Morgunblaðið - 15.01.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 15.01.2008, Síða 29
forysta í sveitarstjórn var veiga- mest. Hann var trúr sannfæringu sinni og skoðunum, en hirti ekki um stundarvinsældir, af slíku stóð ýms- um stuggur, en líka óttablandin virðing. Baráttan við illvígan sjúkdóm var háð af æðruleysi og raunsæi – bar- átta sem nú hefur tapast. Framtíð Stíganda var Hilmari mjög hugleik- in og á síðustu mánuðum tók hann þátt í að móta nýjan farveg fyrir fyrirtækið og eyða þeirri óvissu sem mundi skapast við fráhvarf hans. Við hjónin vottum fjölskyldunni dýpstu samúð við þessi leiðaskil. Þau munu ávallt eiga minningu um góðan dreng. Jóhannes Torfason. Mig langar til að minnast Hilm- ars vinar míns með nokkrum orð- um. Það eru rúm 30 ár síðan ég flutti hingað á Blönduós og voru þau Hilmar og Vallý með þeim fyrstu sem ég kynntist. Með okkur tókust góð kynni sem varað hafa alla tíð síðan. Þar sem fjölskyldur okkar bjuggu nánast hvor á móti annarri í Hlíðarbrautinni var samgangur mikill og að auki voru börnin öll á svipuðum aldri. Lífið var sannar- lega fjörugt. Fjölskyldurnar ferð- uðust saman á sumrin ásamt fleiri góðum nágrönnum og ég veit að ég tala fyrir munn okkar allra í hópn- um að skemmtilegri ferðafélaga var vart að finna. Stórt skarð hefur nú verið hoggið í þennan góða hóp en við hittumst seinna og ferðumst þá saman um geiminn. Elsku Vallý, Bogi, Himmi, Vala og fjölskyldur, megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímamótum. Margret og Sigurður. Það er aldrei létt verk að setjast niður og skrifa minningarorð, allra síst þegar dáðadrengur fellur frá sem Hilmar Kristjánsson var. Okk- ar leiðir höfðu verið samofnar allt frá því að Hilmar og Valdís, eig- inkona hans, leigðu hjá okkur hjón- unum neðri hæðina á Húnabraut 11. Það var árið 1968 og allt frá þeim tíma einkenndist samband okkar við Hilmar af bæði trausti og virð- ingu, svo og samheldni í þeim verk- efnum sem okkur lágu fyrir. Það var ætíð gott að heimsækja Hilmar til skrafs og ráðagerða. Maður kom aldrei að tómum kof- unum hjá Hilmari þegar maur þurfti að öðlast nýja sýn á hlutina. Þær voru margar og gefandi þessar stundir sem við ræddum málin og oftar en ekki efldu þessir fundir bjartsýni og blésu nýju lífi í vonina. Hilmar sat í stjórn Útgerðar- félagsins Nökkva allt frá stofnun þess árið 1986 og þar til það félag sameinaðist Særúnu árið 2001, en þá tók hann sæti í þeirri stjórn einnig og var þar allt til enda þess félags árið 2005. Hilmars verður minnst fyrir mik- ið baráttuþrek sem sá veg Blöndu- óss sem mestan í hverju því skrefi sem hann tók. Elsku Valdís og börn, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur í von um að kær minning muni sefa ykkar sáru sorg. Kári og Kolbrún. Hilmar Kristjánsson, náði ekki sextugsaldri. Hann féll frá á því æviskeiði sem mörgum forystu- og athafnamanni reynist verkadrýgst vegna reynslu sinnar og víðtækra tengsla. Hann hafði þó mörgu til leiðar komið á athafnasamri ævi. Hilmar var byggingameistari og rak umsvifamikið byggingafyrir- tæki á uppgangstímum. Þá var mik- ið byggt og sér verka hans, og hans manna víða stað í héraðinu og þó einkum á Blönduósi. En hann stóð einnig af sér lægðina sem fylgdi í kjölfarið, þegar varla var byggt hús í héraðinu í mörg ár. Þá færði hann út starfssvið fyrirtækisins og efldi viðskiptatengsl þess þannig að ég held að aldrei hafi skort verkefni á verkstæði eða utan þess. En Hilmar var einnig driffjöðrin í stofnun ým- issa fyrirtækja á staðnum og bar- áttumaður fyrir vexti þeirra og við- gangi. Hilmar var þó ekki aðeins for- ystumaður í atvinnumálum. Hann tók við forystu í sveitarstjórn Blönduóss af öðrum sterkum for- ystumanni, Jóni Ísberg, og gegndi því hlutverki um nokkurra ára skeið. Til forystu þessara tveggja manna má rekja a.m.k. margt af því sem reynst hefur Blönduósingum best fram á þennan dag. Hilmar gat verið vígreifur þegar honum var mikið í hug og var ávallt fús til átaka. Það eru mikilvæg ein- kenni forystumanns. En hann var líka glaðlyndur, hressilegur og oft- ast hlýr í viðmóti. Ég hygg að hann hafi átt fjölmarga vini. Við Hilmar vorum ekki pólitískir samherjar, en ég held að það hafi aldrei haft nokk- ur áhrif á persónuleg samskipti okkar og kunningsskap. En við vor- um oftar en ekki samherjar í bar- áttu fyrir mikilvægum hagsmuna- málum Blönduósinga og héraðsins í heild. Þar sem annars staðar mun- aði um hann. Ég kom stöku sinnum inn á skrif- stofu Stíganda og við Hilmar tókum tal saman. Hann var glaðbeittur, af- dráttarlaus í skoðunum og hrein- skiptinn. Segði hann eitthvað sem ég taldi að ætti að fara leynt fór það ekki lengra. Og ég fann hlýju hans í garð byggðarlagsins og fólksins sem þar býr eða hafði búið. Þar var ekki farið í manngreinarálit. Allir sem honum þótti vænt um hafa mikið misst, en mest þó eig- inkona hans og fjölskylda. Til þeirra sendum við Helga einlægar samúðarkveðjur, Pálmi Jónsson Við andlát vinar reikar hugurinn ósjálfrátt aftur til þess tíma sem við munum fyrst eftir okkur og hvernig við kynntumst viðkomandi. Hvað við höfum upplifað saman, hvað var rætt, hvers við fórum á mis og síð- ast en ekki síst hvað við höfum lært af samvistum við þennan vin okkar. Ef við erum heppin þá lærum við snemma að vinátta er gulls ígildi og að hana beri að varðveita og rækta. Við lærum að það eitt að ræða mál- in, hlusta á skoðanir annarra og virða þær, þótt við séum ekki alltaf sammála, er ein af undirstöðum vin- áttunnar. Hilmar Kristjánsson var vinur minn. Hann var vinnusamur, ein- beittur, lét verkin tala, hann stóð á sínu enda skilaði það sér í gegnum tíðina í einbeittum og góðum stjórn- anda og hörkutóli sem hann var – enda afar ósérhlífinn. Hilmar stóð fastur á sínu en hann gat líka tekið gagnrýni og hlustað á góðar hug- myndir. Hilmar var fjölskyldumaður og vinmargur og hann var félagsvera. Hann var líka mikill ungmenna- félagsmaður og var tíður gestur á knattspyrnuleikjum á Blönduósi og víðar og var nær öruggt að í honum heyrðist um víðan völl. Hans verður saknað á vellinum næsta sumar en vafalaust fylgist hann með úr stúkusæti á besta stað. Kæra fjölskylda, um leið og við kveðjum Hilmar vottum við ykkur okkar dýpstu samúð. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín, ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. (Pétur Þórarinsson.) Auðunn, Berglind og börn. Það er stilltur nýársdagsmorg- unn á Blönduósi, dagrenningin er að skríða upp yfir Langadalsfjallið, það kastar snjóéli í morgunskím- unni, aldan hjalar við fjörusteininn og Blanda rennur hljóðlega til sjáv- ar. Á þessari stundu tapar vinur minn Hilmar í Stíganda glímunni við illvígan sjúkdóm, aðeins 59 ára gamall. Hugurinn leitar til æsku- og upp- vaxtaráranna þegar þeir hnútar eru hnýttir sem aldrei rakna og greinar vaxa sem engin veður granda. Við erum að leik í móanum á milli Sléttu og Óslands, sjálfsagt einir 10 strákar, þar höfum við byggt okkur kofa og drögum kassabíla á eftir okkur. Þarna er eiginlega þorp í þorpinu og að sjálfsögðu er Hilmar foringi okkar. Við spilum fótbolta á Kvennaskólatúninu, skíðum í Klauf- inni, hlaupum á móti bændum sem reka lömb til slátrunar, slæpumst á kaupfélagsplaninu eða förum allir í mjólk og kökur hjá Valgerði í Stíg- anda. Við erum vinir þessir strákar, þótt fyrir komi að einhverjir verði ósáttir þá ristir það ekki djúpt og við stöndum saman sem einn maður ef á þarf að halda. Við strákarnir vöxum upp og verðum að fullorðnum mönnum. Sumir flytja á brott og finna sér nýja leikfélaga og nýjan leikvöll. Leikvöllur Hilmars í Stíganda var alla tíð á Blönduósi þar sem hann markaði dýpri spor í samfélagið en flestir aðrir. Hann var áfram sami foringinn og fyrrum. Í 16 ár stóð hann í stafni H-listans og stýrði síni liði til sóknar og varnar. Hann var áræðinn og framtakssamur, vildi sjá hlutina gerast og þoldi ekki kyrrstöðu. Síst af öllu var hann hvers manns viðhlæjandi og þess vegna var hann oft umdeildur. En hann kunni líka öðrum mönnum betur að lægja öldurnar þegar hæst risu og sætta menn og málefni. Óneitanlega gustaði stundum, en verkin vísa veginn og minnisvarðar um hann eru margir í samfélaginu. Hilmar í Stíganda var fyrst og fremst sannur og heill Blönduósing- ur. Nú þegar Herrans hendur hafa dregið rökkurtjöldin fyrir glugga Hilmars í Stíganda um miðjan dag vil ég þakka fyrir að hafa átt hann að vini alla tíð. Sú vinátta byggðist ekki upp á því að við værum að troða hvor öðrum um tær, það gátu liðið mánuðir eða jafnvel ár án þess að við heyrðumst, en hin sterku æskubönd bundu okkur samna alla tíð. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig kæri vinur. Elsku Vallý, börn, tengdabörn, barnabörn, systkini og aðrir að- standendur, ykkar missir er mest- ur, en minningin um einstakan mann lifir. Pétur Arnar og Lóa. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 29 Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR JÓN PÁLSSON kennari, Aflagranda 40, áður Melhaga 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 12. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Elín Þórðardóttir, Reinold Kristjánsson, Steinunn Þórðardóttir, Hrafn Bachmann, Aðalsteinn Þórðarson, Guðrún Jóhannesdóttir, Kjartan Þórðarson, Helga Kristín Einarsdóttir, Gunnar Þórðarson, Hafdís Kjartansdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, systir og mágkona, ÞORBJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR, Boðahlein 21, Garðabæ, áður til heimilis að Einibergi 17, Hafnarfirði, andaðist föstudaginn 11. janúar á líknardeild Landakotsspítala. Jarðarför fer fram í Fríkirkju Hafnarfjarðar 23. janúar kl. 15. María Eydís Jónsdóttir, Guðmundur Kr. Aðalsteinsson, Vilberg Þór Jónsson, Margrét Emilsdóttir, Jón Snævar Jónsson, Salbjörg Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Steinþóra og Sigurður Arndal. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRID ØSTERBY, listmeðferðarfræðingur og kennari, Dunhaga 15, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugar- daginn 12. janúar. Útför hennar verður gerð frá Neskirkju laugar- daginn 19. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Vin, athvarf Rauða kross Íslands, wwww.raudikrossinn.is sími 570 4000. Atli Konráðsson, Anne Berit Valnes, Sif Konráðsdóttir, Ólafur Valsson, Huld Konráðsdóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Ari Konráðsson, Þóra Guðmundsdóttir, Andri Konráðsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN JÓHANNSDÓTTIR, Árskógum 6, Reykjavík, lést 13. janúar á líknardeild LSH í Kópavogi. Jóhann Sævar Erlendsson, Þuríður E. Baldursdóttir, Anna Rósa Erlendsdóttir, Guðni Ágústsson, Kristín Erla Guðnadóttir, Brynjar Víðisson, Arnar Páll Jóhannsson, Jóhann Baldur Jóhannsson, Magnea Mjöll Ingimarsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÆMUNDUR JÓHANNSSON múrarameistari, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardag- inn 12. janúar, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 21. janúar kl. 13.00. Kjartan Sæmundsson, Katerina Siparinko, Ásta K. Norrman Sæmundsdóttir, Tommie Norrman, Guðrún Sæmundsdóttir, Kjartan Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.