Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 23

Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 23 MINNINGAR ✝ Soffía Þorvalds-dóttir fæddist á Akureyri 6. maí 1924. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 26. janúar sl. Foreldrar hennar voru Elísabet Sig- ríður Friðriksdóttir handavinnukennari, f. 14.4. 1888, d. 6.4. 1985, og Þorvaldur Sigurðsson, versl- unarmaður og bók- haldari, f. 14.12. 1882, d. 6.7. 1946. Systur Soffíu eru Ólafía Kristín, verslunarmaður og vefnaðarkennari, f. 5.8. 1918, d. 30.4. 1968, Guðbjörg Blöndal, hatta- gerðarmeistari og húsfreyja, f. 28.1.1927, og Vilhelmína Bergþóra, lögreglukona og kennari, f. 21.5. 1930. Þau Þorvaldur og Elísabet eignuðust einnig tvo drengi sem lét- ust skömmu eftir fæðingu. Þann 1.1. 1946 giftist Soffía Þor- steini Gunnari Williamssyni húsa- smíðameistara, f. 1.12. 1921 í Ólafs- firði. Foreldrar hans voru Jónína Daníelsdóttir, f. 1895, d. 1972, og William Þorsteinsson bátasmiður, f. 1898, d. 1988. Börn Soffíu og Þorsteins eru fjög- ur: 1) Jóna Lísa (Jónína Elísabet), f. 21.5. 1946, kennari og prestur. Jóna Lísa giftist Jóni Kristni Arasyni stærðfræðiprófessor, f. 1946. Synir þeirra eru: a) óskírður drengur, andvana fæddur 26.8. 1967, b) Ari Kristinn, f. 1968, eiginkona Sarah Herman Jónsson, f. 1972, sonur þeirra er Jón Eiríkur, f. 2003, c) Þorsteinn Gunnar, f. 1971, unnusta Sigurveig Björg Harðardóttir, f. 1975, hennar dætur eru Arna Hall- dóra, f. 1994, og Hrefna Fanney, f. ena Jónsdóttir, danshöfundur og kvikmyndagerðarmaður, f. 1968. Sonur hennar er Dagur Benedikt Reynisson, f. 1993. Soffía lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri með góðum árangri, aðeins nýorðin 16 ára. Þrátt fyrir mikla náms- hæfileika kaus hún að fara út á vinnumarkaðinn og sinnti eftir það verslunar- og afgreiðslu- störfum alla ævi, lengst af með- fram heimilishaldi, m.a. í Vöru- húsinu, í ýmsum smávöruverslunum og hjá Lóu systur sinni í Skemmunni. Allra lengst helgaði hún þó Borgarbíói krafta sína, en þar var hún miða- söludrottning í yfir þrjátíu ár. Á bíóárum sínum vann hún jafn- framt í mötuneyti sambandsverk- smiðjunnar Heklu auk þess að veita forstöðu mötuneytinu hjá Vélsmiðjunni Odda. Soffía starfaði lengi með Kven- félaginu Framtíðinni og sat í stjórn þess um árabil. Hún sóttist eftir menntun hvenær sem næði gafst, m.a. í þýsku og ensku, og sótti auk þess handverks- námskeið. Þá spilaði hún á píanó sjálfri sér og öðrum til yndis. Hún hafði ágæta teiknihæfileika og hafði sérstakan áhuga á fata- hönnun. Hún saumaði enda ótelj- andi flíkur, heklaði og prjónaði föt og yfirhafnir á fjölskylduna þar til fingurnir hættu að hlýða. Menningarást Soffíu var við- brugðið enda þótti nærvera hennar á myndlistaropnunum á Akureyri jafnsjálfsögð og nær- vera listamannanna sjálfra. Óbil- andi áhugi hennar, ekki síst á sköpun ungra listamanna, var drjúgur stuðningur akureysku listalífi og hún eindreginn mál- svari þess hvar sem hún fór. Útför Soffíu fer fram frá Ak- ureyrarkirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 13.30. 1996. Jóna Lísa og Jón Kristinn skildu. Sonur Jónu Lísu og Guðna Stefánssonar áfengisráðgjafa er Stefán, f. 1984, unn- usta Sveindís Ólafs- dóttir. Seinni eig- inmaður Jónu Lísu var Vignir Frið- þjófsson skipstjóri, f. 2.6. 1941, d. 21.4. 1997. 2) Gunnar, f. 25.3. 1950, félagssálfræð- ingur og rithöf- undur í Svíþjóð. Hann er giftur Mjöll Helgadóttur Thoroddsen uppeldisfræðingi, f. 1959. Þeirra börn eru: a) Össur, f. 1982, unn- usta Malin Lind, f. 1985, b) Soffía, f. 1990, og c) Gunnar Örn, f. 1992. Sonur Soffíu er Daníel Helgi, f. 2007. 3) Margrét, f. 7.1. 1955, hjúkr- unardeildarstjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún er gift Guð- mundi Víði Gunnlaugssyni sér- kennara, f. 1947. Þeirra börn eru: a) Ólafía Kristín, f. 1980, gift Jóhanni Gunnari Sigmars- syni, f. 1981, dóttir þeirra er Sara Margrét, f. 2006, b) Gunn- laugur Víðir, f. 1983, og c) Þor- steinn Helgi, f. 1989. Fyrir átti Guðmundur dótturina Sif, f. 1973. 4) Þorvaldur, f. 7.11. 1960, myndlistarmaður og rithöfundur. Hann kvæntist Ingibjörgu Björnsdóttur leikkonu, f. 1949, d. 2001. Þau skildu. Dóttir Ingi- bjargar, Sigrún Jónsdóttir, f. 1969, er uppeldisdóttir Þorvald- ar. Hennar börn eru Arney Ingi- björg, f. 1994, og Stígur, f. 2006. Sambýliskona Þorvaldar er Hel- Það er mikil blessun að eiga móður eins og Soffíu Þorvaldsdótt- ur. Mætti jafnvel líkja því við að eiga margar mæður í einni, svo mikið var ríkidæmi hennar og atorka. Við vorum ekki orðin há í loftinu þegar við skildum hver var skipstýran á skonnortunni. Útsjón- arsöm og ratvís stóð hún vaktina í brúnni, úthaldsgóð og einbeitt sigldi hún öllu í örugga höfn. Nú hefur hún kvatt með fullri reisn og virðingu þeirrar manneskju sem átti ríkulegt erindi og hefur skilað því eins og best verður á kosið. Mamma ólst upp með systrum sínum í hinu einstaka húsi Rósen- borg, austan Eyrarlandsvegar, með órofa útsýni yfir Eyjafjörð til norð- urs og suðurs. Þaðan hafði hún e.t.v. útþrána sem aldrei varð slökkt. Ekki frekar en aðall henn- ar, sagnaandinn. Mamma var dásamlegur sögu- maður, orðheppin og myndvís lista- kona til hugar og handa. Við mun- um aldrei geta metið framlag hennar með réttu. Til þess var það of margþætt eins og vænta má hjá svo litríkri manneskju. Það duldist okkur aldrei að hún hafði mikla námshæfileika og margvíslega gáfu. Aðstæður hennar réðu vænt- anlega miklu um að hún varð aldrei sá alþjóðlegi blaðamaður, land- könnuður, arkitekt, fatahönnuður, fyrirlesari, listfræðingur eða rithöf- undur sem hún hafði burði til. Þyngst á metunum varð þó hennar eigin ákvörðun að vera fyrst og síð- ast Akureyringur. Og því hlutverki sinnti hún með reisn til hinsta dags. Hún var Akureyringur á heimsmælikvarða. Þess vegna bar hún m.a. ábyrgð á veðurfari í bæn- um. Það er óvíst að annað barómet hafi verið lamið oftar og af meiri ástríðu en það sem hékk við for- stofuna í Hamarstíg 27. Mömmu var einkennilega uppsigað við snjó og hún tók það ákaflega persónu- lega ef saman fór snjó- og gesta- koma. Lýsti þá fyrir nýkomnum eindæma veðurblíðu síðustu daga þar sem hún stumraði yfir bök- unarofninum, þeytti í hrærivélinni, reif upp niðursuðudós, afþíddi tertubotn, hellti upp á og skransaði fyrir horn með fullan bakka af gúmmelaði á leið sinni inn í „stáss- stofuna“, þar sem allt var hlaðið akureyrskri myndlist en þó um- fram allt glaðværri gestrisni og óeigingjarnri elsku húsfreyjunnar á öllu fólki. Vænst þótti henni þó allt- af um menntskælingana sem fengu inni í kjallaranum hjá henni og pabba. Í gegnum þá lifði hún þann æskuþrótt og gleði sem ólgaði með henni sjálfri og entist fram á rauða- morgun. Mamma fór ekki í manngrein- arálit þegar til hennar var leitað. Það var ein af hennar dýrmætustu þversögnum; hversu höll hún var undir viðurkenningu annarra en jafnframt eindreginn bandamaður þeirra sem minna máttu sín, nutu ekki sannmælis eða féllu í ónáð meðal samborgaranna. Hún var nefnilega sannur aristókrat inn við beinið, heimsborgari með höfðings- lund. Hún sýndi okkur í verki hversu mikilvægt er að standa með vinum sínum, verja lítilmagnann, vera með á nótunum, muna afmæl- isdaga, hætta ekki við hálfnað verk, þvo bílinn sinn, borga skuldir sínar og muna að þakka fyrir sig. Það var mikil vinna að vera Soffía, stundum erfitt en aldrei leiðinlegt. Við kveðjum með þakklæti og virðingu. Systkinin. Ævinlega þegar andlát einhvers náins ber að verður fólki stirt um tungutak þótt mynd hins látna sé ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og minningarnar hrannist upp. Hvaða orð koma þá fyrst upp í hugann þegar kvenskörungur eins og Soffía Þorvaldsdóttir er kvödd. Didda eins og hún var kölluð var fyrir margra hluta sakir merkileg kona, atorkusöm og fylgin sér í hví- vetna. Hún sótti þennan kraft til uppruna síns og virtist í blóð borið að takast á við allt sem að höndum bar, hversu þungbært sem það var. Félagslynd var hún með afbrigð- um og gestrisni hennar og Þor- steins manns hennar viðbrugðið enda kunni hún best við sig þar sem glatt var á hjalla og margt um manninn. Hún hafði til að mynda mjög gaman af að dansa við góða dansmúsík. Þóttu þau hjónin, Didda og Steini, hér í den eins og hún orðaði það stundum glæsilegt par þar sem þau svifu um dans- gólfið undir dunandi harmonikumú- sík. Soffía átti sér háleita drauma umfram þá að búa vel í haginn fyrir fjölskyldu sína. Hún var hvort- tveggja mjög listelsk kona og list- feng og hefði án nokkurs vafa get- að náð langt á sviði listarinnar. En hún var af þeirri kynslóð þar sem framhaldsskólanám þótti ekki eins sjálfsagt og í dag enda öfundaði hún ungt fólk af öllum þessum námstækifærum sem því stendur til boða en var jafnframt glöð og stolt fyrir þess hönd. Æskufólk var henni alltaf hug- leikið, athafnir þess og framganga, og hafði hún ómælda ánægju af að fylgjast með barnabörnum sínum og öðru ungu fólki hvort sem hún þekkti til þess eða ekki. Ég vil meina að þetta hafi ekki eingöngu verið tengt æskunni heldur sýndi þetta líka hversu frísk og ung í anda hún var sjálf. Didda var annáluð fyrir hversu vel hún fylgdist með öllu og þá sér- staklega bæjarlífinu á Akureyri. Nær ekkert fór framhjá henni á listasviðinu og að auki fylgdist hún grannt með verðlagi á húsnæði, bif- reiðum og hvers kyns vörum og þjónustu. Hún var nefnilega heil- mikill kaupmaður í sér og hafði glöggt auga fyrir gildum og gæðum jafnt á andlega sviðinu sem því ver- aldlega. Það var heldur ekki komið að tómum kofanum hjá henni þegar kosti og galla hinna ýmsu bifreiða- tegunda bar á góma eða horfur í atvinnumálum og stjórnmálum að ekki sé talað um ferðalög og skemmtanahald. Hún var nefnilega mjög alhliða, hafði skoðun á flest- um málum og lét sig margt varða. Hún gat verið dálítið hvöss ef því var að skipta en jafnframt hrein- skiptin og sanngjörn og henni leiddist öll linka og vol, þótt hún hefði samúð með þeim sem örlögin léku grátt. Hennar stíll var að bera höfuðið hátt án nokkurs stærilætis eða hroka og hvetja aðra til dáða. Við fráfall Soffíu hafa Akureyr- ingar misst einn sinn besta mál- svara því að henni var allt svo kært sem snerti Akureyri og hún bar hag heimabyggðar sinnar fyrir brjósti. Skipti þá litlu máli hvar drepið var niður, hvort heldur í menningarlífi, veðurfari eða ein- hverju öðru. Akureyri stóð alltaf fyrir sínu í orðræðu hennar. Það er með virðingu og trega sem ég kveð Soffíu tengdamóður mína. Blessuð sé minning hennar. Guðm. V. Gunnl. Elsku amma Didda. Síðustu dagar hafa verið óraun- verulegir því ég hef þurft að standa frammi fyrir þeirri staðreynd að þú sért dáin. Það er margt sem hefur farið í gegnum huga mér síðustu daga og ýmislegt gamalt og nýtt rifjast upp fyrir mér. Það eru alls ekki allir svo heppn- ir að hafa átt jafnflotta ömmu og þú varst. Þú varst nefnilega engin venjuleg amma. Þú varst harður stuðningsmaður þess að fara út á lífið, ferðast og njóta þess að vera til. Ég var ekki nema 14 ára þegar þú spurðir mig hvort ég væri ekki farin að drífa mig í Sjallann, en þar er 18 ára aldurstakmark. Ég man ég var svo rosalega hissa á þessari spurningu enda hafði mér ekki dottið slíkt í hug, en þá sagðirðu mér að þú hefðir nú ung verið farin að smygla þér inn á skemmtistað- ina. Þegar ég varð síðan aðeins eldri og farin að kíkja út á lífið kom það stundum fyrir að ég hitti þig niðri í bæ með vinkonum þínum. Þú varst sko engin venjuleg amma. Þegar ég var yngri vannstu í bíó og voru nú ófáar bíóferðirnar sem ég fór í. Enda fékk ég frítt í bíó í mörg ár og var nú ekki lítið stolt af því að eiga ömmu sem ynni í bíóinu. En það var hins vegar óskráð regla að ef ég ætlaði að koma í bíó og fá frítt inn þyrfti ég að koma inn í klefann til þín og þú snyrtir mig til. Því það er jú lögmál að vera alltaf snyrtilegur til fara. Ég var alltaf Rósin þín og þegar hún Sara Margrét mín fæddist bættist við önnur Rós. Ég verð æv- inlega þakklát fyrir að hafa flutt aftur heim og fengið þessa mánuði þar sem þú fékkst tækifæri til að fylgjast með Söru Margréti stækka og þroskast – þar sem ég hafði þá aftur tækifæri til að heimsækja þig reglulega og verða stór hluti af þínu lífi sem þú mínu. Andlát þitt er mér svo skyndilegt og mikið áfall. Þú varst í góðu formi þegar ég hitti þig tveim dög- um fyrir andlátið og því er þetta mér óskiljanlegt. Þetta er aðeins brot af minningum en um leið segja þær svo margt, finnst mér. Það voru forréttindi að alast upp á Ak- ureyri með þig og afa í sömu götu í mörg ár og næsta nágrenni í ennþá fleiri ár. Fyrir þig ætla ég að leggja mig fram um að kalla Söru Margréti báðum nöfnunum í stað þess að kalla hana bara Söru. Ég vona að ég hafi reynst þér jafn vel og þú reyndist mér. Takk fyrir allt. Kveðja, Ólafía K. (Lóa.) Kökurnar í boxunum uppi á lofti á Hamarstígnum, skógarberjalykt- in, að tala í gegnum innsogið, að tala um veðrið, „ja … ég get sko sagt þér það, Doddi minn …“ – já, hún amma gat sagt mér margt og gerði það. Nú er hún dáin, en í gegnum svo fallegar og skemmti- legar minningar segir hún mér svo margt ennþá. Þegar talað er um klett í hafi þá dettur mér amma í hug. Ég hugsa líka um orðatiltækið „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ en ég veit samt alveg nákvæmlega hvað ég átti í henni ömmu minni. Það fór aldrei á milli mála. Hún var algjör klettur í hafi. Í æsku átti ég heima í Reykjavík og þá var vinsælt að fara norður til að heimsækja afa og ömmu á Ham- arstíg. Ég var mikill afastrákur og við nafnarnir eyddum löngum stundum á verkstæðinu í kjallaran- um. Við vorum að sýsla. En amma sá til þess að mig vantaði aldrei neitt, hún gaf manni alltaf að drekka og svo mátti ég laumast í afgangskökurnar frá því um jólin, sem voru í boxunum uppi á háa- lofti. Ég held að þessi æska mín hafi staðið yfir alveg þar til ég var orðinn rígfullorðinn maður. Og jafnvel á fullorðinsaldri leit ég allt- af í boxin uppi á lofti í þeirri von að finna nokkrar kökur. Ég fór nokkrum sinnum til Ak- ureyrar með ýmsum vinum mínum og félögum og alltaf fengum við gistingu á Hamarstíg. Ömmu fannst gaman að taka þátt í sam- ræðum okkar og það var orðið sport vina minna að minnast á hið frábæra veður fyrir sunnan – og þá var Soffía komin á fullt. Þegar ég flutti til Akureyrar árið 2002 þá fóru heimsóknir mínar til ömmu og afa að aukast. Og eftir að afi fór á Kjarnalund og síðar Hlíð og amma flutti í Skarðshlíðina, þá fann ég æ meir fyrir því hversu miklir vinir við amma vorum orðin. Við drukkum oft kaffi saman og amma sagði mér t.d. sögur frá því þegar hún og afi voru að kynnast, eða einhverju öðru sem gerðist áð- ur en ég fæddist. Það þótti mér af- skaplega vænt um. Amma var algjör hetja í mínum augum, stolt og sterk kona, höfð- ingi heim að sækja. Þannig mun ég muna eftir henni. Ég á eftir að sakna hennar mikið, en minning- arnar munu hjálpa. „Þetta er sárt, en svona er lífið,“ sagði afi um dag- inn og hann mælir sannleikann. Ég hugsa stöðugt til afa núna og veit að hann á eftir að sakna Diddu sinnar mjög mikið, enda höfðu þau verið gift í rúm 62 ár. Elsku afi minn, hún amma Didda var einstök kona. Fyrir hönd okkar bræðra og fjölskyldna bið ég Guð um að varðveita þig og gefa þér styrk, sem og okkur öllum hinum (börnum ykkar, barnabörnum og barnabarnabörnum), því söknuður- inn er mikill. Minningarnar munu hjálpa og við munum seilast í þær, eins og í kökuboxin góðu á Ham- arstígnum. Þorsteinn G. Jónsson (Doddi.) Soffía Þorvaldsdóttir Hún Soffía vinkona okkar í áratugi er fallin frá. Dugnað- ur og kjarkur voru hennar aðalsmerki í lífsbaráttunni. Hún var góðum gáfum gædd, glettin og frásagnar- máti hennar einstakur. Sorg og eftirsjá er í hugum okkar. Guð blessi hana og eftirlifandi fjölskyldu. Fríða og Hrefna. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Soffíu Þorvaldsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.