Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 19

Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 19
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 19 Þrátt fyrir varnarbaráttu margra sveitarfélaga á landsbyggðinni í dag og töluvert mikla fólksfækkun ríkir hins vegar bjartsýni meðal íbúa Djúpavogs sem hafa greinilega trú á sinni heimabyggð sem áður. Skýrist það m.a. af ágætu atvinnuástandi al- mennt þrátt fyrir þorskkvótaskerð- inguna sem tilkynnt var á síðastliðnu ári. Stærsti vinnuveitandinn Vísir hf. er sem áður langmikilvægasta stoðin í atvinnulífinu á Djúpavogi og má segja að forsvarsmenn þess fyr- irtækis hafi sýnt mikla festu í sínum rekstri á staðnum í gegnum þær þrengingar sem gengið hafa yfir sjávarútveginn á síðustu vikum og mánuðum, sem er auðvitað sér- staklega mikilsvert fyrir allt sam- félagið á Djúpavogi.    Fyrir skemmstu var birt í tímariti sveitarstjórnarmála, samantekt yfir íbúaþróun í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni á tímabilinu 1998- 2007. Í úttektinni kemur m.a. fram að þéttbýliskjarninn á Djúpavogi stend- ur hvað styrkustum fótum í sam- anburði sveitarfélaga á Austurlandi en aðeins hefur fækkað um 5,9% á fyrrgreindu tímabili. Í úttektinni kom fram allt að 40% fækkun hjá þeim þéttbýliskjörnum sem verst komu út. Það má því segja að varn- arbaráttan hafi tekist vel í þétt- býliskjarnanum á Djúpavogi en fækkun íbúa Djúpavogshrepps hefur að langmestu leyti skýrst af mikilli fækkun í dreifbýlinu á undanförnum árum og áratugum.    Nú bendir hins vegar ýmislegt til að íbúaþróunin sé að snúast við og íbú- um taki að fjölga aftur á svæðinu en mikil og jákvæð hreyfing hefur verið á húsnæðismarkaðnum á Djúpavogi á undanförnum vikum og mánuðum og má segja að húsnæði gangi nú kaupum og sölum þessa dagana eins og heitar lummur. Hið jákvæða er í þessu sambandi að í flestum tilvikum er um ungt fjölskyldufólk að ræða sem hefur verið að fjárfesta í hús- næði á Djúpavogi að undanförnu. Vegna þessara viðskipta hefur skap- ast töluverð umframeftirspurn eftir húsnæði á staðnum. Húsnæðisverð hefur að sama skapi verið að hækka jafnhliða eftirspurninni.    Unglingarnir á Djúpavogi hafa sann- arlega verið að slá í gegn að und- anförnu en nýlega vann 15 ára drengur, Aron Daði Þórisson, til 1. verðlauna á landsvísu í ritgerða- samkeppni grunnskólanna undir titl- inum „heimabyggðin mín“ og var heiðraður sérstaklega af því tilefni hinn 11. febrúar í Norræna húsinu m.a. að viðstöddum mennta- málaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.    Þá vann fyrir skemmstu hin stór- efnilega unglingahljómsveit Friðpíka frá Djúpavogi hljómsveitarkeppni SamAust 2008, sem er söngvakeppni félagsmiðstöðva á Austurlandi en þar tóku alls 14 hljómsveitir þátt. Þeir fé- lagar í Friðpíku munu því keppa fyr- ir hönd Austurlands á hinni árlegu stórhátíð Samfés sem haldin verður í Reykjavík hinn 7.-8. mars nk. Það má því segja að unglingarnir á Djúpavogi séu sannarlega að slá í gegn um þessar mundir. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Bjartsýni Vísir hf. hefur sýnt festu í starfsemi sinni á Djúpavogi og er atvinnuástand þar ágætt um þessar mundir. DJÚPIVOGUR Andrés Skúlason fréttaritari Rúnari Kristjánssyni á Skaga-strönd kom í hug eftir tón- leika „Geirs og Bubba“: Fordómarnir flestir nú falla í einum hvelli, því að Lóa litla á Brú leggur þá að velli! Og með tilliti til þess sem unnist hefur og þess sem tapast hefur: Marga í villu lausung lokkar langt frá rétta horfinu. Því að gömlu gildin okkar gleymdust undir torfinu. Loks yrkir hann: Hér sem stendur virðist viðra verr en stundum áður. Til því mætti tíðin hliðra, taka að hækka gráður. Hvernig er það annars syðra, ertu af kulda þjáður ? pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af veðri og fordómum Þú skorar með okkur – Eimskip tilhamingju Óskum handhöfum Eimskipsbikarsins mEð árangurinn! TB W A\ R EY KJ AV ÍK \ SÍ A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.