Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 24

Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 24
24 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ AðalheiðurHelgadóttir fæddist á Krossi á Berufjarðarströnd 6. nóvember 1939. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspítala hinn 22. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Kristborg Jóns- dóttir, f. 4.3. 1898, d. 31.12. 1965, og Helgi Sigurðsson, f. 26.9. 1900, d. 4.2. 1942. Systur Að- alheiðar voru Kristín Sigríður, f. 25.12. 1931, d. 28.6. 1934, Sigríður Herdís, f. 31.10. 1933, d. 4.6. 2003, og Kristín Sigríður, f. 18.11. 1935, d. 6.3. 1954. 16. maí árið 1959 giftist Að- alheiður Hilmari Ólafssyni, f. 30. janúar 1939. Börn þeirra eru: 1) Helgi, f. 3.1. 1959, sambýliskona Hrafnhildur Ragnarsdóttir, þau eiga þrjú börn, Stíg, f. 1984, Heiði Önnu, f. 1991, og Brynju, f. 1993. 2) Bryndís, sambýlismaður Jón Stef- ánsson, þau eiga þrjú börn, Stein- þau kaup á matvöruverslun sem þau gáfu nafnið Borgarkjör og ráku þau hana af samheldni og dug í um tvo áratugi, lengst af við Grensásveg. Alla lauk barnaskóla fyrir aust- an og þegar til Reykjavíkur kom lauk hún námi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Hún sótti fjölda nám- skeiða í trésmíði meðal annars í viðgerð gamalla húsgagna auk námskeiða í útskurði sem hún sótti sér til mikillar ánægju og liggur mörg listasmíðin eftir hana. Þegar Jónína móðir Öllu andast árið 1965 bjó Kristján systursonur Öllu, þá 11 ára, hjá ömmu sinni. Kristján óskaði eftir því að fá að búa hjá Öllu frænku og átti hann því sín unglingsár hjá Öllu og Hilmari eða allt til þess að hann stofnaði sitt eigið heimili. Alla hafði alla tíð mikla unun af umgengni við börn og valdi ætíð að standa með þeim sem sem minna mega sín. Það kom því engum á óvart að eftir að kaupmennskunni lauk skyldi Alla fljótlega velja sér starfsvettvang við umönnun fatl- aðra barna, fyrst á Bjarkarási en síðar Álfalandi 6 þar sem hún starfaði síðustu 20 árin eða allt til þess að hún hætti vegna heilsu- brests. Útför Aðalheiðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. unni, f. 1989, Atla, f. 1991 og Magnús 1995. 3) Ólafur, f. 19.3. 1962, kvæntur Hjördísi Gunnlaugs- dóttur, þau eiga þrjú börn, Hilmar, f. 1987, Berg, f. 1989 og Evu Bergrín, f. 1997 4) Jónína Auður, f. 2.9. 1972, gift Ragnari Bjarti Guðmunds- syni, þau eiga von á sínu fyrsta barni. 5) uppeldissonur Krist- ján B. Bergsson, f. 6.3. 1954, kvæntur Nínu Sólveigu Jónsdóttur, þau eiga fimm börn, Albert, f. 1978, sonur hans Breki Freyr, f. 2002, Kristínu, 1979, Sindra, f. 1986, Bjarka, f. 1988 og Kristján Veigar, f. 1996. Aðalheiður, sem ávallt var köll- uð Alla, átti barnæsku sína á Krossi en fluttist til Reykjavíkur ásamt móður sinni árið 1956. Eftir að Alla kom til Reykjavíkur hóf hún fljótlega störf við bókband og starfaði við það þar til hún kynnt- ist manni sínum. Upp úr 1960 festu Elsku konan mín. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir.) Hilmar. Elsku besta mamma. Þakklæti og stolt, eru orðin sem koma fyrst upp í huga mér þegar ég hugsa um þig. Þakklæti fyrir að hafa verið alltaf svona góð við alla í kringum þig. Þakklæti fyrir að kenna mér að bera virðingu fyrir fólkinu í kring- um mig, sama í hvaða þjóðfélags- stiga það er. Þakklæti fyrir kenna mér að bera virðingu fyrir vinnunni minni og sinna henni með gleði Það er hægt að tuða yfir öllum hlutum og margir gera það, en svo eru aðrir eins og þú sem hreinlega bara gerðir verkin þegjandi og hljóðalaust, þau voru skemmtileg af því að þú varst svo stolt yfir því sem þú gerðir, sama hvort það var að prjóna peysu, baka köku, passa börn, þrífa, reka fyr- irtæki, tína ánamaðka. Þakklæti fyrir að hafa alltaf dyrn- ar opnar fyrir vinum okkar systk- inanna. Þegar maður hittir gamla skóla- félaga og vini þá tala þeir um hvað það hafi verið gaman heima hjá okk- ur, „alltaf partí hjá okkur“. Ég var ekki meðvituð um þetta í þá daga, fannst oft hinir mega meira, grasið grænna hjá hinum, en er minnt á það hvað ég hafði það ansi gott hjá ykkur pabba. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa veikst og verið í fríi í ár. Hafa byrjað í lyfjameðferð í sömu viku og þú og geta skilið svona vel hvað þú varst að ganga í gegnum. Þótt þú hafir verið helmingi veikari en ég. Það ár ákvað ég að nota í að hitta þig daglega og rækta vinina og fjöl- skylduna. Það voru ófá matarboðin hjá mér eða Jónínu, sem stóð auðvitað með okkur eins og klettur í gegnum þessi veikindi. Og pabbi, ef einhver er hetja, þá ert það þú. Þú hefur verið ótrúlegur. Takk fyrir það. Stolt er seinna orðið. Þegar ég horfi til baka sé ég fullt af myndum þar sem ég horfi stolt á þig. Fyrsta myndin er þegar þú óðst út í lækinn við Heimaland, Óli var eins árs og þú komst og bjargaðir honum þegar hann datt út í, og var að drukkna. Stolt yfir þér þegar þið pabbi vor- uð tilbúin á ballið (eitt af fjölmörg- um). Þú í appelsínugula kjólnum með hvítu blúndunni, sem þú saumaðir. Hvað þú varst ótrúlega fögur og ég svo stolt yfir því að vera dóttir þín. Þegar við fengum símhringingu frá fæðingardeildinni og mér var til- kynnt að ég hefði eignast systur, ég 12 ára, við tvær konurnar á heim- ilinu og fimm karlar Mér fannst þú stórkostleg. Ekki það að ég hefði ekki getað átt betri pabba eða betri bræður, þeir eru frábærir. En það var toppurinn að fá syst- ur. Og svo auðvitað kemur orðið „stolt“ upp í huga mér, því þú varst svo óendanlega stolt af okkur öllum, börnunum, barnabörnunum og tal- aðir um það í tíma og ótíma. Takk, elsku mamma, fyrir allt. Bryndís. Nú er elsku besta mamma farin frá okkur. Ég sakna hennar meira en orð fá lýst en nú er hún búin að fá hvíld frá krabba labba, eins og hún kallaði hann, sem herjaði fyrst á hana fyrir um tuttugu árum. Það var stundum algjörlega óskiljanlegt hvaðan mamma fékk þann kraft sem hún bjó yfir allt sitt líf. Hún var óhemjudugleg, vann alltaf mikið bæði utan heimilisins sem innan og steig hvað eftir annað upp eftir erfið veikindi. Kannski var hún stundum of dugleg fyrir sitt eigið ágæti en drifkrafturinn hélt henni gangandi fram á síðasta dag og hún trúði sterkt á gömlu gildin að sælla væri að gefa en þiggja. Þrátt fyrir þetta lífsviðhorf hafði hún mjög gaman af að sýna hvað í henni bjó og hún lét ekki allt yfir sig ganga. Gott dæmi var þegar við Binna spurðum hana margoft eftir að hún var orðin mjög veik hvort við ættum ekki að færa lopann sem hún geymdi við hliðina á rúminu, því við héldum að hann gæti verið slæmur fyrir öndunina. Mamma svaraði þá með glotti: „Nei, mér finnst gott að hafa eitthvað sem minnir mig á það sem ég gat gert. Svo verð ég nú að fá að ráða ein- hverju sjálf, ég er nú mamma ykk- ar“. Mamma var óvenjunæm á fólk og umhverfi, hún elskaði börn og virt- ist hafa endalaust mikið að gefa. Það var svo margt sem hún gerði af ástríðu og mjög oft gerði hún hlut- ina meira af ástríðunni en þrekinu. Hún elskaði matargerð og var lista- maður í eldhúsinu. Hún elskaði líka lyktina af nýskornum viði og fór á mörg útskurðar- og trésmíðanám- skeið og bjó til hvert listaverkið af öðru. Handavinna var enn ein ástríða hennar og allir í kringum hana hafa notið góðs af prjónuðu sokkunum, vettlingunum, herðasjöl- unum, ungbarnasettunum og saumaskapnum. Hún elskaði líka lyktina og andvarann úti í nátt- úrunni og margar af mínum bestu æskuminningum eru frá því þegar við keyrðum út á land og nutum náttúrunnar, eggjabrauðs og kakós af brúsa. Mamma sleit oft upp blóð- berg, eða aðrar vel ilmandi jurtir, nuddaði þeim á milli fingranna, lygndi aftur augunum og sagði „mmmmm … finnið þið ilminn“. Hún elskaði að syngja og þegar við keyrðum út á land söng mamma og pabbi raddaði eða lék lúðrasveit. Við börnin lærðum þess vegna textana við öll ættjarðarlög og slagara mjög ung. Mamma elskaði líka að hlæja og gat fengið hlátursköst þannig að hún grét af hlátri. Mest elskaði þó mamma að vera með stórfjölskyld- unni, helst í veislu sem hún hafði undirbúið sjálf fram á nótt, og þá sagði hún ósjaldan og með stolti „mikið óskaplega er ég nú rík“. Elsku pabbi minn. Þó missir okk- ar allra sé mikill, þá er þinn mestur, eftir nær fimmtíu ára samvist með mömmu. Við systkinin sem og aðrir dáðumst að þér í stríðinu og það hversu ósérhlífinn og tilbúinn þú varst til að hjúkra henni sýndi best hvað kærleikurinn var sterkur og hafði lifað á milli ykkar. Ég vona að sá óbilandi kraftur sem mamma bjó yfir alla tíð yfir verði okkur öllum fyrirmynd til að halda áfram að lifa lífinu lifandi, horfa fram á veginn, njóta, hlæja, elska og gráta ef með þarf. Mamma var „ungamamma“ af Guðs náð og ég veit að hún þráði það jafn mikið og ég að hún fengi að hitta fyrsta barnið okkar Ragnars, sem fæðist í apríl. Þegar hún hefur nú kvatt okkur finn ég hvað það er gott að trúa því sem hún sagði einn daginn þegar við grétum saman: „Elsku Jónína mín, ég verð alltaf með ykkur“. Fyrir allar dásamlegu minning- arnar og kennslustundirnar í lífinu er ég óendanlega þakklát. Við erum öll margfalt ríkari að hafa átt þig að, elsku mamma mín. Takk fyrir allt. Þín Jónína Auður. Elsku Alla mín, nú ertu farin í þína hinstu ferð, þú sagðir mér að þú kviðir ekki fyrir, því vel yrði tek- ið á móti þér að leiðarlokum. Ég veit að þig langaði að vera til taks þegar væntanlegt barnabarn kæmi í heim- inn, en þó ekki verði af því þá verð- urðu ekki langt undan. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi á unglingsárum að eiga ykkur Hilm- ar að þegar ég mest þurfti á að halda, hjá ykkur eignaðist ég heimili og naut ástúðar og leiðsagnar til fullorðinsára. Ég sakna þín mikið, Alla mín, en jafnframt gleðst ég yfir að hafa átt samleið með þér, því ef til eru full- komnar manneskjur þá varst þú sannarlega ein af þeim. Við Nína biðjum almættið að styrkja Hilmar og afkomendur í sorginni. Kristján Bergur Bergsson. Þá er hún Alla, tengdamóðir mín, sofnuð eftir áralanga baráttu við krabbamein. Hún hafði unnið nokkrar orrusturnar í því stríði og henni tókst með ótrúlegri þraut- seigju og æðruleysi að draga þá síð- ustu á langinn en hlaut að lokum að lúta í lægra haldi. Þrautseigjan var reyndar aðalsmerki Öllu – það að gefast aldrei upp, sama hvað á gekk, standa alltaf keik og skila sínu. Alla var um margt margbrotinn og allt að því mótsagnakenndur per- sónuleiki. Hún var góð manneskja. Það hafa ekki allir unnið sér inn þau eftirmæli þegar þeir fara héðan en hún átti víst væna innstæðu. Hún var konan sem færði fórnir fyrir fjölskyldu sína og var alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd, ekki aðeins fjölskyldumeðlimum heldur öllum sem leituðu til hennar. Hún var ósérhlífin og fannst alltaf sjálfsagt að leysa þau mál sem leitað var með til hennar. Alla var samt langt í frá skaplaus og ef henni fannst hún eða einhver henni nákominn beittur órétti fór það ekki framhjá neinum. Hún gat þó verið dul og flíkaði hugs- unum sínum og tilfinningum lítt – en um leið var oft hægt að lesa hana eins og opna bók. En hún var líka hláturmild og átti auðvelt með að sjá kómískar hliðar á lífinu. Alla var fylgin sér og vissi hvað hún vildi og það var henni eiginlegt að halda um stjórnartaumana. Hún gat verið allt í senn, barnsleg, viðkvæm og stund- um brothætt en um leið var hún hin styrka stoð sem við leituðum til ef við þurftum á að halda og hörkutól sem aldrei bugaðist. Alla var listræn og hefði hún fæðst einhverjum ára- tugum síðar hefði hún líklega öðlast starfsframa innan listageirans. Allt lék í höndunum á henni, útsaumur og prjónles, útskurður og hús- gagnaviðgerðir, bakstur, sælgætis- gerð og eldamennska. Og henni nægði ekki að fara eftir annarra manna uppskriftum, hún vildi hanna sínar eigin og lagfæra og breyta eft- ir eigin höfði. En þó Alla væri list- ræn og stundum dreymin var hún líka jarðbundin og umfram allt praktísk. Alla unni sér aldrei hvíldar, enda kom hún meiru í verk en nokkur annar. Hún naut sín reyndar best þegar hún var að en hún var oft þreytt. Stuttu eftir að ég kynntist Öllu sagði hún mér að hún vildi að hún þyrfti aldrei að sofa. Það tæki of mikinn tíma frá henni – það var töp- uð stund. Enda svaf hún oft lítið. Hún var konan sem hristi veislur fram úr erminni og ef hún var ekki að prjóna lopapeysur eða hanna ýmsar prjónavörur, þá var hún að baka eða elda, tína maðk á sumrin, rækta kartöflur, stunda útskurð, passa barnabörn, rækta garðinn sinn, veiða með Hilmari og svona mætti áfram telja og þetta gerði hún allt meðfram vinnu. Við reyndum stundum að halda aftur af henni en Alla vildi hafa þetta svona og því fékk enginn breytt. Og kannski gengum við öll út frá því að hún tæki að sér þau verk sem við ekki réðum við, hlypi í skarðið þegar þess þyrfti, væri til staðar þegar við þyrftum á því að halda. Og líklegast var henni sjaldnast þakkað sem skyldi. Konan sem vildi að hún þyrfti aldrei að sofa er nú lögst til hinstu hvíldar – í þetta skiptið hafði hún ekkert val – hún var þreytt og hún hlaut að sofna að lokum. Ég er þó ekkert viss um að hún sé hvíldinni fegin því Alla átti enn eftir að gera svo margt en víst var hvíldarinnar þörf. Kæri Hilmar, þú hefur verið kletturinn í þessari löngu orrustu – ekki aðeins fyrir Öllu heldur okkur öll. Fyrir það ber að þakka. Ég þakka Öllu samfylgdina og fyrir að vera til staðar fyrir mig og mína. Hrafnhildur. Hún Alla amma var alltaf mjög góð við alla og það fyrsta sem hún gerði þegar við komum í heimsókn var að baka handa okkur vöfflur eða gefa okkur eitthvað sem hún hafði bakað. Við munum ekki eftir því að hafa komið í Langagerðið án þess að fá eitthvað gott að borða. Það voru alltaf til kökur og gotterí hjá ömmu. Hún bakaði kökur og veislumat fyr- ir allar veislur sem haldnar voru innan fjölskyldunnar og jafnvel utan hennar. Garðurinn heima hjá ömmu og afa var hinn fullkomni garður. Amma eyddi miklum tíma á sumrin í að við- halda garðinum og þar ræktaði hún kartöflur, blóm, krydd og margt fleira og ekkert var betra en stóru, safaríku ömmujarðarberin. Við munum einnig eftir öllum berjamóferðunum sem við fórum í. Þaðan eru góðar minningar um ber- jatínslu en þó enn betri um fé- lagsskapinn. Amma prjónaði alltaf allar nauðsynjar fyrir veturinn, vettlinga, ullarsokka, húfur, trefla og jafnvel lopapeysur. Auðvitað Aðalheiður Helgadóttir Í dag, hinn 4. febr- úar, hefði Óla vinkona mín orðið 85 ára og langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum af því tilefni. Ég kynntist Ólu að ráði þegar ég vann við heimilishjálp hjá henni og Bebba manninum hennar árið 1999. Bebbi lést þetta sama ár. Uppfrá þessu fór ég að heimsækja Ólu reglulega. Það var gaman að koma til Ólu og hún var ræðin og skemmtileg. Hún hafði áhuga á mannlífinu og fylgdist vel með. Hún hafði samúð með þeim sem áttu bágt og gladdist þegar vel gekk. Það var betra að hafa góða lyst þegar maður kom til Ólu, því alltaf Ólöf Metúsalemsdóttir ✝ Ólöf Metúsal-emsdóttir fædd- ist í Tunguseli á Langanesi 4. febr- úar 1923. Hún lést í Sundabúð á Vopna- firði 14. desember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Vopnafjarð- arkirkju 20. desem- ber. var hún með hlaðið borð. Stundum fórum við í bíltúr og komum þá gjarnan við í sjopp- unni. Einu sinni keypti Óla sér sólgleraugu og skildi svo ekkert í því hvað var dimmt þegar hún kom inn til sín, ennþá með gleraugun á sér. Í annað skipti feng- um við okkur ís í brauðformi. Óla var ekki vön að borða svo- leiðis, svo það endaði næstum með ósköpum. En við höfðum gaman af þessu. Það var alltaf fínt hjá Ólu og hún átti mikið af fallegu dóti. Um jólin var allt skreytt hátt og lágt og var heimili hennar sannkallað jólaland. Ég var sérstaklega hrifin af jóla- tréinu hennar sem var þakið engla- hári og fallegu skrauti. Óla lést hinn 14. desember sl. en hún náði sér ekki aftur eftir áfall sem hún fékk í sumar. Óla mín, þín er svo sannarlega saknað. Hvíl þú í friði. Steinunn R. Zoëga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.