Morgunblaðið - 25.02.2008, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
HUGMYNDIR nýs meirihluta
Reykjavíkurborgar þess efnis að
fargjöld í strætisvagna verði felld
niður hjá börnum og unglingum að
18 ára aldri sem og öldruðum og ör-
yrkjum hefur enn ekki verið rædd
innan stjórnar Strætós bs. Að sögn
Ármanns Kr. Ólafssonar, stjórnar-
formanns Strætós, skýrist það af því
að stjórnin hefur ekki fundað síðan
nýr meirihluti tók við og því eðlilega
ekki getað tekið efnislega afstöðu til
hugmyndar nýs meirihluta.
„Ég reikna með að Gísli Marteinn
[Baldursson, fulltrúi Reykjavíkur í
stjórn Strætós]
muni gera stjórn-
inni betur grein
fyrir hugmynd-
um Reykjavíkur-
borgar á næsta
stjórnarfundi,“
segir Ármann, en
stjórnin kemur
næst saman nk.
föstudag.
Aðspurður
hvort til greina komi að fella niður
fargjöld tiltekinna hópa segir Ár-
mann það hingað til hafa verið
stefnu stjórnarinnar að bíða með
frekari ákvarðanir um slíkt þar til
gefist hafi tækifæri til þess að
leggja mat á árangurinn af skóla-
verkefninu, þ.e. því að gefa fram-
halds- og háskólanemum frítt í
strætó. Þeirri tilraun ljúki með
skólalokum nk. vor og í framhaldinu
verði hægt að leggja mat á verk-
efnið. „Ég tel að breytingar á gjald-
skrá komi ekki til framkvæmda fyrr
en í fyrsta lagi næsta haust, með því
leiðakerfi sem þá taki við.“
Aðspurður segir Ármann tekjur
af fargjöldum hafa, áður en skóla-
verkefnið fór af stað, numið um 750-
800 milljónum króna á ári. Segir
hann áætlanir gera ráð fyrir að
kostnaður sveitarfélaganna vegna
skólaverkefnisins nemi um 300
milljónum króna. Eftir stendur þá
að tekjur Strætós af fargjöldum
nema um 400 milljónum króna ár-
lega. Spurður hver kostnaðurinn við
að innheimta fargjald sé segir Ár-
mann hann vera í kringum 40 millj-
ónir króna.
Gjaldskrárbreyting kemur
ekki til álita fyrr en í haust
Hugmynd nýs borgarstjórnarmeirihluta ekki enn verið rædd í stjórn Strætós bs.
Í HNOTSKURN
»Í málefnasamningi Sjálfstæð-isflokks og F-lista sem kynnt-
ur var 21. janúar sl. kemur fram
að stefnt skuli að því fargjöld í
strætisvagna verði felld niður
hjá börnum og unglingum að 18
ára aldri sem og öldruðum og ör-
yrkjum.
Ármann Kr.
Ólafsson
HAFRANNSÓKNARSKIPIÐ Árni
Friðriksson RE-200 hélt seinnipart-
inn í gær úr höfn í Reykjavík til
loðnuleitar austur
með Suðurlandi.
Rannsóknarskip-
ið Bjarni Sæ-
mundsson er
einnig á leið til
loðnuleitar norð-
ur með Vestur-
landi. Skipinu er
ætlað að kanna
hvort loðna geng-
ur vestur fyrir land.
Auk þess ætla loðnuveiðiskip taka
þátt í loðnuleit, en leitin er í sam-
vinnu Hafrannsóknastofnunar og út-
vegsmanna.
Loðnuskipstjórar
ósammála mati Hafró
Skipstjórar á yfir 20 loðnuskipum
sendu í gær frá sér yfirlýsingu, en í
henni kemur fram að þeir eru ósam-
mála mati Hafrannsóknastofnunar.
„Á þeim erfiðu tímum sem íbúar
sjávarplássa hringinn í kringum
landið eru ganga í gegnum verður að
ríkja trúnaður og traust milli Haf-
rannsóknastofnunarinnar og hags-
munaaðila. Við skipstjórarnir á þeim
skipum sem hafa verið á miðunum
erum sannfærðir um að ástand
loðnustofnsins er betra en Hafrann-
sóknastofnunin telur. Það mynstur
sem við erum að upplifa núna hefur
sést áður og það ætti ekki að valda
mönnum áhyggjum.“ | 14
Rannsókn-
arskip við
loðnuleit
ÞYRLA Landhelgisgæslu Íslands,
TF-LIF, var notuð við leit að Piper
Cherokee-flugvélinni sem hrapaði í
sjóinn 130 mílur SSA af Höfn í
Hornafirði á fimmtudag. Skipulagðri
leit var hætt á laugardag en þar sem
skilyrði til leitar voru góð í gær var
ákveðið fara í leitarflug. Leitin var
árangurslaus.
Samkvæmt upplýsingum frá
Gæslunni var veður og sjólag gott í
gær en leitaraðstæður hafa verið af-
ar erfiðar síðan slysið varð. Þrátt
fyrir góð skilyrði fannst ekkert sem
bent gæti til afdrifa flugmannsins
bandaríska eða flugvélarinnar.
Auk leitarinnar hefur verið svip-
ast gaumgæfilega um úr skipum sem
leið hafa átt um svæðið.
Leitað án
árangurs
TVEIR karlmenn á þrítugsaldri
voru handteknir í Skerjafirði á tí-
unda tímanum í gærmorgun. Annar
þeirra er grunaður um að hafa brotið
rúðu í skartgripaverslun við Ingólfs-
torg og látið greipar sópa.
Árvökulir lögreglumenn sáu í
myndavélakerfi lögreglunnar þegar
maðurinn braut rúðuna með sleggju
um klukkan 8.30 í gærmorgun.
Mannskapur var þegar í stað sendur
á svæðið og þegar lögreglu bar að
var maðurinn enn við iðju sína. Er
hann sá til laganna varða hljópst
hann á brott og komst upp í bifreið
félaga síns. Óku þeir á brott á ofsa-
hraða.
Nokkru síðar barst lögreglu til-
kynning frá vegfaranda um bifreið
sem ekið var á mikilli ferð í Skerja-
firði. Lögregla kannaði málið og fann
bifreiðina mannlausa en tvo fótgang-
andi menn skammt frá. Þeir köstuðu
frá sér skartgripum og lögðu á flótta
en komust ekki langt.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni er talið að allt þýfið hafi
fundist, en þar var um að ræða mjög
verðmæta skartgripi.
Á gangi í
Skerjafirði
með þýfið
Handteknir fyrir rán
í skartgripaverslun
NORÐMAÐURINN Geir Skeie var valinn kokkur árs-
ins í kokkakeppni Food and Fun-matarhátíðarinnar
sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu
á laugardaginn. Keppnin var opin almenningi og var
fjölmenni á staðnum sem fylgdist með meistarakokk-
unum að störfum.
Tólf meistarakokkar frá Frakklandi, Noregi, Dan-
mörku, Rússlandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýska-
landi, Spáni og Ítalíu háðu harða keppni um besta
fiskréttinn, besta kjötréttinn og besta eftirréttinn úr
íslenskum hráefnum.
Kokkarnir höfðu þrjár klukkustundir til að ljúka
við átta skammta af hverjum fisk-, kjöt- og eftirrétti
og gafst gestum á staðnum tækifæri til að smakka á
verðlaunaréttunum á meðan þeir voru búnir til.
Tíu manna alþjóðleg dómnefnd, skipuð nokkrum af
bestu kokkum heims, mat réttina að matreiðslu lok-
inni.
Árvakur/Frikki
Geir Skeie er kokkur ársins
♦♦♦
TVEIR menn féllu niður um ís á
Hvaleyrarvatni um miðjan dag í gær.
Mennirnir fóru á torfæruhjólum sín-
um út á ísinn sem reyndist ekki nægi-
lega traustur og gaf sig undan þung-
anum. Mennirnir, sem eru feðgar,
komust af sjálfsdáðum á þurrt og
varð ekki meint af volkinu.
Eftir að mennirnir höfðu komið sér
upp úr köldu vatninu hringdu þeir eft-
ir aðstoð neyðarlínunnar, s.s. til að ná
hjólunum upp úr vatninu. Kallað var
eftir aðstoð slökkviliðs og Björgunar-
sveitar Hafnarfjarðar en í gærkvöldi
hafði ekki tekist að ná hjólunum upp,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Að sögn hjálparsveitarmanns var
erfitt að greina fyrir fram að ísinn
væri ótraustur. Búið var að merkja
sérstaka braut á ísnum fyrir vélhjóla-
menn en svo virðist sem mennirnir
hafi farið út fyrir hana. Eftir því sem
leið á daginn þynntist svo ísinn frekar
sem aftur torveldaði björgun hjól-
anna.
Algengt er að vélhjólamenn fari á
torfæruhjólum út á ísinn að vetrar-
lagi, en það hefur mætt mótstöðu ým-
issa bæjarbúa. Nú síðast var fjallað
um málið á fundi skiplags- og bygg-
ingaráðs og tekið undir tilmæli um-
hverfisnefndar þess efnis að draga til
baka heimild vélhjólamanna að nota
Hvaleyrarvatn fyrir íþrótt sína.
Féllu niður um ís á Hvaleyrarvatni
Ísinn brast und-
an þunganum
SKOÐUN á kostum járnbrautar
milli Reykjavíkur og Keflavíkurflug-
vallar var efni þingsályktunartillögu
sem 12 þingmenn lögðu fyrir Alþingi
á dögunum. Á sama tíma mælti Dag-
ur B. Eggertsson, oddviti Samfylk-
ingarinnar fyrir því í borgarstjórn,
að kostir járnbrauta í borginni yrðu
skoðaðir. Þverpólitísk dómnefnd
verðlaunaði á dögunum þrjár hug-
myndir um Vatnsmýrina, þar sem
ein hugmyndanna felur í sér járn-
brautarkerfi.
Kristján Möller samgönguráð-
herra segir þetta vera spurningu um
hvað sé verið að vinna langt fram í
tímann. Hann sagðist ekki vera nei-
kvæður gegn slíkum hugmyndum og
sjálfsagt væri að skoða öll mál. „Það
er mikil og frjó umræða um sam-
göngumál á Íslandi í dag og það er
bara gott mál,“ sagði Kristján.
Í skoðanakönnun sem gerð var
fyrir átta árum töldu 57% Íslendinga
hugmyndina, að leggja járnbraut á
milli Reykjavíkur og Keflavíkur,
vera góða og virtist málið ekki fylgja
flokkspólitík.
Fyrir um fjórum árum lét Orku-
veitan gera skýrslu um hugsanlega
lagningu lestarteina til Keflavíkur-
flugvallar og rekstur hraðlestar. Í
skýrslunni kom fram að slík lest
myndi standa undir rekstrarkostn-
aði en eftir stæði framkvæmdar-
kostnaðurinn sem yrði á bilinu 24,1-
29,5 milljarðar króna.
Fram kom í þingsályktunartillög-
unni, að þáttur umhverfisáhrifa hefði
mikið að segja í leit að nýjum leiðum
í samgöngumálum. Þar kom einnig
fram að stjórnvöld hefðu sett sér það
markmið að umhverfisáhrifum sam-
gangna verði haldið innan ásættan-
legra marka. Jafnframt að draga úr
hávaða frá samgöngum og að loft-
mengun verði haldið innan viðmið-
unargilda samkvæmt stöðlum ESB.
Kostir þess að leggja
járnbraut kannaðir
Ráðherra ekki neikvæður og segir sjálfsagt að skoða málið