Morgunblaðið - 25.02.2008, Page 27

Morgunblaðið - 25.02.2008, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 27 Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar Tilkynningar Húnaþing vestra Auglýsing um deiliskipulag í landi Dælis í Víðidal Húnaþingi vestra. Samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að deili- skipulagi í landi Dælis í Víðidal Húnaþingi vestra. Skipulagsuppdrættir, skýringarkort og greinargerð munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstanga- braut 5 á Hvammstanga, frá 26. febrúar 2008 til 26. mars 2008. Athugasemdum skal skila til skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 10. apríl 2008 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Húnaþings vestra, Skúli Þórðarson. Félagslíf MÍMIR 6008250219 Il° I.O.O.F. 19  18802258 lll.* I.O.O.F. 10  1882258  II* HEKLA 6008022519 VI GIMLI 6008022519 lII ⓦ Blaðberar óskast í Grindavík og Garð! Upplýsingar gefur Harpa Lind í síma 845 7894 Blaðbera vantar í Keflavík • í afleysingar • í sumarafleysingar • í fasta stöðu Upplýsingar gefur Elínborg í síma 421 3463 ✝ Skúli Skúlasonfæddist í Hóls- gerði í Suður- Þingeyjarsýslu 31. október 1918. Hann lést á Land- spítalanum, Landa- koti, 5. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Skúli Ágústsson, bóndi í Hólsgerði í Köldu- kinn, og Sigurveig Jakobína Jóhann- esdóttir húsfreyja. Skúli var fjórði elstur af átta systkinum en sex þeirra eru nú látin. Systkini hans eru: Jóhann- es, fyrrum verkamaður í Reykja- 1925, kvæntur Ólafíu K. Hans- dóttur, og Þorsteinn, fyrrum leigubílstjóri í Reykjavík, f. 4.11. 1926, d. 30.8. 2006. Framan af var Skúli í vinnu- mennsku og vegavinnu en 1948 settist hann að í Reykjavík og stundaði þar meðal annars inn- heimtustörf. Hann var virkur fé- lagi í Góðtemplarareglunni og gegndi þar ýmsum trún- aðarstörfum. Einnig var hann áhugasamur félagi í kvæða- mannafélaginu Iðunn. Ættfræði var megináhugamál hans og eft- ir hann komu út tvær bækur um ættfræði, Laxamýrarættin og Hraunkotsættin. Þriðju bókina, Reykjaætt í Fnjóskadal, hafði Skúli í smíðum þegar hann lést. Útför Skúla verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. vík, f. 1.5. 1911, d. 12.1. 2004; Jónas, fyrrum bóndi í Hólsgerði, f. 17.9. 1913, d. 21.1. 1986, Guðrún, fyrrum húsmóðir í Hóls- gerði, f. 27.2. 1916, d. 3.3. 1971, Jó- hanna, f. 1.1. 1920, d. 7.9. 1997, gift Jó- hannesi Björnssyni, bónda í Ytri-Tungu á Tjörnesi sem einn- ig er látinn, Krist- veig, f. 29.3. 1923, gift Vilhelm Ágústssyni, neta- gerðarmanni á Siglufirði sem er látinn, Þorkell, löggiltur endur- skoðandi í Kópavogi, f. 20.6. Skúli föðurbróðir minn er fallinn frá á nítugasta aldursári. Hann var fæddur frostaveturinn mikla og ólst upp í Hólsgerði í Köldukinn. Eftir að hafa verið í vinnu- mennsku hjá bændum í Eyjafirði flutti hann suður. En þótt frændi byggi hér fyrir sunnan mestan hluta ævinnar leitaði hugurinn ætíð heim á fornar slóðir og man ég fyrst eftir honum þegar hann heim- sótti okkur á Akureyri þegar ég var barn. Þá var hann á leið sinni að vitja æskustöðvanna, en það gerði hann á hverju sumri stærstan hluta ævinnar. Alla tíð bar hann mikla virðingu fyrir forfeðrunum og gild- um hins liðna tíma. Hann stofnaði ekki til fjölskyldu en allur hans frændgarður var hans fjölskylda. Hann ólst upp á þeim tíma þegar karlmenn sinntu síður heimilisstörfum og lærði því aldrei neitt til matargerðar, en þótti alltaf gott að fá kaffi og jafnvel boð um að borða þegar hann leit inn. Í mörg ár bar hann út blöð en lengst ævinnar sá hann um dreif- ingu á Árbók Þingeyinga. Einnig var hann fastagestur á áheyrenda- pöllum borgarstjórnar og hafði gaman af að fylgjast með þjóðmál- unum á pöllum Alþingis. Hann var af mörgum talinn sér- stakur persónuleiki og batt ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir en hann kynntist fjölda fólks og hélt við það sambandi þótt ýmsir álitu hann nokkurn einfara. Hann var sjálfmenntaður. Ætt- fræði varð hans áhugamál og vann hann það þrekvirki að skrifa tvær ættfræðibækur, Laxamýraætt og Hraunkotsætt, og fá þær gefnar út. Nú síðustu árin hafði hann unnið að bók um Reykjaætt en honum entist ekki aldur til að ljúka því verki. Allt var þetta handskrifað og lá mikil vinna í söfnun upplýsinga og heim- ilda, skrifaðra og munnlegra. Hann fór með rútu landshorna á milli í þessu skyni og til að selja bæk- urnar sínar. Skúli frændi var bindindismaður alla tíð og starfaði mikið í Góð- templarareglunni. Einnig var hann í Kvæðamannafélaginu Iðunni, sótti þar fundi og ferðaðist með félögun- um mörg síðustu árin. Hann starf- aði einnig í Þingeyingafélaginu og Félagi ættfræðinga. Á sjötta áratugnum varð frændi nokkuð þekktur fyrir þátttöku sína í vinsælum spurningaþætti í útvarpi undir stjórn Sveins Ásgeirssonar, „Vogun vinnur, vogun tapar“, en hann var ótrúlega minnugur á ártöl og atburði og hægt var að fletta upp í honum eins og alfræðiorða- bók. Frændi lét sig ekki veraldlegan munað miklu skipta. Hann keypti sér íbúð fyrst á Óðinsgötu og síðar á Vitastíg og safnaði aðallega bók- um og ýmsum ritum. Fyrir tveimur árum flutti hann svo í húsnæði fyrir aldraða á Lindargötunni, þar sem hann naut meiri þjónustu og örygg- is. Hann hafði legið á sjúkrahúsi vegna krabbameins síðan um jólahátíðina og vissi að tíminn hérna megin styttist. Hann var afar þakklátur fyrir heimsóknir ættingja og vina síðustu vikurnar. Hann tók þessum veikindum af æðruleysi, og beið rólegur þess sem verða vildi. Hann tók þétt í hönd mína síðustu samverustund okkar, en þá var rödd hans orðin veikburða. Ég og fjölskylda mín þökkum allar liðnar samverustundir. Far þú í friði, kæri frændi, og þökk fyrir allt. Valdís Þorkelsdóttir Kynni okkar Skúla hófust í kringum Góðtemplararegluna. Á þeim vettvangi var hann virkur til hinstu stundar, hugsjóninni trúr og skyldurækinn. Það var gaman að starfa að bindindismálum þegar Reglan blómstraði svo að segja um allt land. Brennandi áhugi var hví- vetna á að hjálpa þeim sem fóru villir vegar í viðskiptum sínum við Bakkus. Við Skúli vorum að rifja þá upp í haust gömlu góðu dagana þegar Reglan var sterk og átti alls- staðar í hópi baráttumanna fulltrúa sem gátu haft áhrif til góðs og látið til sín taka. Skúli var mikill ættfræðingur og var vel að sér í ættum flestra Ís- lendinga. Hann skrifaði og gaf út bók á þeim vettvangi um Hraun- kotsættina norðan úr Þingeyjar- sýslu. Þegar hann lést var Skúli bú- inn að viða að sér miklu efni í fleiri bækur sem tengdust ættfræðinni. Skúli var stálminnugur á tölur og einkum þær sem vörðuðu úrslit kosninga á Íslandi. Í spurninga- þætti í útvarpinu fyrir um 50 árum vakti hann landsathygli fyrir að muna nákvæmlega öll kosningaúr- slit á Íslandi langt aftur í tímann. Skúli mundi atkvæðatölur einstakra þingmanna í hverju kjördæmi og skipti þá ekki máli í hvaða flokki viðkomandi þingmaður eða þing- menn voru. Áhuga sinn á stjórn- málum sýndi Skúli enn betur með því að mæta jafnan á áheyrenda- palla alþingis og borgarstjórnar í áraraðir. Hann hlýddi á umræður og argaþras þingmanna og borg- arfulltrúa með andakt og framgangi þingmála við atkvæðagreiðslur. Skúli mundi margt úr ræðum þingmanna og einkum það sem honum þótti skemmtilegt eða bros- legt. Þau voru mörg skiptin sem hann heimsótti okkur hjónin í Stykkishólm og þá nýttist tíminn vel til að spjalla og flytja fróðleik sem ekki stóð á. Eftir lát konu minnar hélt Skúli áfram að heim- sækja mig og dvelja nokkra daga í senn. Á síðasta ári dvaldi hann í rúman mánuð á Dvalarheimilinu í Stykkishólmi og þá með herbergi hið næsta við mig. Skúli var vinur vina sinna, tryggur og einlægur í viðskiptum. Í framhaldi af komu sinni í Hólminn tók hann oft Baldur yfir Breiðafjörð og gisti þá hjá vinafólki sínu á Patreksfirði. Ég vil með þessum fáu línum þakka Skúla Skúlasyni fyrir góða samleið og allan fróðleikinn sem hann flutti mér. Sendi systkinum hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Árni Helgason, Stykkishólmi. Með Skúla Skúlasyni ættfræðingi frá Hólsgerði í Köldukinn sjáum við á bak eftirminnilegum og góðum vini úr Kvæðamannafélaginu Iðunni í Reykjavík. Hann var orðinn 89 ára gamall er hann lést 5. febrúar 2008 og hafði verið félagsmaður í meira en hálfa öld, gekk í félagið á jólafundi 22. desember 1956. Skúli unni fornum og þjóðlegum fróðleik, var mikill áhugamaður um þjóðmál, sat löngum stundum á Alþingispöll- um og bekkjum í bæjarstjórn eftir að hann kom til Reykjavíkur 1948 og fylgdist með umræðum og lykt- um mála. Skúli gat sér frægðar fyr- ir ótrúlegt minni og fyrir það, hve talnaglöggur hann var í útvarps- þáttum Sveins Ásgeirssonar, þar sem spurt var um kosningaúrslit og niðurstöður atkvæðagreiðslna af ýmsu tagi. Áður en hann fór suður hafði hann unnið sem kaupamaður og vetrarmaður við fjárgæslu m.a. á 10 sveitabæjum og verkamaður á ýmsum stöðum á landinu, m.a við vegagerð og brúarbyggingar. Hann hafði því fjölbreytta reynslu frá ýmsum stöðum, er hann settist að í bænum og fór að vinna við útburð blaða og pósts og varð innheimtu- maður. Síðar sinnti hann um skeið örnefnasöfnun og var umboðsmaður sýslunnar sinnar við dreifingu á Ár- bók Þingeyinga. Skúli var góður og traustur Íslendingur en umfram allt Þingeyingur. Öll sín störf leysti Skúli af hendi af mikilli trúmennsku og gleði. Skúli var tryggur og traustur fé- lagsmaður í fleiri samtökum en Kvæðamannafélaginu, heilsteyptur, umtalsfrómur og óhlutdeilinn. Hann var félagsmaður í Góðtemplararegl- unni enn lengur en í Kvæðamanna- félaginu Iðunni eða í 56 ár og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var einnig félagi minn í Ætt- fræðifélaginu um langt árabil og var um skeið mikilvirkur og virtur ætt- fræðingur sjálfur og safnaði til út- gáfu Laxamýrarættar árið 1958, Hraunkotsættar árið 1977 og Reykjaætt eða Ingjaldsstaðaætt í Fnjóskadal var í vinnslu er hann dó. Skúli var meðalmaður að hæð, þéttvaxinn og breiðleitur og bar sig vel allt til hins síðasta, hann var festulegur, lét ekki mikið yfir sér. Samtímis var hann glaðsinna. Hann átti fjölda kunningja en líklega ekki marga nána vini. Skúli naut sam- veru við svo skrýtið og skemmtilegt fólk sem hagyrðingar og kvæða- menn eru, enda var hann svolítið skrýtinn sjálfur eins og ég og mínir líkar, en hann var laus við kerskni og gáttlæti, sem mörgum þeirra er tamt. Ég kynntist Skúla, er ég gekk í Kvæðamannafélagið 1989. Þá urð- um við strax kunningjar og síðar vinir, þótt aldursmunur væri tals- verður. Á þá vináttu bar aldrei skugga. Sjaldgæft var að Skúla vantaði á fundi eða í ferðir Kvæða- mannafélagsins um Jónsmessu og á Landsmót hagyrðinga milli sláttar og sláturtíðar. Skúli lá skamma hríð á sjúkrahúsi. Þegar hann fann dauð- ann nálgast bað hann mig að koma, hitta sig og hafa milligöngu um að ættfræðibókasafnið hans færi til Ættfræðifélagsins. Ég gerði mitt besta til þess og vona að það geti gengið eftir. Við félagar í Kvæðamannafélag- inu Iðunni þökkum langa, góða og fræðandi samveru við Skúla ogvott- um systkinum hans sem eftir lifa, Þorkatli og Kristveigu og ættingjum hans öllum samúð og óskum þeim alls hins besta. Sigurður Sigurðarson dýralæknir. Skúli Skúlason Ég kveð Hrafnkel félaga minn með trega og söknuði. Hrafnkell hafði mikið dálæti á bókum og komst ég í kynni við ófá ritverkin í gegnum hann. Það var sama hvort um var að ræða tónlist, bækur eða tölvuleiki, hann var ólmur í að deila með öðrum öllu því sem honum líkaði. Ég mun alltaf minnast Hrafnkels fyrir sérstakt skopskyn hans og kaldhæðni. Hann var með fyndnustu mönnum sem ég þekkti og tókst honum oft að vinna sér inn mikið hól hjá félögum sínum fyrir hispurslaus og óhefluð ummæli sín. Þrátt fyrir að hafa stundum látið lítið á sér bera í félagsmálum þá var hann alltaf fylginn sjálfum sér og hugsaði mjög sjálfstætt. Ég votta fjölskyldu hans og vinum mína dýpstu samúð. Takk fyrir samfylgdina. Minning- in lifir áfram. Gunnar Arnþórsson. Með sorg í hjarta kveðjum við frænda okkar alltof snemma. Því miður getur lífið verið óútreikn- anlegt og öðruvísi en við vildum helst hafa það. Þessar bænir hafa verið í huga okkar síðustu daga: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Helgi, Edda og Steinar, megi góður Guð vera með ykkur og styðja ykkur í þessari miklu sorg. Ester, Bryndís og Dagný Lóa.  Fleiri minningargreinar um Hrafnkel Helgason bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.