Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bara vitleysa hæstvirtur sjávarútvegsráðherra, hatturinn, leppurinn og krókurinn fara vel við lúkkið, það eina sem gæti komið til væri að við yrðum að skipta yfir í nýjustu gerfilima- týpuna frá Össuri vegna smá fúa í trélapparskömminni. VEÐUR Það skortir ekki kraftinn í vara-formann Sjálfstæðisflokksins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, eins og skýrt kom fram á fundi sjálfstæðismanna í Valhöll við Háaleitisbraut sl. laug- ardagsmorgun og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær.     Í ræðu sinni sagði Þorgerður Katr-ín, að það væri ekki stíll sjálf- stæðismanna að einblína á skoð- anakannanir. „Við lítum til kosninga.“ En jafnframt sagði Þorgerður Katrín: „Við sjáum í skoð- anakönnunum að Framsókn- arflokkurinn er á góðri leið með að kála sér sjálfur í borginni.“     Eru skoðanakannanir marktækariþegar Framsóknarflokkurinn á í hlut en þegar Sjálfstæðisflokk- urinn kemur við sögu?     En jafnframt er það til marks umvíðsýni menntamálaráðherra að hún segir um Samfylkinguna:     Við höfum bætt við okkur fylgisíðan síðast. En það er mik- ilvægt að samstarfsflokki okkar í ríkisstjórn vegni vel líka.“     Ætli Samfylkingin endurgjaldiþetta vinarþel?!     PS: Fréttablaðið hefur í gær eftirRagnheiði Ríkharðsdóttur, al- þingismanni Sjálfstæðisflokks, að frásögn í Staksteinum sl. laugardag um orðaskipti hennar og formanns þingflokksins hafi verið „bull“.     Þingmaðurinn ætti að tala var-legar, a.m.k. þegar fjöldi vitna er að slíkum orðaskiptum! STAKSTEINAR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Vinarþel SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )              ! "      #     #  ! "  *(!  + ,- .  & / 0    + -      $          #          %      %    ! "  12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (   &  '   %   #  #    #     #         :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? '(   &( $(  '( &( (' $(       (' $( $(  (&  '(                           *$BC              !      "#  *! $$ B *! )! *   #  "+  <2 <! <2 <! <2 )#*  ,  -.  /   D8- E                  <   F87  F   $ % &   ' ( ) *  )   $+  (    &  *' %  )  ,      6 2  - ' ( %  ")  '  .   !  + 01 !22  " !3 ",   Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Björgvin Guðmundsson | 3. febrúar Í stjórnarandstöðu Mbl. hefur verið á móti Samfylkingunni og rík- isstjórninni. Ástæðan er sú, að Mbl. hefur aldrei getað fyrirgefið Ingibjörgu Sólrúnu það að fella meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í Rvk. Össur Skarp- héðinsson segir, að stjórnarand- staðan sé aðallega á Mbl. en hún sé lítil á alþingi. Þetta má til sanns vegar færa. Er ekki kominn tími til þess að Mbl. sætti sig við ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar? Meira: gudmundsson.blog.is Halla Rut | 3. febrúar 2008 Gegn forsjárhyggjunni Mannanafnanefnd er fyrirbæri sem á gjör- samlega ekki rétt á sér. Ég get ekki betur séð en að 99% Íslendinga séu á móti þessari for- sjárhyggju. Að lítill hóp- ur manna geti haft um það að segja hvað ég skíri börnin mín er með ólík- indum í samfélagi sem á að heita frjálst. Persónufrelsi er ekki nægilegt hér á landi að mínu áliti. Ef þú vilt heita Jólatré þá átt þú að mega það. Meira: hallarut.blog.is Jón Magnússon | 3. febrúar 2008 Bruðl og ofurlaun Forustumenn í íslensku fjármálalífi hafa hagað sér með ólíkindum í ýmsum tilvikum. Of- urlaun sem eru langt umfram það sem sæmi- legt er, kaupaukar og bruðl sem hefur um of einkennt starf- semi sumra fjármálastofnana eru óeðlileg og fráleitt annað en brugðist sé við með hátekjuskatti á ofurlaun. Bruðl og ofurlaun sem hafa viðgengist undanfarin ár í fjármálastofnununum eru ósæmileg. Meira: jonmagnusson.blog.is Gylfi Gylfason | 3. febrúar 2008 Ný tegund neytenda Nýlega kom til mín við- skiptavinur með minn- iskort sem hann grun- aði um yfirverðlagningu og ég reiknaði út að álagning smásöluaðil- ans væri um 600%. Þá er ekki langt síðan Canon EOS- myndavélar voru um helmingi dýrari á Íslandi en í Bandaríkjunum og það er gott dæmi um að verslunin flæmi stundum sölu úr landi vegna álagning- arhefða sem eru úr korti gagnvart nú- tíma samkeppnisumhverfi. Álagning- arhefð þarf jú ekkert nema fákeppni til að þrífast og hér er gósenland til verslunarlegrar rányrkju. Ég vil meina að það hafi verið ný tegund net-neytenda sem hafi press- að verslunina til að lækka myndavéla- verð því fáir kaupmenn vilja verða að athlægi vegna álagningar. Það er sem betur fer komin ný kynslóð neytenda sem vakir yfir erlendum netsíðum og lætur ekki bjóða sér verðmun sem er 20-30% eða hærri en hjá nálægum verslunarþjóðum. Það er dálítið kaldhæðnislegt að net-neytendur hafi meiri áhrif á verð- lagsþróun en Neytendasamtökin. Meira: gylfablogg.blog.is BLOG.IS MÖGULEIKAR til nýtingar á jarð- hita voru í fyrsta sinn teknir til um- ræðu á vettvangi Evrópusambands- ins á ráðstefnu sem Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra efndi til í Brussel fyrir helgi í boði Andris Piebalgs, orkumálastjóra framkvæmdastjórnar ESB. Skv. upplýsingum iðnaðarráðu- neytisins bauð Össur við þetta tæki- færi til samstarfs um frekari grein- ingu á möguleikum til jarðhitanýtingar í Evrópu og kom fram með tillögu um að Ísland og ESB myndu vinna saman að því að auka nýtingu jarðhita, m.a. í Austur- Afríku og Suður-Ameríku. Miklir möguleikar Í ávarpi á kynningarfundinum fjallaði Össur um þá miklu mögu- leika á nýtingu jarðhita sem er að finna í Evrópu og víðar í heiminum. Orkumálastjórinn gerði grein fyrir tillögum sem framkvæmdastjórn ESB lagði nýlega fram til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að losun CO2 minnki um 20% fyrir 2020, hlutur endurnýjanlegrar orku verði 20% og orkunýtni aukist um 20%. Hann sagði að bregðast þyrfti við loftslagsbreytingum strax og að bið í eitt ár væri of langur tími. Þá sagði hann þetta vera í fyrsta skipti sem möguleikar til nýtingar á jarðhita væru teknir til umræðu á vettvangi Evrópusambandsins. Össur átti einnig fund með Andris Piebalgs til að ræða nánar um sam- starf Íslands og ESB á sviði orku- mála. Bauð ESB til samstarfs um nýtingu jarðhita Kynning Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og fleiri fulltrúar Íslands greindu frá möguleikum til nýtingar jarðvarma á fundinum í Brussel. Salvör | 2. febrúar 2008 Forsmáð iðja Það er sorglega lítill skilningur hérna á Íslandi á hvað lítil mál- samfélög eins og hið ís- lenska hafa mikinn hag af því að byggja upp svona gagnasöfn eins og wikipedia. Allt starf á wikipedia er unnið í sjálfboðavinnu og enginn fær neina umbun fyrir það starf svo ég viti. Það er í engu mér eða öðrum til fram- dráttar að skrifa þar inn og oft heyri ég hnýtt í wikipedia og fundið að efni þar og hneykslast á því að þarna geti leikmenn skrifað um efni og þarna sé enginn áreiðanleiki upplýsinga. Það er nú eitthvað annað en þessi vís- indalega þekking sem hleðst upp í rit- rýndum gagnasöfnum. Það er eig- inlega furðulegt að ég og mörg þúsund aðrir í heiminum skuli skrifa inn í wikipedia, þar af nokkrir tugir á íslensku wikipedia. Hvað rekur okkur áfram að verja svona miklum tíma í svona forsmáða iðju? Meira: salvor.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.