Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ A le Nodye er afkomandi fiski- manna í litlu þorpi í norð- anverðu Senegal. Hann segir að á síðustu sex árum hafa hann varla fiskað nóg fyrir eldsneyti á bátinn sinn. Hann reyndi að breyta um og bauðst til að stýra báti með 87 manns til Kanaríeyja, þar sem ætlunin var að laumast í land í Evrópu með ólöglegum hætti. Það mistókst og fólkið var sent heim á ný. Þetta er algengt og viðvarandi vandamál við strendur Norðvestur-Afríku og fjallaði alþjóðaútgáfa Herald Tribune um það ný- lega. Löndin þar hafa litla sem enga stjórn yfir landhelgi sinni og geta ekki tryggt sjálf- bæra nýtingu fiskimiðanna. Stór floti skipa frá Evrópusambandinu, Kína, Rússlandi og fleiri löndum hefur ásamt miklum fjölda báta heimamanna þurrkað upp fiskimiðin og helztu fiskistofnar eru að hruni komnir. Þetta bitnar á heimamönnum sem hafa reitt sig á veiðarnar en hafa ekki lengur til hnífs og skeiðar. Þess vegna reyna þeir að komast með ólöglegum hætti til annarra landa, þar sem staðan er betri. Stjórnvöld í löndum á þessum slóðum bera mikla ábyrgð á stöð- unni. Þau taka gylliboðum annarra þjóða um mikið fé fyrir veiðileyfi, sem eru langt um- fram það sem fiskimiðin þola. Auk þess eru veiðiþjófar mjög algengir og eftirlit með að reglum, séu þær fyrir hendi, sé framfylgt er af afar skornum skammti. Þessi staða er að hluta til komin vegna þess að Evrópusambandinu hefur algjörlega mistekizt að stjórna fiskveiðum sínum og flestir eða líklega allir fiskistofnar, sem falla innan vébanda ESB ofveiddir og skila sífellt minna af sér. Evrópa þarf á fiski að halda og útgerðin þar þarf á verkefnum að halda. Þessa vegna er flota ESB beint á þessar slóðir og gildir sjóðir bandalagsins notaðir til að kaupa veiðiheimildir. Í mörgum til- fellum er ekki farið eftir gerðum samn- ingum, gefnar eru rangar upplýsingar um aflann. Hann sagður mun minni en hann er í raun og auk þess er veitt á svæðum sem eru utan þeirra samningsbundnu. Erlendi flot- inn getur nánast óáreittur farið sínu fram, því geta og vilji til eftirlits er lítill sem eng- inn. Það er ekki nóg að miðin séu þurrkuð upp, fiskurinn fer allur til Evrópu og heima- menn sitja eftir með sárt ennið. Vissulega geta heimamenn sjálfum sér um kennt að miklu leyti. En það er ekki stórmannlegt að nýta sér bágindi vanþróaðra og fátækra þjóða eins og Evrópusambandið gerir og fleiri þjóðir eins og Rússar og Kínverjar. Það er heldur ekki merki um mikla fram- sýni að koma svona fram. ESB gerði það í Marokkó fyrr á árum, en framkoma sam- bandsins leiddi svo til þess að það var úti- lokað frá veiðum þar í mörg ár og þá sóttu skip ESB lengra suður með vesturströnd- inni. Auðvitað verða þær þjóðir sem gera samninga um fiskveiðar innan landhelgi annarra þjóða að haga sér betur. Evrópu- sambandið ætti að sjá sóma sinn í því að hafa stjórn á veiðum skipa sinna á þessum slóðum. Það ætti að taka höndum saman við stjórnvöld um uppbyggingu fiskistofna inn- an lögsagna þessara ríkja. Það ætti að byggja upp virkt eftirlit með veiðunum og stunda hafrannsóknir til að hægt væri að meta veiðiþolið. Það ætti að gæta þess að heimamenn geti stundað þær veiðar sem þeim eru nauðsynlegar og það gæti lagt áherzlu á að eitthvað af fiskinum yrði unnið af íbúum viðkomandi lands áður en hann yrði síðan fluttur til Evrópu til neyzlu þar. Það er ekki stórmannlegt af Evrópusam- bandinu að flytja vandræði sín og óstjórn í fiskveiðum yfir í landhelgi annarra landa, sem hafa litla burði til að standa á og fram- fylgja rétti sínum. Ördeyða við Afríku » Það er ekki stórmannlegt afESB að flytja vandræði sín og óstjórn í fiskveiðum yfir í landhelgi annarra landa Bryggjuspjall Hjörtur Gíslason hjgi@mbl.is F ISKNEYZLA hefur lengi verið til umræðu hér á landi. Nú, hin síð- ari ár, í nafni hollustu fiskátsins, en áður var fiskur fæða fátæka mannsins og þá ekki spurt um hollustu heldur verð. Nú þykir það gott í hinum vestræna heimi ef fiskneyzla nálgast 20 kíló á hvert mannsbarn. Hún er líklega meiri hér á landi nú, en sé horfið aft- ur til átjándu og nítjándu aldanna, borðar hvert mannsbarn á Íslandi að meðaltali um eða yfir 300 kíló af fiski upp úr sjó á ári. Þetta kemur fram í fjölritinu Afli og sjósókn Íslendinga frá 17. öld til 20. aldar eftir sagnfræðinginn og prófessorinn Gunnar Karlsson. Gunnar flutti erindi um rannsókn- ir sínar og niðurstöður á ráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar um þorskrannsóknir í lok janúar. Sjálfur segist hann ennþá svolítið hissa á að hann skyldi fara út í að vinna þetta verk, alger landkrabbi sem ólst upp nokkurn veginn eins langt frá sjó og hægt er á Íslandi og hefur aldrei dregið bein úr sjó. „En ég kem að viðfangsefninu frá sjón- armiði yfirlitssögunnar af því að ég hef fengizt talsvert við að skrifa yf- irlit yfir sögu Íslendinga og geri það enn,“ segir Gunnar. Í fjölritinu fæst Gunnar einkum við að svara tveimur spurningum. Önnur er sú hve mikið Íslendingar veiddu á öldunum fyrir vélvæðingu fiskiskipaflotans? Hin er um hlutfall sjávarútvegs í atvinnu landsmanna á sama tímabili. Auk þess metur hann hve mikil fiskneyzlan hefur verið á þessum tíma og er fjallað um þann þátt hér. Neyzlan ráðin af líkum „Innanlandsneyzluna verður að ráða af líkum, og þar reyndust upp- lýsingar býsna erfiðar viðureignar,“ segir Gunnar. „Hér er eitt dæmi: Búalög voru margs konar reglur um verðlag og verðhlutföll, upphaflega frá miðöldum en notuð að meira eða minna leyti fram á 19. öld. Nú styðst ég við útreikninga félaga míns Guð- mundar Jónssonar sem hefur gert yfirgripsmikla áætlun um fæði Ís- lendinga á 18. og 19. öld. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að sam- kvæmt Búalögum séu vinnumanni ætluð 336 grömm af harðfiski á dag ásamt með 168 grömmum af smjöri og 1.370 grömmum af skyri. Þetta er góður dagskammtur sem gefur nægilegt næringarmagn, 3.336 kílókaloríur, segir Guðmundur. En hér er ekki gert ráð fyrir neinu kjöti, sem sumir landsmenn vissu- lega átu, og verður að áætla hlut- föllin á milli kjöt- og fiskneyzlu landsmanna áður en hægt er að nota útvigt Búalaga til að áætla fisk- neyzlu landsmanna í heild. Það hef- ur Guðmundur Jónsson raunar gert og gerir kjötneyzluna alltaf nokkru meiri, um þriðjungi meiri þegar mest er, mælt í hitaeiningum. Ef við gerum nú ráð fyrir að kjöt komi í staðinn fyrir helming fisk- neyzlunnar, til að gera dæmið ein- falt, verða eftir 168 grömm af fiski á dag handa fullorðnum karlmanni. Samkvæmt stuðlum sem ég hef líka frá Guðmundi var skammtur með- alíbúans 79% af skammti karl- manns, þannig að við förum niður í 133 grömm á meðalíbúa sem væri tæp 50 kíló á ári. Til að umreikna skreið í fisk eins og hann kemur upp úr sjónum er sagt að margfalda eigi með 7,7, og þannig fáum við rúm 370 kíló af fiski á íbúa á ári. Miðað við þau 50 þúsund sem Íslendingar voru á fyrstu áratugum 19. aldar þarf í innanlandsneyzluna tæplega 20 þús- und tonna afla. Þetta gæti alveg lát- ið nærri, en svo fáum við annars staðar allt aðrar útvigtir,“ segir Gunnar. 20 merkur af harðfiski En það eru til ýmsar fleiri upplýs- ingar og útreikningar. „Til dæmis má taka Íslenzka þjóðhætti Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili. Hann segir: „Karlmönnum var vegið út 20 merkur af harðfiski og 7 merkur af sméri til vikunnar, og varð það 6½ vætt af fiski og fullir 18 fjórðungar af sméri um árið. Vinnukonum var ætlað fjórðungi minna.“ Þetta gerir karlmannsskammt upp á næstum 5 kíló af harðfiski á viku, yfir 700 grömm á dag, og þá sjáum við strax að skammturinn er rúmlega helm- ingi meiri en hann var samkvæmt Búalögum. Það nær varla nokkurri átt, enda virðist Jónas gera ráð fyrir tveimur máltíðum á dag fyrir utan fiskinn: „Var þá ýmist á morgnana ketsúpa, mjólkurgrautur, nýr fisk- ur, baunir og ket á sunnudögum o.s.frv, en oftast hræringur og mjólk á kvöldin.“ Engin leið er að greina hve mikl- um mat er gert ráð fyrir hér auk út- vegna fisksins; höfundur hefur ein- faldlega ekki áhuga á því. Svona pæli ég í margvíslegum áætlunum um fiskneyzlu. Niðurstaða mín varð sú að útvigtirnar væru nánast ónot- hæfar. Hins vegar eru til slumpa- reikningar frá 18. og 19. öld um fisk- neyzlu landsmanna. 300 kíló á mann Frá síðari hluta 18. aldar eru til tvennir útreikningar á aflaverð- mæti, aðrir eftir Ólaf Stefánsson stiftamtmann á heildarverðmæti fiskafla landsmanna í góðu ári, hinir eftir Skúla Magnússon landfógeta á útflutningsverðmæti fiskafurða um ákveðið árabil á nokkurn veginn sama tíma. Gísli Gunnarsson sagnfræðiprófessor tengdi þessa út- reikninga saman og komst að þeirri niðurstöðu að útflutningurinn næmi tæpum 34% af botnfiskaflanum.– Útflutningurinn í tonnum var um þetta leyti um 10 þúsund tonn, mælt í fiski upp úr sjó. Þá verður innan- landsneyzlan tæp 20 þúsund tonn eða upp undir 400 kg á íbúa á ári af fiski upp úr sjó. Önnur áætlun sem mér fannst gagnleg er eftir séra Þorkel Bjarnason prest á Reynivöll- um í Kjós og birtist árið 1883. Hann er að reyna að áætla heildarafla landsmanna og gizkar á „að það sem hvert mannsbarn neytti af fiski, hafi árlega samsvarað 80 pd. af harð- fiski, sem raunar mun nú vera fult í lagt.“ Sé þetta umreiknað í afla upp úr sjó verða það 40 sinnum 7,7 eða 308 kíló á íbúa á ári. Loks eru til neyzlukannanir frá fyrri hluta 20. aldar, og hafa álykt- anir manna af þeim leikið á bilinu 157 til 246 kíló af fiski upp úr sjó á íbúa á ári um aldamótin 1900. Neyzlan minnkar Þegar hér er komið er líklega nærtækast að gefast upp. En það má yfirlitssöguhöfundurinn ekki gera. Í stað þess segir hann: óná- kvæm vitneskja er betri en engin og byrjar svo að gizka. Ég kaus að velja mér tölur sem bera það glöggt með sér að vera grófar áætlanir. Ég reiknaði með að hvert mannsbarn í landinu hefði étið 300 kíló af fiski upp úr sjó á ári fram til aldamótanna 1800. Síðan hefði neyzlan minnkað um kíló á ári, farið niður í 200 kíló um aldamótin 1900 og haldizt í því marki þau fáu ár á 20. öldinni sem ég tók með. Ef við umreiknum þetta í saltfisk verður það frá 220 grömm- um niður í 140 grömm á dag. Það fer þá niður í máltíð á dag eins og við kaupum í matinn nú. Hvers vegna lét ég fiskneyzluna minnka um þriðjung á 19. öld? Einkum vegna þess, sem Guðmundur Jónsson hef- ur reiknað út, að innfluttar jurta- afurðir koma verulega inn í fæði landsmanna á öldinni, bæði korn- matur og sykur. Um aldamótin 1800 var hlutur innfluttra jurtaafurða um 10% af næringu landsmanna, um aldamótin 1900 um 45%. Ég held að það fari ekki hjá því að þessi nýjung hafi valdið verulegum samdrætti í fiskneyzlu og kaus að láta hana dragast saman um kíló á mann á ári,“ segir Gunnar Karlsson. 20 merkur af harðfiski og 7 merkur af sméri Fiskneyzla Íslendinga var margfalt meiri á átjándu og nítjándu öld en nú, allt að 300 kíló á ári á hvert mannsbarn Árvakur/Ómar Matvæli Skreið eða harðfiskur var uppistaðan í fiskneyzlu landsmanna fyrr á öldum                                             !    !    "           #$$% #&%# #&'% #(%%     #) *) *) *)     ! "#$ ! !  %  #) ! !         *) +  ,  -     Í HNOTSKURN »Miðað við þau 50 þúsund semÍslendingar voru á fyrstu áratugum 19. aldar þarf í innan- landsneyzluna tæplega 20 þús- und tonna afla »Loks eru til neyzlukannanirfrá fyrri hluta 20. aldar, og hafa ályktanir manna af þeim leikið á bilinu 157 til 246 kíló af fiski upp úr sjó á íbúa á ári um aldamótin 1900. »Um aldamótin 1800 var hlut-ur innfluttra jurtaafurða um 10% af næringu landsmanna, um aldamótin 1900 um 45%. Árvakur/Sverrir Sagnfræði Gunnar Karlsson hefur rannsakað fiskneyzlu landsmanna fyrr á öldum, sjósókn og hlut sjáv- arútvegs í atvinnulífinu. ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.