Morgunblaðið - 04.03.2008, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 04.03.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 11 FRÉTTIR ÖSSUR Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra tekur þátt í al- þjóðlegri ráðstefnu Bandaríkja- stjórnar um endurnýjanlega orku, WIRE 2008, sem haldin er í Wash- ington frá þriðjudegi til fimmtu- dags í þessari viku. Á ráðstefnunni koma saman ráðherrar, fulltrúar almannasamtaka og fyrirtækja til að ræða leiðir og samstarf um að auka hlut endurnýjanlegrar orku í orkubúskap heimsins og finna lausnir sem ganga í þá átt fyrir ein- stök svæði og lönd. Iðnaðarráðherra verður meðal þátttakenda á ráðherrafundi sem haldinn er á þriðjudag undir stjórn Andris Pielbags, orkumálastjóra framkvæmdanefndar Evrópusam- bandsins, þar sem rætt verður um hagsbætur af nýtingu grænnar orku í efnahagsmálum og umhverf- ismálum. Á miðvikudag flytur ráð- herra erindi á ráðstefnunni um rannsóknir og þróun á sviði end- urnýjanlegrar orku. Meðan á dvöl- inni í Wash- ington stendur á ráðherra tvo fundi með Alex- ander Karsner, aðstoðarorku- málaráðherra Bandaríkjanna, um jarðhitamál og samstarf ey- ríkja um hreina orku, en þar á Bandaríkjastjórn hlut að máli vegna Hawaii. Þá mun ráðherra einnig ræða orkumál við nokkra öldungadeildarþingmenn, þar á meðal Jeff Bingman, formann orkumálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og Barböru Boxer formann umhverfismálanefndar. Með ráðherra í för eru Guðni Á. Jóhannesson orkumálastjóri, Þor- steinn Ingi Sigfússon, forstjóri Ný- sköpunarmiðstöðvar Íslands og Einar Karl Haraldsson, aðstoð- armaður ráðherra. Iðnaðarráðherra á orkumála- ráðstefnu í Bandaríkjunum Össur Skarphéðinsson FRÁ og með þessari viku geta öku- menn notað kreditkort í greiðslu- vélum í bílastæðahúsum og innan skamms í nýjum miðamælum sem settir verða upp víðsvegar í mið- borginni. Stöðumælum sem taka aðeins smámynt fer hins vegar ört fækkandi. Bílastæðasjóður Reykjavíkur varð til 1. mars 1988 þegar Reykja- víkurborg stofnaði sérstakt fyr- irtæki um þennan málaflokk. Er sjóðurinn því 20 ára um þessar mundir. Fyrstu stöðumælarnir voru reyndar settir upp árið 1957 og kostuðu 15 mínútur 1 krónu. Mark- mið bílastæðasjóðs er meðal annars að útvega vel staðsett skamm- tímastæði fyrir ökumenn í mið- bænum og að stuðla að betri um- gengni ökumanna. Morgunblaðið/Ásdís Nýjar gerðir stöðumæla UNDIRSKRIFTALISTI með hátt í fimm þúsund nöfnum verður afhent- ur stjórnvöldum í þessari viku. Þeir sem hafa ritað nafn sitt á þennan lista skora þar með á stjórnvöld að heimila Atlantsolíu sölu á lituðu bensíni. Slíkt bensín væri undanþegið 32,95 króna bensíngjaldi sem markað er til vegamála og myndi bensínlítrinn þá lækka niður fyrir hundrað krónur. Nokkrir hagsmunahópar hafa lýst yfir stuðningi við málefnið og má m.a. nefna fjölmarga liðsmenn Landsbjargar, en samtökin reka 200 vélsleða, 15 snjóbíla með bensínvél, 90 slöngubáta með bensín- utanborðsmótor og 35 harðbotna báta með bensínmótor. Að sögn Kristins Ólafssonar, framkvæmdastjóra samtakanna, má áætla að sam- tökin greiði a.m.k. 1,5 milljónir kr. í bensíngjald sem markað er til vegamála vegna þessara tækja á ári hverju. Fjölmargir eigendur vélhjóla til notkunar á lokuðum svæðum, vél- sleðaeigendur og eigendur eða notendur flugvéla og fisflugvéla hafa jafnframt ritað nafn sitt undir áskorunina. Vilja sölu á lituðu bensíni EINAR Kristinn Guðfinnsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað nefnd til ráðuneytis um hvernig best megi standa að og greiða fyrir þróun heimavinnslu og sölu afurða hjá bændum. Nefndina skipa: Jón Gunnarsson alþingismaður, formaður, Guð- mundur H. Gunnarsson, verk- efnastjóri hjá Matís ohf., Ólöf Hall- grímsdóttir bóndi, Vogum í Mývatnssveit, Sigurður Jóhann- esson, frkvstj. SAH Afurða, Blönduósi og Sigurður Örn Hans- son, forstöðumaður matvæla- öryggis og neytendamála hjá Mat- vælastofnun. Ráðherra segir að glöggt megi merkja að áhugi bænda á heima- vinnslu afurða aukist hratt um þessar mundir. Þarna felist vaxt- arbroddur sem vert sé að hlúa að, því hvers kyns nýsköpun af þessu tagi geti orðið greininni lyftistöng. Nefnd skoðar heimavinnslu TVEIR fyrirlestrar verða fluttir í Víkinni, sjóminjasafninu Granda- garði 8 í Reykjavík, á miðvikudags- kvöld kl. 20. Vitar við strendur Íslands og áhrif þeirra á atvinnu og búsetu er umræðuefni Kristjáns Sveinssonar sagnfræðings. Hann er einn höf- unda bókarinnar Íslenskir vitar sem Siglingastofnun gaf út árið 2002. Rósa Margrét Húnadóttir þjóð- fræðingur varpar ljósi á íslenska dægurlagamenningu á 20. öld. Eins og titillinn gefur til kynna er fjallað um sjómannalög sem voru órjúf- anlegur partur af dægurlagaflóru Íslendinga á tímabili. Vitar og tónlist STUTT Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is MEÐ ÞVÍ að koma fyrir hreyfilhit- ara við sprengihreyfil bifreiðar og hita upp vélina áður en hún er gang- sett á köldum morgnum má draga úr eldsneytisnotkuninni um allt að 10%. Margt smátt gerir eitt stórt og með því að gera búnaðinn almennan í bílaflotanum mætti spara hundruð milljóna króna í eldsneytiskaup á ári. Þetta er mat Jóns Björns Skúla- sonar, framkvæmdastjóra Íslenskr- ar NýOrku, sem telur búnaðinn mundu kosta nokkra tugi þúsunda, eftir því hvaða útfærsla sé valin. Spurður um reynslu erlendra aðila af búnaðinum segir Jón Björn skyldu að nota hann í Norður-Nor- egi, án hans fari bifreiðar ekki í gang í miklum vetrarkuldum. Notkun búnaðarins einskorðast ekki við bensín- og dísilbifreiðar og á vegum VistOrku er verið að gera til- raunir með hreyfilhitara um borð í vetnisbíl, í því skyni að kanna hversu mikið hann dragi úr bruna vetnisins í sprengihreyfli bifreiðarinnar. Jón Björn leggur þó áherslu á að hann telji einkar brýnt að efla al- menningssamgöngur í því skyni að draga úr bruna jarðefnaeldsneytis og menguninni sem henni fylgir. Al- mennt megi segja að framleiðsla bif- reiðar leiði til 15% af heildarlosun koldíoxíðsins sem hún veldur þangað til henni er lagt og því sé mikilvægt að reyna að sporna gegn enn frekari fjölgun bifreiða á götunum. Venur neytendur á að sækja orku úr raforkukerfinu Sigurður Ingi Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs, tekur undir að hreyfilhitarinn gæti dregið verulega úr eldsneytisnotkun, en hann leggur jafnframt áherslu á að búnaðurinn, sem er knúinn orku úr raforkukerfinu, gæti gegnt því hlut- verki að venja neytendur á að tengja bifreiðar við orkukerfið. Setja þarf upp rafmagnstengla til að knýja hitarann, aðgerð sem Sig- urður Ingi telur að þurfi hvort sem er að ráðast í, með hliðsjón af því að innan fimm ára megi vænta þess að fjöldaframleiðsla hefjist á rafmagns- og tengiltvinnbílum, bílum sem ganga fyrir eldsneyti [bensín, dísil, vetni og metan] og raforku, ásamt því að virkja hemlunarorkuna. Sigurður Ingi telur búnaðinn borga sig á nokkrum árum og að með því að tímastilla hreyfilhitarann – og jafnvel miðstöðvarkerfið með – megi ná fram því sama og með fjarhita- kerfi, sem sé öndvert við þennan búnað mengandi valkostur. Hitari gæti sparað hundruð milljóna Einfalt Vetnisbíll á vegum VistOrku tengdur við hreyfilhitara við heimili Jóns Björns Skúlasonar, fram- kvæmdastjóra Íslenskrar NýOrku. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is OFBELDI gegn konum í Afríku- ríkjunum Líberíu, Lýðveldinu Kongó og í Súdan hefur verið geig- vænlegt en í þessum stríðshrjáðu löndum er „líkami kvenna sá víg- völlur sem barist er á“. Þetta kom fram í máli Hrundar Gunnsteins- dóttur, talskonu Fiðrildaviku Uni- fem, sem hófst í gær. Markmiðið með vikunni er að safna fé til styrktar konum í Afríkuríkjunum þremur. Hrund sagði að fiðrildi hefðu tilvísun í í baráttu gegn kynbundnu of- beldi og þannig hefði yfirskrift vik- unnar orðið til. Í Afríkjuríkjunum sem styrk- urinn rennur til hefði ofbeldi gegn konum verið geigvænlegt og væri enn. „Líkami kvenna er sá vígvöll- ur sem barist er á, “ sagði Hrund og minnti á að flestir þeirra sem féllu í borgarastyrjöldum í dag væru óbreyttir borgarar. Hrund vék að stöðu mála í Kongó og sagði að Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu það sem þar ætti sér stað sem nauðgunarstríð. „Sem dæmi um það má nefna að um 90% kvenna og stúlkna í höf- uðborg Kongó hefur verið nauðgað eða þær beittar grófu kynferð- islegu ofbeldi.“ Hrund sagði að í Líberíu hefði friður komist á árið 2003 og eftir það hefðu lýðræð- islegar kosningar farið fram. Engu að síður væri kynbundið ofbeldi enn algengasti glæpurinn í landinu. Í Súdan væri slíkt ofbeldi líka al- gengur glæpur. Hrund benti á að þrátt fyrir vissu um hve algengir ofbeld- isglæpir gegn konum eru gæti reynst erfitt að henda reiður á tíðninni. „Konur sem beittar eru ofbeldi verða í raun fyrir tvöföldu ofbeldi því þær mega helst ekki tala um það. Þá er hætta á að þær verði útilokaðar úr samfélaginu.“ Hrund sagði að styrktarsjóður Unifem fyrir afnámi ofbeldis gegn konum starfaði samkvæmt þeirri hugmyndafræði að finna lausn í því sem konurnar skilgreindu sjálfar sem vandamál. „Styrktarsjóðurinn svarar þörf kvenna en ákveður ekki fyrir þær hver verkefnin eiga að vera. Þessi grundvallarregla er okkur mjög mikilvæg.“ Gengið til góðs á miðvikudag Hrund rakti viðburði sem tengj- ast söfnunarvikunni. Meðal annars hyggst BAS-hópurinn, hópur ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, ganga til góðs til styrktar söfnuninni. Gangan fer fram klukkan 20 á mið- vikudag en gengið verður frá mót- um Klapparstígs og Laugavegar og niður á Austurvöll. Þá ætla Salt- félagið og Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur að halda á föstudag uppboð á hekluðum brjóstum sem unnin hafa verið af handverks- konum um allt land. Á fundinum í gær var jafnframt kynntur nýr verndari Unifem, sem er Kristín Ólafsdótttir. Kristín tek- ur við af Ásdísi Höllu Bragadóttur sem hefur verið verndari Unifem síðustu tvö árin. Kristín hefur ver- ið í ráðgjafarhópi Unifem, en hún hefur m.a. framleitt kvikmyndir og verið virk í starfi alþjóðasamtaka. Hún sagðist á fundinum hlakka til að takast á við verkefnið. Morgunblaðið/Golli Söfnun kynnt Hrund Gunnsteinsdóttir, talskona Fiðrildasöfnunarinnar, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, stjórn- arformaður Unifem, og Kristín Ólafsdóttir, nýr verndari Unifem, kynntu blaðamönnum málefnið í gær. „Líkami kvenna sá vígvöllur sem barist er á“ Í HNOTSKURN »Söfnunin stendur fram álaugardag, 8. mars, en þá er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. »Styrktarborði verður m.a.sýndur í Kastljósi. Þar verða jafnframt sýndar stuttmyndir sem tengjast átakinu. »Hægt verður að hringja ístyrktarlínur 904-1000, 904- 3000 og 904-5000 eftir styrk- upphæð. »Einnig er hægt að hafa sam-band við skrifstofu Unifem. »Helstu bakhjarlar söfunar-innar eru Landsbankinn og Eimskip. SKIPTUM er lokið á þrotabúi fyr- irtækisins Ólafur og Gunnar bygg- ingafélag ehf., sem tekið var til gjaldþrotaskipta 1. desember 2004. Fyrirtækið var umfangsmikið á byggingamarkaði á sínum tíma. Lýstar kröfur í búið námu alls rúmum 307 milljónum króna. Veð- kröfur greiddust að fullu og upp í forgangskröfur fengust kr. 1.469.546 eða 2,87%. Ekkert fékkst upp í almennar eða eftirstæðar kröfur, að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Skiptum lokið á byggingafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.