Morgunblaðið - 04.03.2008, Side 2

Morgunblaðið - 04.03.2008, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is TÓNLISTAR- og ráðstefnuhúsið við Ægisgarð rýkur upp. Uppsteypa hússins gengur vel en gert er ráð fyrir að húsið verði formlega vígt og tilbúið til rekstrar eftir tvö ár eða í desember- mánuði árið 2009 og að svæðið verði að verulegu leyti tilbúið 2010. Um gríðarlega miklar bygg- ingarframkvæmdir er að ræða sem sést best með því að bera húsgrunninn saman við stjórnarráðið í forgrunni myndarinnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistar- og ráðstefnuhúsið rýkur upp TVEGGJA mán- aða skilorðs- bundinn fangels- isdómur yfir karlmanni sem sakfelldur var fyrir heimilisof- beldi gegn fyrr- verandi eigin- konu sinni, er heldur vægur miðað við tilefnið að mati Jóns H. Snorrasonar aðstoðarlögreglustjóra sem sótti málið fyrir hönd lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu. Málið var dæmt í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag og var ákærði sakfelldur fyrir að ráðast á konuna á þáverandi heimili þeirra beggja og slá hana ítrekað hnefahöggum í höf- uð og andlit og sparka í líkama henn- ar. Afleiðingarnar urðu þær að hún hlaut opið sár og mar á augnlok og augnsvæði hægra megin, marga yf- irborðsáverka á höfði, mar yfir hryggjartindi hálsliðar og handlegg auk yfirborðsáverka á öxl. Þá hlaut hún mar á læri. Tildrög málsins voru þau að til átaka kom á milli fólksins í framhaldi af samtali þeirra um yfirvofandi skilnað. Maðurinn játaði að hafa slegið og sparkað í konuna en sagði hana hafa átt upptökin með því að slá hann utanundir. Dómurinn taldi sannað að maðurinn væri sekur um brotið gegn konunni. Maðurinn á sakaferil að baki, m.a. fyrir minniháttar líkamsárás. Anna M. Karlsdóttir, settur hér- aðsdómari, dæmdi málið. Ríkissaksóknari mun ákveða hvort dóminum verði áfrýjað til Hæstaréttar til refsiþyngingar. Að sögn Jóns H. Snorrasonar hafa heimilisofbeldismál forgang í rann- sóknum hjá LHR og í bígerð er að þingfesta 1-2 slík mál fyrir dómstól- um á næstu vikum. Saksóknari telur dóm vægan Heimilisofbeldismál í forgangsrannsókn Jón H. Snorrason Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is KONUR koma hlutfallslega ekki verr út úr prófkjörum en karlar og eru hlutfallslega jafnlíklegar til að ná settu marki og karlar. Hins vegar sækjast konur ekki eins mikið eftir forystusætum og vilja ekki vera eins ofarlega á lista. Þá eru frambjóðendur líklegri til að ná settu marki séu þeir þingmenn. Þetta eru helstu niðurstöður BA-ritgerðar Ásdísar Jónu Sigur- jónsdóttur í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Eru tengsl milli kynferðis og árangurs í prófkjör- um stjórnmálaflokka? Hún fær verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta fyrir ritgerðina og verður hann afhentur í dag. Ásdís Jóna safnaði saman gögn- um um prófkjör allra þeirra stjórnmála- flokka, sem héldu prófkjör, og frambjóðend- ur þeirra í að- draganda kosn- inganna til Alþingis 2003 og 2007. Hún safn- aði saman upp- lýsingum um alla frambjóðendur í prófkjörunum, 113 frambjóðendur 2003 og 203 frambjóðendur 2007, og á hvaða sæti þeir stefndu auk annarra gagna. Greining sýndi að konur voru ekki með marktækum hætti ólíklegri til að ná því sæti sem þær stefndu á en karlar. Ás- dís segir áberandi að áttunda sæt- ið hafi verið vinsælt hjá konum í Reykjavík. Indriði H. Indriðason, dósent í stjórnmálafræði við HÍ, var leið- beinandi Ásdísar. Í haust fengu þau styrk frá jafnréttissjóði og næsta skref er að finna út hvers vegna konur sækjast ekki eftir sætum eins ofarlega á lista og karlar. Konur koma ekki verr út úr prófkjörum Karlar sækjast frekar eftir forystusætum en konur Í HNOTSKURN » Konur sækjast síður eftirforystusætum en karlar og stefna frekar á lægri sæti. » Meira en helmingur þeirraþingmanna sem gáfu kost á sér í prófkjöri 2007 fengu það sæti sem þeir sóttust eftir. » Verkefnastyrkir Félags-stofnunar stúdenta eru veitt- ir þrisvar á ári og nemur hver styrkur 150 þúsund kr. Ásdís Jóna Sigurjónsdóttir BYGGINGA- og verkfræðifyrirtækið StafnÁs ehf. hefur sagt upp 95 manns og er mikill meiri- hluti þeirra Pólverjar. Trésmiðafélag Reykja- víkur og Samevrópska vinnumiðlunin á Íslandi, EURES, eru að reyna að útvega verkamönn- unum vinnu, bæði hérlendis sem erlendis, en flestir starfsmennirnir eru með mánaðar upp- sagnarfrest. Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Sam- iðnar, segir að Trésmiðafélag Reykjavíkur hafi verið starfsmönnum fyrirtækisins innan hand- ar síðan skömmu eftir áramót, þegar fyrirtækið greiddi ekki laun á réttum tíma. Vegna afskipta félagsins fengu starfsmennirnir launin greidd, en sagan hafi endurtekið sig fyrir rúmri viku og þá hafi félagið aftur gengið í málið. Síðan hafi fyrirtækið tilkynnt Vinnumálastofnun upp- sagnirnar og enn hafi ekki bólað á launa- greiðslum. Forsvarsmaður StafnÁss svaraði ekki skila- boðum í gærkvöldi en Finnbjörn segir augljóst að fyrirtækið sé komið í þrot. Um 90% starfs- mannanna séu Pólverjar og sé verið að reyna að útvega þeim nýja vinnu, meðal annars hjá fyrirtækjum sem StafnÁs hafi verið und- irverktaki hjá, en fyrir liggi að ekki finnist vinna handa öllum strax. Margir séu reyndar búnir að fá nóg og vilji fara heim. Finnbjörn segir að ekki sé kvartað undan verkefnaskorti og ekki hafi heyrst af almennum samdrætti í byggingariðnaði, þótt vitað sé að farið sé að þrengja að einstökum fyrirtækjum vegna þess að minna fjármagn sé í umferð. Dröfn Haraldsdóttir, verkefnisstjóri EUR- ES, segir að margir starfsmanna StafnÁss hafi komið í gegnum EURES. Þeir hafi almennt ekki áhuga á að fara á bætur heldur vilji vinna og hafi þeim meðal annars verið bent á störf í Noregi, Bretlandi og Danmörku. Byggingafyrirtæki segir upp 95 manns Verkefni StafnÁs ehf. hefur verið með Vindakór 2-8 í Kópavogi í byggingu. SÆNSKA fjármálaeftirlitið hyggst rannsaka viðskipti Kaupþings í Sví- þjóð með eigin hlutabréf. Fyrstu tvo mánuði ársins stendur nafn bankans við 48% af viðskiptum með eigin bréf. Þetta kemur fram á fréttavef Dagens Industri. Deildarstjóri hjá sænska eftirlit- inu, Jan Fritsch, segir vissulega vera um hátt hlutfall að ræða, en vill ekki spá frekar um ástæður þess. Að sögn Peters Borsos, tals- manns Kaupþings í Svíþjóð, eiga viðskiptin sér eðlilegar skýringar. „Skýringin er sú að við erum skráðir á markað, bæði í Stokkhólmi og í Reykjavík,“ segir Borsos. Áhugann á að skipta með bréf Kaupþings í gegnum bankann sjálf- an megi rekja til högnunarviðskipta, þegar gengi Kaupþings er ólíkt í Svíþjóð og á Íslandi. Fáir séu skráð- ir á báða markaði og þessi kaup séu stunduð fyrir hönd viðskiptavina Kaupþings. Jan Fritsch segist ekki útiloka að þessi skýring sé rétt en að málið verði rannsakað af yfirvöldum. Rannsakar Kaupþing í Svíþjóð ♦♦♦ RAFMAGNSLAUST var á Egils- stöðum og í nágrenni í um 14 mín- útur í gærkveldi áður en straumur komst á að nýju. Samkvæmt upplýsingum frá Rafmagnsveitum ríkisins á Aust- urlandi sló álverið á Reyðarfirði út. Við það varð yfirspenna á kerf- inu sem leyst var út í aðveitustöð- inni við Eyvindará. Fljótt og vel gekk að koma rafmagni á aftur og var það komið á um fjórtán mín- útum síðar. Rafmagns- laust í 14 mínútur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.