Morgunblaðið - 04.02.2008, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 29
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Fyrirlestrar og fundir
Staðlaráð Íslands | Markmið
námskeiðsins er að þátttakendur
geti gert grein fyrir lykilatriðum
staðlanna ISO/IEC 17799 og ISO/
IEC 27001 og þekki hvernig þeim
er beitt við stjórnun upplýsinga-
öryggis í fyrirtækjum. Hámarks-
fjöldi þátttakenda er 12 manns.
dagbók
Í dag er mánudagur 4. febrúar, 35. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Vaknið, því þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.)
Náttúrulækningafélag Ís-lands heldur á fimmtudagmálþing um kulnun ístarfi. Málþingið er haldið
á Hótel Loftleiðum og hefst kl. 20.
„Kulnun í starfi er stundum kölluð
útbruni. Í stuttu máli er kulnun þeg-
ar fólk er undir langvarandi álagi,
slítur sér út og eyðir öllum vara-
forða. Starfið og álagið sem því fylgir
er farið að taka yfir einkalífið, og í
stað vinnugleði er komin vanlíðan,
sektarkennd og vanmáttarkennd,“
segir Jón Björnsson rithöfundur og
sálfræðingur sem er einn fyrirlesara
á þinginu. Auk Jóns flytja erindi
Kristinn Tómasson yfirlæknir hjá
Vinnueftirliti ríkisins, Ása Ásgeirs-
dóttir fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu
og Margrét Arnljótsdóttir sálfræð-
ingur hjá HNLFÍ.
Í erindi sínu fjallar Jón um þann
hraða sem einkennir líf fólks nú á
dögum, hættuna á að ánetjast hrað-
anum og láta hann spilla lífsgæðum
og siðferði. Einnig ætlar Jón að lýsa
hvernig hann sjálfur brást við þegar
honum fannst að álag í starfi og kröf-
ur hraðans væru tekin að ógna lífs-
gleðinni: „Kulnun birtist með mis-
munandi hætti hjá hverjum og
einum. Í mínu tilviki fannst mér lífið
vera orðið þröngt og fátæklegt. Allar
vökustundir var ég meira og minna
upptekinn af vinnunni svo ekkert
svigrúm var fyrir önnur áhugamál,“
segir Jón. „Ég tók þá ákvörðun að
breyta um lífsstíl, skipta um starf og
hætta að príla metorðastigann. Ólíkt
því sem ég átti von á urðu umskiptin
auðveld, og hef ég ekki eitt augnablik
séð eftir þessari ákvörðun síðan.“
Jón ráðleggur þeim sem telja sig
vera að kulna í starfi að hugsa sinn
gang: „Lífinu eigum við að lifa okkur
til ánægju, og ef eitthvað er til ama
má ekki bíða of lengi að ráða bót.
Með hæfilegum skammti af sjálfs-
skoðun geta langflestir hjálparlaust
fundið sér réttan farveg og forgangs-
raðað gildunum í lífinu.“
Heimasíða Náttúrulækningafélags-
ins er á slóðinni www.nlfi.is. Að-
gangseyrir að málþinginu er kr. 800
og eru allir velkomnir. Fundarstjóri
er Jan Tribel yfirlæknir NFLÍ og
verða pallborðsumræður að loknum
erindum.
Heilsa | Málþing NLFÍ um kulnun í starfi á fimmtudag kl. 20
Hvað má gera við kulnun?
Jón Björnsson
fæddist í A-
Húnavatnssýslu
1947. Hann lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á
Akureyri og námi í
sálfræði frá Há-
skólanum í Freib-
urg. Jón var fé-
lagsmálastjóri á Akureyri og síðar
framkvæmdastjóri menningar-, upp-
eldis- og félagsmála hjá Reykjavík-
urborg. Hann hefur undanfarin ár
fengist við ýmis verkefni innan stjórn-
sýslunnar og skrifað ferðabækur. Eig-
inkona Jóns er Stefanía Arnórsdóttir
bókasafnsfræðingur og eiga þau tvö
börn og þrjú barnabörn.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-
16.30, boccia kl. 10, félagsvist kl. 13.30.
Aflagrandi 40 | Bíóferð á Brúðgum-
ann fimmtud. 7. febrúar kl. 16, rúta frá
Aflagranda kl. 15.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, morgunkaffi/dagblöð, jóga,
fótaaðgerðir, hádegisverður, búta-
saumur, kaffi. Þriðjud. 5. febrúar verð-
ur farið á Revíu í Iðnó kl. 14. Rútuferð
frá Bólstaðarhlíð kl. 13.10, rútugjald
500 kr. Skráning í s. 535 2760.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa opin kl.
9-12, leikfimi kl. 10, myndlist kl. 13-16,
bridds kl. 14.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif-
stofa FEBK í Gullsmára 9 er opin á
mánudögum og miðvikudögum kl. 10-
11.30, s. 554 1226. Skrifstofan í Gjá-
bakka er opin á miðvikudögum kl. 15-
16, s. 554 3438. Félagsvist í Gull-
smára á mánud. kl. 20.30, í Gjábakka á
miðvikud. kl. 13 og á föstud. kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Bridds kl. 13, kaffitár kl. 13.30, línu-
danskennsla kl. 18, samkvæmisdans
byrjendur kl. 19, og framhald kl. 20. Fé-
lagsfundur verður haldinn í Stangarhyl
4 laugard. 9. febr. kl. 14, kynntar verða
tillögur um breytingar á lögum Félags
eldri borgara í Reykjavík.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin, leiðbeinandi verður
til hádegis, gler- og postulínsmálun kl.
9.30 og kl. 13, lomber og canasta kl.
13.15, kóræfing kl. 17 og skapandi skrif
kl. 20, bolludagskaffi.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 8, kvennaleikfimi kl. 9,
9.45 og 10.30, karlaleikfimi kl. 9.30,
boccia kl. 10.30, gönguhópur frá Jóns-
húsi kl. 11, glerskurðarklúbbur kl. 13,
biblíulestur í Jónshúsi kl. 14, enginn
aðgangseyrir.
Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, postulínsnámskeið
kl. 10, sund og leikfimiæfingar í Breið-
holtslaug kl. 9.50. Frá hádegi er spila-
salur opinn, kóræfing kl. 14.20, dans-
æfing kl. 10, uppl. á staðnum og í s.
575 7720.
Garðaholt, samkomuhús | 55. fundur
verður haldinn 5. febr. nk. og hefst
stundvíslega kl. 20 – venjuleg aðal-
fundarstörf. Miðar á galakvöld félags-
ins verða seldir á fundinum. Kaffi-
nefnd, hverfi 5, 6, 19 og 21, sem mætir
kl. 19. Stjórnin. www.kvengb.is.
Hraunbær 105 | Kaffi, spjall, blöðin kl.
9, opin handavinnustofa kl. 9-16.30.
Útskurður kl. 9-12, bænastund kl. 10,
hádegismatur, myndlist kl. 13-16, kaffi
kl. 15.
Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl.
10, handmennt – gler kl. 10, Gaflarakór-
inn kl. 10.30, handmennt – gler kl. 13,
félagsvist kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa
kl. 9-16 hjá Sigrúnu, jóga hjá Sóleyju
Erlu, hádegisverður, frjáls spila-
mennska kl. 13-16, bollukaffi.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús-
inu, Dalsmára kl. 9.30.
Hringdansar í Kópavogsskóla kl. 14.20.
Upplýsingar í síma 564 1490.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun,
þriðjudag, er sundleikfimi í Graf-
arvogssundlaug kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morg-
unkaffi og spjall kl. 9.30, sögustund kl.
10.30, handverks- og bókastofa kl. 13,
kaffi kl. 14.30, söng- og samverustund
kl. 15.
Laugarból, íþr.hús Ármanns/Þróttar
Laugardal | Leikfimi fyrir eldri borgara
mánud. kl. 12, þriðjud. kl. 11 og fimm-
tud. kl. 11.
Leshópur FEBK, Gullsmára | Vigdís
Grímsdóttir rithöfundur verður gestur
leshóps FEBK í félagsheimilinu Gull-
smára 13 þriðjudaginn 5. febr. kl. 20.
Enginn aðgangseyrir.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan og handa-
vinnustofa opnar kl. 9-16, boccia kl. 10,
hárgreiðslustofa, sími 588 1288, fóta-
aðgerðarstofa, sími 568 3838.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf-
uðborgarsvæðinu | Brids kl. 19 í fé-
lagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla kl. 9.15-
15.30, handavinna og boccia kl. 9, leik-
fimi kl. 11, hádegisverður kl. 11.45, kór-
æfing kl. 13, kaffiveitingar kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
bókband, morgunstund, boccia, hand-
mennt, upplestur framh.saga kl. 12.30,
Sungið með Sigríði kl. 13.30, hár-
greiðslu- og fótaaðgerðastofur opnar
alla daga, frjáls spilamennska eftir há-
degi.
Þórðarsveigur 3 | Mánudagur: kl. 10
félagsráðgjafi (annan hvern mánu-
dag), kl. 13 salurinn opinn, kl. 13.15 leik-
fimi, kl. 14.45 boccia.
Kirkjustarf
Grafarvogskirkja | TTT fyrir börn 10-
12 ára í Grafarvogskirkju og Húsaskóla
kl. 17-18. Æskulýðsfélag fyrir unglinga
í 8.-10. bekk í Grafarvogskirkju kl. 20.
Hallgrímskirkja | Kyrrðar- og bæna-
stundir kl. 12.15 í umsjá Sigrúnar V. Ás-
geirsdóttur.
Laugarneskirkja | Fundur í safn-
aðarheimili Laugarneskirkju kl. 20,
hugsjón félagsins er að hlúa að starfi
kirkjunnar. Nýjum konum er velkomið
að bætast í vaxandi hóp kvenfélags-
kvenna.
Þorlákskirkja | Foreldramorgunn í
bókasafni á þriðjudagsmorgun kl. 10
og 12.
Það er mikið um kvikmynda-
frumsýningar og verðlaunahátíðir
hjá fræga og fína fólkinu í Holly-
wood um þessar mundir.
Mikið að gera á rauða dreglinum
Reuters
Gaman saman Eva
Longoria Parker stillir
sér upp með meðleik-
urum sínum í mynd-
inni Over Her Dead
Body í Hollywood á
dögunum. Frá vinstri;
Lake Bell, Eva Lon-
goria, Jason Biggs og
Lindsay Sloane.
Myndin var frumsýnd í
Bandaríkjunum 1.
febrúar.
Kát Leikkonan Kate
Hudson stillir sér upp á
forsýningu myndarinnar
Fool’s Gold í Kínverska
leikhúsinu í Hollywood
30. janúar síðastliðinn.
Auk hennar fara Matt-
hew McConaughey og
Donald Sutherland með
aðalhlutverk í myndinni.
Verðlaunuð Angelina Jol-
ie og Brad Pitt mæta á Al-
þjóðlegu kvikmyndahátíð-
ina í Santa Barbara,
Kaliforníu á laugardag-
inn. Jolie fékk verðlaun
fyrir besta leik ársins á
hátíðinni fyrir hlutverk
sitt í A Mighty Heart.
Hress Clint Eastwood og
kona hans Dina á Al-
þjóðlegu kvikmyndahátíð-
inni í Santa Barbara.
Myndarlegt par Matthew McConaughey með unnustu
sinni og verðandi barnsmóður Camillu Alves á frum-
sýningu Fool’s Gold.
Fjólublá Fernanda Romero
á rauða dreglinum á forsýn-
ingu nýjust myndar sinnar
The Eye í Los Angeles.
Sæt og fín Jessica
Alba og Alessandro
Nivola á forsýningu
The Eye.
CLUBVOICE er heiti nýrrar útvarpsstöðvar á Ak-
ureyri. Hún er þó ekki send út þráðlaust heldur
er hún aðeins send út á netinu. Einungis verður
leikin danstónlist á stöðinni og segja aðstand-
endur hennar að vantað hafi útvarpsstöð sem spili
einungis þá tegund tónlistar.
Útvarpsstöðin er hliðarverkefni útvarpsstöðv-
arinnar VOICE 987, sem hefur verið í gangi á Akureyri á annað
ár. Segir Árni Már Valmundarson, dagskrárstjóri VOICE 987, í
tilkynningu, að það eina sem þurfi að hafa sé nettenging og
tölva og þá sé hægt að hlusta hvar sem viðkomandi er staddur í
heiminum.
Einnig er hægt að hlusta á VOICE 987 á netinu, í bestu mögu-
legu gæðum, allan sólarhringinn. Hægt er að hlusta á báðar
stöðvarnar á www.voice.is. ClubVOICE fór í loftið sl. föstudag-
kvöld.
Netútvarpsstöð á Akureyri
FRÉTTIR
FORELDRAR langveikra eða alvarlega fatlaðra barna geta eftir
nýliðin mánaðamót sótt um sérstakar greiðslur frá Trygg-
ingastofnun samkvæmt lagabreytingu sem tók gildi 1. janúar sl.
Um er að ræða nýjan bótaflokk hjá Tryggingastofnun og koma
fyrstu greiðslur til framkvæmda 15. mars 2008. Foreldrar barna
sem greinast eftir 1. október 2007 eiga rétt á greiðslum að
ákveðnum skilyrðum uppfylltum, skv. upplýsingum Trygg-
ingastofnunar.
Foreldrar barna sem greinast með svonefnd 1. eða 2. sjúk-
dóms- eða fötlunarstig eiga rétt á almennri fjárhagsaðstoð, óháð
því hvenær börn þeirra greindust, að ákveðnum skilyrðum upp-
fylltum.
Greinist barn aftur, eftir 1. okt. 2007, með alvarlegan eða
langvinnan sjúkdóm eftir að hafa náð bata geta foreldrar átt
rétt á greiðslum.
TR hefur opnað upplýsingasíðu á netinu (tr.is) um þessi rétt-
indi þar sem mögulegt er að leggja inn umsóknir.
Aukinn réttur foreldra
langveikra barna