Morgunblaðið - 15.01.2008, Side 20
Ég get ekki neitað því aðég er rosalega hissa ogeiginlega bara klökk yf-ir því að þeir skuli
fylgja mér,“ segir Valdís Sigur-
þórsdóttir einkaþjálfari sem er
nýkomin til starfa í Sporthúsinu
en hún hefur verið að kenna í
Hreyfingu undanfarin fimm ár. Í
öll þau ár hafa þar mætt í palla-
tíma hjá henni nokkrir karlar sem
halda slíkri tryggð við hana að þó
þeir haldi áfram að æfa í Hreyf-
ingu þá elta þeir Valdísi í Sport-
húsið til að komast í pallatímana
hjá henni þrisvar í viku þar fyrir
utan.
„Ég kynntist þeim fyrst þegar
ég sótti sjálf pallatíma hjá öðrum
og var við hliðina á þeim aftast í
tímum. Síðan fór ég að kenna og
þeir hafa ekki klikkað á að mæta
hjá mér. Þeir staðna aldrei og
kunna vel að meta hvað ég keyri
fólkið hart áfram í tímum. Þeir
eru í svaka góðri þjálfun og þetta
er samheldinn hópur.“
Ekki síður fyrir sálina
en kroppinn
Einn þeirra játar fúslega að
þetta sé löngu orðin fíkn hjá hon-
um og þeir segjast verða alveg
vængbrotnir ef Valdís fer í frí og
tímarnir falla niður. „En við höld-
um að hún hafi nú líka viljað hafa
okkur áfram. Hún er bara svo frá-
bær og langbesti kennari sem við
höfum nokkurn tíma haft,“ segja
þeir fjórir sem eru í harðasta
kjarnanum, Gunnar Sigurðsson,
Arnar Sverrisson, Daníel Sigurð-
arson og Ólafur Ólafsson.
Þeir eru nokkuð góðir með sig
og segja Valdísi upphaflega hafa
lært af sér. „Allt sem hún kann,
hefur hún frá okkur. Nei, nei, það
er náttúrulega ekki rétt. Við mæt-
um í tíma hjá henni af því við er-
um bara svo ánægðir með hana.
Við erum í þessu fyrst og fremst
fyrir ánægjuna og þetta er ekki
síður fyrir sálina en líkamann.
Þetta er nefnilega líka andleg út-
rás. Það er svo gaman í þessum
tímum og við erum endurnærðir á
eftir. En við tökum það fram að
þetta er svakalegt púl og hún Val-
dís sýnir enga miskunn, við erum
á fullu í heilan klukkutíma og
brennslan mikil og við svitnum
duglega. Sumir segja að þetta séu
erfiðustu tímar sem hægt er að
fara í. Maður þarf líka að hafa sig
allan við þegar sporin gerast flók-
in hjá henni.“
Þeir Arnar og Ólafur hafa til-
einkað sér ögrandi viðbót við
sporin sem Valdís kennir. „Þeir
láta sér ekki duga einn pall heldur
eru þeir með tvo eða þrjá palla
fyrir framan sig, til að geta tekið
aukasnúninga og gera eitthvað
sjúklega flókið en þeir halda samt
í við taktinn hjá mér. Ef ég lít á
þá augnablik þá ruglast ég bara
og dett út úr kennslurútínunni,“
segir Valdís.
„Við gerum þessi aukaspor og
snúninga til að ögra sjálfum okk-
ur. Þetta er spurning um gáfna-
far,“ segja þeir Arnar og Ólafur
og skellihlæja. Aðspurðir segja
þeir palladans ekki vera síður fyr-
ir karla en konur en þeir eru
þrælánægðir með að vera um-
kringdir konum sem eru í meiri-
hluta þeirra sem sækja þessa
tíma.
„Við mætum fyrst og fremst í
tímana hjá Valdísi af því að það er
gaman. Tónlistin er góð, það er
mikið stuð og þetta er krefjandi.
Það hefur skapast góð vinátta á
milli okkar á þessum langa tíma
og við förum meira að segja sam-
an út á tjúttið tvisvar á ári.“
khk@mbl.is
Árvakur/Árni Sæberg
Hamast Það þarf að vera einbeittur til að fylgja sporunum og þeir svitna duglega. Ólafur gerir sér lítið fyrir og tekur aukasnúning.
Ekkert gefið eftir Valdís er hörkutól sem rekur fólk miskunarlaust áfram.
Kátir F.v Gunnar, Arnar, Ólafur og Daníel eru alsælir eftir púlið.
Fylgja Valdísi tryggir hvert sem er
Þeir láta sig hafa það að
æfa í tveimur líkams-
ræktarstöðvum, bara til
að geta verið í palladansi
hjá ákveðinni konu.
Kristín Heiða Kristins-
dóttir hitti fjóra sveitta
karlmenn í Sporthúsinu.
Næsta laugardag, 19. janúar, ætlar
Valdís og fyrirtækið hennar Jump
Fit að fara af stað með áheit gegn
átröskunarsjúkdómum. Þá mæta
allir sem vettlingi geta valdið í
300 manna pallatíma, þar sem líka
verða sýningar og fjör. Nokkrir
þjóðþekktir Íslendingar hafa þegar
skráð sig. Ekki er nauðsynlegt að
hamast á pöllunum, einnig má
horfa á.
Tíminn kostar 500 krónur en frjáls
framlög eru líka vel þegin. Allur
ágóði rennur til er Spegilsins sem
eru hagsmuna-. forvarna- og
fræðslusamtök.
Nánari upplýsingar:
www.blog.central.is/jumpfit
tómstundir
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSFIRÐINGAR!
372 heppnir Ísfirðingar fengu vinning í Happdrætti Háskólans í fyrra.
Ætli Mick hafi ætlað að kaupa sér miða hérna um árið?
– Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni.
TIL HAMINGJU