Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 27
en jafnframt maður hófsemi og
dyggða. Hann kunni að njóta lífsins
og leyfði öðrum að njóta þess með
sér. Gunnar H. Stephensen ræktaði
vel sinn garð.
Þau hjónin, Hadda og Gunnar,
voru samheldin og fjölskyldumeð-
limir allir voru góðir félagar. Mikill
harmur er að þeim kveðinn en minn-
ingin lifir um góðan dreng.
Við Vala sendum Höddu og fjöl-
skyldu innilegar samúðarkveðjur á
erfiðri stundu.
Ögmundur Jónasson.
Skyndilegt fráfall Gunnars kom
eins og reiðarslag, þótt vissulega
hefði hann misst þrótt vegna veik-
inda nýlega. Gunnar var maður með
mikla útgeislun og sjarma. Þegar
Gunnar frændi gekk inn í herbergi,
þá var það samt ekki bara persónan
og maðurinn sem allir tóku eftir
heldur var þá eins og hlýnaði inni.
Hann var hlýr í háttum og hann var
hlýr í verkum sínum. Hann var
sterkur persónuleiki, afgerandi í
gerðum sínum og skoðunum; hann
var vinur vina sinna – trygglyndur,
staðfastur og hlýr. Hann hafði góða
lund og almættið hafði úthlutað hon-
um ríkulega af húmor. Sagnamaður
var hann með ágætum. Og aldurinn
beygði hann hvorki né breytti, hann
var alltaf ungur í andanum, áhuga-
samur um umhverfi sitt, fólk og sam-
félag. En stóra ástríðan í lífi hans var
músík. Eins og faðir hans áður var
hann söngmaður góður og tónlistin
rann í æðum hans. Hann söng með
Karlakór Reykjavíkur um áratuga-
skeið og ætíð var stutt í tónlistariðk-
un þar sem hann var nálægt. Hann
hafði gaman af að ræða tónlist og
tónlistarmál og var þar vel heima,
hvar sem borið var niður. Hann var
bóngóður og örlátur og fór ekki í
manngreinarálit. Hann flíkaði hvorki
tilfinningum sínum né skoðunum, en
þó vissu allir að lífsskoðanir hans
voru þess eðlis að hann bar annarra
hag ekki síður fyrir brjósti en sinn
eigin. Hann verndaði alla sem nálægt
honum voru, hann var öruggur,
stólpi, bjarg – og ég á bágt með að
trúa því enn að hann sé ekki lengur.
Allir sem kynntust honum báru hon-
um gott orð og hann var farsæll mað-
ur. Ég kynntist þeim hjónum sem
barn, og voru Gunnar og Hadda
ávallt vörumerki hinna samhentu
hjóna. Lífsgleði og fjör einkenndi líf
þeirra, ásamt dugnaði og elju og allt-
af voru þau til staðar fyrir börn sín
og barnabörn. Þau voru öllum, sem
kynntust þeim, fordæmi og fyrir-
mynd og komu manni í skilning um
að lífið getur sannarlega verið ynd-
islegt, þótt heimurinn sé vondur.
Mikill harmur er kveðinn að Höddu
og sendi ég henni og börnum þeirra
hlýjar samúðarkveðjur.
Björn Jónasson.
Ekki hefði mann órað fyrir að
hann Gunni hennar Höddu, eins og
við kölluðum hann, fengi kallið svona
fljótt, en það er víst að eitt sem bíður
okkar allra er blessaður dauðinn.
Fyrir örfáum dögum vorum við í út-
skriftinni hennar Höddu Hrundar,
barnabarns Höddu og Gunna. Þarna
sat hann í horninu á stofunni, sæll og
glaður í fína hægindastólnum og við
höfðum á orði að það væri eins og
hornið hefði verið sérstaklega hann-
að fyrir hann. Ég ræddi það við Láru
daginn eftir hvað mér hefði fundist
pabbi hennar líta vel út og hafa náð
heilmiklum framförum frá áfalli sem
hann hafði fengið fyrir tæpu einu og
hálfu ári.
Það er gott að eiga góðar minn-
ingar um góðan mann.
Það var sumarið 1971 sem ég, lítil
stúlka úr sveit, var send til móður-
systur minnar Höddu og Gunna í
Kópavoginn, í pössun í tvo mánuði
þar til ég flytti endanlega suður með
ömmu og afa. Þarna var ég komin inn
í kærleiksríka fjölskyldu sem tók
mér vel. Gunni hafði einstakt lag á
mér, hann var skemmtilegur, stríð-
inn og kom manni alltaf í gott skap
þegar hann pikkaði í öxlina á manni,
tók í nefið á mér og þóttist hafa tekið
það af, hver kannast ekki við það.
Eitt sinn stakk hann upp í mig há-
karli í stríðni en það varð ekki aftur
snúið því að ég gerðist mikill aðdá-
andi þorrans og á ég honum mikið að
þakka áhuga minn á hákarli. Gunni
var mikil söngmaður enda söng hann
með Karlakór Reykjavíkur í áratugi.
Þar sem hann þurfti að æfa sig
hljómaði söngur hans oft út um bað-
gluggann þar sem við krakkarnir
vorum að leika okkur í garðinum,
þetta var alltaf jafnnotalegt. Það
voru ekki ófáar ferðirnar í Háskóla-
bíó að hlusta á Gunna og kórinn, þar
sem afrakstur baðsöngæfinganna
skilaði alltaf góðum árangri.
Gunni var búfræðingur að mennt
en starfaði sem atvinnubílstjóri og
keyrði vörubíl í mörg ár og var það
mikið sport að fá að sitja í Benzan-
um.
Í dag er ég djúpt snortin yfir því að
ég og fjölskylda mín hafi fengið þau
forréttindi að vera partur af þessari
fjölskyldu sem Gunni spilaði stórt
hlutverk í. Síðustu jól gáfu þau dótt-
ur minni lampa sem Gunni hafði búið
til úr mósaík, þetta var eitt af mörg-
um mósaíkverkum sem hann gerði.
Lampinn minnir á Gunna og sögu
hans. Síðustu daga hef ég verið að
rifja upp þær minningar sem ég á um
Gunna og það sem ég skrifa hér er
bara brotabrot af þeim minningum
sem ég geymi í hjarta mér. Elsku
Hadda, Stebbi, Lára, Eiríkur og fjöl-
skyldur ykkar, Guð styrki ykkur í
þessari miklu sorg.
Takk fyrir samfylgdina. Kveðja,
Bryndís Ósk.
Þegar mér bárust fréttir af andláti
Gunnars frænda míns brá mér í
brún. Við höfðum verið vongóð um að
góður bati væri í höfn, þó að aðvör-
unarljós hefðu kviknað nokkru áður.
Ég var staddur erlendis þegar
fregnin barst og leitaði afdreps í ein-
um af gróðursælum görðum stór-
borgarinnar til að eiga hljóða stund
með minningum mínum. Minningum
um góðan vin og frænda.
Kynni okkar Gunnars hófust fyrst
verulega þegar við vorum saman
nokkur sumur á Bændaskólanum á
Hvanneyri. Hann að læra að verða
bóndi en ég sumarstrákur og skart-
aði titlinum „kúskur“. Þótt nokkur
aldursmunur væri á okkur tengd-
umst við mjög sterkum vinaböndum
sem héldust alla tíð og aldrei bar
skugga á. Á Hvanneyri kynntist
Gunnar eftirlifandi konu sinni, elsk-
unni henni Höddu, sem ásamt börn-
um þeirra stóð eins og klettur við hlið
Gunnars í gleði og sorg.
Atvikin höguðu því þannig að
Gunnar gerðist ekki bóndi en haslaði
sér völl í þéttbýlinu við ýmis störf. Þó
naut hann ávallt nálægðar við nátt-
úruna. Sumarhöll fjölskyldunnar ber
því skýrt vitni. Þau voru samhent í að
rækta upp landið og gera það að
þeirri paradís sem raun ber vitni.
Um lyndiseinkunn Gunnars er það
að segja að hjartahreinni, greiðvikn-
ari og gáskafyllri mann hef ég ekki
hitt á lífsleiðinni. Hann var ákaflega
trygglyndur, ekki síst við sína nán-
ustu, og minnist ég ótal atvika þar
sem Gunni frændi bjargaði málunum
fyrir mig og mína.
Og svo var það söngurinn. Já,
söngurinn! Gunnar gerðist snemma
félagi í Karlakór Reykjavíkur þar
sem hann starfaði alla tíð. Hann naut
tónlistarinnar af fölskvalausri gleði
enda eignaðist hann á hennar vegum
stóran vinahóp í söng og starfi og ég
var svo lánsamur að fá því að kynn-
ast af og til í gegnum árin.
Gunnar frændi minn kom í hlaðið á
hvítum hesti, einn að þessu sinni þó
að hann og Hadda hefðu tvímennt á
fáki sínum í gegnum lífið, samhent og
sæl. Þegar jóreykurinn af fáki hans
hverfur þá kveð ég þennan góða vin
minn með söknuði.
Farðu sæll frændi.
Stefán Þ. Stephensen.
Gunnar Hansson frændi minn er
látinn. Hann var einn af mörgum
uppáhaldsfrændum mínum sem eiga
það sameiginlegt að hafa stórt,
mjúkt og – umfram allt – hlýtt faðm-
lag, auk ýmissa annarra ómetan-
legra hæfileika.
Gunnar hafði marga góða kosti;
var greiðvikinn, glettinn og frænd-
rækinn, svo ekki sé minnzt á hans
góðu rödd, í tali og söng.
Gunnar var tryggur hluti af lífi
mínu alla tíð – frá því að þau Hadda
bjuggu í kjallaranum í Hólabrekku,
miðdepli stórfjölskyldunnar. Þar átt-
um við leikvöll sem var engu líkur.
Ögmundur og Gunnar farnir að búa
með sínum góðu konum á torfunni,
elztu börnin þeirra á sama reki og við
yngstu systkinabörn feðranna. Afi
og Sigga í Hólabrekku, Einar og
Magga í Grímshaga. Það var sól öll
sumur. Á flötinni var græna úðun-
arslangan og við hlupum eftir henni á
sundfötum. Í flottasta búi allra tíma,
uppi við hlöðuna, voru útveggir skjól-
borð af bílpöllum. Húsgögn voru
rimlakassar fyrir kartöfluupp-
skeruna. Fullorðna fólkið sá okkur
fyrir nauðsynjum innanstokks; dós-
arlokum fyrir drullukökur, taui í
dúka og ábreiður og skeljasandi til
kökuskrauts.
Það er ekki lítils virði að vera alinn
upp í vörubílstjórafjölskyldu. Í byrj-
un sumars kom bílfarmur í sandkass-
ann minn í Þingholtsstrætinu. Hluti
farmsins var skeljasandur. Ekki
máttu kökurnar vera óskreyttar
frekar en á Grímsstaðaholtinu.
Í öllum þessum snúningum kring-
um okkur krakkana man ég eftir
Gunnari frænda mínum verklegum
og verkglöðum.
Það var sterk taug milli föður míns
og Gunnars og segir mér svo hugur
að ófá hafi viðvik hans verið við sum-
arbústaðarbyggingu foreldra minna
þegar útvega þurfti og flytja í Mið-
dalinn símastaura í undirstöður og
annað efni.
Einhverju sinni var Gunnar stadd-
ur á heimili foreldra minna í Kópa-
voginum og spurði mig: „Á hann
pabbi þinn í hárið?“ Ég horfði sljóum
augum á hann og spurði hvað hann
meinti. Aldursmunurinn var nefni-
lega sá að hann kunni á brilljantín en
ég bara á hárlakk.
Á ættarmóti ætlaði Stebbi Hans að
heilsa mér með handabandi. Ekki
stóð á viðbrögðum föður hans.
„Svona gerir maður ekki við hana
Siggu, maður tekur hana almenni-
lega í fangið og kyssir hana.“ Svo var
gleðin við völd fram eftir nóttu og
náði gjarnan hápunkti þegar Gunni
tók gítarinn og spilaði og söng menn-
ingarverðmætin „Einkall út’að slá“.
Ættarmótið sem haldið var á óðali
Gunnarsfjölskyldunnar sumarið
2006 var góð upplifun. Móttökurnar
einstakar, handtökin óteljandi hjá
húsráðendafjölskyldunni allri og
ekkert talið eftir. Samstarfið og sam-
kenndin augljós.
Um verzlunarmannahelgi 2005
voru Gunnar og Hadda í heimsókn
hjá Jóa og Maju hér í Neskaupstað.
Áttum við þá ómetanlega skemmti-
lega kvöldstund saman, ýmislegt
rifjað upp og sagðar fjölskyldusögur
sem sumir þekktu og aðrir ekki.
Sjóður hlýrra faðmlaga er enn til
meðal Stefánunga en ég er tak-
markalaust þakklát fyrir það stóra
og innilega sem Gunnar gaf mér í
Hólabrekkunni nokkrum dögum fyr-
ir andlátið.
Samúð mín er hjá Höddu, börn-
unum þeirra Gunnars og fjölskyld-
um.
Sigríður Stefánsdóttir.
Fyrir örfáum dögum hittumst við
nokkur systkinabörnin í Hólabrekk-
unni, ættaróðalinu á Grímsstaðaholt-
inu í Reykjavík. Gunnar frændi minn
Stephensen sómdi sér vel í stól afa
okkar. Það stafaði frá honum ró, friði
og væntumþykju.
Bræðurnir Gunnar og Ögmundur
voru elstir barnabarna þeirra Ingi-
bjargar og Ögmundar í Hólabrekku.
Þar bjó fram undir þennan dag Sig-
ríður móðursystir mín í hárri elli.
Gunnar og Ögmundur hugsuðu
ásamt konum sínum sérlega vel um
Siggu föðursystur sína, en hún lést
nú um jólin.
Við minnumst Gunnars með sökn-
uði. Minningin er umvafin hlýju hans
og kímni.
Höddu og fjölskyldu sendum við
Guðmundur styrk á þessum tíma-
mótum.
Ingibjörg Jónasdóttir.
Fleiri minningargreinar um Gunn-
ar Stephensen bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 27
✝ Oddný Þór-ormsdóttir
fæddist á Fossi,
Fáskrúðsfirði, 20.
febrúar 1920. Hún
andaðist á hjúkr-
unnarheimilinu
Uppsölum 30. jan-
úar sl. Foreldrar
hennar voru Þór-
ormur Stefánsson,
f. 23.4. 1894, d.
12.5. 1981, og kona
hans Stefanía Indr-
iðadóttir, f. 4.5.
1898, d. 7.11. 1959.
Oddný var næstelst fjórtán
systkina og eru tvö þeirra enn á
lífi, þær Þóra Karólína, f. 2.5.
1922, og Aðalheiður, f. 5.3.
1927.
Oddný giftist 15.10. 1939 Ósk-
ari Jónssyni, f. 28.10. 1910, d.
18. 4. 1983, frá Hafranesi, Fá-
skrúðsfirði, og saman áttu þau
fimm börn: 1) Jónu Björgu, f.
31.7. 1939, d. 8.11. 1957, 2) Stef-
án, f. 19.9. 1941, 3) Arndísi, f.
16.2. 1950, 4) Pál, f. 22.3. 1953,
og 5) Jónu Björgu, f. 25.10.
1959, hún er gift Víglundi
Gunnarssyni, f. 29.12. 1959. Þau
eiga tvö börn, Díönu Dögg, f.
18.11. 1980, og Óskar Inga, f.
6.11. 1982. Einnig ól Oddný upp
Sonju Berg, f. 1.7. 1943, hún er
gift Sverri Sig-
urðssyni, f. 23.5.
1942. Saman eiga
þau Sigurð, f. 11.6.
1963, Þóru Hall-
dóru, f. 4.7. 1967,
og Oddnýju Ósk, f.
10.1. 1973.
Oddný og Óskar
hófu sinn búskap í
Melbrún en keyptu
fljótlega Holt þar
sem þau bjuggu
saman upp frá því
og Oddný áfram
þar til árið 2005
þegar hún flutti inn á Uppsali.
Lengst af var Oddný húsmóðir
og sá um börn og bú. Þau Óskar
voru lengi vel með lítinn búskap
og sinnti hún öllum tilfallandi
störfum þar. Einnig starfaði
hún hjá Landsbankanum og
Kaupfélagi Fáskrúðsfjarðar við
þrif á skrifstofum.
Oddný var mikil hann-
yrðakona og var það hennar
helsta áhugamál. Mikill fjöldi
fallegra muna er til eftir hana
um allan heim, því henni fannst
ekkert skemmtilegra en að
sauma og gefa til Rauða kross-
ins.
Útför Oddnýjar fer fram frá
Fráskrúðsfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 14.
Odda mín er dáin.
Ég á henni svo margt og mikið
að þakka, hún opnaði heimilið sitt
fyrir mér er ég var 4 ára gömul
þegar móðir mín var sem veikust,
hún var mér sem móðir á meðan.
Elsku Odda, þú kenndir mér svo
margt, eins og að sauma dúka,
koddaver og margt fleira. Þú hafð-
ir svo gott lag á hannyrðum. Á
hverju kvöldi komstu inn í her-
bergi til okkar Jónu til þess að
passa upp á það að við færum með
faðirvorið.
Þú varst mér svo góð, takk fyrir
það, elsku Odda mín.
Ég veit það að þú ert komin til
hans Óskars þíns. Viltu kyssa hann
frá mér því ég gat ekki kvatt hann
þegar hann dó og þakka honum
fyrir það að leyfa mér að kúra þeg-
ar ég þurfti á því að halda.
Hvíldu í friði.
Elsku Stefán, Arndís, Páll og
Jóna, Guð veri með ykkur.
Herdís Pétursdóttir.
Elsku mamma.
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sig. Júl. Jóhannesson.)
Þín dóttir,
Jóna Björg.
Elsku mamma
Guð launi þér alla velvildina
Fús ég, Jesús, fylgi þér,
fyrst að kall þitt hljómar mér.
Eg vil glaður elska þig,
þú átt að leiða mig.
Fús ég fylgi þér.
Fús ég fylgi þér.
Fús ég fylgi þér,
já, hvert sem liggur leið.
Litlu auga’ er leiðin myrk,
litla fætur vantar styrk.
Stundum þrýtur styrkur minn,
mig styrki kraftur þinn.
Fús ég fylgi þér ...
Síðar munu syndir hér
sitja’ í vegi fyrir mér.
Hjarta mitt þó hugrótt er,
ó, Herra’, ef fylgi’ ég þér.
Fús ég fylgi þér ...
(Erlendur sálmur - Bjarni Eyjólfs-
son.)
Þín dóttir
Arndís.
Elsku amma mín, mikið á ég eft-
ir að sakna þín. Ég veit ekkert
betra en að koma til þín í Holt, fá
góðan mat, heimabakað brauð og
setjast svo að spila saman og segja
sögur. Þú hefur alltaf verið svo
hress og kát og stutt í húmorinn
hjá þér og hrein unun að vera í
kringum þig.
Alveg frá því ég var tveggja ára
hef ég komið til þín á sumrin og
við náðum alltaf að bralla eitthvað
saman. Þegar ég var rétt að verða
sex ára var prjónunum komið fyrir
í höndunum á mér og síðar nál og
spotta og þannig var mér kenndur
koll af kolli allur saumaskapur á
hverju sumri, og það þýddi ekkert
að svíkjast um. Við sátum líka svo
oft að spila langt fram eftir kvöldi,
hlógum að vitleysunni í sjálfum
okkur og fannst ekkert skemmti-
legra.
Þú prjónaðir alltaf fallegustu
peysurnar og saumaðir fallegustu
fötin, ég geng enn í kápunni sem
þú saumaðir handa mömmu í ferm-
ingargjöf og vekur hún alls staðar
mikla lukku. Það fyrsta sem ég og
mamma gerðum alltaf þegar við
komum í Holt var að kíkja ofan í
kistilinn þinn til þess að sjá allt
það nýja sem þú hefðir saumað og
prjónað og málað síðan við komum
síðast til þín. Önnur eins handa-
vinna hefur ekki sést, hvorki fyrr
né síðar.
Það var líka alltaf voða notalegt
að fá þig í heimsókn til okkar yfir í
Neskaupstað. Sérstaklega þegar
þú komst að passa okkur Óskar ef
mamma og pabbi fóru í frí. Þá bök-
uðum við alltaf og okkur Óskari
fannst svo notalegt að koma heim
til þín eftir skóla.
Ég á mikið eftir að sakna þín,
nærveru þinnar og kjánaskaparins
í okkur, því þótt þú hafir verið 60
árum eldri en ég tókst þér alltaf að
fíflast með mér og við flissuðum
eins og tvær skólastelpur.
Ég ætla að vona að þér líði vel,
amma mín, og þú hafir fundið
saumadót og prjóna á himnum því
ég veit hvað þér leiðist að sitja
auðum höndum.
Hér með sendi ég vögguvísuna
sem þú kenndir mér og við sungum
svo oft saman:
Sofðu sætt og vært,
sofðu barn mitt kært.
Heyrðu vindinn sem úti er,
ekki fær hann að granda þér.
Lokaðu barn mitt ljúfum hvörmum,
ljúfri hvíld í móðurörmum.
Blessað litla barnið mitt
brjóstið mitt er þitt.
Þín dótturdóttir,
Díana Dögg.
Oddný Þórormsdóttir