Morgunblaðið - 04.02.2008, Side 26
26 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Gunnar HanssonStephensen
fæddist í Reykjavík
6. maí 1931. Hann
varð bráðkvaddur
23. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Hans
Ögmundsson múr-
arameistari, f. 4.11.
1903, d. 15.1. 1959,
og Margrét Tóm-
asdóttir húsmóðir, f.
16.1. 1897, d. 27.12.
1937. Hans var son-
ur Ögmundar öku-
manns á Hólabrekku við Gríms-
haga og Ingibjargar
Þorsteinsdóttur. Föðursystkini
Gunnars voru Þorsteinn Ö. Steph-
ensen, Sigríður Ö. Stephensen,
Stefán Ögmundsson, Guðrún Ö.
Stephensen og Einar Ögmundsson.
Bræður Gunnars eru Ögmundur H.
strætisvagnsstjóri, f. 13.12. 1926,
kvæntur Guðrúnu Finnbogadóttur,
þau eiga þrjár dætur, og hálf-
bróðir, samfeðra, Jóhann Grétar
kennari í Neskaupstað, f. 3.10.
1948, kvæntur Maríu Árnadóttur,
þau eiga fjögur börn. Móðir Jó-
hanns var seinni kona Hans, Lauf-
ey Vilhjálmsdóttir, f. 8.10. 1911, d.
16.1. 1998.
Gunnar kvæntist 22.4. 1954
Höddu Benediktsdóttur frá Vestri-
Leirárgörðum, f. 1.2. 1934, dóttur
fjarðar, f. 7.10. 1962, kvæntur Mar-
íu Gunnarsdóttur tónmenntakenn-
ara, f. 12.11. 1967. Sonur Eiríks og
Sigríðar Guðmundsdóttur er Guð-
mundur Már afgreiðslumaður, f.
20.7. 1983, kvæntur Stacy Steph-
ensen nema, f. 15.5. 1985. Börn Ei-
ríks og Maríu eru Gunnar Örn
nemi, f. 30.5. 1994, Soffía nemi, f.
6.8. 1998, og Áslaug María leik-
skólanemi, f. 28.4. 2003.
Gunnar ólst upp í Reykjavík til
níu ára aldurs en síðan á Torfastöð-
um í Biskupstungum, eftir það hjá
séra Eiríki Þ. Stefánssyni og Sig-
urlaugu Erlendsdóttur. Hann lauk
búfræðiprófi frá Hvanneyri árið
1953, stundaði síðan ýmis störf í
Reykjavík, var m.a. á þungavinnu-
vélum hjá Einari föðurbróður sín-
um og við eigin vörubílaakstur hjá
Þrótti í tuttugu ár. Þá starfaði
hann við akstur hjá Pósti og síma í
þrjú og hálft ár en starfaði síðustu
starfsár sín hjá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæma. Helsta
áhugamál Gunnars var söngur,
hann var félagi í Karlakór Reykja-
víkur frá árinu 1961, söng með
eldri félögum Karlakórsins og
nokkrum kirkjukórum í Kópavogi.
Hann var mjög félagslyndur, sat í
stjórn Karlakórsins í tíu ár, auk
þess sem hann sat í nokkur ár í
stjórn Vörubílastöðvarinnar Þrótt-
ar.
Gunnar og Hadda bjuggu í Hóla-
brekku til 1960, fluttu þá í Kópavog
og bjuggu þar til 2002, að þau
fluttu að Suðurtúni 11 á Álftanesi.
Útför Gunnars verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Benedikts Kristjáns-
sonar og Láru Egg-
ertsdóttur. Börn
Gunnars og Höddu
eru: 1) Stefán Hans
skipasmíðameistari, f.
11.12. 1953, í sambúð
með Kristínu Jó-
hönnu Kjartansdóttur
tækniteiknara. Sonur
hennar er Kjartan
Ársæll Guðbergsson,
f. 17.5. 1966, í sambúð
með Birnu Will-
ardsdóttur, f. 22.5.
1977, dóttir Amelía
Eir, f. 8.7. 2005, börn hans Bene-
dikt, f. 29.5. 1988, og Erla Kristín, f.
26.10. 1990, sonur Birnu er Calum
Bjarmi, f. 24.12. 2000. 2) Lára G.
hársnyrtimeistari, f. 30.8. 1960,
sambýlismaður Jakob Svanur
Bjarnason framkvæmdastjóri, f.
2.1. 1959. Börn hennar eru Hadda
Hrund Guðmundsdóttir viðskipta-
fræðingur, f. 23.2. 1983, unnusti
Þórður G. Pétursson íþróttafræð-
ingur, f. 17.7. 1981, Andri Freyr
Guðmundsson nemi, f. 1.6. 1990, og
Helga Guðrún Guðmundsdóttir
nemi , f. 28.9. 1994. Börn Jakobs
eru Elsa María dagskrárgerð-
armaður, f. 27.3. 1982, Erna Jóna
nemi, f. 27.7. 1988, Bjarni Siguróli
nemi, f. 27.7. 1988, og Eyrún Björk
nemi, f. 4.7. 1999. 3) Eiríkur G.
skólastjóri Tónlistarskóla Eyja-
Það eru þung skref sem ég stíg
þegar ég kveð föður minn, Gunnar
H. Stephensen, í hinsta sinn. Mikið
afskaplega á ég eftir að sakna hans
og seint fæ ég fullþakkaðar allar þær
góðu minningar sem hann skildi eftir
handa okkur.
Á svona stundu reikar hugurinn til
bernskunnar, til allra samverustund-
anna með honum í vörubílnum forð-
um daga, ég þá lítill drengur, útileg-
urnar og svo náttúrlega allur
söngurinn, enda var sönglistin hon-
um mikið hjartans mál. Það er
dásamlegt að alast upp við mikinn
söng því það eru gleðistundir sem
aldrei gleymast. Pabbi var samvisku-
samur karlakórsmaður, lærði radd-
irnar heima og kenndi okkur Láru
með sér 1. bassa sem var hans rödd
og héldum við lengi vel að þetta væri
laglínan. Alltaf var stutt í húmorinn,
glaðværðina og svo náttúrlega söng-
inn. Ég á sem tónlistarmaður pabba
margt að þakka. Hann kom mér af
stað og hann studdi mig ávallt allt til
enda. Blessuð sé minning föður míns.
Eiríkur G. Stephensen.
Mig langar með fáeinum orðum að
minnast tengdaföður míns, Gunna
Steph. Það var árið 1985 er ég var
svo lánsöm að kynnast honum Eiríki
mínum, þá rétt 18 ára gömul. Það leið
ekki á löngu áður en Eiríkur kynnti
mig fyrir foreldrum sínum, Höddu
og Gunna, og það varð ekki aftur
snúið. Þau tóku mér opnum örmum,
ég var strax orðin ein af þeim. Gunna
tengdó þótti það ekki verra að tilvon-
andi tengdadóttirin hafði mikinn
áhuga á söng og var í tveimur kórum
á þessum tíma. En eins og þeir sem
til þekkja vita var Gunni mikill söng-
maður, hann söng í Karlakór
Reykjavíkur og var í tvöföldum
kvartett ásamt því að syngja mikið
fyrir og með barnabörnunum. Þegar
ég skrifa þessi orð er mér efst í huga
lagið „Einkall út á slá“ sem er
kannski ekki skrítið þar sem þetta
var eiginlega orðið einkennislag fyrir
afa Gunna Steph. en það var það sem
börnin okkar kölluðu hann. Einnig
var þetta lag tekið með mikilli sveiflu
af öllum fjölskyldumeðlimum og
gestum með Gunna fremstan í flokki
í brúðkaupi okkar Eiríks, öllum til
mikillar skemmtunar. Alltaf gátum
við hlegið jafnmikið þegar við vorum
að syngja þetta lag, Gunni með sitt
fallega og skemmtilega andlit og
glettnina í augunum.
Hann hafði alltaf tíma fyrir barna-
börnin sín og lét ekki sitt eftir liggja
og fannst ekki slæmt þegar þau
komu með hárbursta og bleiku rúll-
urnar hennar ömmu Höddu og fóru í
hárgreiðsluleik þar sem afi Gunni
Steph. var að sjálfsögðu í því hlut-
verki að fá settar rúllur og spennur
hér og þar í hárið og ekki mátti á
milli sjá hver skemmti sér betur
hann eða börnin. Svona var Gunni
alltaf til í að gleðja aðra og var
manna sælastur ef hann gat það.
Mikið óskaplega á ég eftir að sakna
þessa góða, skemmtilega og yndis-
lega manns, tengdaföður míns,
Gunnars Stephensen. Með kæru
þakklæti fyrir allt.
Blessuð sé minning hans.
Úr djúpum geimsins
er dagurinn risinn og slær
dýrðlegum roða á óttuhimininn bláan,
– og lof sé þér, blessaða líf,
og þér himneska sól,
og lof sé þér, elskaða jörð,
að ég fékk að sjá hann.
(Guðmundur Böðvarsson)
María Gunnarsdóttir.
Elskulegur faðir minn var bráð-
kvaddur hinn 23. janúar síðastliðinn.
Það er ekki hægt að tala um pabba
án mömmu. Þau höfðu verið gift í
nærri 54 ár og var lærdómsríkt að
fylgjast með þeirri ást og umhyggju
sem þau sýndu hvort öðru ásamt því
að vera bestu vinir hvors annars, svo
samrýmd og samstiga. Pabbi var
mikill fjölskyldumaður og sýndi stór-
fjölskyldu hlýju og umhyggju. Hann
átti góðar og dýrmætar stundir með
barnabörnunum. Kynslóðabil þekkti
hann ekki, vinir hans voru á öllum
aldri, vinir okkar systkinanna voru
einnig þeirra vinir. Hann var ætt-
fróður og frændrækinn og taldi aldr-
ei eftir sér að rétta hjálparhönd þeim
sem honum voru kærir. Sambland af
gleði, stríðni, hjálpsemi og ástúð
væri rétt lýsing á honum.
Söngur var hans aðalsmerki.
Hann stofnaði kvartett ásamt vinum
sínum Gauja, Bjarti og Summa. Úr
röðum karlakórsfélaga og fjölskyld-
um eignuðust pabbi og mamma sína
bestu vini. Á gleðistundum var gít-
arinn aldrei langt undan og hreif
hann alla með sér í söng og gleði.
Hann vildi hafa fólk í kringum sig og
helst mikið af því. Í hinni árlegu
Stebbasúpu síðasta sumar gat hann
ekki spilað á gítarinn en fylgdist
ánægður með Láru systur spila á gít-
arinn.
Þau hjónin byggðu hús í Kópavogi
þar sem þau ræktuðu fallegan garð
því bæði hafa þau mikinn áhuga á
ræktun og hafa sannanlega græna
fingur. Sumarið 1988 fórum við Stína
austur í Tungur, sveitina þar sem
pabbi ólst upp á Torfastöðum, að
hjálpa þeim að girða land fyrir sum-
arhús í landi Efri-Reykja sem þau
fengu hjá frænda okkar, Gunnari
bónda. Hrifumst við af staðnum og
byggðum með þeim bústaðinn sem
átti að vera lítill en varð að stóru
heilsárshúsi ásamt tveimur gróður-
húsum og tjaldstæði. Þar er oft
margmennt, þá var hann ánægður.
Þau höfðu valið land þar sem gróður
náði varla í ökkla því nú átti að
rækta. Það er nú orðið skógi vaxið
með nærri hundrað tegundum trjáa
og plantna. Flestum hafa þau sáð
fyrir og sífellt verið að prófa nýjar
tegundir. Það gat tekið á að vera
vinnumaður hjá pabba, grafa holur,
sækja skít og setja niður plöntur sem
ég vissi ekki einu sinni hvað hétu því
ég hafði verið á sjó í mínum frítíma
og þekkti varla gras frá trjám. Ég
horfi í dag stoltur á skóginn og fjöl-
breytnina í gróðrinum og þá breyt-
ingu sem hefur orðið á landinu, skjól-
ið sem hefur myndast og fuglalífið,
enda tókst honum að smita mig og er
ég orðinn býsna snjall í garðyrkju.
Það verður seint sagt að hann hafi
verið verkkvíðinn; þegar búið var að
ákveða hvað átti að gera þá byrjaði
hann og kláraði. Hann var ekki með
neitt slugs þótt kominn væri á átt-
ræðisaldur. Síðasta sumar þurfti
hann að nota staf en oft var stafurinn
inni en hann úti að klippa eða huga að
gróðrinum, áhuginn og kappið var
svo mikið. Hann hlakkaði til að fara
austur þar sem þau eiga mörg
hundruð plantna og margar tegundir
í uppeldi, til að setja í lóðina hjá Ei-
ríki bróður eða gefa vinum sínum.
Elsku mamma, Lára, Eiríkur,
tengdabörn og barnabörn við minn-
umst góðs manns sem var líka okkar
besti vinur. Við söknum hans sárt
Stefán Hans og Kristín Jóhanna.
Það var erfitt símtalið sem ég fékk
í vinnunni 23. janúar sl. þegar hann
Jakob minn tilkynnti mér að pabbi
minn væri látinn. Dauða hans bar
skjótt að og eftir sitjum við harmi
slegin.
Það er margt sem leitar á hugann
þegar hugsað er til baka. Foreldrar
mínir hafa verið mín stoð og stytta í
lífinu ásamt því að vera mínir bestu
vinir. Pabbi kenndi mér svo ótal-
margt sem er mitt veganesti í dag.
Pabbi var mikill gleðigjafi í lífi
mínu, barna minna sem og vina og
alltaf var stutt í húmorinn. Alltaf var
opið hús í Laufbrekkunni fyrir vini
okkar systkinanna.
Pabbi var mikill söngmaður og var
í þremur kórum. Hann lagði mikið
upp úr því að við systkinin færum í
tónlistarskóla og ólumst við upp við
mikinn söng. Á mannamótum stjórn-
aði pabbi oft fjöldasöng og spilaði
undir á gítar þar sem iðulega var
sungið ,,Einkall út að slá, út að slá á
engi. Einkall og hundurinn hans, út
að slá á engi.“
Ég er stolt yfir því að hafa haft
pabba mér við hlið í Háskólabíói hinn
19. janúar sl. við útskrift dóttur
minnar, Höddu Hrundar, og að hann
skyldi vera viðstaddur veislu í tilefni
þess í nýju húsi okkar Jakobs að
Grófarsmára þar sem hann var hrók-
ur alls fagnaðar.
Síðustu daga höfum við rifjað upp
allar góðu minningarnar í gegnum
tíðina. Við systkinin, makar og börn
stöndum þétt saman og styðjum
hvert annað á þessum erfiðu tímum
Elsku mamma, Stebbi og Eiríkur,
við varðveitum minninguna um frá-
bæran Gunna Steph.
Lára Stephensen.
Afi minn hét Gunnar Stephensen.
Hann var alltaf góður og fyndinn.
Hann var með hvítt hár, blá augu og
pínu freknur. Hann var 76 ára gam-
all. Afi var alltaf að gróðursetja blóm
og gerði oft æfingar. Það var gaman
að stússast með afa. Við spiluðum oft
og sungum og fullt fleira skemmti-
legt. Afi er nýdáinn og það verður
skrítið að koma í eiginlega hálftómt
hús og hafa bara ömmu en ekki afa,
en afi er alltaf innst í hjarta mér.
Soffía.
Ég man allar þær stundir sem ég
eyddi með afa og ömmu og þá sér-
staklega þegar ég dvaldi hjá þeim í
eina viku. Afi fór með mér að veiða í
Reynisvatni og ég veiddi tvo silunga
og afi lét reykja þá.
Afi var góður kall, alltaf glaður og
hress og ég mun sakna hans.
Blessuð sé minning afa míns.
Gunnar Örn Stephensen.
Elsku afi.
Ég trúi því ekki að þú sért farinn
frá okkur. Þó að þú sért farinn úr
þessu lífi ertu samt hjá okkur í hjart-
anu.
Alltaf varstu til í að grínast og
fannst það gleðilega í öllu. Þú hafðir
alltaf mikinn áhuga á því sem ég var
að gera, hvort sem það var að horfa á
mig í fótbolta eða blása í horn. Mér
fannst alltaf gaman þegar þið amma
komuð til þess að horfa á mig í mín-
um tómstundum.
Mig langar til að þakka þér fyrir
allt og allt. Þú varst besti afi sem ég
hefði nokkurn tíma getað hugsað
mér og ég mun sakna þín mikið.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Ég kveð þig, elsku afi, og geymi
allar minningarnar um þig í hjarta
mínu. Ég mun sakna stóru handanna
þinna og hlýja faðmlagsins. Guð
varðveiti þig og geymi.
Helga Guðrún.
Elsku besti afi minn.
Þegar ég fékk símhringingu hinn
23. janúar um það að þú hefðir verið
tekinn frá okkur úr þessu lífi ætlaði
ég ekki að trúa mínum eigin eyrum
og vil í raun enn ekki trúa því. Elsku
besti afi minn, sem alltaf var til stað-
ar í mínu lífi frá því að ég man eftir
mér.
Þegar öll fjölskyldan var komin
saman þennan miðvikudag fengum
við að sjá þig í kapellu í Fossvogs-
kirkjunni. Ég starði á þig, vildi ekki
af þér sleppa augunum og beið eftir
því að þú myndir hreyfa þig. En svo
var ekki, afi minn er farinn frá okkur,
á betri stað þar sem að Sigga frænka
og fleira gott fólk passar upp á hann.
Þú og amma hafið alltaf verið stór
partur af mínu lífi. Það voru t.d. eng-
in jól án þess að amma og afi væru
með okkur. Þá man ég sérstaklega
eftir því þegar við fjölskyldan ætl-
uðum að halda saman jólin í Dan-
mörku þar sem við bjuggum þegar
ég var 8 ára gömul, en ég tók það
ekki í mál þar sem þá yrðu engin
amma og afi þannig að ég ákvað upp
á eigin spýtur að heim til Íslands
skyldi ég fara til þess að halda jólin,
hvort sem ég færi ein eður ei. Það
endaði auðvitað á einn veg, að öll fjöl-
skyldan kom með mér heim til Ís-
lands og jólin urðu eins og þau áttu
að vera, allir saman.
Ásamt því að vera besti afi sem
fyrirfinnst varstu einnig besti vinur
minn. Það var alltaf gaman að spjalla
við þig, syngja með þér eða hvað sem
það var. Alltaf hafðir þú þolinmæði
og gaman fyrir hverju því sem mér
datt í hug að gera á gelgjuárunum,
hvort sem það var að skjótast með
mann í fiðlutíma eða á Kringlukast,
því smekkmaður hefur þú alltaf ver-
ið, með tískuna á hreinu.
Mér þótti alltaf vænt um hversu
mikla trú þú hafðir alltaf á mér og
þínu fólki. Þú vissir alltaf hvað væri
um að vera hjá manni og hafðir svo
mikinn áhuga á því sem maður tók
sér fyrir hendur. Vænst þykir mér
um að þú skyldir vera svona glaður
og hress, í útskriftinni minni sl. laug-
ardag, 19. janúar, og þakka ég Guði
fyrir það.
Elsku afi, mig langar til að þakka
þér fyrir allt og allt. Ég geymi hjá
mér sönginn, brosið og glaðværð
þína. Minning þín mun ætíð lifa í
hjarta mínu.
Þín dótturdóttir
Hadda Hrund.
Mér er það minnisstætt þegar
móðir mín sagði mér frá bróður sín-
um, Hans Ö. Stephensen, föður
Gunnars, frá góðsemi hans, hlýju og
alltumlykjandi umhyggju. Þegar
stóri sterki bróðir var kominn á sjó-
inn var aldrei sú landlega að hann
ekki heimsækti litlu systur þegar
hún um skeið lá á spítala, alltaf fyrst-
ur við dyrnar þegar þær voru opn-
aðar í byrjun heimsóknartíma á spít-
alanum, alltaf með hugann hjá þeim
sem á honum þurftu að halda. Hún
sagði mér líka frá því þegar Snæ-
björn skipstjóri Stefánsson gekk á
fund frænku sinnar, Ingibjargar
ömmu minnar í Hólabrekku, og bað
hana um að stuðla að því að Hans
hætti ekki á sjónum. Hann hefði svo
góð áhrif á velvildina um borð, hinn
glaðværa og söngvina vinnuanda!
Ég var aðeins tíu ára þegar Hans
móðurbróðir minn dó og kynntist ég
honum aldrei náið enda bjó hann í of-
análag mín bernskuár austur á fjörð-
um. En sonunum kynntist ég vel.
Gunnar var þeirra næstelstur. Sam-
kvæmt lýsingu móður minnar var
hann eftirmynd föður síns, í skapi,
jafnt sem útliti og háttum.
Gunnar frændi minn var einhver
besti maður sem ég hef kynnst. Góð-
viljaður og hlýr og ávallt til að reiða
sig á. Hann var maður söngs og glað-
værðar, hvers manns hugljúfi, talaði
vel um samferðamenn sína en jafn-
framt hreinskiptinn og fastur fyrir ef
því var að skipta.
Gunnar var geysilega hraustur
maður á yngri árum og kom það sér
vel á því tímabili sem hann stundaði
vörubílaakstur og erfiðisstörf. Þeir
sem til þekkja vita að aldrei hlífði
hann sér við vinnu. Gunnar var ein-
arður verkalýðssinni og er ég til vitn-
is um að enginn var einn síns liðs sem
hafði hann að félaga. Þegar ég ein-
hverju sinni, sem formaður BSRB,
mætti á fund á vinnustað þar sem
deilumál voru uppi og sá Gunnar
frænda minn þar í hópi, þá vissi ég að
málið fengi farsælan endi.
Gunnar var góður við móður jörð.
Henni sýndi hann mikla virðingu og
kom fram við hana af alúð. Þessu
bera órækan vott garðarnir hans
Gunnars. Þá hefur hann ræktað
marga um dagana í Reykjavík, í
Kópavogi að ógleymdum Biskups-
tungunum. Allir sem heimsótt hafa
gróðrarvinina við Laufbrekku í Efri-
Reykjaskógi vita að Gunnar kunni þá
list að láta þúsund blóm blómstra.
Hann var mikill tilfinningamaður
Gunnar Hansson
Stephensen