Morgunblaðið - 25.02.2008, Qupperneq 23
einstaka persónu lifa. Guð geymi þig,
elsku amma.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ásta, Vilhjálmur Alvar, Brynjar.
Andlát ömmu Bíbíar markar kafla-
skil. Frá mínum fyrstu dögum hef ég
notið stuðnings, ástar og félagsskap-
ar þeirrar einstöku konu sem amma
var. Hún var mér svo margt: uppal-
andi, ættarhöfuð, fyrirmynd og vinur.
Djúpt skarð er höggvið þar sem
hennar naut áður.
Amma hefur alltaf verið til staðar
og litið eftir mér. Með mínum allra
fyrstu minningum er minning um
maltbrauð með smjöri og búraosti í
eldhúsinu hennar á Háaleitisbraut.
Það er svo merkilegt hvernig maður
man í gegnum mat. Það var líka
ómögulegt annað en að fá sér eitthvað
smá í gogginn í félagsskap ömmu sem
aldrei mátti vita af tómum maga. Eft-
ir því sem ég eltist kunni ég einnig sí-
fellt betur að meta smekk hennar fyr-
ir kaffibolla og sætabrauði – eigin
veikleika sem ég á ekki erfitt með að
rekja.
Amma setti mark sitt á líf allra sem
henni fengu að kynnast enda heillandi
manneskja á svo margan hátt. Hún
var mikill fagurkeri og hafði næmt
auga á liti og form. Hún var sjálf svo
falleg, með sitt fannhvíta hár, sín him-
inbláu augu og sinn sígilda, skær-
bleika varalit. Hennar helstu töfrar
fólust þó í ótrúlegum persónustyrk og
sjálfstæði. Þótt beinin gæfu sig með
árunum stóð vilji ömmu ávallt keikur.
Amma Bíbí bað engan afsökunar á til-
veru sinni heldur þvert á móti, hún
setti mark sitt á umhverfið hvar sem
hún kom. Hún vissi hvað sneri upp og
hvað niður í þessum heimi og lá sjald-
an á skoðun sinni. Athugasemdir
hennar gátu stundum virst óvægnar
en ávallt voru þær vel meintar. Henn-
ar dýrmætasta eign var fjölskyldan.
Amma undi sér enda best í mann-
fagnaði, umkringd fjölskyldu og vin-
um. Jafnvel eftir áttrætt gat hún enst
lengi fram eftir kvöldi í góðum gleð-
skap, setið á spjalli og reytt af sér
brandara. Eftir því sem árunum
fjölgaði fann hún sig betur í virðing-
armiklu hlutverki öldungsins og
leyfði okkur að snúast í kringum sig.
Amma var óumdeilanlega höfuð fjöl-
skyldunnar, svolítið eins og sólin með
okkur á sporbaug.
Amma Bíbí sagði mér eitt sitt að
hún hefði aldrei gefið sérstaklega
mikið fyrir nafnið sitt. Þar verð ég að
vera henni ósammála. Birnan er
sterkt og sjálfstætt dýr, stundum
óvægin í návígi en allar hennar gerðir
stýrast af umhyggju fyrir afkvæmum
sínum. Betri lýsingu á ömmu veit ég
ekki um. Nafn hennar mun ég alla tíð
bera með stolti og minnast hennar
með ást, þakklæti og virðingu.
Hvíldu í friði elsku amma.
Birna Þórarinsdóttir.
Birna eða Bíbí frænka var tíður
gestur á æskuheimili okkar. Hún kom
oft gangandi niður Barmahlíðina
tignarleg, létt og rösk í spori með
rjóðar kinnar eftir gönguna úr Háa-
leiti og Dalalandi seinna meir.
Bíbí var mjög ræðin og lífleg og var
mikið hlegið í návist hennar. Hún gaf
sér ávallt tíma til að ræða málin við
okkur og hafði mikinn áhuga á að
fylgjast með okkur. Hún spurði hvað
við værum að fást við, hvernig okkur
gengi og hvernig okkur liði. Bíbí bar
ætíð hag okkar fyrir brjósti og aldrei
leiddist okkur í nærveru hennar. Hún
var ómissandi í allar hinar helstu
veislur og boð hjá okkur. Hún lék á
als oddi og átti það til að koma með
glettin og hnitmiðuð innskot á
mannamótum.
Jólaboð Bíbíar á hlýlegu og smekk-
legu heimili hennar á Háaleitisbraut
voru skemmtileg. Fallega dekkað
matarborðið með ýmsu spennandi ný-
stárlegu meðlæti, sem hún hafði
kynnst í Danmörku, eins og tartalett-
um, rauðbeðusalati og kökum bragð-
bættum með smá skvettu af sérríi eða
púrtvíni. Þetta var ólíkt því sem við
vorum vön á þessum tíma. Eftir mat-
inn var síðan brugðið á leik, spilað
bingó, matador eða skottið teiknað á
svínið með bundið fyrir augun. Já,
minningarnar eru margar og ljúfar.
Bíbí og pabbi, eða Sæi bróðir, eins
og hún kallaði hann, voru miklir
perluvinir. Þau ásamt mömmu gátu
setið lengi hér áður fyrr og spjallað
saman. Bíbí vitnaði gjarnan til Dan-
merkuráranna á stríðsárunum með
Vilhjálmi heitnum, áranna á Siglufirði
og ekki síst rökræddi hún það sem
efst var á baugi í þjóðfélaginu hverju
sinni. Hún var ákveðin og hafði sterk-
ar skoðanir og ákveðna lífssýn. Það
eru ekki svo mörg ár síðan Bíbí og for-
eldrar okkar fóru í sumarfrí saman til
Spánar. Það var skemmtileg sjón að
horfa á eftir þeim á leið inn í flughöfn-
ina. Við vitum að pabbi hafði gaman af
að hringsnúast í kringum systur sína
til að gera ferðina sem eftirminnileg-
asta.
Jafnvel eftir að Bíbí fluttist í Sóltún
áttu þau systkinin til að sitja sitt í
hvorum stólnum og ræða málin vítt og
breitt. Hvað þau gátu spjallað! Þau
voru ekki alltaf sammála um hlutina
og átti Bíbí þá til að segja: „Ertu virki-
lega orðinn svona gleyminn, Sæi
minn?“ og hlæja við, komin hátt á ní-
ræðisaldurinn, við bróðurinn sinn
fimm árum yngri.
Bíbí fylgdist ekki bara vel með okk-
ur systkinunum heldur sýndi hún
börnum okkar einnig mikla umhyggju
og ástúð, sem við sannarlega kunnum
öll að meta. Bíbí var okkur og börnum
okkar kærleiksrík frænka. Viðmót og
nærvera hennar var einstök og mun
minning okkar um þessa hlýju og lífs-
glöðu frænku okkar ætíð fylgja okkur.
Elsku frændsystkini, við systkinin
vottum ykkur og fjölskyldum ykkar
okkar dýpstu samúð.
Jón Alvar, Hrönn, Guðrún
Sigríður og Jónína Margrét
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 23
MINNINGAR
✝ Kjartan Thor-oddsen Ingi-
mundarson fæddist
á Sunnuhvoli á
Barðaströnd 25.
ágúst 1923. Hann
andaðist 18. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Jón Kristinn
Ingimundur Jó-
hannesson, bóndi á
Bakka og Ystu-
Tungu í Tálknafirði,
f. 3. mars 1895, d. 8.
apríl 1973, og Guð-
björg Bjarnveig Jóhannesdóttir
húsfreyja, f. 28. október 1887, d.
22. mars 1962. Systkini Kjartans
eru Jóhannes Magnús, f. 1914, d.
1997, Þórður, f. 1916, d. 2005,
Kristín Guðbjörg, f. 1919, Jóhanna
Björg, f. 1921, d. 2006, Lilja, f.
1924, d. 2000, Ólafur Sigurður, f.
1927, og Hjálmar, f. 1928. Uppeld-
issystir er Sigrún Jónsdóttir, f.
1939.
Kjartan kvæntist 1944 Hrefnu
Sigurðardóttur, f. 1920. Börn
þeirra eru: 1) Helga Þóra skurð-
hjúkrunarfræðingur, f. 1945, maki
Guðmundur Kristjánsson, hrl., f.
1946. Skildu. Börn þeirra eru a)
Kristján Pétur, f. 1967, b) Hrefna,
f. 1971, hennar dóttir er Tinna Ty-
nes, f. 2005, c) Kjartan, f. 1975,
maki Emilía Gunnarsdóttir, f.
1975, börn þeirra Melkorka, f.
2001, og Hrafn, f. 2004 2) Hreinn
reksfirði og var ári síðar orðinn
skipstjóri á undanþágu þar sem til-
skildir 18 mánuðir frá því að hann
lauk stýrimannaprófi voru ekki
liðnir. Eftir þetta var hann stýri-
maður og skipstjóri á togurum og
bátum þar til hann hætti sjó-
mennsku. Kjartan var farsæll í
starfi sínu sem stjórnandi skipa og
tvívegis varð hann þeirrar gæfu
aðnjótandi að bjarga áhöfnum
fiskiskipa er lent höfðu í hafsnauð.
Fyrir störf sín til sjós var hann
sæmdur heiðursorðu sjó-
mannadagsráðs á Patreksfirði á
sjómannadaginn 2004. Að lokinni
sjómennsku gerðist hann eftirlits-
maður fiskafurða, en vann síðast
sem öryggisvörður í átta ár.
Listhneigð Kjartans kom í ljós á
unga aldri. Hann bæði rissaði
myndir á pappír og tálgaði skúlp-
túra úr spýtum. Síðar varð hann
jafnhagur á tré, bein, málm og liti.
Verk hans eru víða til og spanna
allt frá bátslíkönum til torfbæja og
frá skúlptúrum til málverka. Eftir
að hann var kominn í land hóf
hann einnig að setja hugrenningar
sínar í ljóð og smásögur. Öll list-
sköpun hans einkenndist af því að
hann var stöðugt að segja frá.
Hvort sem hann málaði, skar út,
samdi ljóð eða setti saman smásög-
ur, var hann ávallt að tjá hughrif
sín og upplifun af lífinu eða því,
sem hugur hans geymdi frá liðinni
tíð. Í bókinni „Kæi í Tungu“ frá
2003 er að finna sýnishorn af ljóð-
um hans og smásögum, en þar eru
einnig myndir af málverkum hans
og skúlptúrum.
Útför Kjartans verður gerð frá
Seljakirkju í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Hrafnkell, verkamað-
ur, f. 1946, 3) Jens,
lýtalæknir, f. 1951,
maki Þórey Björns-
dóttir flugfreyja, f.
1952, börn þeirra a)
Björn Róbert, f. 1969,
maki Stefanía Kjart-
ansdóttir, f. 1972, b)
Þorbjörg, f. 1975,
sambýlismaður Ómar
Ingþórsson, f. 1970,
þeirra dóttir er Salka
Soffía, f. 2007, c)
Davíð, f. 1981, sam-
býliskona Þórdís
Guðmundsdóttir, f. 1981, d) Þórey,
f. 1985, d. 1985, e) Þórunn, f. 1985,
d. 1985, f) Þórdís, f. 1990, 4) sonur,
f. 1955, d. 1955, 5) Þórunn, skurð-
hjúkrunarfræðingur, f. 1956, maki
1 Loftur Hlöðver Jónsson skrif-
stofumaður, f. 1946. Skildu. Þeirra
sonur Kjartan Hrafn, f. 1981, sam-
býliskona Tekla Hrund Karls-
dóttir, f. 1982, dóttir þeirra er Álf-
rún Eva, f. 2007. Maki 2
Sigtryggur Jónsson sálfræðingur,
f. 1952, þeirra börn Friðrik Þór, f.
1991 og Valþór Freyr, f. 1996.
Kjartan hóf sjómennsku 14 ára
gamall er hann fór sumarvertíð á
hvalbát, en frá 18 ára aldri stund-
aði hann sjóinn allt til ársins 1983.
Hann lauk stýrimannaprófi frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
vorið 1957 og réðst strax sem ann-
ar stýrimaður á „nýsköpunartog-
arann“ Ólaf Jóhannesson frá Pat-
Elsku pabbi minn, nú ertu búinn að
kveðja og það er endanlegt. Þegar ég
var lítil stelpa á Patró og ung stúlka
þá kvaddir þú mig oft en ég vissi að þú
kæmir aftur. Að minnsta kosti var
það mín barnstrú. Pabbi var að fara á
sjóinn og það var þín vinna og ég
þekkti ekkert annað. Það var ekki
sjaldan sem ég stóð á bryggjunni á
Patró og veifaði þér og horfði á þig í
brúnni með sixpensara og pípu í öðru
munnvikinu og mikið var ég stolt. Ég
átti besta pabba sem til var. Þótt þú
værir mikið í burtu komst það upp í
vana en alltaf var tilhlökkunin jafn-
mikil, þegar þú komst heim, að finna
þína hlýju og sterku arma umvefja
mig, sjá fallega brosið þitt og þín fal-
legu augu sem stundum voru þreytt
eftir erfiðan túr en oftast geislandi og
full af gleði. Hjartans pabbi minn, það
var erfitt að sjá þig svona veikan. Það
sem fór mjög illa með þig var að þú
skyldir missa sjónina að mestu. Þú
varst mikill listamaður. Það var sama
hvað hönd þín snerti, það varð allt að
fagurri list. Þú málaðir bæði í olíu og
vatnslitum. Þú skarst út í tré og hval-
bein hvílík glæsiverk. Og að síðustu
ortir þú ljóð og smásögur settir þú á
blað frá þinni æsku. Bók var gefin út
með ljóðum þínum og sögum og fékkst
þú 50 eintök í 80 ára afmælisgjöf. Ég
hef ekki oft sé þig tárast en þarna
vöknaði þér um augun, elsku pabbi. Þú
hefur alltaf verið hetjan mín, bestur og
flottastur fram á hinstu stund. Þú
verður í hjarta mínu alltaf.
Kenndu mér klökkum að gráta kynntu mér
lífið í svip
Færðu mér friðsæld í huga finndu mér leið-
ir á ný
Veittu mér vonir um daga vertu mér hlýja
og sól
Láttu mig læra af reynslu leyfðu mér
að ná
Gefðu mér gullin í svefni gættu að óskum
og þrám
Minntu á máttinn í sálu minning er fegurri
en tár
Og sjáðu hvar himinninn heiður handan við
þyngstu ský er dagur sem dugar á ný.
(Sigmundur Ernir Rúnarsson.)
Takk fyrir að hafa fengið að vera
dóttir þín.
Þín alltaf
Helga Þóra.
Elsku tengdapabbi, kæri vinur.
Þú veist að ég er pennalöt kona með
einsdæmum, en við gerðum samning
fyrir allmörgum árum um að það okk-
ar sem að færi á undan myndi skrifa
um hitt, og við það mun ég standa þótt
erfitt sé.
Þú sagðir mér svo oft að þú myndir
alltaf daginn sem þú sást mig fyrst. Þú
sagðir: „Þú hélst í höndina á strák sem
var sonur minn, og í hina hélstu í
hendina á litlum dreng og það var
hann Bjössi okkar“. Þú bættir svo við:
„Ég gleymi aldrei augunum þínum
Þórey og síðan hefur þú verið mín“.
Þetta var svo fallega sagt og í svo mik-
illi einlægni að það mun fylgja mér alla
tíð.
Það er svo margs að minnast þegar
litið er um farinn veg og efst í huga
mér er þakklæti fyrir að hafa verið
samferðakona þín í nær 40 ár. Þú
varst stoltur maður og mikill faðir.
Börnin þín og barnabörn voru þér allt-
af ofarlega í huga. Það lýsir því vel
hvernig mann þú hafðir að geyma þeg-
ar hann Jens sonur þinn fór til útlanda
í nám. Þá komst þú á hverju kvöldi og
svæfðir drenginn hann Davíð sem tók
upp á því að neita að sofna fyrst pabbi
hans gat ekki boðið honum góða nótt.
Þú fannst líka jörðina fyrir okkur,
Mýrina á Snæfjallaströnd, og gekkst í
að semja um kaup á henni. Margar
ferðirnar fórum við þangað og alltaf
vorum við sammála um að sólin skini
okkur til heiðurs þegar að við keyrð-
um Djúpið.
Við vorum alltaf nokkuð ánægð með
hvort annað. Þú sagðir að ég væri
trúnaðarvinkona þín og ég gekst upp í
því, enda mun ég geyma ýmislegt sem
okkur fór á milli.
Þú varst mikill hagleiksmaður og
margt til lista lagt. Það var sama hvar
barið var niður, þú málaðir, ortir og
skarst út í bein og tré. Litla húsið og
brúin á Glæsivöllum sem þú smíðaðir
við sumarbústað foreldra minna munu
standa um ókomin ár og minna okkur
á þig í hvert skipti sem við komum
þangað. Eins eru stundirnar þegar að
þið feðgarnir hjálpuðust að við að
smíða veröndina í Hæðarselinu
ógleymanlegar.
Elsku Kjartan minn, þú lifðir fyrir
okkur. Ég vissi að þú varst tilbúinn,
ævidagurinn var orðinn langur. Ég
kveð þig og bið góðan Guð að fylgja
þér um hafsins höf.
Að lokum langar mig að þakka þá
alúðlegu aðhlynningu sem þú fékkst
frá starfsfólki Seljahlíðar á þessum
síðustu og erfiðu dögum.
Þín tengdadóttir,
Þórey.
Hógværð og visku og hagleik og list,
þú hafðir í ómældu magni.
Nú hefur þú öðlast á himninum vist,
þar heilagir menn þér fagni.
Þín arfleifð er það sem við ei höfum misst
og ávallt hún verður að gagni.
Hógværð segi ég því ekki varstu að
trana þér fram eða að óska eftir að
kastljósið beindist að þér, þó þú hefðir
miklu meira fram að færa en margir
aðrir sem baða sig í því ljósi daglega.
En þú vissir hvað þú vildir og lést aðra
vissulega heyra af því. Visku þína
heyrði ég oft í því er þú ræddir um
hvernig þú stjórnaðir mannskap á
skipstjórnarárum þínum og eins kom
hún ómæld fram í ljóðum þínum og
smásögum. Hagleiki þinn og listfengi
lifir í verkum þínum, byggingum, mál-
verkum, útskurði, ljóðum og smásög-
um. Það reyndist mér auðvelt að hrí-
fast með þér í áhuga þínum á
ættfræði, ljóðum, smásögum og frá-
sögnum og því að byggja og skapa. Þó
ekki væri ég sjómaður og hafi varla
komið á sjó tókstu mig samt með þér
og þó langt sé um liðið, man ég vel
þær góðu stundir sem við áttum sam-
an tveir um borð í Hrefnunni. Bæði í
logni og blíðu þar sem við eyddum
tímanum í spjall og rökræður, einkum
um íslenskt mál og ljóðagerð. Þú vildir
lengi vel ekkert af stuðlum og höfuð-
stöfum vita, þó síðar yrði það mitt
hlutverk að svara spurningum þínum
um þá hluti. Einnig í stormi og ágjöf
þegar þú varst tilbúinn til þess að
fórna línunni og stíma í land til þess að
verða ekki til þess að drekkja tengda-
syninum. Það gat ég hins vegar ekki
leyft og vildi auðvitað sýna hvað í mér
bjó. Og þrátt fyrir stórsjó og storm
komumst við í land, línan ásamt afla,
ég og þú.
Það var u.þ.b. sem við kynntumst
að þú fórst að yrkja ljóð og ég fékk að
fylgja þér og skynja stöðugt vaxandi
kraftinn og fegurðina, en líka kímnina
sem þú áttir svo auðvelt með að koma
til skila. Það var ósjaldan að síminn
hringdi hér heima og þú vildir láta
meta nýtt ljóð eða leggja til breyting-
ar og þá þurfti það að gerast strax því
ljóðið var á vörum þínum. Þarna var
ég heppinn, því lítið hefðir þú þurft á
mér að halda, ef listhneigð þín hefði
ennþá einungis birst í útskurði eða
listmálun. Fjölskyldan var þér allt og
áhersla þín á samheldni fjölskyldunn-
ar er til eftirbreytni. Þar liggur stoðin
og þar liggur styrkurinn í sorginni og í
gleðinni. Þetta vissir þú og þetta
ástundaðir þú og þetta kenndir þú.
Þess vegna reyndir þú að vekja
ættfræðiáhuga okkar sem yngri erum
og þess vegna vildir þú að við kynnt-
umst þínum heimahögum og deildir
með okkur öllu sem þér var hjartfólg-
ið frá æsku og uppvexti. Þess vegna
hvattir þú til þess að ættirnar hittust á
ættarmótum.
Það sem ég lærði af þér er miklu
meira en þú hafðir hugmynd um og
fyrir það vil ég þakka. Ég mun sakna
þín.
Sigtryggur.
Elsku afi. Við Þórdís og Friðrik Þór
barnabörn þín, sem bæði höfum þekkt
þig í um það bil 17 ár, erum sammála
um eitt, að þú sért einn mesti snill-
ingur sem við höfum kynnst.
Þrátt fyrir að við séum ung vitum
við margt um þig og þitt góða líf þar
sem við sátum oftar en aldrei og
spjölluðum saman. Þú gast alltaf feng-
ið okkur til að hlæja með þínum ein-
staka húmor og það var alveg merki-
legt hversu skýr þú varst alla tíð.
Þú lagðir mikið upp úr skáldskap,
myndlist og handverksvinnu, en lagð-
ir þó mesta áherslu á það við okkur að
við skyldum byrja að yrkja. Auðvitað
litum við upp til þín elsku afi og fórum
að þreifa fyrir okkur í skáldskapnum.
Eins og þú sjálfur veist sömdum við
kannski ekki innihaldsríkustu kvæðin,
en þú gladdist alltaf yfir hverju rími
sem kom af vörum okkar. ,,Þið hafið
þetta í blóðinu,“ sagðirðu alltaf og
brostir. Þessum orðum munum við
aldrei gleyma og við vitum að þú munt
alltaf halda áfram að hvísla þeim í
eyru okkar og styðja okkur í öllu, líkt
og þú ert vanur að gera.
Minningar okkar eru þær að þú
hafir alltaf verið ekki bara góður afi
heldur einnig góður vinur og leik-
félagi. Það sem þú gerðir ekki til þess
að gleðja litlu hjörtun okkar, t.d. þeg-
ar þú byggðir hengirúmið í sveitinni.
Við getum ekki annað en brosað þegar
við hugsum til baka.
Takk fyrir alla þá ást og væntum-
þykju sem þú veittir okkur. Okkur
finnst alveg frábært að hafa fengið
tækifæri til að kynnast og eiga afa
eins og þig og munum við aldrei
gleyma þér. Ástarkveðjur,
Þórdís Jensdóttir og Friðrik
Þór Sigtryggsson.
Kjartan Thoroddsen
Ingimundarson
Fleiri minningargreinar um Kjart-
an Thor Ingimundarson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Fleiri minningargreinar um Birnu
Halldórsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.