stangaveiðifélags Reykjavíkur,
svfr.is
Þar segir ennfremur: „Í haust bar á
óvenju svæsnum veiðiþjófnaði í Elliða-
ánum og nokkuð ljóst að óprúttnir aðilar
beina spjótum sínum ekki síður að hinum
Reykjavíkuránum. Það er nýlunda að
veiðiþjófnaður sé stundaður yfir vetr-
armánuðina enda laxinn nánast óætur
með öllu og illa haldinn. Hins vegar er
gæsla með ánum mun minni á þessum árs-
tíma og þær liggja betur við höggi í
skammdeginu.“
Veiðiþjófnaður í
Korpu að vetri
Árvakur/Einar Falur
VEGNA viðtals í Morgunblaðinu í
gær við Nikulás Úlfar Másson, for-
mann húsafriðunarnefndar og fyrr-
verandi starfsmann Borgarskipu-
lags Reykjavíkur, vill Jóhannes
Sigurðsson í Kaupangi koma eft-
irfarandi á framfæri:
„Nikulás Úlfar Másson tók virk-
an þátt í lokafrágangi og útliti
húsanna á Laugavegi 4-6. Þetta
getur m.a. skipulagsstjóri Reykja-
víkur staðfest.
Hvergi kemur fram í viðtalinu
við mig [í Morgunblaðinu sl. sunnu-
dag] að hann hafi komið að gerð
deiliskipulags lóðarinnar – að
minnsta kosti vildi ég ekki að orð
mín skildust þannig.
Við, eigendur Kaupangs, ásamt
arkitekt húsanna, Guðna Pálssyni,
áttum marga fundi og símtöl við
Nikulás vegna Laugavegar 4-6,
meðal annars þegar Jóhannes
Kjarval, hverfisarkitekt miðbæjar-
ins, var fjarverandi.
Ég veit ekki betur en að formað-
ur skipulagsráðs og skipulagsstjóri
Reykjavíkur hafi í sameiningu
stungið upp á því að fá tvær arki-
tektastofur til að koma með tillög-
ur að útliti húsanna en ekki Niku-
lás Úlfar Másson eins og hann vill
nú eigna sér í fjölmiðlum. Það eru
hrein ósannindi að Nikulás hafi átt
aðeins einn fund með eigendum og
arkitekt húsanna vegna þessa
máls.
Annars hefur stjórnsýslan í
þessu máli verið svo ótrúleg að við
viljum helst ekki eyða kröftum
okkar í að skattyrðast við einstaka
embættismenn.“
Athugasemd frá Jóhannesi í Kaupangi
Nikulás tók virkan þátt
NORÐFIRÐ-
INGAR!
Það hefur eflaust verið neistaflug hjá þeim
221 Norðfirðingi sem fékk vinning
í Happdrætti Háskólans í fyrra.
– Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.
TIL HAMINGJU