Morgunblaðið - 15.01.2008, Side 24

Morgunblaðið - 15.01.2008, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EINS og áður segir var skipting landsins upphaflega nokkuð jöfn eftir fjölda gyðinga eða araba á við- komandi landsvæðum. Stór hluti Galileu, Samaria og mestur hluti Júdeu auk Gaza-svæðisins kom í hlut Palestínuaraba auk stórs hluta Ne- gev-svæðisins í suð- urhluta landsins. Öll þessi landsvæði hafa verið hernumin af Ísraelsmönnum og þeir hyggjast ekki skila nema hluta af þeim til baka í skipt- um fyrir frið. Aðal- ástæðan fyrir því er sennilega að mikill fjöldi innflytjenda til Ísraels, flestir frá fyrrverandi Sov- étríkjum, hafa sest að á þessum land- svæðum í boði Ísr- aelsstjórnar. Ef líta ætti á skiptinguna hlutlausum augum var hún Palest- ínuaröbum ekki vond- ur kostur í upphafi úr því sem komið var og miklu hagkvæmari heldur en sú skipting sem nú er staðreynd. Ísraelar hafa jafnt og þétt lagt undir sig arabískt land frá upphaflegri skiptingu og þrengt að Palestínumönnum á þeirra eigin landsvæði í skjóli varna gegn skæruliðum Palestínumanna á her- numdu svæðunum. Ísraelar hafa vegna mikillar efnahags- og hern- aðaraðstoðar Bandaríkjanna haft undirtökin gagnvart Palest- ínumönnum og nágrannaþjóðir Palestínumanna hafa frá upphafi stutt þá aðeins með hálfum huga og m.a. tregðast við að veita flótta- mönnum frá Palestínu borgararétt- indi í löndum sínum. Þess vegna eru nú hundruð þúsunda Palest- ínumann og afkomenda þeirra enn í stöðu flóttamanna og búa í flótta- mannabúðum í nágrannalöndunum, og jafnvel í eigin landi. Þessi von- lausa staða hefur ýtt undir hryðjuverk og sjálfsmorðsárásir sem að einhverju leyti má rekja til örvæntingar, vonleysis og óþolandi ástands sem þetta stríðsþjáða fólk má þola. Nýlegt frið- artilboð Arababanda- lagsins þar sem boðið er upp á frið og við- urkenningu á Ísr- aelsríki gegn því að Ísraelar skili því landi sem þeir hafa hertekið og að flóttamenn fái að snúa heim, hefur ekki hlotið náð fyrir augum Ísraela. Ekki er von til þess að þeir samþykki það nema að þeir verði knúðir til þess af Bandaríkjamönnum og Evrópusambandinu. SÞ er máttlaust í þessu máli eins og flestum öðrum málum þar sem stórveldin telja hagsmunum sínum ógnað. Þá er komið að því að reyna að svara spurningunni um hver beri ábyrgð á Palestínuvandamál- inu. Ef ekki guð sjálfur, þ.e.a.s. sá guð sem gaf Abraham og niðjum hans landið í upphafi, sjálfur Jahve, þá eru það fyrst og fremst Bretar, með Balfour-yfirlýsingunni og SÞ, sem samþykkti stofnun Ísr- aelsríkis 1947 þar sem land var tekið af fólki sem byggt hafði land- ið öldum saman og afhent flótta- fólki frá Evrópu. Samviskubit Vesturlandabúa vegna meðferðar þeirra á gyðingum, ekki bara í hel- förinni, heldur alla tíð frá dögum Krists, réðu þar miklu um. Gyð- ingar voru ekki ofsóttir í löndum múslima heldur aðallega í löndum kristinna manna. Það var ekki fyrr en eftir stofnun Ísraelsríkis sem þeir urðu óvinsælir í löndum músl- ima, en hafa þrátt fyrir það ekki sætt ofsóknum af þeirra hálfu. En við skulum gæta þess þegar við gagnrýnum Ísraelsmenn að setja ekki samasemmerki á milli þeirra og gyðinga almennt. Gyðingar eru enn fjölmennir í mörgum löndum utan Ísraelsríkis og eiga ekkert sameiginlegt með Ísraelsmönnum annað en trúarbrögðin. Við setjum t.d. ekki samasemmerki milli IRA og kaþólikka almennt. Hverjir bera mesta ábyrgð á ástandinu í dag? Það eru Bretar og Bandaríkja- menn ásamt SÞ sem bera mesta ábyrgð í þessu máli og þeim ber að leysa það. Ég er þó ekki vongóður um að það verði í bráð. Mitt álit er að aldrei verði friður milli þessara þjóða fyrr en þær sameinast í einu ríki. Ríki þar sem allir njóti jafn- réttis, gyðingar og arabar, kristnir og múslimar. En fyrst verða Pal- estínumenn að fá að stofna sitt eig- ið ríki. Ég held þó að það verði varla í náinni framtíð sem þjóð- irnar geti sameinast því þvílíkt hat- ur hefur skapast milli þeirra að það tekur langan tíma að breyta því. Þetta gæti þó gerst, við höfum séð það gerast annar staðar, t.d. á Ír- landi. En þar til að því kemur vona ég að Vesturlandabúar, þar með taldir Íslendingar, muni í vaxandi mæli taka upp meiri samskipti við Palestínumenn og veiti þeim auk- inn stuðning bæði efnahagslega og siðferðilega. Þeir eiga það skilið. Landið helga – staðan í dag Mitt álit er að aldrei verði frið- ur milli gyðinga og araba fyrr en þeir sameinast í einu ríki, segir Hermann Þórðarson Hermann J.E. Þórðarson » Gyðingarvoru ekki of- sóttir í löndum múslima heldur aðallega í lönd- um kristinna manna. Höfundur er fyrrverandi flugumferðarstjóri. UM áramótin tóku gildi ný lög sem fela í sér mikilvægar breyt- ingar á greiðslum til foreldra lang- veikra eða alvarlega fatlaðra barna. Í kosningunum síðasta vor lagði Sam- fylkingin meg- ináherslu á velferð- armálin og lagði til sérstaka aðgerðaáætl- un til að tryggja vel- ferð barna undir yf- irskriftinni Unga Ísland. Þau áherslu- atriði eru í stjórn- arsáttmálanum og strax í vor samþykkti Alþingi aðgerðaáætlun í málefnum barna og ungmenna með m.a. réttarbótum til for- eldra þessara barna. Réttindi frá áramótum Hin nýju lög eru veruleg rétt- arbót og um leið leiðrétting á meingölluðum lögum sem tóku gildi um mitt ár 2006, en örfáar fjölskyldur hafa nýtt sér greiðslur samkvæmt þeim. Tilgangur laga- breytinganna er því að koma betur til móts við aðstæður fjölskyldna langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, hvort sem er þær bráðaað- stæður sem geta komið upp hjá fjölskyldum þegar barn greinist með alvarlegan og langvinnan sjúkdóm eða alvarlega fötlun og leiða til þess að foreldrar geta ekki haldið áfram að stunda vinnu sína – eða þegar foreldrar geta ekki til lengri tíma stundað vinnu utan heimilis vegna þungrar umönnunar barna sinna. Talið er að foreldrar um 200 barna muni nú nýta sér þessar greiðslur árlega í stað færri en 10 á síðasta ári. Greiðslur til 18 ára aldurs Helstu breytingar sem verða með nýju lögunum eru að þau kveða á um tekjutengdar greiðslur til foreldra sem hafa verið á vinnu- markaði áður en barn þeirra greindist lang- veikt eða alvarlega fatlað. Greiðslurnar nema 80% af meðaltali heildarlauna foreldra yfir tiltekið viðmið- unartímabil, en þetta fyrirkomulag er sam- bærilegt greiðslum í fæðingarorlofi. Er þar með verið að tryggja að tekjuröskun for- eldra verði sem minnst þegar barn þeirra greinist lang- veikt eða alvarlega fatlað. Ennfremur gera lögin ráð fyrir félagslegum greiðslum sem ætlað er að ná til foreldra lang- veikra barna óháð því hvenær veik- indin eða fötlunin voru greind sem og fyrri atvinnuþátttöku þeirra. Það sem er ekki síður mikilvægt í þessu sambandi er að félagslegu greiðslurnar eru ekki takmarkaðar við tiltekinn tíma heldur greiddar upp að 18 ára aldri barns ef þörf krefur. Tryggingastofnun kemur til með að sjá um greiðslurnar en lög- in koma til framkvæmda 1. mars nk. Greiðslur fyrir hvern mánuð greiðast eftir á, 15. virka dag hvers mánaðar, þannig að greiðslur til foreldra fyrir janúar og febrúar verða greiddar eigi síðar en 26. mars 2008, hafi foreldrar lagt inn umsókn fyrir 7. mars 2008. Í gamla kerfinu voru skilyrði fyrir greiðslum að foreldrar hefðu verið samfellt í sex mánuði á vinnumarkaði áður en barnið greindist með alvarlegan eða lang- vinnan sjúkdóm eða alvarlega fötl- un – og að barnið hafi verið greint fatlað eftir áramótin 2006. Það gerði það að verkum að örfáir for- eldrar sóttu um greiðslur og því voru breytingarnar mjög brýnar. Félagsleg þjónusta löguð að þörfum barnanna Það veit enginn nema sá sem hefur upplifað að vera með alvar- lega veikt barn eða mikið fatlað hversu mikið álag það getur verið á foreldra, systkini og aðra nána ættingja þess og er fjárhags- áhyggjum ekki þar á bætandi. Það er skylda samfélagsins að létta undir með fjölskyldum þessara barna á meðan gengið er í gegnum slíka erfiðleika. Mikilvægt er að langveikum börnum og fjölskyldum þeirra verði jafnframt veitt sam- bærilegt aðgengi að félagslegri þjónustu og börnum með fötlun og að sálfélagslegur stuðningur við fjölskyldur þessara barna verði efldur. Starfshópur félagsmálaráð- herra vinnur nú að tillögum um hvernig skuli laga þá félagslegu þjónustu sem stendur fötluðum börnum til boða að þörfum lang- veikra barna svo unnt verði að leggja fram frumvarp um breytt stuðningskerfi fyrir þau á vorþingi. Stórbætt kjör foreldra langveikra barna Ásta R. Jóhannesdóttir segir frá nýjum lögum um breytingar á greiðslum til foreldra lang- veikra eða fatlaðra barna » Talið er að foreldrarum 200 barna muni nú nýta sér þessar greiðslur árlega í stað færri en 10 á síðasta ári. ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir Höfundur er alþingismaður og situr í félags- og trygginganefnd Alþingis. Í UPPHAFI áttunda áratug- arins, á liðinni öld, hófu, líklega, norskir útgerðarmenn að skrá skip sín undir erlendum fánum í skúffufyrirtækjum erlendis. Þann- ig gátu þeir m.a. ráðið um borð ódýrara vinnuafl, sem leiddi m.a. til þess að fyrsta nor- ræna alþjóðlega skipaskráin, NIS, var stofnuð í Noregi 1. júlí 1987; þá var stærstur hluti norska flotans kominn undir erlenda fána með er- lendar áhafnir. Markmiðið með skránni var að bjóða norskum útgerðum hliðstæð býtti og þær bjuggu við með skip sín undir erlendum fánum sem m.a. fól í sér heimild til þess að sjómenn- irnir um borð nytu ekki endilega norskra kjara. Ári síðar, 1. júlí 1988, var danska alþjóðlega skipaskráin, DIS, stofnuð. Ástæður sömu og hjá Norðmönnum, þ.e. skipin voru að stórum hluta farin undan danska fánanum, undir fána þeirra landa sem heimiluðu veru sjó- manna frá láglaunasvæðunum. Eftir sat danska ríkið með danska sjómenn á atvinnuleysisbótum því kaupskipin voru að miklu leyti mönnuð erlendum sjómönnum sem til viðbótar eyddu ekki laununum sínum í Danmörku. Ríkið tapaði því bæði þeim sköttum sem fylgja kaupskipaútgerð og neyslu- sköttum erlendu sjómannanna. Það var við þessar aðstæður sem danska ríkið ákvað að gefa eftir skattana af launum farmann- anna, þ.e. að launakostnaður út- gerðanna v/danskra sjómanna lækkaði sem skattahlutanum næmi ,,netto laun“. Einnig var dönskum útgerðum heimilað að ráða til sín sjómenn frá láglauna- svæðunum á öðrum kjörum en giltu um danska sjó- menn. Þessi aðgerð leiddi til þess að stærstur hluti skipa í eigu danskra útgerða var aftur skráður í Dan- mörku; nú eru um 80% yfirmanna skip- anna dönsk. Hér er vert að hafa í huga að flest skipanna koma aldrei til Danmerkur, þau eru í förum á fjarlægum slóðum sem getur tæpast örvað danska sjómenn til þess að sækja þangað atvinnu, a.m.k. ekki fjölskyldumenn. Hinar Norðurlandaþjóðirnar, að Íslandi frátöldu, hafa allar gert ráðstafanir til þess að halda eigin skipum undir eigin þjóðfána þar sem meginþemað er ,,netto laun“ líkt og hjá Dönum. Meira að segja Færeyingar stofnuðu sína eigin alþjóðlegu skipaskrá FAS á árinu 1992 þar eru nú skráð 35 skip, fæst í færeyskri eign. Hvað hafa íslensk stjórnvöld gert til þess að stuðla að því að þessi fáu kaup- skip sem enn eru gerð út af ís- lenskum aðilum séu skráð hér á landi? Ekkert, þar til á liðnu vor- þingi þegar bæði fjármálaráð- herra og samgönguráðherra lögðu fram frumvörp bæði um íslenska alþjóðlega skipaskrá, IIS, og þær skattabreytingar sem nauðsyn- legar eru til þess að útgerðir kaupskipa sjái hag í að skrá skip- in hér á landi. Í þann mund sem samgöngu- nefnd Alþingis var að afgreiða bæði frumvörpin frá sér sendi ASÍ óumbeðna umsögn vegna þeirra og óskaði í framhaldinu eft- ir fundi með nefndinni. Til þess fundar mættu: forsetinn, fram- kvæmdastjórinn og yfirlögfræð- ingurinn. Þeir lögðust alfarið gegn eftirfarandi texta í 11. gr. frumvarpsins í IIS þar sem hann gerir ráð fyrir að erlendir sjó- menn taki kaup og kjör sam- kvæmt kjarasamningum viðkom- andi landa sem forysta ASÍ taldi ígildi guðlasts ef ekki eitthvers enn skelfilegra. ,,Um kjör skipverja í áhöfn kaupskips fer eftir þeim kjara- samningum sem gerðir hafa verið við stéttarfélög viðkomandi ríkja þar sem skipverji á lögheimili. Kjarasamningur gildir einungis fyrir félaga í því stéttarfélagi og ríkisborgara þess ríkis sem stétt- arfélag á lögheimili í, enda eru þeir ekki í öðrum stéttarfélögum sem gerður hefur verið kjara- samningur við.“ Sama ákvæði er í lögum hinna Norðurlandanna um þeirra al- þjóðlegu skipaskrár. Nefnt ákvæði var, að kröfu ASÍ, fellt úr frum- varpinu sem varð að einskisnýtum lögum því ekkert íslenskt kaup- skip hefur til þessa verið skráð í IIS. Í maí á liðnu ári voru íslensku kaupskipin 12 þannig skráð: fimm í Antígúa, fjögur í Noregi NIS og þrjú í Færeyjum FAS. Það skiptir útgerðirnar ekki höfuðmáli hvar skipin eru skráð, þær eru búnar að bíða aðgerða í tuttugu ár; gáf- ust upp og hafa með ærnum kostnaði komið sér fyrir erlendis. Lái þeim hver sem vill. Aftur á móti gengur þetta fyrirkomulag ekki hvað varðar íslensku sjó- mennina. Þeirra réttur í almanna- tryggingakerfinu er í einhverjum tilvikum enginn og í öðrum mjög óljós. Í þessu máli eru afskipti ASÍ á margan hátt afar sérkennileg, ekki síst vegna þess að til þessa hefur forysta ASÍ ekki átt and- vökunætur vegna áhyggna af því þegar íslensku kaupskipin fóru undir erlenda fána með tilheyr- andi áhrifum á atvinnuöryggi ís- lenskra sjómanna. Nei, réttarstaða íslenskra sjómanna skiptir ASÍ greinilega engu máli, þar á bæ eru menn stórhuga, þeir ætla að tryggja sjómönnum láglaunaland- anna íslensk kjör um borð í ís- lenskum skipum. Já, miklir menn erum við, Hrólfur minn, var sagt í sveitinni forðum þegar sjálf- umgleðin gekk úr hófi fram. Maður, líttu þér nær Helgi Laxdal er ekki sáttur við aðkomu ASÍ að frumvarpi sem varð að lögum um íslensk kaupskip »Réttur sjómanna íalmannatrygg- ingakerfinu er í ein- hverjum tilvikum eng- inn og í öðrum mjög óljós. Helgi Laxdal Höfundur er vélfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.