Morgunblaðið - 15.01.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 15.01.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 15 MENNING KENNARARNIR Inga Rósa Þórðardóttir, Kristjana Kjart- ansdóttir og Sigrún Franklín bjóða íbúum og öðrum áhuga- sömum á sagnakvöld í boði Sveitarfélagsins Garðs. Saga Hraðfrystihúss Gerðabátanna er mjög áhugaverð en með til- komu fyrirtækisins efldist byggðin mikið. Inga Rósa, sem er afkomandi útvegsmanna í Garði, kynnti sér söguna og vill miðla henni áfram til íbúa og annarra gesta. Á milli atriða verður fjöldasöngur og veitingahúsið Flösin verður opið. Sagnakvöldið verður í Byggðasafninu á Garðskaga á fimmtudag kl. 20. Sagnfræði Saga Hraðfrysti- húss Gerðabátanna Sólsetur við Garðskagavita. BRYNDÍS Björgvinsdóttir er meistaranemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands og The Uni- versity of California, Berkeley. Bryndís hefur gert bandarísk úthverfi og menningararf að rannsóknarefni sínu. Fimmtu- daginn 17. janúar kl. 12.10 heldur hún fyrirlestur í Opna Listaháskólanum um rann- sóknarefni sitt. Þar skoðar hún birtingarmyndir úthverfa í af- þreyingarefni eins og kvikmyndum og tölvu- leikjum, saga bandarískra úthverfa verður rakin, hönnun þeirra og staða kynjanna innan þeirra verður skoðuð. Fyrirlesturinn verður í stofu 113. Fyrirlestur Bandarísk úthverfi í samtímamenningu Bryndís Björgvinsdóttir SÖGUMIÐLUNIN hefur í samstarfi við Leikminjasafn Íslands gefið út bókina Leik- myndlist á Íslandi eftir Ólaf J. Engilbertsson. Bókin er að grunni til BA- ritgerð höfundar í sagnfræði við Háskóla Íslands, aukin og endurbætt. Í þessu riti er fjallað um hina myndrænu hlið leikhúss, sjónvarps og kvikmynda; gerð leikmynda, búninga og leikbrúða. Leikmyndlist er samheiti þessara greina. Í bókinni er fjöldi viðtala við leikmyndahöfunda og leikbrúðuhöfunda og um 40 myndir frá sýningum. Sagnfræði Bók um íslenska leikmyndalist Leikmyndalist á Ís- landi, bókarkápa. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Á ÞESSU ári eru liðin 30 ár frá stofnun Kvikmyndasafns Íslands. Af því tilefni hefur verið ákveðið að efna til sérstakrar afmælisdagskrár sem standa mun yfir allt árið. Sér- stakt tillit hefur verið tekið til 100 ára afmælis Hafnarfjarðarkaup- staðar í afmælisdagskránni, en safn- ið er staðsett þar í bæ. Dagskráin skiptist í sjö liði. Undir liðnum „Hátíðarsýningar“ ber fyrst að nefna sýningu á hinni heims- þekktu sænsku kvikmynd Fjalla- Eyvindur með undirleik Kamm- ersveitar Hafnarfjarðar á frumsam- inni tónlist Atla Heimis Sveinssonar við myndina. Þessi merka mynd verður 90 ára á árinu. Af því tilefni hefur verið útbúið nýtt sýning- areintak með íslenskum millitextum í þýðingu Jóns Viðars Jónssonar leikhúsfræðings. „Fjalla-Eyvindur er mynd sem við höfum lengi haft mætur á og viljað gera eitthvað fyrir. Myndin var frumsýnd á nýársdag 1918 og verður hápunkturinn í afmælishaldinu hjá okkur,“ segir Erlendur Sveinsson, safnvörður hjá Kvikmyndasafninu. „Hún verður sýnd tvisvar í nóv- ember í Bæjarbíói og fengum við Atla Heimi til að semja nýja íslenska tónlist við myndina svo þetta verður mikill menningarviðburður.“ Að sögn Erlendar verða rúmlega þrjátíu kvikmyndir sýndar á afmæl- isárinu. Auk Fjalla-Eyvindar falla undir liðinn Hátíðarsýningar mynd- irnar Land og synir eftir Ágúst Guð- mundsson og Billeder fra Island eft- ir Andreas M. Dam. Merkur bíóbær Í annan stað verður dagskrárliður sem nefnist „Mekka kvikmyndasýn- inganna“ og er þar vísað til Hafn- arfjarðar sem var merkur bíóbær hér á árum áður. Sýndar verða sex kvikmyndir undir þessum lið, sem allar voru frumsýndar á Íslandi í Hafnarfjarðarbíóunum og nú teljast til sígildra kvikmyndaverka. Í þriðja lagi er dagskrárliður sem samanstendur af úrvali íslenskra kvikmynda sem að hluta eða öllu leyti hafa verið teknar í Hafnarfirði á tímabilinu 1922 til 1997. Í dagskráliðnum „Storaro og Sig. Sverrir“ er sjónum beint að hlut kvikmyndatökumannsins við gerð kvikmynda. Undir þennan lið falla 14 myndir, 6 íslenskar, kvikmyndað- ar af Sig. Sverri Pálssyni, og 8 er- lendar, myndaðar af hinum heims- fræga ítalska kvikmyndatökumanni Vittorio Storaro. Þá verða sýndar fimm úrvalsmyndir úr nýju aðfangi rússneskra mynda úr fórum MÍR. Undir liðnum „Ítölsk kvikmynda- saga“ verða sýndar þrjár sígildar myndir og undir liðnum „Sjöström og sænska gullöldin“ verða sýndar þrjár myndir sem tilheyra gullöld sænskra þögulla mynda. Dagskráin hefst í kvöld með sýn- ingu á myndinni Á bout de souffle (Andnauð) sem er lykilmynd í sögu frönsku nýbylgjunnar frá árinu 1960 eftir Jean-Luc Godard. Myndin var frumsýnd á Íslandi á sínum tíma í Hafnarfjarðarbíói og fellur því undir dagskrárliðinn „Mekka kvikmynda- sýninganna“. Sýningar fara fram í Bæjarbíói á sýningartíma safnsins, sem er á þriðjudögum kl. 20 og laug- ardögum kl. 16. Haldið upp á þrjátíu ára afmæli Kvikmyndasafns Íslands með veglegum hætti Sérstök afmælisdagskrá HÁTÍÐARSÝNING verður á sænsku kvikmyndinni Fjalla-Eyvindur, eða Berg-Ejvind och hans hustru,með undirleik Kammersveitar Hafnarfjarðar á frumsaminni tónlist Atla Heimis Sveinssonar við myndina. Myndin, sem er gerð eftir leikriti Jóhanns Sigurjónssonar undir stjórn Victors Sjö- ströms, verður 90 ára á árinu. Útbúið hefur verið nýtt sýningareintak af þessu tilefni með íslenskum millitextum í þýðingu Jóns Viðars Jónssonar. Fjalla-Eyvindur 90 ára STYTTA af breska sakamálahöf- undinum Ken Follett hefur verið opinberuð nærri Santa Maria- dómkirkjunni í höfuðstað Baska- lands, Vitoria-Gasteiz. Myndin sýn- ir Follett íbygginn á svip með hönd á höku. Það er ekki að undra staðsetn- inguna; Santa Maria-kirkjan var kveikjan að síðustu sögu Folletts, World Without End, sem lengi hafði verið beðið eftir, en hún var fram- hald sögunnar The Pillars of the Earth. Sú bók hefur reyndar sett Spánarmet því þar hefur engin bók í 20 ár verið jafnmikið lesin. Nýja bókin hefur þegar selst í 750 þús- und eintökum frá því að hún kom út í desemberlok. Í nýlegu viðtali í spænska blaðinu El País segir Follett að fyrstu tíu bækur hans hafi ekki verið nógu góðar og ráðleggur rithöfundum að taka sér ár í að skipuleggja bók áð- ur en þeir byrja að skrifa. Ken Follett í öðru veldi Spánverjar sólgnir í bækurnar og búnir reisa honum styttu Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÁSGERÐI Júníusdóttur söngkonu hefur verið boðið að koma fram á óperuhátíðinni Die Lange Nacht der Oper í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín 26. janúar. Die Lange Nacht der Oper er verkefni sem er ætlað að vekja spurningar um óperul- istina og blása í hana nýju lífi. Að sögn Ásgerðar var það hugmynd leikhússtjórans, Franks Castorf, að nota þetta starfsár til þess að kanna möguleika óperunnar í leikhúsinu. „26. janúar verður eins konar menningarnótt í Berlín, Margar menningarstofnanir með opið fram á kvöld og því heilmikil dagskrá í leikhúsinu,“ segir Ásgerður. For- svarsmenn Volksbühne höfðu haft spurnir af starfi og hugmyndum Ás- gerðar á þessu sviði en hún er bú- sett í Berlín í vetur. „Maggie Bell heitir sú sem meðal annarra skipu- leggur þessa tilteknu dagskrá hjá Volksbühne en hún frétti af mér hjá sameiginlegum kunningja og eftir að við hittumst í boði kallaði hún mig á sinn fund. Þetta er mjög skemmtileg og skapandi kona með mikla reynslu af nýstárlegum óp- eruuppfærslum. Við hittumst á kaffihúsi þar sem ég lét hana fá geisladiskana mína og sagði henni frá hugmyndum mínum um óperuna og þeim tilraunum sem ég hef gert til að skapa eitthvað nýtt og vinna áfram með þetta form. Í framhaldi af þessu var mér boðið að setja saman dagskrá með sýnishorni af þeim verkefnum sem ég komið að á síðustu árum,“ segir Ásgerður. „Þetta bar brátt að þannig að ég ákvað að flytja efni sem ég á í hand- raðanum.“ Ásgerður nefnir dagskrána Opera/Electronica og verða þar meðal annarra flutt verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Ragn- hildi Gísladóttur og Ghostigital en í miðpunkti verður óperuinnsetningin Hanaegg eftir Ólöfu Nordal og Þur- íði Jónsdóttur. Ásgerður kveðst finna fyrir áhuga í Þýskalandi á nýsköpun í óp- erunni. „Hér er áhugi á því að vinna með þetta form og fólki finnst enn þá margt hægt að gera við það þótt sannarlega mættum við vera fleiri í tónlistarheiminum sem værum tilbúin að helga okkur þessu verk- efni.“ Ásgerður Júníusdóttir syngur á Volksbühne Söngkonan Ásgerður Júníusdóttir Í HNOTSKURN » Kvikmyndasafn Íslands varstofnað með lögum frá Al- þingi í maí árið 1978. » Það er til húsa í Hafnarfirðiog fara sýningar þess fram í Bæjarbíói. » Afmælisárið hefst í kvöldmeð sýningu á myndinni Á bout de souffle. HERBIE Hancock, Nancy Wilson, Quincy Jones og æðstu menn Kan- ada voru meðal þúsundanna sem kvöddu Oscar Peterson á stórtón- leikum í Toronto um helgina, en Pet- erson lést á Þorláksmessu. „Ég man ekki eftir mörgum snillingum, en hann var einn þeirra,“ sagði Jones. Séní kvatt ♦♦♦ Ken Ken Follett og brons- Follett. HÖRN Hrafnsdóttir og Margrét Grétarsdóttir í tríóinu Sopranos hafa verið valdar af dómnefnd í söngvara- keppninni Barry Alexander Interna- tional Vocal Competition til 1. og 2. sætis vinningshafa. Keppnin er hald- in til að hjálpa söngvurum við að koma sér á framfæri og verður um- boðsskrifstofum og hljómsveitar- stjórum boðið á tónleika með vinn- ingshöfum. Söngvurunum er boðið uppá námskeið í því að koma sér áfram í hörðum heimi atvinnu- mennskunnar í listinni. Hörn komst í hóp fyrsta sætis vinningshafa og hefur það í för með sér að hún mun syngja í Carnegie Hall í New York 27. janúar. Margrét var valin í hóp 2. sætis vinningshafa og syngur á tónleikum í Bechstein Auditorium í New York í febrúar. Verðlaunasópranar TENGLAR .............................................. www.sopranos.is VESTMANNAEYINGAR! Á síðasta ári fengu 535 Vestmannaeyingar vinning í Happdrætti Háskólans. Sumir halda Þjóðhátíð oft á ári. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. TIL HAMINGJU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.