Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 7

Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 7 FRÉTTIR DÓMSTÓLL í Bretlandi hafnaði í gær frávísunar- kröfu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í meið- yrðamáli Jóns Ólafssonar, sem hann höfðaði gegn Hannesi í Bretlandi. Jón sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðs- ins, mbl.is, að málið héldi nú áfram en hann hefur ráðið til sín tvo lögmenn í Bretlandi til að fara með málið. Jón höfðaði meiðyrðamál upphaflega gegn Hannesi í Bretlandi. Árið 2005 dæmdi enskur dómstóll Hannes til að greiða Jóni Ólafssyni 11 milljónir kr. í bætur vegna ummæla sem Hannes lét falla á ráðstefnu norrænna blaðamanna í Reyk- holti í október 1999 og birti síðan á heimasíðu sinni. Í framhaldinu krafðist Jón fullnustu dómsins á Íslandi og að gert yrði fjárnám hjá Hannesi. Hannes brást við með að gera þá kröfu fyrir dómi að fjárnámið yrði fellt niður og samhliða leitaði Hannes eftir viðurkenningu breskra dómstóla eft- ir því að dómurinn yrði gerður ógildur. Breskir dómstólar féllust á þetta og var því upp- haflegi dómurinn felldur úr gildi. Þegar breski dómarinn felldi upphaflega dóm- inn úr gildi mælti hann svo fyrir að Jón væri und- anþeginn þeirri skyldu, sem annars hvílir á mönn- um, að birta stefnu fyrir Hannesi svo hann gæti haldið áfram með málið. Heimir Örn Herbertsson, lögmaður Hannesar, segir að skv. bresku réttarfari beri að höfða meið- yrðamál innan eins árs frá því meiðandi ummæli voru birt. Mál telst því höfðað þegar stefna hefur verið stimpluð af dómara. Ágreiningurinn nú sner- ist því um það hvort hægt væri að leysa Jón undan stefnubirtingunni. Þetta telur Heimir að sé beint inngrip í íslenskt réttarfar. Í gærmorgun féllst dómstóllinn ekki á það að þetta hefði verið óheim- ilt. Að sögn Heimis er næsta skref að fara yfir nið- urstöðuna og taka ákvörðun í framhaldinu af því. Frávísunarkröfu Hannesar hafnað af breskum dómstól GRÉTAR Már Sigurðsson, ráðu- neytisstjóri utanríkisráðuneytis, og Manouchehr Mottaki, utanrík- isráðherra Írans, funduðu í Teheran um helgina. Sagt var frá fundinum á írönsku fréttasíðunni presstv.com í gær. Viðskipti og samvinna á sviði jarð- hita var á meðal þess sem rætt var á fundinum. Samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu var rætt um Jarðhitaskóla Háskóla Samein- uðu þjóðanna í Reykjavík og hvort ríkin geti haft frekari samvinnu á sviði jarðvarma. Þá var rætt um að liðka fyrir viðskiptasamböndum ís- lenskra fyrirtækja sem hafa áhuga á starfa í Íran, en með íslensku sendi- nefndinni í för voru fyrirtæki í heil- brigðisgeiranum. Haft er eftir Mot- taki á vef presstv.com að þar sem viðskiptajöfnuður Írans við útlönd sé jákvæður geti samvinna við Ís- lendinga um margvísleg verkefni tryggt hagsmuni beggja. Nefnir hann þar til dæmis bílaframleiðslu og virkjanaframkvæmdir. Auk þess bar framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og staða mála í Afganistan á góma. Ekki fengust upplýsingar um hvort Íranar hafi lýst yfir stuðningi við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Fundað um samvinnu við Íran HÁDEGISFUNDUR Skýrslutækni- félagsins um rafræna opinbera þjón- ustu verður haldinn á morgun, 4. mars, kl. 12–14 á Grand Hótel Reykjavík. Í fréttatilkynningu segir að á fundinum verði farið yfir hvernig lagt er mat á rafræna opinbera þjón- ustu í fjölþjóðlegum samanburð- arkönnunum og hver staða Íslands hefur verið. Þá verður kallað eftir viðbrögðum ríkisvaldsins og stærsta sveitarfélagsins við því sem virðist vera óviðunandi staða Íslands þegar kemur að framboði á rafrænni op- inberri þjónustu og leitað leiða til þess að breyta núverandi ástandi. Erindi flytja Eggert Ólafsson, MPA, Guðfinna S. Bjarnadóttir, al- þingismaður og fulltrúi stefnumót- unarnefndar ríkisstjórnarinnar, og Álfheiður Eymarsdóttir, þjón- ustustjóri Reykjavíkurborgar. Í lokin munu Bragi L. Hauksson hjá Tryggingastofnun, Guðbjörg Sigurðardóttir hjá forsætisráðu- neytinu, Haukur Arnþórsson hjá HÍ, og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, taka þátt í pan- elumræðum ásamt frummælendum. Fundinum stjórnar Indriði H. Þor- láksson. Ísland í fallsæti? Á FUNDI hreppsnefndar Langa- nesbyggðar föstudaginn 29. febr- úar sl. lýsti nefndin yfir eindregn- um stuðningi við áform um uppbyggingu álvers á Bakka við Húsavík. „Kjölfesta í atvinnumálum er grundvöllur þess að snúa megi vörn í sókn og viðhalda gróskumikilli byggð á Norðausturlandi. Þar er fyrirhugað álver á Bakka bæði eft- irsóknarverður og raunhæfur val- kostur. Álver á Bakka mun skapa um 300 ný framtíðarstörf, sam- kvæmt skýrslu um samfélagsleg áhrif álvers á þeim stað. Afleidd störf vegna álvers verða mun fleiri og áhrifa þeirra mun gæta langt út fyrir sveitarfélagið Norðurþing,“ segir í bókun. Tillagan var samþykkt sam- hljóða. Styðja álver á Bakka ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.