Morgunblaðið - 04.03.2008, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 9
FRÉTTIR
ANNAR starfshópur hefur verið myndaður af um-
hverfisráðuneytinu til að skilgreina hvað telst vera
vegur og hvað ekki en með því er ætlunin að sporna
við utanvegaakstri í óbyggðum. Starfshópurinn hef-
ur ekki komið saman og hefur ekki sett sér tíma-
mörk en formaður nýja starfshópsins telur að vinn-
an geti tekið 6-12 mánuði.
Líkt og starfshópurinn sem Siv Friðleifsdóttir
skipaði 2004 á starfshópurinn að skilgreina hvað
teljist vera vegir og slóðar í óbyggðum.
Hálendið fyrst
Sesselja Bjarnadóttir, sérfræðingur ráðuneytisins
og formaður nýja starfshópsins, segir að fyrst í stað
muni hópurinn einbeita sér að slóðum og vegum á
hálendinu, þ.e.a.s. þeim vegum og slóðum sem óljóst
er hver beri ábyrgð á. Þetta geti t.d. verið leiðir inn
að skálum, gamlar þjóðleiðir og línuvegir. „Ef eng-
inn vill taka ábyrgð á þeim, telur heldur enginn að
hann þurfi að halda þeim við,“ segir Sesselja. Þetta
geti t.d. valdið því að ef skurður kemur í veg sem
enginn ber ábyrgð á, muni hugsanlega enginn fylla
upp í skurðinn með þeim afleiðingum að ökumenn
krækja út fyrir veginn.
Um 20 sveitarfélög eiga skipulagsvald á hálend-
inu og segir Sesselja að hópurinn muni fara yfir
málið með fulltrúum þeirra allra. Aflað verði upp-
lýsinga um hvaða vegir og slóðar eru ekki í umsjón
eins né neins og hvort takmarka þurfi umferð um
þá eða loka alfarið. Slíkt verði aðeins gert með fullu
samráði og samþykki sveitarfélaganna.
Drög til hagsmunaaðila
Eins og sýknudómar í meintum utanvegaakst-
ursmálum bera með sér hefur löngum verið vafamál
hvað telst vera vegur og hvað ekki.
Sesselja segir að þegar nefndin hafi lokið við að
ræða við sveitarfélög verði útbúin drög að korti
sem muni sýna hvar leyfilegt er að aka og hvar
ekki. Þessi drög verði síðan send til hagsmunaaðila,
s.s. útvistarfélaga og félaga torfæruhjóla- og jeppa-
manna. Að því loknu verði kortið gefið út og jafn-
hliða verði reglugerð breytt þannig að akstur á veg-
um eða slóðum sem eru ekki á kortinu verður
bannaður. „Þá ætti þessi óvissa að vera úr sögunni,“
segir hún.
Aðspurð hvort til sé nægilega góður korta-
grunnur til að ljúka þessari vinnu, segir Sesselja að
þótt Landmælingar eigi enn eftir að mæla nokkur
þúsund kílómetra á hálendinu sé hægt að hefja
starfið og ljúka því innan árs. Kortið sem fyrst
verði gefið út verði af miðhálendinu og væntanlega
verði mælingum lokið fyrir það svæði.
Í sumarbyrjun 2006 kynnti þáverandi umhverf-
isráðherra, Sigríður Anna Þórðardóttir, vefinn Á
vegi sem var ætlað að vera til leiðbeiningar um
hvaða vegi á hálendinu mætti aka.
Að sögn Sesselju bárust mjög margar at-
hugasemdir vegna fyrrnefnds vegakorts þar sem
inn á það vantaði töluverðan fjölda af vegum og
slóðum. Því hefði verið ákveðið að loka vefnum Á
vegi.
Óvissan ætti að verða úr sögunni
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
EKKERT sérstakt átak var gert í
kortlagningu vega og slóða á há-
lendinu líkt og starfshópur um-
hverfisráðuneytisins lagði til í
skýrslu sinni árið 2005. Hópurinn
taldi að með átaksvinnu mætti
ljúka verkefninu á tveimur árum.
Nú stefnir í að kortlagningu ljúki
sumarið 2009, fjórum árum eftir að
tillögur hópsins litu dagsins ljós.
Starfshópurinn, sem var skipað-
ur í tíð Sivjar Friðleifsdóttur sem
umhverfisráðherra haustið 2004,
skilaði skýrslu vorið 2005. Í henni
kom m.a. fram að þrátt fyrir vinnu
Landmælinga Íslands og Vega-
gerðarinnar vantaði enn nákvæmar
upplýsingar um töluvert af slóðum
á hálendi Íslands. Starfshópurinn
lagði til að með sérstöku átaki yrði
lokið við kortlagninguna á tveimur
árum. Áætlaður viðbótarkostnaður
vegna kortlagningarinnar væri 9
milljónir króna.
Kortlagning sem þessi er for-
senda þess að hægt sé að segja til
um hvort umferð sé leyfileg eða
bönnuð um viðkomandi leið. Akstur
utan vega er bannaður, um það
snýst málið ekki. Það er hins vegar
deilt um hvað telst vera vegur.
Engin fjárveiting
Að sögn Magnúsar Guðmunds-
sonar, forstjóra Landmælinga Ís-
lands, fékk stofnunin enga sérstaka
fjárveitingu til að ljúka kortlagn-
ingu í kjölfar útkomu skýrslunnar
2005 og ekkert sérstakt átak var
gert í þessum efnum. Hann benti
hins vegar á að frá árinu 1999
hefðu Landmælingar unnið að
kortlagningu vega og slóða á há-
lendinu og stofnunin hefði haldið
sínum takti í verkefninu. Sérstakur
kraftur var síðan settur í mæling-
arnar sumarið 2007 með samstarfs-
samningi við Ferðaklúbbinn 4x4.
Magnús telur að Landmælingar
ljúki við að kortleggja vegi og slóða
á hálendinu sumarið 2009. Að hans
sögn er skráning á miðhálendinu
langt komin og hugsanlegt að ljúka
henni að mestu í sumar. Töluvert
er hins vegar eftir á Norðaust-
urlandi og Austurlandi og einnig á
Vestfjörðum og Snæfellsnesi.
Verkefninu lyki þó ekki þar með
því uppfæra yrði gögnin reglulega
og brugðist yrði við ábendingum,
sagði hann.
Í sumarbyrjun 2006 kynnti þá-
verandi umhverfisráðherra, Sigríð-
ur Anna Þórðardóttir, vefinn Á
vegi sem átti að vera ökumönnum
til leiðbeiningar um akstur á há-
lendinu.
Aðspurður sagði Magnús að
Landmælingar hefðu alls ekki talið
að þetta væri tæmandi kort, þótt
þá hefði verið búið að mæla helstu
vegi og slóða í samvinnu við Vega-
gerðina. Kortið hefði einungis átt
að vera til leiðbeiningar þannig að
ökumenn gætu verið vissir um að
þeir ækju eftir löglegum vegum.
„Þegar menn fóru að skoða þetta
betur þá kom í ljós að það vantaði
mikið af vegum og slóðum inn í
grunninn,“ sagði hann.
Þótt kortið hafi einungis átt að
vera til leiðbeiningar voru öku-
menn engu að síður varaðir ein-
dregið við að aka annars staðar en
á þeim vegum sem sýndir voru á
kortinu.
Mælingamenn Landmælinga
skrá legu vega, ástand þeirra og
lýsa yfirborðinu. Þeirra verkefni er
ekki að skilgreina hvaða vegum eða
slóðum á hugsanlega að loka. „Það
stóra verkefni er alveg eftir,“ sagði
Magnús.
Misskilningur ráðherra
Í svari Þórunnar Sveinbjarnar-
dóttur umhverfisráðherra á Alþingi
í febrúar við fyrirspurn Sivjar
Friðleifsdóttur kom fram að kort-
lagningu á vegum og slóðum á
miðhálendinu væri lokið. Þetta er
ekki rétt, eins og fram hefur kom-
ið. Samkvæmt upplýsingum frá
umhverfisráðuneytinu varð mis-
skilningur þess valdandi að rangar
upplýsingar birtust í svari ráð-
herra.
Átakið hófst þegar því
hefði getað verið lokið
Vorið 2005 lagði fyrri stýrihópur til að gert yrði átak í kortlagningu og
henni lokið 2007 Átak hófst 2007 og lýkur 2009 Vefnum Á vegi lokað
Morgunblaðið/RAX
Utan Kortlagning er nauðsynleg til að hægt sé að segja hvort umferð sé
leyfileg um vegi og slóða. Þetta er á hinn bóginn augljós utanvegaakstur.
Fréttir
í tölvupósti
Laugavegi 82, sími 551 4473
Glæsileg
undirföt
beint frá
París
www.feminin.is • feminin@feminin.is
Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222
Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16
Sparifatnaður
í úrvali
str. 36 - 56
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
sími 557 1730 sími 554 7030
Opið virka daga 10.00-18.00
Laugard. Bæjarlind 10.00-16.00 og Eddufell 10.00-14.00
PAS Gallabuxur
str.36-56
Laugavegi 63 • S: 551 4422
VETRAR-
YFIRHAFNIR
LAGERSALA
Í NOKKRA DAGA