Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 8

Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 8
8 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is NOKKRIR kráareigendur í Reykja- vík hafa leyft reykingar á stöðum sínum síðustu daga til að mótmæla lögunum um tóbaksvarnir. Fulltrúar Vinnueftirlitsins fóru í eftirlitsferðir á skemmtistaði um helgina og kom í ljós að á nokkrum stöðum voru reyk- ingar leyfðar. Sl. föstudag beindi heilbrigðisráðuneytið því til heil- brigðisnefnda sveitarfélaga og Vinnueftirlits ríkisins að þau tilkynni lögreglu um öll brot sem þau verða áskynja við framkvæmd eftirlits með því að virt séu ákvæði tóbaksvarna- laga. Ekki nægilega sterk heimild Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri á umhverfissviði Reykjavíkurborg- ar, minnir á að það sé á ábyrgð rekstraraðila að fara eftir þessum lögum eins og öðrum lögum sem snúa að starfsemi staðanna s.s. lög- um um hollustuhætti og mengunar- varnir og lögum um aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á vinnustöðum. „Við erum með eftirlit með veit- ingastöðum og skv. skilgreiningu í lögum um hollustuhætti og mengun- arvarnir merkir eftirlit athugun á vöru, þjónustu, ferli eða starfsemi til að ákvarða samræmi þeirra við til- teknar kröfur. Heilbrigðiseftirlitið fer yfirleitt þannig fram að við förum í reglubundið eftirlit á staðinn einu sinni á ári, könnum hvort verkferlar, húsnæðið o.fl. uppfyllir settar reglur. Veitingastaðirnir fá starfsleyfi frá heilbrigðiseftirlitinu og rekstrarleyfi frá lögreglustjóra. Við löbbum hins vegar ekki á barina eða veitingahús- in á kvöldin til að fylgjast með hvort einhverjir eru að reykja,“ segir hún. Rósa bendir á að ef kvartanir eða ábendingar berast sé að sjálfsögðu brugðist við, farið á staðinn og ástandið kannað. Eins og komið hef- ur fram barst heilbrigðisnefnd borg- arinnar ábending um reykingaher- bergi sem sett hafði verið upp á veitingastaðnum Barnum fyrr í vet- ur. Starfsmenn umhverfissviðs fóru á staðinn og könnuðu málið og kröfð- ust þess síðan að rekstraraðilinn færi að lögum, ella yrði herbergið innsigl- að. Lögmaður andmælti f.h. eigenda Barsins og eru þau andmæli í athug- un. Í 18. gr. tóbaksvarnalaga kemur fram að heilbrigðisnefndir, Vinnueft- irlit ríkisins, Siglingastofnun og Flugmálastjórn hafa eftirlit með því að virt séu ákvæði III. kafla laganna sem fjallar um takmörkun á tóbaks- reykingum í samræmi við þau lög sem gilda um þessar stofnanir. „Lög- fræðingur okkar er þeirrar skoðunar að það sé ekki nægilega sterkt til að við getum staðið að þvingunarúrræðum. Við höfum ósk- að eftir leiðbeiningum frá heilbrigð- isráðuneytinu. Það eru sektarákvæði í lögunum en eingöngu lögreglan getur beitt sektum. Við getum það ekki,“ segir Rósa. „Við getum beitt þvingunarúrræð- um til að fá fram endurbætur en ekki beitt sektum eða öðrum refsingum,“ segir hún. „En eftir stendur að þetta er lögbrot og í 21. gr. laganna segir að með mál sem kunna að rísa vegna brota á lögunum og reglugerðum settum skv. þeim skuli farið að hætti opinberra mála,“ bætir Rósa við. „Þegar við vorum að skoða þetta á sínum tíma vorum við á báðum áttum en tókum af skarið vegna þess að Samtök veitinga- og gistihúsaeig- enda ályktuðu á aðalfundi að fara ætti þessa leið,“ segir Ásta Möller, alþingismaður og formaður heil- brigðisnefndar Alþingis. „Það voru því hagsmunasamtökin sem tóku af skarið um þetta. Það voru einnig þeirra tilmæli að ekki yrðu gerðar neinar undantekningar t.d. varðandi sérstaka reykingaaðstöðu inni á veit- ingahúsunum. Ástæðan sem þeir til- greindu var sú, að ef það yrði gert þá yrði um ákveðna mismunun að ræða á milli staða. Sumir staðir hefðu tök á að setja upp reykingaaðstöðu og aðr- ir ekki og þar að auki væri með þessu farið í fjárfestingar sem að þeirra mati myndu úreldast á stuttum tíma. Afstaða fólks myndi smám saman breytast og innan skamms hætti fólk að nota þessa aðstöðu. Þetta yrði því ónýt fjárfesting.“ Ásta bendir á að bann við reyk- ingum á veitinga- og skemmtistöðum sé þáttur í vinnuvernd. Starfsfólk þurfi ekki að vinna í reykmettuðu umhverfi af heilsufarsástæðum. Kannanir hafi og sýnt að stór hluti landsmanna (um 75%) sé fylgjandi reykingabanni. „Ég heyri líka að veitingamenn vilja ekki snúa til baka. Við stóðum frammi fyrir því hvort það þyrftu að koma fram ein- hver viðurlög í lögunum en niður- staðan varð sú að svo væri ekki. Ástæðan var ekki síst sú að við töld- um að þessi lagasetning væri gerð í samvinnu við veitingamennina sjálfa og að þeir teldu sér þá hag í því að framfylgja þessu. Mér finnst það í rauninni dálítið sérstakt ef þeir vilja fá viðurlög á sig til þess að fram- fylgja banninu. Auðvitað er hægt að setja sem skilyrði í reglugerð um endurnýjun eða úthlutun á veitinga- leyfum að ekki sé gert ráð fyrir slíkri aðstöðu. Ef það eru sterk tilmæli um að endurskoða þetta þá gerum við það að sjálfsögðu. Ég held reyndar að tíminn muni vinna með okkur í þessu en ef þessir veitingamenn vilja fá viðurlög og borgaryfirvöld kalla eftir því þá hljótum við að skoða það,“ segir Ásta. Spurð um þá gagnrýni nokkurra veitingamanna að þeir njóti ekki jafnræðis á við aðra þar sem reyk- ingaaðstöðu sé að vinna víða m.a. á Alþingi og í Leifsstöð segist Ásta aldrei hafa skilið af hverju reykinga- aðstaða væri á Alþingi. „Þeim þing- mönnum fer fækkandi sem reykja,“ segir Ásta. Allt að 60% samdráttur Kormákur Geirharðsson, stjórn- armaður í Félagi kráareigenda, segir þá vera hlynnta reykingabanni en gera verði úrbætur. Gagnrýnir hann slæleg vinnubrögð við setningu lag- anna á sínum tíma. Þeir veitinga- menn sem vilji setja upp reykingaað- stöðu ættu að geta gert það en svo séu aðrir sem vilji hafa alveg reyk- lausa staði. Kormákur segir að sam- dráttur hafi orðið. ,,Menn sjá veru- legan mun á janúar í ár samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta er allt að 60% samdráttur,“ segir hann. Reykingabann úr böndum  Formaður heilbrigðisnefndar segir að ef veitingamenn vilji fá viðurlög í lögin sé sjálfsagt að skoða það  Borgin hefur þvingunarúrræði en getur ekki sektað Í HNOTSKURN »Reykingar hafa verið bann-aðar á veitinga og skemmti- stöðum frá 1. júlí í fyrra. »Janúar-júní 2007 jókst salaÁTVR á sígarettum um 4,1% miðað við sama tíma 2006. »Frá júlí til áramóta dró veru-lega úr þessari aukningu en sala á sígarettum jókst þó örlítið eða um 0,1% m.v. sömu mánuði 2006. »Félag kráareigenda hefuróskað eftir viðræðum við yf- irvöld um breytingar á lögunum. Ljósmynd/Ásdís SAMBAND íslenskra sveitarfélaga lýsir efasemdum um áform í skóla- frumvörpum, sem liggja fyrir Al- þingi, um að gerð verði krafa um meistarapróf frá viðurkenndum há- skóla til að fólk geti öðlast kennslu- réttindi í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum. Gagnrýna lengra kennaranám Sambandið gagnrýnir áform um lengingu leikskólakennaranáms en sú breyting er sögð lítt rökstudd í frumvarpinu. Sambandið segir á heimasíðu sinni, að einungis þriðj- ungur starfsmanna í leikskólum hafi leikskólakennaramenntun og það sé brýnna verkefni að fjölga menntuð- um leikskólakennurum en að auka menntunarkröfur til þeirra sem út- skrifast úr leikskólakennaranámi. Að áliti sambandsins er mikil- vægt við núverandi aðstæður að fjölga valkostum í námi fyrir annað starfsfólk leikskóla og skoða sér- staklega stöðu og réttindi starfs- manna í leikskólum sem hafa langa starfsreynslu. Sjá nánar á sam- band.is. Efasemdir um skóla- frumvörp KRISTJÁN L. Möller samgönguráð- herra hefur sett Stefán Thordersen, framkvæmdastjóra öryggissviðs Keflavíkurflugvallar, í stöðu flugvall- arstjóra Keflavíkurflugvallar tíma- bundið frá 1. febrúar uns nýtt flug- vallarfélag tekur til starfa. Umsjón með rekstri Keflavíkur- flugvallar fluttist frá utanríkisráðu- neyti til samgönguráðuneytis um ný- liðin áramót og skv. upplýsingum frá samgönguráðuneytinu er í undirbún- ingi sameining Flugmálastjórnarinn- ar á Keflavíkurflugvelli og Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar hf. í opinbert félag. Björn Ingi Knútsson, sem verið hefur flugvallarstjóri í níu ár, lét af starfinu 1. febrúar. Stefán Thorder- sen hóf störf hjá Flugmálastjórninni á Keflavíkurflugvelli í ársbyrjun 2001. Hann er menntaður flugvirki og lög- reglumaður og sérfræðingur á sviði flugverndar og öryggis á flugvöllum. Skipaður flug- vallarstjóri tímabundið Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÞAÐ er ekkert sjálfgefið að það verði hér mjólkurframleiðsla árið 2020. Það er ekki sjálf- gefið að næsta kynslóð sé tilbúin í það umhverfi sem þessi kynslóð hefur starfað í.“ Þetta sagði Runólfur Sigursveinsson ráðunautur á mál- þingi sem Landssamband kúabænda hélt um framtíð mjólkurframleiðslunnar. Runólfur sagði að starfsumhverfi kúabænda væri með þeim hætti að það væru margir aðrir góðir kostir í boði fyrir bændur en stunda bú- skap. Staðan í dag væri erfið. „Skuldsetning er mikil í greininni og fjármagnskostnaður á ein- stökum búum hár. Forsendur sem menn höfðu fyrir uppbyggingu sinna búa fyrir þremur ár- um eru þannig að það stendur ekki steinn yfir steini vegna breyttra ytri aðstæðna á fjár- magnsmarkaði,“ sagði Runólfur. Mikilvægt að geta bruðist við breyttum aðstæðum Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ár- vakurs, var einn frummælenda á málþinginu og sagði að þetta væri eitt af því sem þeir sem rækju fyrirtæki stæðu frammi fyrir á hverju ári, þ.e. að forsendur sem lagðar voru í rekstr- inum breyttust. Árangur bænda í framtíðinni ætti m.a. eftir að ráðast af því hversu vel þeim tækist að aðlagast breyttum aðstæðum. Einar sagði á málþinginu að alþjóðavæðingin hefði leitt til þess að ýmsar ytri aðstæður í bú- rekstri væru ekki lengur á valdi bænda. Hann sagði að eftirspurn eftir landbúnaðarvörum væri hins vegar að aukast í heiminum vegna mannfjölgunar og bætts efnahags í löndum eins og Kína, Indlandi og Rússlandi. Jafnframt benti flest til að heimsmarkaðsverð á landbún- aðarvörum ætti eftir að hækka. Þetta gæti skapað ný tækifæri fyrir þróaðar landbúnaðar- þjóðir í V-Evrópu. Einar sagði að bændur yrðu að halda áfram að stækka búin, en tók fram að stækkun kallaði á meiri áhættu í rekstri. Einar sagði að í mjólkurframleiðslu eins og fleiri atvinnugreinum væri tekist á um hvort ætti að leggja áherslu á sérstöðu á markaði og reyna að fá sem hæst verð eða hvort leggja ætti áherslu á að framleiða mikið og nýta öll tæki- færi til hagræðingar. Hann sagði það sína skoð- un að aukið frelsi í viðskiptum þýddi að það yrði að leyfa bændum sem hefðu áhuga á að nota annað og afurðabetra kúakyn að nýta kosti þess. Það þýddi ekki að hætta ætti að nota ís- lensku kúna. Það fælust líka tækifæri í að sér- hæfa sig og auka fjölbreytni í framleiðslu. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hvatti bændur til að sækja á erlenda markaði með vörur sínar. Kúabændur ættu ekki að beygja sig undir innflutningsverndina heldur að brjótast út úr henni. Elvar Eyvindsson, bóndi í Skíðbakka í Land- eyjum, og Guðbjörg Jónsdóttir, bóndi á Læk í Flóa, tóku undir með Gylfa um að bændur yrðu að sækja á erlenda markaði. Það yrðu bændur að gera með stærri búum og betra kúakyni sem gæfi mönnum færi á að standa undir fjárfest- ingum í tækninýjungum. Hærra kornverð á Íslandi Laufey Bjarnadóttir, bóndi á Stakkhamri á Snæfellsnesi, sagði að þegar rætt væri um landbúnað yrðu menn að hafa í huga matvæla- öryggi. Það væri mat manna að kornfram- leiðsla þyrfti ekki að minnka nema um 10%, t.d. vegna uppskerubrests, til að það þyrfti að skammta korn. Hafa þyrfti líka í huga að bænd- ur á Íslandi keyptu í dag kjarnfóður á 51 kr/kg á sama tíma og norskir bændur keyptu það á 30 kr. Fjármagnskostnaður væri sömuleiðis miklu hærri hér á landi en erlendis enda væru bænd- ur að gefast upp á því að taka lán í íslenskum krónum. Á málþinginu var talsvert rætt um hvort rétt væri að skipulagsyfirvöld gætu sett kvaðir á jarðir sem kæmu í veg fyrir að þær yrðu teknar úr landbúnaðarnotkun. Ekki voru þó allir sann- færðir um slíkar aðgerðir. Verður framleidd mjólk á Íslandi 2020?  Forsendur sem bændur lögðu fyrir fjárfestingum í mjólkurframleiðslu fyrir 3 árum eru gerbreyttar vegna hærri fjármagnskostnaðar  Hærra heimsmarkaðsverð og aukin eftirspurn skapar ný tækifæri Árvakur/Ásdís Mjólk Framtíð mjólkurframleiðslunnar var rædd á málþingi sem kúabændur stóðu fyrir. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.