Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 14

Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is EFTIRLITSMENN þingmanna- samtaka Evrópuráðsins létu í gær í ljós efasemdir um að forsetakosning- arnar í Rússlandi á sunnudag hefðu verið frjálsar og lýðræðislegar. Andreas Gross, sem fór fyrir 25 eftirlitsmönnum, sagði að úrslit kosninganna „endurspegluðu vilja kjósendanna“ en bætti við að þær gætu ekki talist lýðræðislegar, m.a. vegna ósanngjarnrar fjölmiðlaum- fjöllunar. „Það var ekkert frelsi í þessum kosningum,“ sagði Gross og skírskotaði m.a. til þess að ríkis- reknu fjölmiðlarnir hömpuðu sigur- vegaranum, sem naut stuðnings Vladímírs Pútíns forseta, og fjölluðu lítið um aðra frambjóðendur. Þegar nær öll atkvæði höfðu verið talin í gær var Dmítrí Medvedev, fyrsti aðstoðarforsætisráðherra, með 70,2% fylgi. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnistaflokksins, fékk 17,8% atkvæðanna og Vladímír Zhírínovskí, leiðtogi þjóðernisöfga- manna, fékk um 9%. Ráðamenn á Vesturlöndum ósk- uðu Medvedev til hamingju en nokkrir þeirra tóku fram að ekki hefði alltaf verið farið eftir lýðræð- islegum reglum í kosningunum. „Kosningarnar fóru fram að rúss- neskum hætti, vitað var um sigur- vegarann fyrirfram,“ sagði Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakk- lands. Medvedev, sem er 42 ára, tekur við forsetaembættinu 7. maí og verð- ur þá yngsti leiðtoginn í Kreml frá Nikulási 2., síðasta keisara Rúss- lands. Gert er ráð fyrir því að Medvedev skipi Pútín forsætisráð- herra en mikil óvissa er um hvernig þeir skipti með sér völdunum. Hörð valdabarátta? Evrópskir fjölmiðlar gagnrýndu framkvæmd kosninganna en voru ekki á einu máli um hvort Medvedev og Pútín gætu stjórnað Rússlandi í sameiningu. „Búist aðeins við breytingum að nafninu til þegar „Pútvedev“ tekur við völdunum,“ sagði í fyrirsögn fréttaskýranda breska dagblaðsins Guardian. Mörg blaðanna veltu því fyrir sér hvort Medvedev yrði aðeins þjóðhöfðingi að nafninu til og hvort Pútín hefði áfram bæði tögl og hagldir sem forsætisráðherra. Nokkur blaðanna spáðu því sam- starfið gengi snurðulaust fyrir sig að mestu en aðrir töldu líklegt að hörð valdabarátta blossaði upp á milli þeirra. „Rússland hefur aldrei áður haft tvær valdamiðstöðvar og fáir telja að það gangi,“ sagði Svenska Dagbladet. Franska dagblaðið Le Figaro dró í efa að „tvíeykisfyrirkomulagið“ ent- ist lengur en til vors og sagði að saga landsins sýndi að aðeins væri „rými fyrir einn keisara í Rússlandi“. „Gætu ofurvinsældir Pútíns horfið þegar hann hefur ekki lengur stjórn- sýsluvaldið í Kreml á bak við sig?“ spurði blaðið. Þýska blaðið Süddeutsche Zeit- ung sagði að Pútín hefði verið hepp- inn að því leyti að hærra olíuverð hefði gert honum kleift að bæta lífs- kjör Rússa. „Ef efnahagsástandið versnar gæti krónprins Pútíns fallið í ónáð,“ sagði blaðið. „Það verða ekki mótmæli í nafni háleitra hugsjóna á borð við lýðræði eða fjölmiðlafrelsi, heldur vegna hneykslismála í tengslum við byggingariðnaðinn eða verð á lesta- og strætisvagnaferð- um.“ Maria Lipman, stjórnmálaskýr- andi í Moskvu, sagði að á næstu mánuðum mætti búast við mikilvæg- um vísbendinum um hvernig stjórn- málaþróunin yrði í Rússlandi. T.a.m. yrði spennandi að fylgjast með myndun nýrrar ríkisstjórnar og að hve miklu leyti nýir ráðherrar teldu sig standa í þakkarskuld við Medve- dev fremur en Pútín. Annar stjórnmálaskýrandi í Moskvu, Sergej Markov, sagði að það væri hægara sagt en gert að skipta völdunum. „Mörgum spurn- ingum er ósvarað. T.d. er er ekkert í stjórnarskránni um hver eigi að ráða yfir ríkissjónvarpinu – forsetinn eða ríkisstjórnin,“ sagði Markov. „Það stendur ekkert í stjórnarskránni um hver eigi að ráða yfir Gazprom og Rosneft, eða stjórna flokknum Sam- einaða Rússlandi.“ Einnig verður áhugavert að fylgj- ast með afdrifum valdamestu aðstoð- armanna Pútíns úr röðum fyrrver- andi starfsmanna sovésku leyniþjónustunnar KGB. Fara þeir með Pútín í forsætisráðuneytið, verða þeir áfram í Kreml til að fylgj- ast með Medvedev eða víkja þeir fyr- ir öðrum? Telja aðeins rými fyrir einn keisara í Rússlandi Eftirlitsmenn efast um að kosning- arnar hafi verið lýðræðislegar                         !  !"    #      !      # $  %                                !      "                 ! "  #$% &'$ ( ) *++,  $'-( .  / 01 % (0   .  / 1 ) '!( ( .  / 2 +,--.(/01/02+-345+/6,3!/- &'()*+, #  $% & ' ( ) *%% *%$ *%) *%+ *%( *%, *%' *%- -. /- 01234(' .     $+% $)% $$% $%% *+++ 3 4++ *%% *%$ *%) *%+ *%( *%, *%' *%- 56.6 5.-7 +089, / !    4555 3 4++ ),% )%% $,% $%% *%% *%$ *%) *%+ *%( *%, *%' *%- 5.6. 66.: ;4<,='>40?1 4'     $% 0 & - ' *%% *%$ *%) *%+ *%( *%, *%' *%- @A -B (78+51/ 9.-31(3:1+;2+ <     >  !   " C 1  2   1  "    2  " D E 3        " C  4    2  " D E 5   6  4     2   " >  7      / 48 !  9    4 9 :     ;  <" 7   !  =   >  " >  !      D E ? 6     " " E 1   6   2    " '"          6        8 '"   3      7 7    2   " F  E @  9               A 4 BC:AD" 6    !   " %&&'%&&<%&&=%&&> ?@@@ %&&& %&&? %&&% %&&$ ,%% (%% +%% )%% $%% % (9'4D0G? =;1?H 4'FD   7     5--/ I-B I-- 6... I.5 I.6 I.7 I.: I. A I. @ I. / 5: 5/B 566 56A 6B. 7@@ :/B /@- 5  *%& :B76 7.7/ 5B66 56:A Reuters Strengjabrúða Pútíns? Pútín Rússlandsforseti og Dmítrí Medvedev, ný- kjörinn eftirmaður hans, fagna kosningaúrslitunum á tónleikum í Moskvu. SKOÐANAKANNANIR helg- arinnar hafa sýnt allt að 12% for- skot Hillary Clinton þó að Barack Obama þyki vinna mikið á. For- kosningar fara fram í fjórum ríkj- um í Bandaríkjunum í dag og þykja niðurstöður kosninganna í Texas og Ohio gífurlega mikilvægar fyrir frambjóðendur demókrata. Alls er um 370 kjörmenn að keppa í ríkj- unum fjórum. „Ohio er lykillinn að forsetaembættinu,“ sagði Hillary Clinton í gær en hún hefur lýst sig bjartsýna á niðurstöður dagsins. Sigur þykir nauðsynlegur fyrir Clinton en keppinautur hennar, Obama, hefur haft betur í 11 for- kosningum í röð og er nú með nokkuð fleiri kjörmenn en Clinton. AP Bjartsýn Hillary Clinton. Kosningaslagur Gaza. AFP. AP. | Ehud Olmert, for- sætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í gær að Ísraelsher myndi halda áfram árásum á Gaza-svæðið. Her- inn hefur nú dregið sig út af svæð- inu, en Olmert segir að þar með sé ekki um eftirgjöf að ræða, „við munum ekki sýna vott af umburð- arlyndi heldur svara fyrir okkur. Viðbrögð okkar eru ekki bundin við sérstakar aðgerðir eða dagsetn- ingar,“ sagði Olmert á fundi Ka- dima-flokksins í Jerúsalem í gær. Ísraelar hafa síðan á miðvikudag gert loftárásir á Gaza-svæðið og hafa um 120 manns fallið, þar af 22 börn. Árásirnar eru gerðar með því markmiði að stöðva eldflaugaárásir sem skæruliðar á Gaza hafa gert á nokkrar byggðir í Ísrael. Stjórn- málaskýrendur hafa sagt árásir Ísr- aela tilgangslausar, viðræður verði að eiga sér stað á milli Ísraela og Hamas-manna er ráða á Gaza- svæðinu. Condoleezza Rice, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanleg til Ísrael í dag, til að reyna að þoka áfram frið- arviðræðum. Árásir Ísraela halda áfram ÍRANSKUR dómstóll hefur dæmt mann til að kaupa 124.000 rósir handa eig- inkonunni eftir að hún lagði inn kvörtun vegna nísku hans. „Hann tímir ekki einu sinni að kaupa handa mér kaffi þegar við förum út,“ segir eig- inkonan. Hún vill taka út brúð- argjöf sína í rósum, en það er gjöf sem eiginmaður er skuldbundinn til að gefa og getur kona krafist henn- ar hvenær sem er. Dómstóllinn gerði íbúð mannsins upptæka en hann segist aðeins hafa efni á fimm rósum á dag. Kærður vegna nísku sinnar STUTT FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi heillaóskir til ný- kjörins forseta Rússlands í gær- morgun. Í kveðjunni áréttaði forseti Ís- lands að bæði rússneska þjóðin og veröldin öll vænti mikils af störfum hins nýja forseta enda framlag Rússlands við lausnir á vandamálum mannkyns afar brýnt, svo sem í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og fyrir friði og farsælli sambúð allra ríkja. Þá nefndi forseti Íslands að Ís- lendingar hefðu um árabil notið traustrar samvinnu við Rússa; öflug viðskipti og menning tengt þjóðirnar saman. Á komandi ár- um væntu Íslendingar þess að hæfni þeirra við nýtingu hreinnar orku, einkum jarðhita, gæti nýst Rússum við breytingar á orku- kerfum landsins og að samvinna þjóðanna í málefnum Norðurslóða yrði áfram árangursrík. Norð- urslóðir væru í vaxandi mæli einn mikilvægasti hluti heims, einkum vegna auðlindanna sem þar er að finna og nýrra siglingaleiða sem kunna að opnast á komandi ár- um. Væntir mikils af störfum forsetans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.