Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 16

Morgunblaðið - 04.02.2008, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BOLSHOI- leikhúsið í Moskvu verður opnað að nýju í nóvember árið 2009. Er það ári síðar en áætlanir gerðu ráð fyrir eftir að drifið var í að laga það til að bjarga því frá hruni. Þessu sögufræga húsi var lok- að fyrir þremur árum vegna þess að veggir voru farnir að molna og und- irstaða þess hafði færst úr stað. Verktakarnir frestuðu opn- unardeginum eftir að þeir komust að því að 75% af húsinu voru ótryggð, en endurbótunum átti að ljúka síðar á þessu ári. „Við stefnum nú að því að opna 1. nóvember á næsta ári með óperunni Ruslan og Ljudmilu eftir Mikhail Glinka,“ sagði Mikhail Shvydkoi, for- maður menningarmála í Rússlandi. Ítalska La Scala-strengjasveitin og kór hafa einnig verið bókuð þann mánuð. Yfir 1.000 verkamenn hafa unnið við bygginguna, sem er um 200 ára gömul. „Þetta er söguleg bygging sem er byggingarfræðilega mjög erf- ið og því ganga endurbæturnar ekki hraðar,“ sagði Shvydkoi um tafirnar. Endurbygging hússins mun kosta um 18 billjónir rúblna eða 370 millj- ónir punda og er það ríkisstjórn Rússlands sem greiðir. Seinka opnun Bolshoi-leikhúsið í Moskvu tekið í gegn Bolshoi leikhúsið. EINSTAKT safn nútímalistar verð- ur boðið upp í næstu viku fyrir Red, samtök sem U2-stjarnan Bono stofnaði til að safna peningum fyrir baráttuna gegn alnæmi í Afríku. Uppboðið fer fram 14. febrúar í Sothebys í New York og verða að- allega í boði ný verk eftir um sextíu listamenn, m.a. Jasper Johns, Jeff Koons, Tracey Emin og Anthony Gormley. Vonast er til að uppboðið skili um 28 milljónum dollara í sjóð- inn. Uppboðið hefur verið skipulagt af Bono og listamanninum Damien Hirst sem hefur gefið sjö verk til þess, m.a. sjúkraskáp fullan af pillum titlað Where There’s a Will, There’s a Way. Það verk eitt er metið á um sex milljónir dollara. Bono nefndi hug- myndina að uppboðinu fyrst við Hirst fyrir tveimur árum þegar þeir voru í fríi saman í Suður-Frakklandi. Margir listamannanna gerðu verk sérstaklega fyrir uppboðið með þem- að rautt og ást í huga. Rauður er því yfirgnæfandi litur á verkunum 72 sem boðin verða upp. List til góð- gerðamála Bono TRÍÓ Lurra heldur tónleika í kvöld í Salnum í Kópavogi. Tríóið var stofnað í Amst- erdam 2004 og er skipað þeim Ainoa Miranda á bassaklarin- ett, Melkorku Ólafsdóttur flautuleikara og Helenu Basi- lova píanóleikara. Þær kláruðu allar mastersgráður með hæstu einkunn frá Kons- ervatoríinu í Amsterdam. Þær munu flytja verk eftir Atla Ingólfsson, Piet Ketting, Hróðmar Inga Sig- urbjörnsson, Ton de Leeuw, Daníel Bjarnason og Carlos Sánchez-Gutiérrez. Þetta eru fyrstu tón- leikar tríósins hér á landi, eru þeir liður í Myrkum músíkdögum og hefjast kl. 20. Tónlist Tríó Lurra leikur í Salnum Melkorka Ólafsdóttir Á MORGUN, þriðjudaginn 5. febrúar, flytur Anna Lísa Guð- mundsdóttir, deildarstjóri fornleifadeildar Minjasafns Reykjavíkur, fyrirlestur á Landnámssýningunni í Að- alstræti 16. Fyrirlesturinn nefnist: Hvar er að finna forn- leifar í Kvosinni? Væntanlegar rannsóknir. Fjallað verður um hvar enn gætu leynst fornleifar í jörðu, allt frá landnámsminjum til tuttugustu aldar minja. Einnig verður vikið að því hvað heimildir segja okkur um Reykjavík á síðmiðöldum og fjallað um yngri minjar á svæðinu. Fyrirlesturinn hefst kl. 17. Fyrirlestur Rætt um fornleifar í Kvosinni Séð yfir Reykjavík. Í HÁDEGINU í dag verða tón- leikar með DuoPlus í Norræna húsinu. DuoPlus skipa þau Ingólfur Vilhjálmsson klarinettleikari og Andrea Kiefer harmónikku- leikari. DuoPlus var stofnað árið 2005 í Köln. Dúóið spilar samtímatónlist fyrir harm- ónikku og klarinett/bassaklar- inett. Á tónleikunum munu þau m.a. frumflytja þrjú ný verk eftir Einar Torfa Einarsson, Inga Garðar Erlendsson og Maiju Hynninen auk þess sem íslenskur frumflutningur verður á nokkrum verkum. Tónleikarnir hefjast kl. 12.15. Tónlist Duo Plus í Nor- ræna húsinu Ingólfur Vilhjálmsson Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is BÚSLÓÐ Kristleifs Björnssonar myndlistarmanns fór í gám í vik- unni. Sjálfur flýgur hann af landi brott í dag og sest að í Berlín. Hann þekkir vel til í Þýskalandi, nam í Leipzig og útskrifaðist árið 2003. Kristleifur hefur einkum unnið með ljósmyndamiðilinn en leitar jafn- framt í aðra miðla, eins og vegg- spjaldið með teikningu af skúlptúr úr Legókubbum á veggnum í yf- irgefinni vinnustofunni í Skipholti ber vitni um. Kristleifur hefur ekki verið áber- andi í myndlistarlífinu á Íslandi, og vill það ekki og biðst undan mynda- töku. Verk hans hafa hinsvegar verið sjáanleg í söfnum og gall- eríum víða um Evrópu á síðustu misserum. „Það seinasta sem sást eftir mig á Íslandi var í Listasafni ASÍ árið 2005,“ segir hann. Það var sýningin „Mindi, indverska blómið mitt,“ flennistórar myndir af indvers- kættuðu leikkonunni Parminder Nagra. Meðal stórmeistara í Tate Modern Í mars er Kristleifur meðal sýn- enda hjá Stalke galleríinu í Kaup- mannahöfn sem er það gallerí sem hann hefur unnið nánast með. Í maí er Kristleifur svo meðal þátttak- enda á stórri yfirlitssýningu í must- eri nútímalistarinnar í Bretlandi, Tate Modern. „Ég verð með tvö verk úr verka- röðinni My girls. Annað þeirra sýndi ég í Ásmundasal, hitt er eldra, úr My girlfriend Natalie.“ Um er að ræða stóra sýningu sem nefnist Street & Studio: An Urban History of Photography. Í upplýsingum frá safninu kemur fram að yfir 350 áhrifamiklum verkum, eftir alþjóðlegt úrval lista- manna, sé safnað þar saman. Meðal listamannanna eru Henri Cartier- Bresson, Robert Mapplethorpe, August Sander og Cindy Sherman. „Þetta eru verk í borgarsam- hengi. Mín verk eru í síðasta hluta sýningarinnar,“ segir Kristleifur. Í haust verður sýningin sett upp í Folkvang Museum í Essen. Í fyrrasumar sýndi hann í Foto- museum Winterthur í Sviss og í sumar verður sýning í Skaftfelli á Seyðisfirði. Góður galleristi sér um hitt Ljósmyndaröð af íslenskum fjallshlíðum sem verður sýnd á Seyðisfirði, segir hann ekki vera neinar glansmyndir. „Þetta er heið- arlegt landslag, það kemur til dyr- anna eins og það er.“ Kristleifur vinnur mikið í mynd- röðum. „Hjá mér gengur vinnan fyrst og fremst út á að búa til verk. Þetta er bara heiðarleg vinna. Ég legg minna upp úr sýningunum en því að búa til verkin. Mér finnst þetta að miklu leyti komið þegar verkin eru komin í kassann. Þá lýkur mínu hlutverki að mestu. Svo þarf góður galleristi að sjá um hitt.“ Heiðarleg vinna að búa til listaverk Ljósmynd/Árni Torfason Indverska blómið Frá sýningu Kristleifs Björnssonar í Ásmundarsal árið 2005. Eitt verkanna af indversku leik- konunni Parminder Nagra verður á sýningunni í Tate Modern. Kristleifur Björnsson á ljósmyndaverk á yfirlitssýningu í Tate Modern í vor FEBRÚAR er leikhúsmánuður unga fólksins í Þjóðleikhúsinu og Borg- arleikhúsinu. Að baki hugmyndinni býr sú sannfæring að leikhúsið eigi brýnt erindi við fólk á öllum aldri og einnig að það sé leikhúsunum nauð- synlegt að eiga samtal við ungt fólk og efla leikhúsaðsókn meðal yngri áhorfenda. Leikhúsin munu af þessu tilefni leggja áherslu á að kynna dag- skrá sína og starf fyrir ungu fólki og auka framboð á viðburðum sem geta höfðað sérstaklega til þess. Hin árlega örleikritunarsamkeppni framhaldsskólanema fer fram í febr- úar og verða úrslit hennar kunngjörð á Stóra sviði Þjóðleikhússins 1. mars. Þetta er fimmta árið sem sam- keppnin er haldin og nýtur hún sívax- andi vinsælda. Samkeppnin er í sam- starfi við Listaháskóla Íslands. Þjóðleikhúsið býður upp á sérstaka dagskrá fyrir ungt fólk, auk þess að bjóða ungu fólki hagstætt miðaverð í febrúarmánuði. En fólk á aldrinum 15-25 ára getur pantað miða og valið sér sæti á allar sýningar Þjóðleik- hússins fyrir 1.500 kr. Í tengslum við Vetrarhátíð í Reykjavík verður ungu fóki einnig boðið endurgjaldslaust á leiksýninguna norway.today, hinn 8. febrúar. Leikhúsmánuður unga fólksins Boðssýning Í tilefni þess að febrúar er leikhúsmánuður unga fólksins býð- ur Þjóðleikhúsið á leiksýninguna Norway.today þann 8. febrúar. ♦♦♦ 12.15 Norræna húsið DuoPlus Ingólfur Vilhjálms- son klarinettuleikari og Andrea Carola Kiefer harmónikkuleik- ari frumflytja verk fyrir harm- ónikku og klarinettu. 20.00 Salurinn Trio Lurra Ainoa Miranda bassaklarinettuleikari, Mel- korka Ólafsdóttir flautuleikari og Helena Basilova píanóleikari frumflytja verk eftir Daníel Bjarnason og Atla Ingólfsson og leika fleiri verk. Myrkir músíkdagar Í DAG:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.