Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 22

Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 22
22 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VÍSBENDING, vikurit um við- skipti og efnahagsmál, hefur til- nefnt Garðabæ sem draumasveit- arfélagið annað árið í röð vegna stöðugs og góðs rekstrar. Ábyrg og traust fjármálastjórn bæjarins okkar var nú sem áður undir stjórn sjálfstæð- ismanna í Garðabæ höfð að leiðarljósi við gerð fjárhagsáætl- unar fyrir árið 2008 sem samþykkt var í bæjarstjórn hinn 20. desember sl. Helstu kennileiti fjárhags- áætlunarinnar eru að útsvar verður óbreytt 12,46% sem er það lægsta á höfuðborg- arsvæðinu að Sel- tjarnarnesi und- anskildu. Fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði lækkar á árinu 2008 úr 0,24% í 0,22% af fasteignamati og þá lækkar gjaldstig vatnsgjalds á árinu 2008 úr 0,13% í 0,12% af fasteignamati. Er hér um að ræða 9% lækkun gjalda sem á að tryggja það að fasteignagjöld í Garðbæ hækki ekki umfram almennar verð- lagsbreytingar á árinu 2008. Sorp- hirðugjald hækkar um 800 krónur á íbúð, úr 12.500 krónum í 13.300 krónur. Þá hefur verið samþykkt ný regla um verulega hækkun á föstum afslætti af fasteignaskatti 70 ára og eldri. Eftir þessu er tekið á landsvísu og Garðabær nefndur sem leiðandi bæjarfélag í stuðningi við eldri borgara – fólksins sem lagði grunn að velsæld okkar í dag. Hvatapeningar vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs barna og ung- menna hækka skv. fjárhagsáætl- uninni í 25 þúsund krónur á árinu 2008 og verða greiddir til barna 6- 18 ára en ekki 6-16 ára eins og ver- ið hefur. Með þessu gefum við skýr skilaboð um áherslur hvað varðar hollustu og líðan ungra Garðbæ- inga. Við viljum hvetja alla krakka á þessu aldursbili til að stunda skipulagðar íþróttir og tómstundir. Brottfall er vandamál í elsta ald- urshópnum en með nýju fyr- irkomulagi hvetjum við þá krakka til að stunda íþróttir. Slíkt eflir og stælir hvern einstakling og hjálpar viðkomandi að vera virkur þátttak- andi í heilbrigðu félagsstarfi. Þetta er góð viðbót við þann mikla stuðn- ing sem veittur er til frjálsra félaga í bænum og hina miklu uppbygg- ingu sem verið hefur á þessu sviði í Garðabæ. Gott er að minnast ný- legrar úttektar Íþróttabandalags Reykjavíkur á fram- lagi sveitarfélaga til íþróttastarfs en þar er forysta og sérstaða Garðabæjar á lands- vísu undirstrikuð hvað varðar stuðning við þennan málaflokk. Það verður mikið um fram- kvæmdir og uppbygg- ingu í bænum okkar á komandi árum. Bæj- arstjórn hefur nú til meðferðar fjárhags- áætlun bæjarins fyrir árin 2009-2011 þar sem drög eru lögð að kraftmikilli upp- byggingu bæjarins í þágu íbúanna. Í því sambandi ber þó að árétta þann einlæga ásetning okkar og skýra vilja um trausta fjár- málastjórn, lágmarksálögur og far- sæld íbúanna en það eru þau lyk- ilatriði sem við trúum á við stjórnun bæjarins. Of mikið mál yrði að telja upp öll verkefni sem fyrirhuguð eru en ég get þó ekki látið hjá líða að nefna þau helstu. Í skólamálum verður unnið að hönnun og byggingu skóla- og íþróttamannvirkja fyrir nýtt íbúasamfélag á Urriðaholti. Stækkun FG sem fyrir löngu var orðin tímabær er einnig á dagskrá ásamt því sem unnið verður að við- haldsverkefnum skóla og leikskóla bæjarins. Í því sambandi má ekki gleyma skólalóðunum en þar get- um við alltaf gert betur. Byggt verður glæsilegt fimleikahús við Ásgarð og stefnt er að byggingu battavallar við Hofsstaðaskóla á þessu ári og battavallar í Ásahverfi árið 2009. Ráðist verður í byggingu nýs húsnæðis fyrir Hönnunarsafn Íslands í nýjum miðbæjarkjarna við Garðatorg en nú um stundir fer fram mikil samkeppni meðal arki- tekta og hönnuða varðandi það mikla mannvirki sem mun án efa vekja athygli á glæsilegum og vel staðsettum miðbæ okkar sem brátt fer í framkvæmd. Við uppbyggingu í nýjum miðbæ mun bærinn leggja verulega fjármuni í bílastæðakjall- ara til að tryggja gott aðgengi starfsmanna og viðskiptavina að verslun og þjónustu við Garðatorg. Samhliða breytingum á miðbæ verður unnið að endurbótum á hús- næði bæjarskrifstofa í þeim til- gangi að auðvelda almenningi að- gengi og um leið að auka þjónustu skrifstofanna gagnvart íbúum bæj- arins. Í Vetrarmýrinni verður unnið að nýju deiliskipulagi vegna uppbygg- ingar á heilsutengdri starfsemi á vegum Heilsumiðstöðvar Íslands. Þá er fyrirhuguð uppbygging á æv- intýra- og útilífsmiðstöð í Heið- mörk fyrir Skátafélagið Vífil. Framkvæmdin er í samræmi við viljayfirlýsingu bæjarins og skát- anna og mun aðstaðan jafnframt nýtast almennu skólastarfi, s.s. við náttúrufræðikennslu og fé- lagsstarfi nemenda. Síðast en ekki síst er gert ráð fyrir aðkomu bæj- arins að nýju hjúkrunarheimili í Sjálandi sem byggt verður sam- hliða byggingu á þjónustuíbúðum í samstarfi bæjarins, Hrafnistu, Holtsbúðar og Sveitarfélagsins Álftaness. Við munum einnig leggja tölu- vert fé til umferðaröryggismála og auka fjármagn vegna endurbóta og viðhalds á göngustígum bæjarins. Með vandaðri áætlanagerð og skilvirki stjórn bæjarfélagsins er ég þess fullviss að áfram verður lit- ið til Garðabæjar sem fyrirmynd- arsveitarfélags og að bæjarbúar njóti þess að búa í bæ sem hefur svo margt upp á að bjóða umfram önnur sveitarfélög. Fjárhagslegur stöðugleiki í Garðabæ – öryggi til framtíðar Stefán Konráðsson skrifar um framtíðarhorfur Garðabæjar »Með vandaðri áætl- anagerð og skilvirkri stjórn bæjarfélagsins er ég þess fullviss um að áfram verður litið til Garðabæjar sem fyr- irmyndarsveitar- félags … Höfundur er bæjarfulltrúi og formað- ur skipulagsnefndar Garðabæjar. Stefán Konráðsson LEIKSKÓLINN hefur markað sér sess í samfélaginu. Leik- skólinn hefur verið í stöðugri þróun síðustu ár. Sveitarfélög og aðr- ir rekstraraðilar hafa tekist á við uppbygg- ingu leikskóla af myndarskap. Starfsfólk leikskóla leggur sig fram og foreldrar sýna starfinu mikinn áhuga. Íslenski leikskólinn vekur at- hygli á erlendri grundu. Þróun á fullri ferð Það er eftir því tekið hversu leik- skólastarfsemi hefur aðlagað sig breyttum þjóðfélagsháttum. Þjón- ustan er góð og fagmennska eykst í takt við auknar kröfur. Mennta- málaráðherra hefur lagt fram á Al- þingi frumvörp til nýrra laga um skólastigið og um menntun og ráðn- ingu kennara og skólastjóra í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Frum- vörpunum, sem hlotið hafa athygli norræns skólafólks, ber að fagna því þau fela í sér framsýni og metnað. Allt er þetta gert til að leikskólinn standi undir nafni sem fyrsti skóli barnsins og að börnin fái jákvæða mynd af skólakerfinu. Starfsánægja hvergi meiri Það hefur komið fram í fjölmörg- um könnunum að starfsánægja mælist hvergi meiri en í leikskólum. Það undirstrikar það hversu gefandi og skemmtilegt starfsumhverfi leik- skólarnir eru. Í leikskólum er mikið faglegt svigrúm og því er hug- myndafræðin mismunandi og áherslur frá leikskóla til leikskóla geta verið mjög ólíkar. Í leikskólanum fer fram ein- staklingsmiðað nám og gengið er út frá því að börn búi yfir getu og vilja til að læra svo fremi að umhverfið sé áhugavert og hvetjandi og viðmót hinna fullorðnu einkennist af virð- ingu og alúð. Miklir gleðigjafar Í öllum leikskólum gildir sú regla að barnið er miðdepillinn og skipu- lag starfsins ber að miða út frá því að leikgleði barnsins sé virt til hins ýtrasta og að það sé lærdómsríkt að leika sér. Út á þetta gengur starf í leikskólum; að læra og æfa sig í samskiptum við aðra. Ef börnin hafa ögrandi efnivið eða eitthvað skemmtileg að fást við eru þau ánægð. Glöð einlæg börn sem hrífast af viðfangsefninu eru miklir gleðigjafar og eiga án efa mikinn þátt í því að starfsánægja mælist há. Jákvæð athygli Til að auka jákvæða umræðu og varpa ljósi á mikilvægi leikskólans í samfélaginu hefur verið ákveðið að tileinka honum einn dag á ári, 6. febrúar. Að þessu verkefni standa ásamt Félagi leikskólakennara menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli. Þessum aðilum eru færðar þakkir fyrir áhugann sem verkefn- inu var sýnt og þess vænst að það verði mikilvægur hlekkur í áfram- haldandi góðu samstarfi þessara hagsmunaaðila. Við bjóðum góðan leikskóladag – alla daga. Við bjóðum góðan dag – alla daga Björg Bjarnadóttitr og Þröstur Brynj- arsson skrifa í til- efni af degi leik- skólans, sem er 6. febrúar Björg Bjarnadóttir » Glöð einlæg börn sem hrífast af við- fangsefninu eru miklir gleðigjafar Höfundar eru formaður og varafor- maður í Félagi leikskólakennara. Þröstur Brynjarsson ÞAÐ þurfti bersýnilega að hafa hraðar hendur þegar Bobby Fischer, frægasti skákmaður veraldar, lést í Reykjavík fyrir skemmstu. Atburða- rásin minnir á yfirdrifna ameríska hasarmynd fremur en íslenskan raunveruleika: Fyrrum nágranni í fjölbýlishúsi gengur til liðs við sjálf- skipaða eiginkonu hins látna. Næturvörður í líkhúsi er fenginn til að afhenda lík meistarans um hánótt. Brunað er með líkið austur í sveit- ir og það snarlega graf- ið í garði tengdafor- eldra nágrannans við afskekkta sveitakirkju. Hvorki sóknarpresti né sóknarnefnd er gert viðvart, en með í för er kaþólskur klerkur sem fenginn er til að drífa þetta af, eldsnemma á mánudags- morgni. Enginn viðstaddra annar mun hafa verið kaþólskur. Allt er svo um garð gengið þegar málið er op- inberað. Það kemur vinum og ætt- ingjum hins látna algerlega í opna skjöldu, ekki síst þeim sem eru lengst að komnir til að vera viðstaddir útför snillingsins. Hvílík bíræfni! Farið var algerlega á skjön við helstu forms- atriði máls af þessu tagi ; dánarvott- orð enn óútgefið, hjúskaparvottorð ógilt, engar skriflegar óskir hins látna fyrirliggjandi um hvernig standa skyldi að málum né samráð haft við hina íslensku bjargvætti og stuðn- ingsmenn. Allt byggt á orðum ná- grannans. Bobby sjálfur því miður ekki til frásagnar lengur. Í húfi eru a.m.k. 160 milljónir is.kr. sem skákmeist- arinn átti í svissneskum banka. Um þær verður væntanlega hart barist. Slegist um arf? Bobby er sagður faðir 7 ára stúlku á Filipps- eyjum sem dvaldist með honum hér fyrir skemmstu ásamt móður sinni. Hann átti a.m.k. tvo systursyni og fleiri sem eiga tilkall til arfs- ins auk fyrrnefndrar vinkonu, sem yf- irvöld í Japan telja ekki hafa verið löglega gifta Fischer. Hann mun ítrekað hafa fullyrt við trúnaðarvini á sína Íslandi að hún væri ekki einu sinni kærasta sín, aðeins vinkona. Til- raun þeirra til að giftast í Japan er sögð tengd tilraunum velunnara hans til að aftra því að hann yrði fram- seldur bandarískum stjórnvöldum og settur í steininn. Hans eigin skortur á gildu vegabréfi mun hafa átt þátt í því að hinn meinti hjúskaparsáttmáli öðl- aðist aldrei gildingu. Hví lá svona mikið á? Látum liggja á milli hluta hugsanlega ósk á bana- beði um að sjálf útförin færi fram í kyrrþey. Hefði ekki engu að síður mátt sýna helstu velgerðarmönnum lágmarksvirðingu, þeim sem t.a.m. forðuðu Bobby Fischer frá dýflissuni og gerðu honum kleift að gerast ís- lenskur ríkisborgari? Hvað kom í veg fyrir látlausa kistulagningu með nán- ustu fjölskyldu og stuðningshópi, fólki á borð við Friðrik Ólafsson, Helga Ólafsson, Sæmund Pálsson, Einar S. Einarsson, Guðmund G. Þórarinsson, Boris Spassky og Davíð Oddsson, sem einn evrópskra þjóð- arleiðtoga hafði kjark til að bjóða Bush-stjórninni byrginn með ákvörð- un sinni um ríkisborgararétt til handa Fischer? Að ekki sé minnst á nánustu fjölskyldu og fjölmarga vini og velunnara, innlenda sem erlenda. Var hin sjálfskipaða eiginkona að stjórna atburðarásinni með þessum hætti til að koma í veg fyrir að kast- ljós heimsfjölmiðlanna beindust að hinum réttmætu erfingjum við hugs- anlega viðhafnarútför. Jim Morrison dó í París Og hvers vegna þá í ósköpunum ekki að finna þessum fræga og dáða stjúpsyni þjóðarinnar viðeigandi stað í reykvískum kirkjugarði þar sem áhugamenn og unnendur skáklist- arinnar hvaðanæva gætu gengið að leiði hans vísu, til að votta honum virðingu sína? Fjölsótt leiði banda- ríska söngvarans Jim Morrison er t.a.m. í París þar sem hann dvaldi undir það síðasta. Undarleg þögn hefur ríkt um þetta mál og mun uppnámið í Ráðhúsi Reykjavíkur hafa átt sinn þátt í að yf- irskyggja það í fjölmiðlum. Málið er í senn spaugilegt og sorglegt, að ekki sé minnst á hin fjölmörgu vafatriði sem snúa bæði að lögfræði, siðfræði og peningum. Hugmyndir um viðhafnarútför í Þjóðgarðinum á Þingvöllum eru væg- ast sagt harla ólíkar því sem hér hef- ur verið lýst. Það virðist í hæsta máta snautlegt niðurlag á ævintýralegu lífi skáksnillingsins Bobbys Fischers, sem kom Reykjavík svo eft- irminnilega á kortið í skákeinvígi 20. aldarinnar, að koma honum svo fyr- irvaralaust niður í afskekktum garði að næturþeli . Það eitt og sér er vatn á myllu þeirra Bandaríkjamanna sem nú heimta að jarðneskum leifum þessa víðfræga útlaga verði skilað „heim“. Úr þjóðgarði í bakgarð Jakob Frímann Magnússon skrifar um útför Fischers »Hvorki sóknarpresti né sóknarnefnd er gert viðvart, en með í för er erlendur prestur sem fenginn er til að drífa þetta af. Jakob Frímann Magnússon Höfundur er tónlistarmaður Í VIKULOKIN á Rás 1 fyrir viku síðan hafði Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, efnislega orð á því með auðheyr- anlegri vanþóknun, að Ólaf- ur F. Magnússon, oddviti F- listans, væri kominn í borg- arstjórastólinn umboðslítill, því hann hefði flotið inn í kosningum á kjörþokka Margrétar Sverrrisdóttur og Guðrúnar Ásmundsdóttur. Spyrja má því: Hvernig er umboði Oddnýjar í borg- arstjórn þá háttað? Rifjað er upp, að Ólafur F. Magn- ússon var kosinn af sínum eigin lista í borgarstjórnina árið 2001 án kjörþokka þess- ara ágætu kvenna. Hafa margir borgarfulltrúar gert betur? Páll Bragi Kristjónsson Umboð borgar- stjórans Höfundur er bókakaupmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.