Morgunblaðið - 25.02.2008, Síða 9

Morgunblaðið - 25.02.2008, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Glæsilegur vorfatnaður í miklu úrvali               !"!#$!%"!#& !%!&  '&  (& )*   )  (&                                    !"  #              #    #$  %  "  ##   &''()*)+ # , -  *... ( /    0  0               Á ÞRIÐJA þúsund manns skoðuðu um helgina nýjar þjónustuíbúðir í Mörkinni við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Markarinnar, segir þennan mikla áhuga hafa far- ið fram úr björtustu vonum sínum. Um er að ræða 78 íbúðir og verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar til afhend- ingar í lok mars. Haraldur sagði að gert væri ráð fyrir að íbúar gætu fengið nánast alla þjónustu á staðn- um. Unnið væri að því að ná samn- ingum við ríki og borg um almenna þjónustu við íbúa líkt og hið op- inbera hefur gert. Síðan myndi Mörkin bæta það sem upp á vantar. Ríkið er að byggja hjúkrunarheim- ili í Mörkinni og Haraldur sagði að þarna yrði því öflug þjónusta við eldri borgara. Í næsta mánuði er fyrirhugað að hefja byggingu á nýrri blokk þar sem m.a. verður sundlaug, gufubað og heitir pottar. Eignamiðlun sér um sölu íbúðanna. Fyrstu þjónustuíbúðirnar í Mörkinni í Reykjavík verða afhentar í lok mars Árvakur/Frikki Mikill áhugi á íbúðunum Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞETTA er í fyrsta sinn sem svona námskeið er haldið hér í borginni, en tilgangur þess er að fræða foreldra um hvað er framundan á þessum tímamótum,“ segir Þorbjörg Ró- bertsdóttir, félagsráðgjafi hjá þjón- ustumiðstöð Laugardals og Háa- leitis, um námskeið ætlað foreldrum barna með fötlun í Reykjavík sem byrja munu í grunnskóla nk. haust. Að sögn Þorbjargar er námskeiðið ókeypis, en áhugasömum foreldrum er bent á að skrá þátttöku sína með því að senda póst til Þorbjargar á netfangið: thorbjorg.robertsdott- ir@reykjavik.is. Segir hún stefnt að því að gera námskeiðið að árlegum viðburði hér eftir reynist þátttakan góð þetta árið. Fyrirlestrar sérfræðinga jafnt sem notenda Að sögn Þorbjargar sýnir reynsl- an að mikilvægt sé að bjóða for- eldrum upp á stuðning á þessum tímamótum, enda að mörgu að huga. „Það fá allir foreldrar skjálfta þegar börn þeirra skipta um skólastig og hann er kannski eilítið öðruvísi þeg- ar börnin eru með fötlun, því börnin koma eðlilega til með að þurfa meiri stuðning inni í skólanum eins og þau hafa flest kannski þurft í leikskól- anum. Þá vakna spurningar hjá for- eldrum á borð við á hverju þeir eiga rétt, hvert eigi leita og hver sjái um hvað innan kerfisins. Við ætlum á námskeiðinu að reyna að svara þessum praktísku spurningum.“ Aðspurð segir Þorbjörg nám- skeið vera sam- starfsverkefni þjónustu- miðstöðvar Laug- ardals og Háa- leitis, sem sé þekkingarmiðstöð í málefnum fatl- aðra, við Greiningarstöðina, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavík- urborgar, menntasvið borgarinnar og Sjónahol. Segir hún námskeiðið samansett af erindum fræðimanna og sérfræðinga. „Auk þess sem for- eldrar fatlaðra barna muni fjalla um reynslu sína af því að eiga börn í al- mennum grunnskóla annars vegar og hins vegar í sérskóla. Meðal fyr- irlesara er einnig Freyja Haralds- dóttir sem fjalla mun um eigin reynslu af því að vera grunn- skólanemandi með fötlun.“ Aukin fræðsla til for- eldra fatlaðra barna Námskeiði til handa foreldrum barna með fötlun sem hefja grunnskólagöngu sína í haust haldið næstu tvær vikur Í HNOTSKURN »Gera má ráð fyrir að um 70fötluð börn hefji grunn- skólagöngu sína ár hvert. »Þjónustumiðstöð Laugardalsog Háaleitis býður miðviku- dagana 27. febrúar og 5. mars milli kl. 19.30 og 22 upp á nám- skeið til handa foreldrum fatl- aðra barna sem byrja munu í grunnskóla í haust. Þorbjörg Róbertsdóttir FLOKKSRÁÐSFUNDI Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, sem haldinn var 22.-23 febrúar, lauk með samþykktum nokkurra álykt- ana, m.a. um stóriðjumál og efna- hags- og atvinnumál. Í ályktun í til- efni stóriðjuáforma er lýst yfir undrun á fyrirhuguðum álversupp- byggingum í Helguvík og á Bakka. „Fyrir kosningar boðaði Samfylk- ingin stóriðjuhlé […] en svo virðist sem það hafi verið orðin tóm.“ Brýnt sé að stöðva álversáformin í ljósi skuldbindinga Íslendinga í loftslags- málum þar sem stóriðjuáformin rúmast ekki innan losunarheimilda. Í ályktun um efnahags- og at- vinnumál segir að þar sem ekki hafi verið hlustað á viðvaranir VG um „afleiðingar gríðarlegrar þenslu, jafnvægisleysis í hagkerfinu og hag- stjórnarmistaka undanfarin ár“ blasi nú við grafalvarlegar afleiðingarnar. VG ályktar jafnframt að það þurfi „að setja aukinn kraft í íslenskan landbúnað og gera sem mest úr sér- stöðu hans og möguleikum, m.a. stórefla lífræna ræktun og nýsköpun í landbúnaði í sátt við umhverfið.“ Grafalvar- legar af- leiðingar ÞRÍR hafa sótt um starf sveitarstjóra í Borgarfjarðarhreppi á Austurlandi. Eru það Ásta Hrönn Björgvinsdóttir, Akureyri, Ásta Margrét Sigfúsdóttir, Borgarfirði eystri, og Jón Þórðarson, Akureyri. Rætt var við umsækjendur í vikunni og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um ráðningu. Steinn Eiríksson hefur verið sveit- arstjóri á Borgarfirði undanfarin misseri, en kýs nú að einbeita sér að uppbyggingu fyrirtækis síns Álfa- steins, sem mjög er að færa út kvíarn- ar. Reiknað er með að nýr sveitarstjóri taki við innan skamms. Þrír sækja um stöðu sveitarstjóra Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.