Morgunblaðið - 04.02.2008, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.02.2008, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 17 VESTURLAND ÚR VESTURHEIMI Eftir Gunnlaug Árnason garnason@simnet.is Stykkishólmi – Jón Arilíus Ingólfs- son er forstöðumaður rannsóknar- nefndar sjóslysa og hefur gegnt því starfi frá því í nóvember árið 2001. Þegar lögum um rannsóknir sjóslysa var breytt árið 2000 var ákveðið að flytja starfsemi nefndarinnar sem rannsakar sjóslys til Stykkishólms. Nefndin hefur starfsaðstöðu í flug- stöðinni, fyrir ofan bæinn. Það lá því ljóst fyrir er Jón fékk starf forstöðu- manns að hann yrði að flytja sig um set og það var engin kvöð að hans mati. Það eru því liðin nokkur ár sem Jón og kona hans, Sigrún Svavars- dóttir, hafa búið við Breiðafjörðinn. Þau eiga fallegt, gamalt hús í Stykkishólmi sem áður hafði nafnið Möllershús. Þau hafa lagt mikla vinnu í að gera það upp og hafa kom- ið sér vel fyrir og njóta vinnunnar. Úr eldhúsglugganum er fallegt út- sýni yfir Maðkavíkina og þó að nafn- ið sé ekki aðlandi í huga gesta fylgir því viss sjarmi að hafa sjóinn við lóð- armörkin Þar geta þau vel fylgst með lífinu í Gullhólmanum á vorin og á sumrin, þar sem krían er staðráðin í því að halda yfirráðum sínum eins og hún hefur gert um áratugaskeið. Eitt af því sem þau hjónin Sigrún og Jón eiga sameiginlegt er að þau eru bæði með skipstjórnarréttindi og hafa bæði starfað sem stýrimenn og skipstjórar á stórum skipum. Sigrún var fyrsta konan sem lauk skipstjórnarprófi frá Stýrimanna- skólanum vorið 1979 og sú eina sem hefur lokið prófi frá Varðskipadeild skólans. Hún byrjaði til sjós 15 ára gömul, var með föður sínum á færum í tvö sumur en síðan lá leiðin á stærri fiskiskip. Þaðan fór hún til Land- helgisgæslunnar og síðan í siglingar hjá Nesskipum. Árið 1993 lauk Sig- rún prófi frá Kennaraháskólanum og hefur verið við kennslu síðan þótt aðeins hafi verið skroppið á sjóinn á sumrin til að fá hreint loft í lungun. Ég var síðasti skipstjórinn Í heimsókn til þeirra var aðaler- indið að spjalla við Jón Ingólfsson um starf sjóslysanefndar en áður rifjaði hann upp helstu þætti í starfsævi sinni. „Ég er fæddur í Reykjavík en á ættir að rekja til Breiðafjarðar, því ég er að Svefneyjaætt. Á unglings- árum var sjórinn mjög heillandi. Ég hafði gaman af að fara niður á höfn og fylgjast með lífinu þar. Á þeim tíma var mikil rómantík yfir sjó- mennskunni og þar sá ég tækifæri til að skoða heiminn. Það leiddi til þess að árið 1971, þegar ég var 17 ára gamall, réð ég mig um borð í Selfoss,“ segir Jón og bætir við: „Tíminn leið svo hratt og áður en ég vissi af voru fjögur ár liðin á sjó. Þá vaknaði upp ábyrgðartilfinning varðandi lærdóminn. Ég hafði ekki hugsað út í það hvað ég vildi læra en eitthvað fannst mér að ég þyrfti að mennta mig. Ég ákvað að fara í Stýrimannaskólann sem var á þess- um tíma góð menntun sem gat nýst á mörgum sviðum.“ Eftir þriggja ára nám byrjaði Jón að starfa hjá Ríkisskipum. Á þeim tíma voru yfirmenn á skipum þeirra farnir að eldast svo það leið ekki á löngu þar til Jón var orðinn skip- stjóri, 29 ára gamall. Hjá Ríkisskip- um starfaði hann í 18 ár. „Ég er þess heiðurs aðnjótandi að vera síðasti skipstjórinn hjá Ríkisskipum. Ég er enn á þeirri skoðun að það hafi verið mikil mistök að fara með það fyr- irtæki eins og gert var,“ segir Jón. Eftir nám í rekstrarfræði við Samvinnuháskólann á Bifröst starf- aði hann hjá hafnarþjónustu Reykjavíkurborgar þar til hann fékk starf forstöðumanns sjóslysanefnd- ar. Flest slys vegna mannlegra mistaka Verkefni Jóns er að rannsaka öll sjóslys. Hann segir að tilgangur með rannsóknunum sé að koma í veg fyr- ir slys um borð í skipum og ennfrem- ur að auka og efla öryggi til sjós. Til- gangurinn sé ekki að deila sök eða ábyrgð, heldur að komast að því hvað gerðist, af hverju það gerðist og hvað sé hægt að gera til að koma í veg fyrir að svipað atvik gerist aftur. „Við erum sjálfstæður rannsókn- araðili. Menn eru ekki á sakabekk hjá okkur, því við gerum allt til að upplýsa hvað olli slysinu. Hjá okkur hafa menn tækifæri til að tjá sig án þess að vera að verja sig. Við viljum koma því inn hjá sjómönnum að við erum vinir en ekki óvinir og okkar kjörorð er „Okkar rannsóknir, ykkar hagsmunir“,“ segir Jón Jón segir að flest slys verði vegna mannlegra mistaka. Undirmenn um borð í skipum eru í mestri hættu. Um 60% slysa eru hjá þeim. Flest slysin verða þegar sjómenn renna til eða detta. Oft er lítið gert úr slíkum óhöppum en það hefur komið í ljós að þau geta haft afleiðingar eftir á. Öryggisstjórnunarkerfi þarf að koma í öll fiskiskip „Því miður sýna tölur að slysum virðist ekki vera að fækka um borð í skipum. Öryggismál sjómanna gjör- breyttust með tilkomu Slysavarna- skóla sjómanna og skyldu sjómanna til að sækja sér þar fræðslu. Það hef- ur sýnt sig þegar menn lenda í sjáv- arháska og þá þakka þeir alltaf skól- anum að betur fór en á horfðist,“ segir Jón Ingólfsson. Þegar Jón er spurður um hvað sé til ráða til að fækka slysum, þá er svarið: „Það er að hvetja sjómenn til að sýna varkárni og flýta sér ekki um of. Í stærri skipum er farið að taka á þessum þáttum á markvissan hátt og því fagna ég. Þar er búið að setja upp öryggisstjórnunarkerfi þar sem kveðið er á um verklagsreglur í kringum alla hluti. Þetta er í eðli sínu gæðakerfi sem hjálpar áhöfninni við að vinna verkin rétt. Þegar nýir menn koma um borð er farið yfir alla verklagsþætti. Hingað til hefur oft verið reiknað með að nýliðar þekki til verka og komi sér strax að vinnu. En við vitum að verklag er mismun- andi eftir bátum og veiðarfærum og því er nauðsynlegt að kynna það fyr- ir þeim sem koma nýir um borð. Ég vonast til að þetta kerfi verði tekið upp í öllum fiskiskipum og ég er viss um að það er markvissasta leiðin til að fækka slysum,“ segir Jón A. Ing- ólfsson. Leiðarljósið er færri slys og aukið öryggi Jón A. Ingólfsson, forstöðumaður sjóslysa- nefndar, segir nauðsynlegt að taka upp ör- yggisstjórnunarkerfi í öllum fiskiskipum Ljósmynd/Gunnlaugur Árnason Skipstjórarnir Hjónin Jón A. Ingólfsson og Sigrún Svavarsdóttir eru bæði með skpstjórnarréttindi og hafa starfað sem skipstjórnarmenn á stórum skipum. MEIRA en 100 manns sóttu þorrablót fé- lagsins Íslandsvina í Ottawa um liðna helgi og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þorrablótið var nú haldið í sjötta sinn og í fyrsta sinn á opinberum stað en áður hafa blótin farið fram í heimahúsi. Sem fyrr var boðið upp á fjölbreytta dagskrá með íslenska þorramatnum og meðal annars greindi Markús Örn Ant- onsson, sendiherra Íslands í Kanada, frá sögu þorrablóta á Íslandi. Eins og áður var haldið uppboð og að þessu sinni var boðið upp íslenskt málverk, sem Roger Eyvindsson bauð hæst í. Töluverður kraftur hefur verið í Ís- landsvinum undanfarin ár og félögum fjölgað með aukinni starfsemi. Völundur Þorbjörnsson, formaður félagsins, segir að framtíð félagsins sé björt og það megi þakka góðum og öflugum stuðningi fé- lagsmanna og góðri samvinnu og góðu samstarfi við íslenska sendiráðið í Ottawa. Uppboð Völundur Þorbjörnsson afhendir Roger Eyvindsson uppboðsmyndina. Aldrei fleiri á þorrablóti í Ottawa Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UM liðna helgi stóð Lögberg- Heimskringla fyrir hátíðinni Ljósanótt, til heiðurs Dr. Ken Thorlakson, lækni í Winnipeg, og mættu rúmlega 200 manns víðs vegar að frá Kanada, Bandaríkj- unum og Íslandi til að hylla mann- inn sem hefur lyft grettistaki í ís- lenska samfélaginu í Manitoba á nýliðnum árum. Dr. Ken Thorlakson fær Kan- adaorðuna í ár fyrir framlag sitt sem sjálfboðaliði og fjáröfl- unarmaður til að styrkja og efla íslenska menningararfleifð í Mani- toba. Um aldamótin fór hann fyrir söfnunarnefndinni Metið íslenska nærveru, sem skilaði af sér meira en tveimur milljónum dollara til styrktar íslenskudeild og íslenska bókasafninu við Manitoba-háskóla í Winnipeg. Hann var líka formað- ur fjáröflunarnefndar til styrktar Lögbergi-Heimskringlu. Nefndin hóf störf 2004 og skilaði af sér á nýliðnu ári eftir að takmarkinu var náð, ríflega 1,5 milljónum doll- ara. Grant Stefanson stjórn- arformaður segir að hugmyndin sé að halda Ljósanótt árlega. Á með- al gesta voru fylkisstjórahjónin í Manitoba, Lenore og John Har- vard. Harvard og Tim Samson fluttu ávörp og Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winni- peg, flutti kveðju frá íslensku rík- isstjórninni. Hátíðarstemning var í salnum og Ken Thorlakson þakkaði fyrir sýndan heiður. Hann sagði við Morgunblaðið að hugurinn hefði reikað aftur til fjáröflunaráranna og alls þess góða fólks sem hefði lagt hönd á plóg. „Það hafa verið mikil forréttindi að hafa tengst söfnununum með þessum hætti, því þær snertu nánast alla í ís- lenska samfélaginu hérna. Mér hlýnaði um hjartarætur þegar ég leit yfir salinn og sá allt þetta góða fólk, sem hefur unnið ötullega að því að vernda og styrkja okkar ís- lensku menningararfleifð.“ Tengingin mikil forréttindi Fyrsta Ljósanótt- in í Winnipeg til heiðurs dr. Ken Thorlakson Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Verðlaun Grant Stefanson, stjórnarformaður Lögbergs-Heimskringlu, afhendir dr. Ken Thorlakson áletr- aðan minjagrip fyrir vel unnin störf í þágu íslenska samfélagsins í Norður Ameríku. Þungavigtarmenn Atli Ásmundsson aðalræðismaður, Ken Thorlakson og John Harvard fylkisstjóri í veislunni á Fort Garry-hótelinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.