Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Fáðu þér rjóma inn á milli Bolludagsbragðið H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 – 0 1 3 5 EKKI virðist hafa orðið mikið tjón vegna frostskemmda á leiðslum sumarbústaða eða annarra húsa í frostinu um helgina. Í Grímsnesi stíflaðist afrennsli þriggja til fjög- urra bústaða en það tókst að laga áður en verulegt tjón varð. Hugs- anlegt er að það fari að leka úr frosnum leiðslum nú þegar frostið minnkar og mun það koma í ljós næstu daga. Mikið álag var á kerfi hitaveitna þegar frostið var sem mest en þau virðast hafa staðist álagið. Frostið fór í 22 til 24 stig í stórum sumarhúsabyggðum á Suð- ur- og Vesturlandi á föstudags- kvöldið. Ekki virðist hafa orðið mikið tjón á bústöðum vegna frosinna leiðslna. Þó var kalt í nokkrum sum- arhúsum í Grímsnesi. Þorkell Gunn- arsson, hita- veitustjóri hjá Grímsnes- og Grafnings- hreppi og pípulagningameistari, hafði upplýsingar um að frosið hefði undir þremur eða fjórum húsum. Tókst að laga það án veru- legra skemmda. Þorkell sagði hugsanlegt að frosið hefði víðar og þá gæti farið að leka úr leiðslum inni í húsunum þegar frostið færi úr. Þá er ófært að bústöðum í efstu byggðum á Suður- og Vest- urlandi, meðal annars í Bláskóga- byggð og Skorradal, og því ekki hægt að kanna aðstæður. Frágangur ekki í lagi Þorkell sagði að ekki væri í öll- um tilvikum gengið á réttan hátt frá lögnum við sumarhús og ef til vill ekki heldur skilið rétt við þá. Menn áttuðu sig ekki alltaf á því hvaða aðstæður gætu komið upp þegar þeir væru að byggja bústað- ina á fallegum sumardögum. Frostskemmdir koma í ljós Kuldi Frostið fór vel yfir tuttugu sig. ÞYRLA Landhelgisgæslunnar fór austur að Landmannahelli á þriðja tímanum í fyrrinótt til að sækja mann sem hafði slasast á vélsleða. Ferðin gekk illa vegna veðurs og kom þyrlan ekki aftur til baka fyrr en fimm tímum síðar. Þegar þyrlan kom að Land- mannahelli gat hún ekki lent vegna hávaðaroks og varð að snúa við. Lent var skammt frá Búrfelli og komu flugbjörgunarsveitarmenn þangað með manninn í snjóbíl. Þyrla sótti slasaðan mann Árvakur/Brynjar Gauti AÐ SÖGN þeirra sem sækja þennan leikvöll við Vesturgötu reglulega er ástandið þar allt annað en gott. Myndirnar tala sínu máli um almenn öryggis- atriði, en þó segja þær líklega einungis hálfa söguna, enda hylja snjór og klaki mikið af þeim ófögnuði sem þar má að öllu jöfnu sjá. Sigurlaug Knud- sen Stefánsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, ritaði grein í Morgunblaðið á laugardag þar sem hún sagði aðstæðurnar beinlínis ógeðslegar, brotnar gler- flöskur, rusl og kattaskítur væru þar á víð og dreif. Einnig væri ekki búið að hirða upp flugelda frá því um áramótin og spýtnabrak úr grindverkinu væri þar úti um allt. „Ég frétti þetta með því að lesa þessa grein og set mitt fólk í að skoða mál- ið strax á mánudag. Það er á okkar verksviði að gera kröfu um að þetta sé í lagi og svo er það annaðhvort hlutverk framkvæmdasviðs eða garð- yrkjudeildar að sjá um að kippa þessu í liðinn,“ segir Örn Sigurðsson, settur sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, um málið. Ekki beinlínis skylda að girða opin leiksvæði af Hann kveður umræddan leikvöll opið leiksvæði, sem ekki sé beinlínis skylda að girða af, enda sé ekki reiknað með því að börn séu þar án eftirlits forráðamanna. Örn segir heilbrigðiseftirlit borgarinnar hafa farið á hundruð leiksvæða á síðasta ári, þetta slælega ástand hefði því átt að koma í ljós við þá skoðun. „Þá gerðum við ýmsar kröfur um úrbætur og höfum svo reynt að fylgja þeim kröfum eftir. En þetta er mikill fjöldi leikvalla,“ segir Örn. Bregðast við hættulegum aðstæðum á leikvelli Í niðurníðslu Grindverkið í kringum leikvöllinn er illa farið og hindrar krakkana ekki í því að hlaupa út á götu. Ónýt leiktæki geta verið slysagildrur. Árvakur/Ómar Ljósmynd/Sigurlaug K. Stefánsdóttir RENNSLI heits vatns um dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur á höfuðborg- arsvæðinu náði hámarki um hádegi á laugardag. Þá nam rennslið 15.200 tonnum á klukkustund sem svarar til 4,3 rúmmetra á sekúndu sem er litlu minna en meðalrennsli Elliðaánna. Rennslið hefur aldrei verið svo mikið. Ástæðan er mikil uppbygging og fólksfjölgun á veitusvæðinu, auk veð- ursins. Dreifikerfið stóðst álagið ágætlega, að sögn Eiríks Hjálmarssonar upp- lýsingafulltrúa. Vegna takmarkaðrar afkastagetu á suðurhluta höfuðborg- arsvæðisins var Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði lokað en í gær var byrjað að skerpa á henni aftur og stefnt að opnun í dag. Raunar var sundlaugum víðar um landið lokað til að létta á álagi kerfa enda taka þær mikla orku. Orkuveitan hefur nóg af heitu vatni, þrátt fyrir mikla uppbyggingu og fólksfjölgun á veitusvæðinu, sam- kvæmt upplýsingum Eiríks, jafnvel þótt meiri frost geri en raunin var um helgina. Þá er verið að undirbúa framtíðina með heitavatnslögn frá Hellisheiðarvirkjun. Stjórn Orku- veitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum sl. föstudag tilboð í lagningu hennar. Lögnin er um 19 km að lengd, frá virkjuninni að Reynisvatnshæð, og kostar alls um hálfan annan millj- arð kr. Lögnin verður tekin í notkun síðla árs 2009. Þá segir Eiríkur stöðugt unnið að uppbyggingu og lagfæringum á dreifikerfinu, meðal annars á suður- hluta höfuðborgarsvæðisins. 15 þúsund tonn af heitu vatni á klst. BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra sagði í Silfri Egils á RÚV í gær að samstarfið í ríkisstjórninni væri gott en hann hefði aldrei útilok- að samstarf við Alþýðubandalagið sáluga eða Vinstrihreyf- inguna – grænt framboð. Fram kom hjá Birni að hann liti á málefnin í samstarfinu. Hann hefði náð sínum málum fram í samstarfi við Samfylkinguna og hún gæti sagt slíkt hið sama. Auðvitað væri ágreiningur enda ólíkir stjórnmálaflokkar rétt eins og Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur sem hefðu verið í ágætu stjórnarsamstarfi í 12 ár. Björn sagði að hann og Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðs- ins, hefðu verið taldir talsmenn sögu- legra sætta í Sjálfstæðisflokknum. Gunnar Thoroddsen hefði notað grein, sem hann hefði skrifað 1979, þegar hann myndaði ríkisstjórn með Alþýðubandalagsmönnum og sagt að harðjaxlarnir á Morgunblaðinu væru talsmenn þess að unnið væri með Al- þýðubandalaginu. „Ég hef aldrei úti- lokað það að Sjálfstæðisflokkurinn og þeir sem voru í Alþýðubandalaginu eða eru núna Vinstri grænir gætu átt saman,“ sagði Björn. Í því sambandi minnti hann á að í fyrra hefði hann setið í Evrópunefnd og hann og Einar K. Guðfinnsson hefðu komist að sam- eiginlegri niðurstöðu með Ragnari Arnalds og Katrínu Jakobsdóttur. Nefndin hefði verið sammála um alla meginþætti málsins. Undrandi á VG Hins vegar sagðist Björn vera undrandi á hvað VG héldi sig til baka og hvað það virtist vera erfitt fyrir flokksmenn að fara yfir þann þrösk- uld að vera í þeirri stöðu að hrópa og kalla í það að axla ábyrgð. Í því sam- bandi vísaði hann á hátterni Svandís- ar Svavarsdóttur í byrjun október sl. áður en hún fór í meirihluta, þögnina sem fylgdi henni í meirihluta og hvernig hún byrjaði að tala þegar hún var komin úr meirihlutanum. „Það er eins og þetta fólk treysti sér ekki í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Björn Bjarnason. Varalið lögreglu Í máli Björns kom jafnframt fram að hann væri með frumvarp um vara- lið lögreglu í smíðum. Það gengi út á það að lögreglan hefði heimildir til þess að kalla til liðsafla vegna stjórn- unar mannfjölda, við almannavarna- ástand og aðrar sérstakar aðstæður. Fastaliðið gæti þá sinnt erfiðari verk- efnum en til staðar væri liðsafli sem gæti sinnt ýmsum daglegum störfum. Hugmyndin væri að óska eftir liðsafla frá björgunarsveitum, slökkviliði og úr hópi fyrrverandi lögreglumanna. Hefur aldrei útilokað sam- starf við Vinstri græna Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra með frumvarp um varalið lögreglunnar í smíðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.