Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 4

Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 4
4 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alicante um páskana 16.-29. mars frá kr. 39.790 Frábært verð á flugsætum í páskaferð! Heimsferðir bjóða frábært verð á flugsætum til Alicante um páskana. Flogið er í beinu morgunflugi. Njóttu vorsólarinnar við Alicante um páskana. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti - takmarkaður fjöldi sæta í boði á þessu verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.790 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með skötttum. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TEKJUKÖNNUN Samtaka ferðaþjónustunnar og Hotelbenchmark sýnir að nýting hótelher- bergja í Reykjavík var minni árið 2007 en árið áður, en meiri úti á landi. Þannig minnkaði nýt- ing fjögurra stjörnu hótelherbergja í höfuðborg- inni um 3,4% en nýting þriggja stjörnu her- bergja um 1,7%. Hún jókst hins vegar um 4,4% á landsbyggðinni. Að sögn Ernu Hauksdóttur, formanns Sam- taka ferðaþjónustunnar, kemur þessi samdrátt- ur í Reykjavík ekki á óvart. Hann verður sam- fara mikilli aukningu í framboði á hótelherbergjum, enda hafi 3-4 stjörnu her- bergjum fjölgað um 24% á síðustu tveimur ár- um, þar af 18-19% bara á árinu 2007. Mest segir hún þar muna um turninn á Grand hóteli, sem hefur yfir 200 herbergi. Einnig kem- ur til fjölgun herbergja á Cabin hóteli og ný hótel á borð við Þinghól og Arnarhvol. Mestu máli segir hún skipta að tekjur á hvert fram- boðið herbergi haldi í við verðlagsþróun og auk- inn kostnað í hótelrekstri. Meðalverð fyrir her- bergi í Reykjavík hækkaði úr 9.276 kr. árið 2006 í 10.068 kr. í fyrra. Að meðaltali jukust tekjur á framboðið herbergi í Reykjavík um 8% í fyrra, en um heil 27% úti á landi. Erna segir smæð markaðarins á landsbyggðinni slíka að ein- stakar ráðstefnur eða viðburðir geti haft áhrif á verð. Framkvæmdir á Austurlandi hafi haft áhrif á bæði nýtingartölur og verð þar en á þessu ári sé jafnvel búist við að nýting og verð fari að lækka á því svæði. 24% fjölgun herbergja  Fjórðungsfjölgun 3-4 stjörnu hótelherbergja síðustu tvö ár  Nýting herbergja dregst saman samfara fjölgun  8% tekjuaukning á framboðið herbergi árið 2007 Árvakur/Ómar Í HNOTSKURN »Tekjukönnunin var framkvæmd af Delo-itte, fyrir Hotelbenchmark og Samtök ferðaþjónustunnar hér á landi. Hún náði til 7.800 hótela í 140 löndum. »Könnunin náði til hótela sem hafa 1.786herbergi í Reykjavík og 350 herbergi á landsbyggðinni. »Árið 2007 varð 6,2% tekjuaukning á hvertframboðið fjögurra stjörnu herbergi í Reykjavík og 6,8% á hvert þriggja stjörnu herbergi. TAFLFÉLAGIÐ Hellir stóð fyrir al- þjóðlegu unglingamóti um helgina. Mótið fór fram í húsakynnum Skák- skóla Íslands og voru 28 keppendur skráðir til leiks, þar af tíu erlendir frá fjórum löndum; Danmörku, Sví- þjóð, Skotlandi og Þýskalandi. Flestir af bestu íslensku skákmönn- unum, fæddir 1991 eða síðar, tóku þátt. Um var að ræða stærsta og sterk- asta alþjóðlega skákmót sem fram hefur farið hérlendis fyrir ung- linga. Bestum árangri af íslensku kepp- endunum náði Sverrir Þorgeirsson en hann endaði í 1.-4. sæti. Með honum í efsta sæti urðu Svíinn Jak- ob Aperia, Þjóðverjinn Maximilian Berchtenbreiter og Daninn Martin Storgaard. Þeir hlutu 4,5 vinninga í sex skákum. Helgi Brynjarsson og Bjarni Jens Kristinsson urðu í 5.-6. sæti með 4 vinninga. Íslensku skákmönnunum gekk almennt vel á mótinu. Patrekur Maron Magnússon hækkaði mest þeirra í alþjóðlegum skákstigum eða um 31 stig, Jóhanna Björg Jó- hannsdóttir um 26 stig og Helgi Brynjarsson um 23 stig. Að sögn Gunnars Björnssonar, formanns Hellis, tókst mótið í alla staði mjög vel og er vonast til að framhald verði á því á komandi ár- um. Sverrir endaði í 1.-4. sæti Alþjóðlegt unglinga- mót í skák tókst vel Morgunblaðið/Ómar Einbeittir Sverrir Þorgeirsson teflir gegn Svíanum Jacob Aperia í lokaumferðinni en þeir voru efstir og jafnir eft- ir 5. umferð. Sverrir endaði að lokum í 1.-4. sæti og náði bestum árangri íslensku keppendanna. TALSVERÐUR erill var hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu að- faranótt sunnudags og voru 165 verkefni bókuð frá miðnætti. 12 manns gistu fangageymslur vegna ölvunar, fíkniefna, slagsmála og ölvunaraksturs. Tilkynnt var um sex árekstra á höfuðborgarsvæðinu og varð tölu- vert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki. Fimm manns voru teknir fyrir ölvun við akstur og einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tilkynnt var um fjórar minni- háttar líkamsárásir og voru fjórir fluttir á slysadeild. Einn ökumaður var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna í Grindavík. Annar ökumaður var kærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis í Reykjanesbæ. Þrír menn gistu fangaklefa lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar og óspekta. Erill hjá lög- reglu höfuð- borgarsvæðis FIMM ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut- inni í gær. Sá er hraðast ók mældist á 150 km hraða þar sem leyfður há- markshraði er 90 km hraði. Einn ökumaður var kærður fyrir stöðv- unarskyldubrot, tveir fyrir að nota ekki öryggisbelti og einn ökumaður var staðinn að akstri sviptur öku- réttindum. Þrjú umferðaróhöpp urðu á svip- uðum slóðum austan við Selfoss í gær. Engin slys urðu á fólki. Í tveimur tilvikum urðu aftur á móti töluverðar skemmdir á bílum. Segir lögreglan að óhöppin megi rekja til þess að færð var ekki með besta móti. Á 150 km hraða FANNFERGI er á vinnustöðum Kárahnjúkavirkjunar á hálendinu og starfsaðstæður í samræmi við það. Fram kemur á upplýsingasíðu Kárahnjúkavirkjunar að til dæmis hefur snjór safnast í hengjur ofan við aðkomugöng 2 og fram- kvæmdaeftirlitið hefur því í örygg- isskyni bannað alla umferð gang- andi fólks um gangamunnann. Þeir sem fara inn í göngin og koma út úr þeim verða að ferðast með lestum. Snjóruðningstæki hafa vart undan við hreinsunina Snjóruðningstæki eru stöðugt í gangi við að hreinsa af vegum og vinnusvæðum en hafa tæpast und- an. Á vefsíðu virkjunarinnar kemur fram að útlit sé nú fyrir að enn meiri snjó kyngi niður næsta sólar- hringinn, ef marka má veðurspá. Hörkuvetur á virkjunar- svæði Lögreglan í Reykjavík handtók karlmann á fertugsaldri rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi vegna gruns um ölvun við akstur. Vegfar- endur tilkynntu um ökumanninn á ellefta tímanum þar sem ökulag hans þótti óeðlilegt. Lögregla hafði svo hendur í hári hans við gatnamót Reykjanes- brautar og Stekkjarbakka skömmu síðar. Að svo búnu var farið með mann- inn á lögreglustöðina við Hverf- isgötu. Þar var tekin af honum skýrsla og hann látinn blása í önd- unarsýnamæli til að meta áfeng- ismagn í blóði hans. Tekinn fyrir ölvunarakstur SAMÞYKKT var á þingi Kraftlyft- ingasambands Íslands (Kraft) um helgina að heimila stjórn þess að ganga til viðræðna við Íþrótta- og ólympíusamband Íslands um aðild að ÍSÍ. Kraftlyftingasambandið var stofnað út úr Lyftingasambandinu 1985 og hefur það alla tíð verið ut- an við ÍSÍ. Jakob Baldursson, ný- kjörinn formaður Kraft, segir að þegar hafi verið rætt við fram- kvæmdastjóra ÍSÍ um málið og framundan sé ákveðið vinnsluferli. Stofna þurfi deildir innan íþrótta- bandalaga í viðkomandi sveitar- félögum með það að leiðarljósi að ÍSÍ taki málið fyrir á íþróttaþingi sínu á næsta ári. Jakob segir óviðunandi að ekki sé hægt að bjóða mönnum upp á það að vera undir öllum þeim lög- um og löggjöfum sem ÍSÍ hefur upp á að bjóða. „Menn verða að geta strokið um frjálst höfuð með- al almennings úti í bæ án þess að hafa alltaf þennan stimpil á sér,“ heldur hann áfram og vísar til lyfjamála. Í fyrra kepptu 79 manns hjá Kraft og segir Jakob að sam- bandið vilji bjóða upp á heilbrigða sál í hraustum líkama án ólöglegra lyfja. Jakob segir að mikill og vaxandi áhugi sé á kraftlyftingum og víða vilji menn stofna félög. „Það er hægt að fara að byggja upp góða framtíð í þessari íþrótt sem er ein af þjóðaríþróttum Íslendinga.“ Líney Rut Halldórsdóttir, fram- kvæmastjóri ÍSÍ, segir að allir sem vilji starfa samkvæmt lögum og reglum Íþróttasambandsins séu velkomnir. Kraftlyftinga- menn sækja í ÍSÍ Kraftlyftingasambandið vill breytingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.