Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.02.2008, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA DEATH AT A FUNERAL kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.7 ára THE GAME PLAN kl. 5:40 LEYFÐ NATIONAL TREASURE 2 kl. 8 B.i.12 ára I AM LEGEND kl. 10:30 B.i.14 ára SWEENEY TODD kl. 5:40D - 8D - 10:30D B.i.16 ára DIGITAL UNTRACEABLE kl. 8:20 - 10:30 B.i.16 ára CLOVERFIELD kl. 8:30 - 10:30 B.i.14 ára MICHAEL CLAYTON kl. 6:10 B.i.7 ára TÖFRAPRINSESSAN m/ísl tali kl. 6:10 LEYFÐ SWEENEY TODD kl. 5:30D - 8D - 10:30D B.i.16 ára DIGITAL SWEENEY TODD kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16 ára LÚXUS VIP UNTRACEABLE kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.16 ára CHARLIE WILSON'S WAR kl. 5:50 - 8 - 10:30 B.i.12 ára SIGURVEGARI JOHNNY DEPP BESTI LEIKARI GOLDEN GLOBE® SÖNGLEIKUR/ GAMANMYND BESTA MYND SÝND Í ÁLFABAKKA DWAYNE „THE ROCK“ JOHNSON eee - S.V, MBL O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA DIANE LANE Í ÓVÆNTASTA SÁLFRÆÐITRYLLI ÁRSINS. HVERNIG FINNURÐU RAÐMORÐINGJA SEM SKILUR EKKI EFTIR SIG NEINA SLÓÐ? SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á MYNDDISKAR» Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is HEATH Ledger, hinn fjölhæfi, ástr- alski leikari, fannst látinn fyrir skemmstu á heimili sínu á Manhattan, hans hefur verið minnst í blaðinu og óþarft að fara fleiri orðum um þann sorglega atburð. Hann féll frá aðeins 28 ára og hefur ungur aldur hans komið mörgum á óvart. Bæði var leik- arinn fullorðinslegur og þroskaður og enn frekar hafði maður á tilfinning- unni að hann hefði verið að miklum mun lengur í sviðsljósinu. Ledger var kappsamur og metnaðarfullur, eilíf- lega að berjast við að vera tekinn al- varlega og losna úr rammanum sem töffaralegt útlitið markaði honum. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hann leikið í einum 20 myndum og fáeinum sjónvarpsþáttum. Fyrsta hlutverkið féll Perth-búanum í skaut aðeins 13 ára gömlum, það kveikti bál sem varð til þess að hann hélt til Sydney rétt 17 ára. Hann einblíndi á leiklistina og með mikilli þrautseigju fór hann að krækja í betri hlutverk. Hér á eftir verður rennt yfir helstu verkin hans sem fáanleg eru hérlendis. Frægðin lét á sér standa, Ledger hélt vestur um haf þar sem landi hans, George Jordan, réð hann í fyrsta umtalsverða hlutverkið, í glæpagrínmyndinni Two Hands (’99). Myndin kom út hérlendis og er finn- anleg ef vel er leitað. Ledger leikur smábæjarstrák sem vill komast áfram með illu ef ekki góðu.  The Patriot (’00) er vond mynd úr Þrælastríðinu, með Mel Gibson í tit- ilhlutverkinu. Hún gerði lítið gagn, íburðarmikil en innantóm.  A Knight’s Tale (’01) farnaðist bet- ur. Ledger leikur sjálfskipaðan ridd- ara og burtreiðarkempu í brokk- gengri en vinsælli mynd þar sem gert er pythonskt grín að riddarasögnum miðalda.  Monster’s Ball (’02) Ledger fer vel með lítið en áhrifaríkt hlutverk sonar Billys Bobs Thorntons. Þeir eru kúg- aðir afkomendur kynþáttahatarans Peters Boyles og búa undir þaki hans í Suðurríkjunum.  Ned Kelly (’03) Fjallbrött af- þreying um Hróa hött andfætlinga okkar og Ledger í banastuði í „stralla“-legri mynd.  The Brothers Grimm (’05). Matt Damon og Ledger leika Grimms- bræður undir lipurri stjórn Terrys Gilliams. Þeir eru ekki einvörðungu sagnaritarar, heldur fyrst og fremst svindlarar sem hafa lifibrauð sitt af því að hrekkja hjátrúarfullt lands- byggðarfólk.  Brokeback Mountain (’05) Hinn bláeygði og karlmannlegi Ledger er tvímælalaust þekktastur fyrir hlut- verk tvíkynhneigðs smala í ósk- arsverðlaunamynd, óvenju opinskárri og tilfinningaþrunginni, þar sem tog- ast á hatur og hlýja.  Casanova (’06) Ledger sýnir við- unandi andstæðu kúrekans í Broke- back Mountain, að ekki sé talað um hinn óþekkjanlega Jacob Grimm. Nú skimar hann um sviðið sem hinn fág- aði aðalsmaður miðalda og gerir hlut- verkinu tilhlýðileg kómísk skil. m Ledger-myndir á leigum Reuters Kúrekar Heath Ledger, t.v. ásamt Jake Gyllenhaal í Brokeback Mountain. NÚNA, þegar tökur eru í und- irbúningi á nýjustu kvikmyndagerð Fýkur yfir hæðir, er vel viðeigandi að markaðssetja nýja útgáfu Jane Eyre, annarar frægrar bókar eftir Charlotte Bronte. Sígild saga af staðfastri stúlku sem elst upp við sult og seyru og ástleysi hjá vond- um frænkum og síðar á mun- aðarleysingjahæli. Hagur Jane vænkast þegar hún er ráðin sem kennslukona hjá Rochester (Steph- ens), auðugum aðalsmanni sem fel- ur hrikalegan leyndardóm innan veggja síns reisulega herragarðs. Hádramatísk saga af ást í meinum, ógæfu og gleðilegum umskiptum sem skilja við áhorfandann sáttan og sælan þrátt fyrir óhóflega lengd, en myndin er þáttaröð („minisería“) frá BBC, gerð fyrir þarfir sjón- varpsins. Wilson er sterk og trú- verðug Jane, Stephens er eins og sukkaður rótari hjá ACDC. Engu að síður frábær afþreying, einkum fyrir konur, skrifuð, leikstýrt og borin uppi af kvenfólki. Vönduð að allri gerð eins og vænta má úr þessari átt. Ólíklegir bjargvættir Mynddiskur Drama England 2006. Myndform 2007. 230 mín. (2 x 115 mín.) Ekki við hæfi yngri en 14 ára. Leikstjóri: Susanna White. Að- alleikarar: Ruth Wilson, Toby Stephens. Jane Eyre  Sæbjörn Valdimarsson ÞESSI sögufrægi vestri á öruggt pláss í minningabankanum. Harris leikur breskan aðalsmann og heims- hornaflæking sem finnur sjálfan sig þegar hann er tekinn til fanga af Sio- ux-indjánum í villta vestrinu. Eftir kvalafulla pyntingarathöfn, þar sem hann sannar manndóm sinn og karl- mennsku í ógnvænlegri eldskírn, er hann tekinn góður og gildur inn í ættbálkinn. Myndin fer samvisku- samlega með sagnfræðina hvað snertir málfar, lífshætti og trúarsiði og Harris er staffírugur með sitt gullna lokkaflóð um herðar niður. Jafnan nýrakaður. Ein vinsælasta mynd stórleikarans og fylgdu tvær framhaldsmyndir í kjölfarið. Svip- mikil með fallegri tónlist og töku- stöðum. Maðurinn sem var kallaður Hross Mynddiskur Vestri Bandaríkin 1970. Sam myndir 2007. 111 mín. Ekki við hæfi yngri en 12 ára. Íslenskur texti. Leikstjóri: Elliot Silver- stein. Aðalleikarar: Richard Harris, Dame Judith Anderson. A Man Called Horse  Sæbjörn Valdimarsson Hross Svipmikill vestri með fallegri tónlist og tökustöðum. LÁTIÐ ekki vinalegt hundsnafnið á myndinni blekkja ykkur, því á ferð- inni er uppvakningasatíra í anda Shaun of the Dead og annarra slíkra en hófstilltari. Umhverfið er friðsælt bæjarfélag í Bandaríkjunum á 6. áratugnum. Íbúarnir búa vel, eiga falleg heimili, vel kembd börn og hafa örugga atvinnu. Það hefur geis- að stríð milli borgaranna og upp- vakninga og því lokið á farsælan hátt fyrir mannkynið: Uppvakningarnir endurhæfðir, gerðir hættulausir og látnir sinna einföldum störfum úti í þjóðfélaginu. M.a. við garðslátt, rus- latínslu og húshjálp og þar kemur Fídó (Connally) til sögunnar. Hann er ráðinn sem snatt-sombí hjá Helen (Moss) og Bill (Baker), og tekst mik- il vinátta með honum og Timmy (Ray), ungum syni þeirra hjóna. Ekki jafn groddafyndin og Shaun, en þeim mun ísmeygilegri, skopið felst ekki síst í að gera sem mest úr andstæðunum, litadýrð og fágun ytra borðs fyrirmyndarsamfélagsins og á hinn bóginn vafasömum gjörð- um þess og ómennsku broddborg- aranna á bak við vammlaus tjöldin. Hins vegar reynast hinar end- urhæfðu mannakjötsætur drengir góðir, svona yfir höfuð. Frábært leikaraval hjálpar myndinni svo úr verður meinfyndin og harla óvenju- leg skemmtun. Endurhæfðir upp- vakningar á sveimi Mynddiskur Gamanmynd Bandaríkin 2007. Myndform 2008. 88 mín. Ekki við hæfi yngri en 12 ára. Ís- lenskur texti. Leikstjóri: Andrew Currie. Aðalleikarar: Carrie-Anne Moss, Billy Connally, Tim Blake Nelson. Fido  Sæbjörn Valdimarsson Fido „Umhverfið er friðsælt bæjarfélag í Bandaríkjunum á 6. áratugnum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.