Morgunblaðið - 15.01.2008, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
ORKUVEITA Reykjarvíkur hóf síð-
astliðið vor átaksverkefni til að
sporna við slysum sem heitt vatn
hefur valdið og í því skyni opnað
vefinn www.stillumhitann.is. Á
vefnum getur fagfólk og almenn-
ingur nálgast upplýsingar og
tæknilegar lausnir til að sporna við
því að fólk brenni sig á heitu vatni.
Börnum og eldra fólki er hættast
við bruna að völdum heits vatns og
þá sérstaklega sjúklingum.
Forvarnahúsið hefur fengið vef-
inn til eignar. Herdís Storgaard,
forstöðumaður Forvarnahússins,
veitti honum viðtöku auk 300 þús-
und króna til viðhalds hans og 300
þúsund króna styrks til almennra
forvarna.
Vefurinn er einungis hluti af
stærra átaki. OR hefur veitt fé til
rannsókna á fjölda og eðli slysa af
völdum heits vatns og gengist fyrir
námskeiði og ráðstefnu um leiðir til
að draga úr slysum, m.a. með bætt-
um frágangi neysluvatnskerfa. Í
kjölfarið hafa söluaðilar lagnabún-
aðar útbúið lausnir sem fáanlegar
eru hvort heldur sem er fyrir nýtt
húsnæði eða eldra. Það er mat
starfsfólks Landspítalans að bruna-
slysum hafi nú þegar fækkað.
Heitavatnsslysum fækkar
Stillum hitann Herdís Storgaard,
forstöðumaður Forvarnahússins,
veitir vef og styrk viðtöku úr hendi
Bryndísar Hlöðversdóttur, stjórn-
arformanns Orkuveitunnar
SÍMINN hefur fengið úthlutað til-
raunaleyfi frá Póst og fjarskipta-
stofnun fyrir langdrægt 3G-far-
símakerfi. Verið er að setja upp
búnað á Suðurlandi og er gert ráð
fyrir að tilraunir hefjist í vikunni.
Kerfið er samkvæmt UMTS-
staðli og nýtir 900MHz-tíðni sem er
sú sama og hefðbundin GSM-kerfi
nota. „UMTS-staðall er við-
urkenndur 3G-staðall fyrir farsíma-
þjónustu og sá sem Síminn hefur
notað við uppbyggingu á 3G-
kerfinu á höfuðborgarsvæðinu, á
Akureyri og í Leifsstöð, en þar er
2100 MHz-tíðni notuð,“ segir í til-
kynningu Símans. Kostirnir um-
fram hefðbundin langdræg GSM-
kerfi eru m.a. þeir að drægni þess
er allt að 50% meiri auk þess sem
gagnahraði er allt að þúsundfaldur.
Árvakur/Brynjar Gauti
Suður Sunnlendingar geta brátt
notið þriðju kynslóðarinnar.
3G tilraunir á
Suðurlandi
BROT 89 ökumanna voru mynduð í
Hvalfjarðargöngum í síðustu viku
frá þriðjudegi til föstudags eða á
tæplega 88 klukkustundum.
Vöktuð voru 5.700 ökutæki og
því ók lítill hluti ökumanna, eða
u.þ.b. 1,6%, of hratt eða yfir af-
skiptahraða.
Meðalhraði hinna brotlegu var
tæplega 85 km/klst. en þarna er 70
km hámarkshraði. Tíu óku á 90 km
hraða eða meira en sá sem hraðast
ók mældist á 100 km hraða.
Ökumennirnir munu fá sektar-
boð í pósti á næstu dögum.
Óku of hratt
DOKTORSVÖRN í líf- og læknavís-
indum fer fram hjá læknadeild Há-
skóla Íslands föstudaginn 18. jan-
úar. Þá ver Evald Sæmundsen
doktorsritgerð
sína Autism in
Iceland, reva-
lence, diagnostic
instruments,
development and
association of
autism with seiz-
ures in infancy,
um einhverfu
ungbarna á Ís-
landi.
Andmælendur eru dr. Lennart
von Wendt, prófessor í taugasjúk-
dómum barna við Helsinki Univers-
ity Central Hospital, og dr. Christ-
opher Gillbert prófessor í geðlækn-
isfræði barna við Göteborg
University.
Athöfnin fer fram í Öskju og
hefst kl. 14.
Doktorsvörn
Evald Sæmundsen
STUTT
!
!
!
"
#
$#
%& '
()
*
+,(
()
*
+,(
()
*
+,(
-
-
.&
(& /#
0
/
!
1
%
.&(&
#
/ !
! .
0
!
!
.&
(&
##
/# 2 0
/
!
1
*
.
.
!/"
!/ !/
.
.
34
!
!
"
"
"
#
"
FYRSTI fundur um nýgerðan kjara-
samning LS og sjómannasamtak-
anna var haldinn á Hellissandi á
sunnudagskvöld. Það var Snæfell
sem reið á vaðið, en félagið felldi
samninginn.
Frá þessu er greint á heimasíðu
Landssambands smábátaeigenda.
Fundarsókn var ágæt og miklar um-
ræður um samninginn að lokinni
kynningu Arnar Pálssonar á honum.
Í máli fundarmanna kom fram að
þeir voru sammála því að gerður
væri samningur, en sá sem fyrir
þeim lægi, fæli í sér of dýrar kvaðir
þannig að þeir treystu sér ekki til að
uppfylla þær.
Of lítill munur á
háseta og skipstjóra
Einkum var bent á að mismunur á
launum háseta og skipstjóra væri of
lítill, ábyrgð skipstjórans væri van-
metin. Almennt töldu fundarmenn
rétt að gefa hverri útgerð sjálfval um
þessa skiptingu. Þannig væri hægt
að viðhalda þeirri skiptingu milli
áhafnarmeðlima sem hefð væri kom-
in á.
Við þennan lið bættist einnig at-
hugasemd við að ekki lægi fyrir
hvernig ætti að bregðast við þegar
fleiri en 2 menn væru í áhöfn línu-
báts þegar beitt væri í landi og sama
gilti um vélabát.
Einnig bentu fundarmenn á að
samþykkt þeirra um tryggingu skip-
verja, þar sem bætur tækju mið af
skaðabótalögum, væri ávísun á 10-
föld iðgjöld og mikla óvissu miðað við
stöðuna í dag.
Þar var m.a. bent á stöðu smærri
útgerða sem engan veginn gætu
staðið við ákvæðið.
Þarf skýrari ákvæði
Í umræðum kom einnig fram að
skýrar þyrfti að kveða á um upp-
boðskostnað og fæðispeninga.
Hvaða kostnaðarliðir væru inni í
„uppboðskostnaði“ og hvort það
væri ekki á hreinu að fæðispeningar
væru miðaðir við hvern úthaldsdag.
Í lok fundar voru greidd atkvæði
um samninginn. Úrslit urðu þau að
hann var felldur með 14 atkvæðum
gegn 3.
Önnur aðildarfélög halda fundi um
kjarasamninginn næstu daga.
Snæfell felldi nýgerðan kjara-
samning fyrir smábátana
Töldu samninginn, sem fyrir þeim lá, fela í sér of dýrar
kvaðir þannig að þeir treystu sér ekki til að uppfylla þær
Í HNOTSKURN
»Í máli fundarmanna komfram að þeir voru sam-
mála því að gerður væri
samningur, en sá sem fyrir
þeim lægi, fæli í sér of dýrar
kvaðir þannig að þeir treystu
sér ekki til að uppfylla þær.
»Einkum var bent á að mis-munur á launum háseta og
skipstjóra væri of lítill,
ábyrgð skipstjórans væri van-
metin. Almennt töldu fundar-
menn rétt að gefa hverri út-
gerð sjálfval um þessa skipt-
ingu.
Ávarkur/Ásdís
Samningar Smábátamenn á Snæfellsnesi vilja kjarasamning en eru ekki sáttir við þann, sem nú liggur fyrir.
MIKIÐ verðfall varð á eldislaxi frá
Noregi síðastliðinn föstudag. Verðið
féll þá um 47 til 83 krónur íslenzkar
á hvert kíló. Þetta er mesta lækkun
á einni viku síðan árið 2006.
Skýringin á verðfallinu nú er að
hluta til sögð að verðið hafi verið
orðið of hátt um jólin. Ekkert er tal-
ið benda til þess að verðið hækki á
ný svo nú er gert ráð fyrir að dregið
verði úr slátrun, þar sem kaupendur
haldi að sér höndum.
Verð á algengustu stærðinni, þrjú
til fimm kíló, er nú komið niður í
tæpar 234 krónur kílóið og verð á
öðrum stærðum er 207 til 226 krón-
ur. Reyndar er talið að of miklu hafi
verið slátrað frá áramótum, of mikið
framboð hafi leitt til verðlækkunar.
Verð á laxi
lækkar
EIGENDUR veiðiréttar
við Þverá og Kjarrá í
Borgarfirði hafa sam-
þykkt tilboð núverandi
leigutaka, Sporðs, um
áframhaldandi leigu á
ánum. Samkvæmt
fréttavef SVFR gildir
samningurinn til 2012.
Leiguupphæðin er trún-
aðarmál.
Þverá og Kjarrá eru í
raun ein á með tvö nöfn
og ein allra besta veiðiá landsins. Í Þverá fellur Litla-Þverá sem lax gengur
einnig í. Síðastliðið sumar veiddust 2.435 laxar á svæðinu en meðalveiði
síðustu tíu ára er tæplega 2.000 laxar á sumri.
Samið um Þverá/Kjarrá
Árvakur/Einar Falur
KÓPAVOGSBÚAR!
Það er gott að búa í Kópavogi, sérstaklega fyrir þá sem eiga miða í Happdrætti Háskólans.
Í fyrra fékk áttundi hver Kópavogsbúi vinning.
– Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.
TIL HAMINGJU