Morgunblaðið - 15.01.2008, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ninna Krist-björg Gests-
dóttir fæddist í
Múla í Aðaldal, 19.
október 1932. Hún
lést á sjúkrahúsinu
á Egilsstöðum að
morgni nýársdags.
Kristbjörg var dótt-
ir hjónanna Guð-
nýjar Árnadóttur, f.
6.3.1904, d.
6.11.1933 og Gests
Kristjánssonar, f.
10.11.1906, d.
9.8.1990. Alsystir
Kristbjargar var Þóra Friðrika
sem er látin og hálfsystkin, börn
Gests og Heiðveigar Sörensdóttur,
seinni konu hans, f. 6.5.1914, d.
3.3.2002, eru Jón Helgi og Guðný.
Uppeldisbróðir Kristbjargar er
Stefán Sveinbjörnsson, sonur
Friðriku.
Kristbjörg giftist síðasta vetr-
ardag árið 1958 Helga Hallgríms-
syni, f. 11.6.1935, syni hjónanna
Laufeyjar Ólafsdóttur, f.
manni sínum til Þýskalands 1958,
þar sem hann var við nám í nátt-
úrufræðum. Haustið 1959 fluttu
þau til Akureyrar og bjuggu þar
til 1966 er þau settust að á Víkur-
bakka á Árskógsströnd. Til Akur-
eyrar fluttu þau aftur 1975 og
bjuggu þar uns þau settust að á
Egilsstöðum árið 1986.
Kristbjörg var húsmóðir og
matráðskona og starfaði auk þess
tímabundið að kennslu og umönn-
un sjúkra og fatlaðra. Hún var alla
tíð mjög virk í félagsmálum og
stjórnmálastarfi. Starfaði í Menn-
ingar- og friðarsamtökum kvenna,
með sósíalistum og Alþýðubanda-
laginu á Akureyri og Egilsstöðum,
Samtökum herstöðvaandstæð-
inga, Samtökum um jafnrétti milli
landshluta, vann að framboði Vig-
dísar Finnbogadóttur til forseta
Íslands, að verkalýðs- og jafnrétt-
ismálum og Kvennaframboðinu.
Alla tíð var hún skjól fyrir rót-
tæklinga, fræðimenn, hugsuði og
reykingamenn. Kristbjörg las
mikið og var vel heima í bók-
menntum, ljóðlist ekki síst, og var
hagmælt sjálf. Kvæði Guðmundar
Böðvarssonar voru í mestu uppá-
haldi hjá henni.
Útför Kristbjargar fór fram í
kyrrþey. Hún var jarðsett í graf-
reit í Fellabæ á Fljótsdalshéraði.
31.5.1912, d.
11.8.2003 og Hall-
gríms Helgasonar, f.
29.8.1909, d.
28.12.1993.
Dóttir Kristbjarg-
ar og Þorgríms Jóns-
sonar er Björk, f.
29.5. 1953. Börn
Bjarkar eru Árni,
Kristjana, Helgi Rún-
ar og Jón Heiðar.
Barn Kristjönu er
Signý Eir. Börn
Kristbjargar og
Helga eru: a) Hall-
grímur, f. 12.8.1958. b) Gestur, f.
14.5.1960. Fósturbörn hans eru
Árný Þóra og Allan Haywood. c)
Heiðveig Agnes, f. 23.10.1970.
Börn hennar eru Kristbjörg Mekk-
ín og Friðmar Gísli. Árni og Krist-
jana voru alin að hluta upp af
Kristbjörgu og Helga.
Kristbjörg ólst upp í Múla til tví-
tugs, gekk í Laugaskóla og var
ráðskona á Fljótsdalshéraði 1956-
57. Hún flutti með Helga eigin-
Amma mín situr ekki lengur í
stólnum sínum, á þeim stað sem ég
hélt að hún yrði alltaf.
Ég hélt að hún myndi alltaf verða
til staðar.
Alla mína ævi hef ég dáðst að
ömmu, fyrir ákveðni hennar og
hreinskilni. Hún var sterk og ákveð-
in kona. Hún ól mig upp frá blautu
barnsbeini, og ég á henni mikið að
þakka fyrir hver ég er. Ég vildi
mega tileinka mér kosti hennar.
Minningar mínar um ömmu geymi
ég í hjartanu og mun með brosi á vör
og hyldjúpum söknuði deila þeim
með börnum mínum í framtíðinni.
Mín hinsta kveðja til ömmu er síð-
asta ljóðið, Gullastokkur, sem við
lásum saman, ljóð eftir uppáhalds-
skáld hennar, Guðmund Böðvarsson.
Í kistli þeim frá þínum æskumorgni
sem þú lést gjarnan standa úti í horni
og laukst ekki upp í augsýn nokkurs manns,
– straukst aðeins rykið burt af loki hans,
og kæmi barn og segði: – sýndu mér,
var svar þitt jafnan: – Það er ekkert hér,
– þar fann ég niðri á botni lítið lín,
einn lítinn dúk – og fyrstu
nálarsporin þín.
Ein barnsleg rós með rauðum krónublöðum,
fimm rósarblöð
í kyrfilegri röð,
og óljóst teiknuð áfram sex til níu,
– þau áttu að verða tíu,
og út frá leggjum uxu prúð og væn
með yndisþokka laufin fagurgræn,
og það átti eflaust þarna að koma fleira,
en það varð aldrei meira.
Ég veit það best, það varð þín ævisaga
að verða að hverfa flesta þína daga
frá þinni þrá og draumi,
frá þínum rósasaumi,
og nálin þín að þræða önnur spor
en þau sem eitt sinn gerðir þú að tákni
um sól og vor.
Svo gróf ég enn hjá öðrum vinum sínum
þinn útsaums dúk í gullastokknum þínum,
og lagði á ný til hliðar
í horni gamals friðar
og fannst að væri von og huggun mín
að einhver lyki seinna við að sauma
sína og þína drauma
með rauðum þræði í þetta hvíta lín.
Takk fyrir elsku amma, ég mun
alltaf sakna þín.
Kristjana Sigurðardóttir
(Ditta).
Ævin líður, okkar jarðar göngu
örlög ráða, fáu verður breytt.
Hvort heldur sem staðið er í ströngu
eða staldrað við og gert þá ekki neitt.
Þó eigum samleið vart mun líða á löngu
að leiðin endar, tíminn líður greitt.
Við gengum saman góða stund í heimi
og glöddumst yfir vináttu og trú.
Um þig margar minningar ég geymi,
í Múla áttum heima ég og þú.
Þínu breiða baki seint ég gleymi
er bauðstu öllum. Hver mun hugga nú?
Því sumir eiga digran fjársjóð falinn
að færa þeim sem eiga leið um braut.
En sjóðurinn er ekki í aurum talinn
og ekki bara tignarmennið naut.
Aldrei var neinn öðrum fremur valinn
allir nutu hlýju við þitt skaut.
Hjartans þökk, nú vegur þinn er valinn
vinir skiljast að um nokkra stund.
Lækurinn sem liðast niður dalinn
ljúfa kveðju sendir á þinn fund.
Í dalnum okkar fegurðin er falin
nú faðmar litla systir þína grund.
(Ósk Þorkelsdóttir)
Helga, Björk, Hallgrími, Gesti,
Öddu og fjölskyldum þeirra sendum
við innilegar samúðarkveðjur. Guð
gefi þeim styrk og frið.
Guðný og Aðalgeir.
Þegar nýtt ár heilsar er komið að
kveðjustund. Á fallegum, en þó
dimmum og stuttum degi, kvaddi
föðursystir mín ástvini sína eftir erf-
iða sjúkralegu. Alltof oft birtist
dauðinn okkur óvænt og miskunn-
arlaus og skilur eftir sig djúp og ill-
læknanleg sár. En dauðinn á sér
einnig aðra hlið bjarta og líknandi,
og þannig trúi ég því að hann hafi
birst Kristbjörgu. Úr æsku minnist
ég frænku gömlu, eins og hún kallaði
sig frá því að ég man eftir henni,
helst að þrátta við föður minn um
pólitík. Síðar varð ég svo heppin að
kynnast henni á fullorðisárum þegar
ég fékk að búa hjá þeim Helga sum-
arpart og mynduðust þá með okkur
vináttubönd.
Kristbjörg var mikil fjölskyldu-
kona og fjölskyldan var henni mjög
mikilvæg. Hún var sterk persóna og
fylgdi hugsjónum sínum. Greind var
hún og vel lesin. Það var sérstaklega
gaman að sitja á rökstólum við hana
enda fór hún ekki leynt með skoð-
anir sínar og var rökföst í samræð-
um.
Kristbjörg var einn mesti femín-
isti sem ég þekki og það voru ófá
samtölin sem við áttum um jafnrétt-
ismál og pólitík. Í pólitík vorum við
ekki sammála en þeim mun
skemmtilegra að ræða við hana um
málefni líðandi stundar. Hún var
mjög fylgin sér og minnist ég sér-
staklega þegar hún ákvað að klippa
ekki hár sitt fyrr en Davíð myndi
hætta í pólitík. Eftir langan tíma
gafst hún þó upp og sagði það ekki
sína sök hvað hann sæti lengi í emb-
ætti, aldrei hefði hún kosið hann.
Ekki man ég eftir öðrum mönnum
sem hafa unnið frænku gömlu í
þrjósku.
Kristbjörg var með stórt hjarta og
var hreinskiptin – hún kom alltaf til
dyranna eins og hún var klædd, það
var ekki hennar stíll að koma aftan
að fólki. Hún sagði umbúðalaust
hvað henni bjó í brjósti og hafði
skýra mynd af mönnum og málefn-
um. Þótt frænka hafi oft verið snörp
í tilsvörum og ekki endilega legið á
sínum skoðunum þá var hún mikill
málsvari þeirra sem minna máttu
sín. Börn, gamalmenni og þá ekki
síst þeir sem höfðu orðið undir í bar-
áttu lífsins áttu öruggt skjól hjá
frænku. Hún var mjög næm á fólk og
ráðagóð og felldi ekki dóma þegar
fólk leitaði ráða hjá henni. Hún sjálf
var óspar á hrós en var ekki mikið
fyrir að láta hrósa sér eða hampa.
Þegar ég sagði henni að ég hefði
ákveðið að skíra dóttur mína Heið-
veigu Björgu, aðallega í höfuðið á
langömmu sinni, en Bjargar-nafnið
gæti hún m.a. tekið til sín, þakkaði
hún pent fyrir, sagði að sér þætti
vænt um það en ræddi það ekkert
frekar.
Í vetur fór ég til Egilsstaða í 75
ára afmæli hennar. Þá vissum við
báðar að komið var að kveðjustund
en veikindi hennar voru farin að taka
sinn toll. Hún tók veikindum sínum
af æðruleysi og vildi ekki mikið um
þau ræða.
Elsku Helgi, Björk, Hallgrímur,
Gestur og Adda. Síðustu mánuðir
hafa verið ykkur og ykkar erfiðir í
veikindum frænku. „Vegur sorgar-
innar er vissulega langur og strang-
ur en hvorki ófær né endalaus.“ Ég
kveð frænku með söknuði en minnist
hennar með hlýju og virðingu.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér
(Skáld-Rósa.)
Heiðrún Jónsdóttir.
Rökkur og reykjarslæða, tírir á
lampa í horninu og heggurinn úti
fyrir glugganum sefur í vetrinum.
Sterkur uppáhellingur í gömlum
rósabolla og tíminn bærir varla á sér
inni í þessari bókfylltu stofu, þar
sem öll lífsins gæði eru saman komin
órafjarri ys og þys hversdagsins.
Kristbjörg, vinkona mín og kennari
um lífsins vegu til margra ára, á sín-
um stað í stólnum við gluggann og
segir mér sögur. Sögur um menn og
málefni, ýmist vafðar inn í skop og
hlátrasköll eða dauðans alvöru.
Aldrei leggur hún illt til nokkurs
manns, er þó glöggskyggn á það sem
menn eiga, gott og bágt. Út um allar
þorpagrundir fljúga sögurnar eins
og vorfuglar; fóstran hennar hlýja
og orðheppna í Múla sem ekkert
aumt mátti sjá og viðskipti föðurins
hjartahreina og vitra við sveitung-
ana í Aðaldal og blessaða málleys-
ingjana. Karlar og kerlur hér og
hvar, á þriðju hæð í blokk eða í
hnipri við lontulæki, ýmist í ógöng-
um og forarvilpum eða þá í hæstu
hæðum og himnasölum.
Þegjum saman um stund. Tökum
svo til við bókmenntirnar og Krist-
björg hefur yfir ljóð eftir ljóð sinni
kyrru og þrungnu rödd. Ferðast
milli Snorra Hjartarsonar, Jóhann-
esar úr Kötlum, Guðmundar Böðv-
arssonar og Þorsteins Valdimars-
sonar áreynslulaust og þannig að
hittir mann í hjartastað og hvurt orð
verður dagljóst. Önnur syrpa tekin
um stjórnmál dagsins og pólitískt
argaþras og þaðan liggur leiðin æv-
inlega beint inn í hvað skipti veru-
legu máli í þessu lífi og í hvað mann-
eskjunni beri að verja tíma sínum til
að ná nokkrum þroska og yfirsýn.
Ýmist virðist allt á fallanda fæti um
veröld víða eða við erum bara nokk-
uð bjartsýnar fyrir hönd þjóðanna. Í
kjölfarið sigla vísast jafnréttismálin
fyrr og nú og borinn er nokkur kvíð-
bogi fyrir framgangi þeirra líkt og
kjörum verkalýðsins og öreiganna í
sjálfu gósenlandinu. Rauðsokkurnar
líta ævinlega við í þeirri umræðu og
bæjarpólitík og verkalýðsbarátta
fyrri áratuga á Akureyri stingur líka
inn nefi. Og þar fram eftir götunum.
Sagnaþulurinn besti, endalaust
vildi ég á hlýða. Hún kenndi mér
mennsku með dæmisögum, þekk-
ingu sinni og þroska, kenndi mér að
aldrei skyldi láta börn, lítilmagna og
málleysingja fara óbætt hjá garði og
fylgdist með mér og mínu gegnum
sorgir og gleði. Bakhjarl minn alltaf
og framvörður oft, skarð er fyrir
skildi í tilverunni, en þessi góða og
mikla manneskja gaf mér vináttu
sína og einlæga umhyggju að gjöf og
það verður mér ævinlegt veganesti.
Snorri sagði í ljóði sínu Ferð: „En
handan við fjöllin og handan við átt-
irnar og nóttina rís turn ljóssins þar
sem tíminn sefur. Inn í frið hans og
draum er förinni heitið.“ Veri hún
vinkona mín kært kvödd á eilífðar-
innar vegi.
Ég votta fjölskyldu Kristbjargar
einlæga samúð.
Steinunn Ásmundsdóttir.
Kibba mín elskuleg. Hætt er við
að nokkuð geti skort á léttleika í
spori framan við stofuglugga ykkar
Helga við Lagarásinn á þessu ný-
byrjaða ári, sem varla var hafið þeg-
ar þú lagðir yfir móðuna miklu. Þó
að ljóst hafi verið að hverju stefndi,
þegar við hittumst síðast, áður en við
hjónin brugðum okkur suður til dval-
ar yfir jól og nýár, kom okkur vart
annað til hugar en við fengjum ann-
að tækifæri til að kveðja þig betur
eftir heimkomuna. Málið er, að þótt
síðasta spjall okkar hafi átt sér stað
svo skömmu áður en þú kvaddir,
datt manni síst í hug viðræða við
manneskju á banalegu, hvað þá að
sláttumaðurinn slyngi væri að ljúka
við síðasta skárann. Slík var nær-
vera þín þá sem og ætíð, Kibba mín,
full af lífi, gáskafullum húmor í bland
við speki og alvöru um hvaðeina á
vettvangi nánasta umhverfis eða
þjóðmála, nefndu það bara. Og enn
sannast rækilega að enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur. Að
sönnu mun söknuður fylgja öllum
þessum ljúfu minningum en án allra
sárinda. Sárindin eru eingöngu
bundin við heimsóknir til þín, sem
aldrei voru farnar. Það er sem ég
heyri þig svara því til að um slíkt sé
ekki að fást, að eftiráhyggja sé slæm
hyggja, og nóg um það.
Það var alltaf notalegt að banka
létt á ólæstar og öllum opnar íbúð-
ardyr ykkar Helga og mæta fagn-
andi og stundum glettnisblendnu
brosi þínu, ásamt með viðeigandi at-
hugasemdum, einkum ef langt var
um liðið frá síðasta innliti. Oftar en
ekki var Helgi þá inni við skriftir eða
úti að skoða náttúruna, þannig að við
höfðum góðan tíma til að spjalla, sem
gjarna varð eins konar forspjall að
komu Helga. Horft til baka rennur
upp fyrir mér hve þér var eiginlegt
að hafa ofan af fyrir gestum með ein-
hverjum þeim hætti að heimsóknin
varð, án alls prjáls og í hversdags-
leika sínum, að dálítilli hátíð, sem
ætíð skildi eftir sig vissan skammt af
vellíðan. Ekki svo að skilja að maður
hafi farið varhluta af eðlislægri
hreinskilni þinni, sem þú síðan mild-
aðir eftir þörfum með þeirri list að
viðhafa nauðsynlega gætni í nær-
veru sálar. Án þess að ég ætli mér þá
dul að reyna að skilgreina hugtakið
manngildi til hlítar þykist ég samt
geta fullyrt að í þeim skilningi var
Kristbjörg auðug þegar hún féll frá,
– ég leyfi mér að segja vellauðug. Tel
reyndar leitun að annarri mann-
eskju, sem hefur betur í heiðri haft
máltækið góða „manngildi ofar auð-
gildi“ og, það sem meira er, lifað
samkvæmt því, – nema ef vera kynni
sjálfur lífsförunauturinn. Er það
ekki einmitt í þessari lífsskoðun sem
galdurinn að baki farsælli sambúð
þeirra hjóna er fólginn, að ógleymd-
um kærleikanum sjálfum og síðan
gagnkvæmri virðingu hvort fyrir
öðru, sem reyndar er óaðskiljanleg-
ur hluti manngildis? Það mætti segja
mér að einmitt slíkir eiginleikar
Kristbjargar, ekki síst ást hennar og
fórnfýsi, endurspeglist ómældir í af-
rekum hugsjónamannsins Helga
Hallgrímssonar.
Að lokum sendum við hjónin,
ásamt Margréti Láru og hinum
börnunum okkar, sem öll virða vin-
áttu ykkar mikils, þér Helgi minn og
þínu fólki okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Þórarinn Lárusson.
Ninna Kristbjörg
Gestsdóttir
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og dóttir,
INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR,
Laufskógum 40,
Hveragerði,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
þriðjudaginn 8. janúar verður jarðsungin frá
Hveragerðiskirkju laugardaginn 19. janúar
kl. 14.00.
Guðmundur F. Baldursson,
Rósant Guðmundsson, Edda Rúna Kristjánsdóttir,
Heiða Margrét Guðmundsdóttir,
Valdemar Árni Guðmundsson,
Enea og Mía Rósantsdætur,
Hallfríður Bjarnadóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN KRISTJÁNSSON,
fyrrum bóndi á Drumboddsstöðum
í Biskupstungum,
andaðist á Hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði,
13. janúar.
Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 19.
janúar kl. 13:30.
Jarðsett verður í Bræðratungukirkjugarði.
Svavar Ásmundur Sveinsson, Laufey Eiríksdóttir,
Ragnheiður Sveinsdóttir,
Guðríður Sveinsdóttir,
Gísli Rúnar Sveinsson, Sigurveig Helgadóttir,
Baldur Indriði Sveinsson, Betzý Marie Davíðson,
barnabörn og barnabarnabörn.