Morgunblaðið - 04.03.2008, Side 1

Morgunblaðið - 04.03.2008, Side 1
STOFNAÐ 1913 63. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is LISTAMAÐUR MARÍUHÆNA OG ENGISPRETTA Í UPPÁHALDI OG ERRÓ LÍKA >> 18 Ivanov >> 37 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu NÝJUNG 250 ml umbúðir FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is ÓSKIR um hækkanir búvöruverðs verða meira áberandi nú þegar áburðar- og kjarn- fóðurverð hefur hækkað um tugi prósentna á einu ári og olíuverð nær nýjum hæðum með reglulegu millibili. Almennt er rekstr- arumhverfi býlanna verra og kúabændur eru að vissu leyti milli steins og sleggju. Kostnaður sveiflast með öfgakenndum hætti en tekjum þeirra er stýrt af kerfi sem fer sér vægast sagt í engu óðslega við verð- hækkanir. Að sögn Haraldar Benedikts- sonar, formanns Bændasamtaka Íslands, hafa neytendur víða í Evrópu tekið á sig miklar verðhækkanir landbúnaðarvara á meðan algjört stopp hefur verið hér. Þær séu raunar víða dýrari en hér á landi. Hins vegar geti verið skynsamlegt að ríkið nið- urgreiði áburð nú í vor svo þörf bænda fyrir hækkanir til neytenda verði minni, enda þurfi að hemja verðbólgu. Flókin blanda af frelsi og ófrelsi En hvernig hækka búvörur í verði hér á landi? Verðlagsnefnd búvara ákveður verð- ið sem kúabændur fá fyrir mjólk og einnig heildsöluverð, þ.e. til afurðastöðva. Það er þó bara í vissum vöruflokkum, svo sem ný- og léttmjólk, undanrennu, súrmjólk og viss- um gerðum osta og skyrs. Verðlagning á öðrum mjólkurvörum er frjáls, en meira unnar vörur hafa verið verðlagðar hátt og látnar niðurgreiða fyrrnefndar nauðsynja- vörur. Verðlagning á kjöti er frjáls en sam- tök sauðfjár- og kúabænda fylgjast grannt með því hvaða sláturhús bjóða besta verðið til bænda. Sex menn sitja í verðlagsnefnd, tilnefndir af landbúnaðarráðherra og samtökum laun- þega, bænda og afurðastöðva. Í september ár hvert er lágmarksverð mjólkur til fram- leiðenda ákveðið. Nú er það 49,96 kr. á lítra, en í janúar kom fyrsta hækkun til neytenda í tvö ár. Verð til bænda var hækkað lítillega í þrepum á síðasta ári. Lágmarksverð mið- ast við verðlagsgrundvöll. Hann er upp- færður af Hagstofunni og tekur m.a. tillit til verðs aðfanga á borð við eldsneyti, áburð og kjarnfóður. Mörg undanfarin ár hefur verið verðlagt einu sinni á ári en nú telja bændur ærið tilefni til annars og vilja taka verðið upp hið fyrsta. Morgunblaðið/Ómar Afurðir Bændur er farið að lengja eftir verðhækkunum vegna verðs á aðföngum. Hækkun eða niður- greiðsla Tekjum bænda stýrt en kostnaðurinn sveiflast VEL gekk að ryðja götur og flugbrautir í Vestmannaeyjum í gær en engu að síður áttu margir íbúar erfitt með að komast leiðar sinnar eftir snjókomu helgarinnar. Til dæmis lætur nærri að um helmingur grunnskólabarna hafi haldið sig heima. Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri grunnskólans, segir að færðin hafi sérstaklega verið erfið yngstu krökkunum og íþróttakenn- ararnir hafi komið til þeirra í skólann frekar en að láta þá ganga í íþróttahúsið. Leikskólakrakkarnir eins og vinkonurnar Elísa Hall- grímsdóttir og Bríet Ómarsdóttir kunnu einna best að meta snjóinn og byggðu mörg snjóhús. Morgunblaðið/RAX Helstu götur ruddar og víða snjóhús í Eyjum Ljósmynd/Alda Gunnarsdóttir Eftir Andra Karl andri@mbl.is „ÞETTA er samkvæmt samþykktum Sam- taka atvinnulífsins. Þar er gert ráð fyrir að svona risastórt samflot fari í atkvæða- greiðslu,“ segir Hannes G. Sigurðsson, að- stoðarframkvæmdastjóri SA, um rafræna at- kvæðagreiðslu sem framkvæmdastjórn SA ákvað að halda um nýja kjarasamninga sem samtökin undirrituðu við meginþorra stétt- arfélaga innan ASÍ 17. febrúar sl. Atkvæða- greiðslan hófst í gær og stendur til 7. mars. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er nokkur óánægja á vettvangi SA með samningana. Hannes segir þó ekki aðra ákvörðun liggja að baki atkvæðagreiðslunni en samþykktir samtakanna. „Þetta er undir ákvörðun framkvæmdastjórnar komið, en ef einhvern tíma er tilefni til að viðhafa svona atkvæðagreiðslu þá er það núna, því svona samflot hefur ekki verið síðan árið 1995. Yf- irleitt hefur verið samið við eitt landssam- band fyrst og ekki alltaf það sama. Þá hefur ekki verið talin ástæða til að fara út í svona atkvæðagreiðslu. En úr því þetta snertir eig- inlega öll fyrirtækin er tilefni til að greiða at- kvæði.“ Í 41. gr. samþykkta SA segir: „Heild- arkjarasamningar og stefnumarkandi samn- ingar, skv. nánari ákvörðun framkvæmda- stjórnar, skulu bornir undir atkvæði félagsmanna í leynilegri atkvæðagreiðslu.“ Atkvæðagreiðsla víðast hvar hafin Kosningin gildir um kjarasamninga sem gerðir hafa verið við Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið, verslunarmenn (VR/LÍV), Rafiðnaðarsambandið, Samiðn, Félag bóka- gerðarmanna (FBM), Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Matvís. Á vefsvæðum einstakra sambanda og fé- laga kemur fram að niðurstaða atkvæða- greiðslna þeirra flestra verður ljós 10. og 11. mars nk. Heildaratkvæðagreiðsla um samningana hjá SA Hægt að bera heildarsamninga eða stefnumarkandi samninga undir atkvæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.