Morgunblaðið - 25.02.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 55. TBL. 96. ÁRG. MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
ÞEIR ERU ÞURSAR
ALLT VARÐ FRAMÚRSKARANDI GOTT OG
RAUNAR FULLKOMIÐ Á KÖFLUM >> 37 Hetjur >> 33
Öll leikhúsin
á einum stað
Leikhúsin í landinu
20
% m
eira magn - sam
a
verð
ostur.is
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson
segir eðlilegt að allur borgarstjórn-
arflokkur Sjálfstæðisflokksins fái
tækifæri til þess að ákveða í samein-
ingu hver verður borgarstjóri fyrir
hönd flokksins. Eins og fram kom í
yfirlýsingu frá Vilhjálmi í gær mun
hann sitja áfram sem borgarfulltrúi
og oddviti borgarstjórnarflokksins
en hvað hann varðar „er opið hver
tekur við embætti borgarstjóra“ í
mars á næsta ári. Samtímis barst
yfirlýsing frá borgarstjórnarflokkn-
um þess efnis að Vilhjálmur nyti
óskoraðs stuðnings. Í viðtali við
Morgunblaðið í dag segir Vilhjálm-
ur að ákvörðun verði tekin þegar
nær dregur en leggur áherslu á að
flokkurinn muni tímasetja þá
ákvörðun á eigin forsendum en ekki
láta undan þrýstingi pólitískra and-
stæðinga.
Vilhjálmur segist þeirrar skoðun-
ar að ekki eigi að leita út fyrir nú-
verandi borgarstjórnarflokk að
nýju borgarstjóraefni enda sé þar
að finna fjölda hæfileikafólks. Hann
segir hins vegar mikilvægt að sátt
verði innan hópsins um valið þannig
að sá er sest í borgarstjórastólinn
hafi skýrt umboð.
Þau Hanna Birna Kristjánsdótt-
ir, Gísli Marteinn Baldursson og
Júlíus Vífill Ingvarsson sögðu öll í
samtali við Morgunblaðið í gær að
þau myndu gefa kost á sér sem
borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks-
ins að ári. | 4 og Miðopna
Þrjú gefa kost á sér
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins ætlar sameiginlega að
taka ákvörðun um hver verður borgarstjóri í Reykjavík eftir eitt ár
Árvakur/Frikki
Oddviti Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, oddviti sjálfstæðismanna.
Í HNOTSKURN
» Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-son, oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstórn, segir nýj-
an meirihluta leggja mikið upp
úr velferðarmálum. Ekki megi
gleyma sér í peningahyggju og
gullæði.
»Hann leggur jafnframtmikið upp úr því að haldið
verði áfram markvissri upp-
byggingu hjúkrunarheimila
fyrir aldraða.
»Vilhjálmur segir ákvörðunsína ekki skapa neina
óvissu. Nema síður sé.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
FERÐUM skemmtiferðaskipa á Norður-
Atlantshafi hefur fjölgað mikið á umliðnum
árum og sú þróun mun halda áfram. Á sama
tíma og markhópur útgerðarfyrirtækjanna
er að breytast og með-
alaldur farþega að
lækka eru meiri kröfur
gerðar til ferðaþjónustu
í landi. Á Íslandi vinna
markaðssamtökin
Cruise Iceland að því að
þróa undirstöður og
innviði fyrir móttöku
skemmtiferðaskipa.
Um 300 skemmti-
ferðaskip eru í rekstri um þessar mundir og
mun fjölga um fjörutíu á næstu þremur ár-
um. Skipakomum hingað til lands hefur
fjölgað mikið og þannig komu til Reykjavík-
ur um 80 skemmtiferðaskip síðasta sumar
og verða að öllum líkindum fleiri í ár. Tölu-
verðar tekjur fást af erlendum farþegum
skipanna og samkvæmt könnun Faxaflóa-
hafna eyddu þeir síðasta sumar rúmlega
400 milljónum króna.
Vefsvæði í vinnslu
Vaxtarmöguleikar Íslands í þessum geira
eru töluverðir og hefur mikil vinna verið
lögð í að efla tengslanet milli aðila í ferða-
þjónustunni á norðurslóðum. Meðal annars
er í vinnslu að koma á því sem nefnt er
Tengslanet norðursins (e. Network of the
North) og byggist á að safna í miðlægan
gagnagrunn upplýsingum sem hagsmuna-
aðilar geta nýtt sér. Hugmyndin er að
byggja upp vefsvæði að fyrirmynd netal-
fræðiorðabókarinnar wikipediu, þ.e. að allir
aðilar geti lagt fram upplýsingaefni á sama
vefsvæði.
Í skýrslu nefndar um móttöku skemmti-
ferðaskipa sem kom út í nóvember sl. er að
finna fjölmargar tillögur sem lúta að því að
veita skemmtiferðaskipum og farþegum
þeirra betri þjónustu. Meðal þess sem þarf
að koma til framkvæmda er að koma upp
þjónustubyggingu til móttöku farþega,
bæði í Reykjavík og á Akureyri, og efla
grunnaðstöðu í öðrum höfnum sem taka á
móti skemmtiferðaskipum. Einnig er mikil-
vægt að tryggja aukið fjármagn til mark-
aðsstarfs. | 11
Meiri
kröfur til
þjónustu
Koma skemmtiferða-
skipa eykst ár frá ári
SNÆFELL úr Stykkishólmi varð í gær bik-
armeistari í körfuknattleik karla í fyrsta
skipti með því að sigra Fjölni úr Grafarvogi í
úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Þar ríkti að
vonum mikil stemning enda fjölmenntu Stykk-
ishólmsbúar á leikinn og haft var á orði að fáir
hefðu orðið eftir fyrir vestan.
Hlynur Bæringsson, fyrirliði Snæfells, hóf
bikarinn á loft, umkringdur ljósmyndurum
sem fönguðu þetta sögulega augnablik.
Það var líka mikil gleði í Grindavík í gær
þegar kvennalið staðarins varð bikarmeistari í
fyrsta skipti með því að leggja Hauka að velli
en sá leikur fór einnig fram í Laugardalshöll-
inni. | Íþróttir
Árvakur/Frikki
Fyrsti titillinn