Morgunblaðið - 04.02.2008, Qupperneq 40
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 35. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Tólf tilboð í gerð sjúkra-
skráa bárust Landspítala
Tilraunaverkefni Landspítalans
um útvistun á gerð sjúkraskráa er
að komast í gang. Tólf tilboð bárust.
Að sögn aðstoðarmanns lækninga-
forstjóra bárust engin tilboð frá
lyfjafyrirtækjum né félögum í eigu
þeirra. » Forsíða
Skemmdir sjást er þiðnar
Frostskemmdir í sumarbústöðum
urðu ekki miklar um helgina, en þó
gæti meira tjón komið í ljós þegar
hitnar í veðri. Afrennsli fjögurra bú-
staða í Grímsnesi stíflaðist en það
tókst að laga áður en mikið tjón
varð. » 2
Vilja viðurlög á sjálfa sig
Ásta Möller, formaður heilbrigð-
isnefndar Alþingis, segir það sér-
stakt að kráareigendur krefjist þess
nú að fá á sig viðurlög til þess að
framfylgja reykingabanninu. Sam-
tök veitinga- og gistihúsaeigenda
hafi viljað reykingabann án und-
anþágna á sínum tíma. » 6
Sjálfstjórn Færeyja aukin
Ný vinstrisinnuð samsteypustjórn
þriggja flokka tekur við stjórn-
artaumunum í Færeyjum eftir kosn-
ingar til lögþingsins. Stefnt er á að
minnka árlegt framlag Danmerkur
til Færeyja um 1,5 milljarða á næstu
fjórum árum. » 15
Clinton og Obama jöfn
Barack Obama saxar sífellt á for-
skot Hillary Clinton í skoðanakönn-
unum. John McCain hefur náð miklu
forskoti á Mitt Romney. » 15
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Siðfræðin á ekki lengur
svör
Staksteinar: Vinarþel
Forystugrein: Samstaða um grund-
vallaratriði
UMRÆÐAN»
Fjárhagslegur stöðugleiki í Garða-
bæ – öryggi til framtíðar
Við bjóðum góðan daginn – alla daga
Ú́r þjóðgarði í bakgarð
Draumurinn um Flórída
Með réttu spurningunni getur þú
sparað milljónir
Valkvíði
FASTEIGNIR»
Heitast -0 °C | Kaldast -5 °C
Norðan 15-20 m/s og
slydda eða rigning
austanlands. Hvessir
og fer að snjóa vestan-
lands síðdegis. » 10
Sæbjörn Valdimars-
son fjallar um þær
myndir með Heath
Ledger sem hægt er
að fá hér á mynd-
bandaleigum. » 36
MYNDDISKAR»
Ledger-
myndir
KVIKMYNDIR »
Sweeney er blóðug og
fær fjórar stjörnur. » 37
María Kristjáns-
dóttir var ánægð
með leiksýninguna
Hetjur sem hún seg-
ir vera einfalda en
ljúfa. » 34
LEIKLIST»
Ljúfar
Hetjur
FÓLK»
Flugan leit meðal annars
inn á Broadway. » 32
FÓLK»
Það var dansað við The
Musik Zoo. » 39
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Er allt á niðurleið á Íslandi?
2. Bar sakir á mömmu sína
3. Viktoría með nýtt tattú
4. 20 kílóa rjómabolla
„ÞAÐ var ein afastelpa, Íris Elfa
Haraldsdóttir, að gefa smáfuglunum
á skaflinn, þá vaknaði þetta kvæði,“
segir Leifur Eiríksson, sem er 101
árs og býr á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hann segist vilja vekja fólk til um-
hugsunar á meðan frost sé yfir og
kuldi. Og teikningin er eftir aðra
afastelpu, sem var um ferming-
araldur þegar hún teiknaði myndina.
Stúlkan heitir Auður Eysteinsdóttir
og hæfileikarnir leyna sér ekki, enda
er hún myndlistarkennari núna.
„Mér hefur þótt gott að vinna með
mínu fólki,“ segir Leifur góðlátlega.
Og ljóðið hefur yfirskriftina „Þið
litlu kæru vinir“:
Þið litlu, kæru vinir, sem leitið
hjálpar manna,
þá landið okkar góða er vafið
klakaböndum
og lífið fuglinn smáa leikur
hörðum höndum,
hvern lítinn mola þakkið úr
höndum gjafaranna.
Í kringum litla stúlku, sem korni
á skaflinn stráði,
var kominn stærðarhópur með
þakkarglampa í augum,
alla tíð síflögrandi með ótta í
fínum taugum,
unz með dirfsku og snarræði
loksins fengnum náði.
Hún gælir blítt við hópinn og
hlustar næmu eyra,
um hjartað streymir gleði og
augun geislum skarta.
Hún hleypur inn til mömmu,
þá hljómar röddin bjarta:
Þeir horfðu allir til mín, –
þá langar víst í meira.
„Þá langar víst í meira“
Árvakur/Árni Sæberg
Vinir smáfuglanna Auður Eysteinsdóttir og Leifur Eiríksson með teikn-
inguna og ljóðið „Mér hefur þótt gott að vinna með mínu fólki,“ segir Leifur.
HLJÓMSVEIT-
IN Jakobínarína
er hætt störfum.
Síðan sveitin
vann Músíktil-
raunir árið 2005
hefur hún notið
mikilla vinsælda,
innan lands sem
utan. Fyrsta
plata hennar, The
First Crusade, kom út hjá 12 tónum
síðastliðið haust og fékk hvarvetna
glimrandi dóma.
Í haust ferðaðist sveitin einnig um
Bretland ásamt breska bandinu To
My Boys og þá voru farnar tónleika-
ferðir til Bandaríkjanna og Dan-
merkur. Í október tók við Evrópu-
hljómleikaferð með Kaiser Chiefs
sem stóð til nóvemberloka. Til stóð
að Jakobínarína færi aftur á ferð um
Bretland fyrir áramót en á síðustu
stundu var hætt við það.
Samkvæmt meðlimum Jakobín-
urínu munu þeir tjá sig frekar um
málið á næstu dögum.
Jakobína-
rína
er hætt
Jakobínarína.
RJÓMABOLLURNAR runnu út í bakaríum og
verslunum í gær vegna bolludagsins sem rennur
upp í dag. Ekki er þó víst að allir hafi geymt boll-
urnar til bolludagsins því þær byrjuðu að seljast
af krafti á fimmtudag. Steinunn Tinna Þórð-
ardóttir hafði varla undan að raða bollum í búð-
arborðið hjá Bakarameistaranum í Hús-
gagnahöllinni. Vatnsdeigsbollurnar eru sem fyrr
vinsælastar. Steinunn segir að heilu fjölskyld-
urnar komi og allir fái að velja sér uppáhalds-
bollurnar í kassa til að taka með heim. Aðrir fara
styttra og gæða sér á brauðinu í kaffihúsinu.
Rjómabollurnar renna út fyrir bolludaginn
Árvakur/Ómar