Morgunblaðið - 04.03.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.03.2008, Qupperneq 20
vistvænt 20 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ slátt af skoðun ef hann pantaði tíma fyr- ir hádegi fyrir lok marsmánaðar. Það vantaði bara að koma ætti með bílinn milli kl. 9 og 9.30. Síðan liðu ein- hverjir dagar og þá kom miði frá Að- alskoðun, þar sem minnt var á skoð- unartíma þar sem bíll- inn er með 1 sem aft- asta staf. En Víkverja til mikillar undrunar var ekkert tilboð í boði, ekki einu sinni 5% afsláttur. Þarna virðast því vera tækifæri fyrir fleiri aðila á markaðnum því miðað við þann mikla bílaflota sem er í umferð ætti að vera ágætur bis- ness í skoðunum. x x x Að endingu má Víkverji til meðað lýsa ánægju sinni með endinn á Glæpnum í Sjónvarpinu á sunnudagskvöldið, þótt sorglegur hafi verið. Af tillitssemi við þá sem sáu ekki lokaþáttinn og bíða eftir endursýningu í kvöld, segir Vík- verji ekki annað en að Danir hafa búið til snilldarfléttu, og skilið eft- ir nógu marga lausa enda til að halda áfram með framhaldsseríu. Vonandi eru tökur þegar hafnar. Þungu fargi varlétt af Víkverja í gær er hann heyrði í útvarpinu skýringu á megnri ólykt við Höfðabakkabrúna. Hún mun stafa af ein- hverjum frárennsl- isvanda frá fyrirtæki sem leystur verður á næstunni. Víkverji var farinn að hafa áhyggjur af „kjall- aranum“ sínum því lyktin minnti hann dálítið á eigin við- rekstur, ekki síst eftir óhollustufæði, en skildi ekkert í því af hverju fýlan kæmi alltaf á sama stað; undir Höfðabakkabrúnni, þegar ekið er þar um reglulega. Verra fannst Víkverja að heyra að vegfarendur um brúna hefðu kvartað undan hálfgerðri brenni- steinsfýlu, svo slæman hélt hann ekki eigin viðrekstur vera! x x x Nú þegar komið er að því aðfara með annan fjölskyldubíl- inn í skoðun saknar Víkverji þess sárlega að meiri samkeppni ríki ekki milli skoðunarfyrirtækjanna. Fyrst kom miði um lúguna frá Frumherja, sem bauð Víkverja mikla kjarabót (eða þannig), hvorki meira né minna en 10% af-           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Þeir unglingar sem borða ævinlega morgunverðhafa tilhneigingu til að vera léttari, stunda oftarlíkamsrækt og borða hollari mat yfirleitt en þeir unglingar sem sleppa því að borða morgunverð. Frá þessu er sagt á vefmiðli Reuters og er þar vitnað í banda- ríska rannsókn þessu til staðfestingar. Rannsóknin náði til rúmlega tvö þúsund bandarískra unglinga og var í fimm ár fylgst með matarvenjum þeirra, þyngd og lífs- stíl. Unglingarnir voru rétt undir fimmtán ára aldri þeg- ar rannsóknin hófst. Í ljós kom að þeir unglingar sem borðuðu oftast morg- unmat reyndust vera léttastir. Þeir sem ævinlega slepptu því að borða morgunverð, reyndust að meðaltali 2,3 kílóum þyngri. „Við komumst að því með þessari rannsókn að þeir unglingar sem borða oft morgunmat og þá sérstaklega þeir sem borða morgunverð á hverjum einasta degi, eru heilbrigðari yfirleitt og hafa heilsusamlegan lífsstíl,“ segir Mark Pereira í Háskólanum í Minnesota School of Public Health, sem leiddi rannsóknina. „Þeir unglingar sem ævinlega borða morgunverð eru mun virkari líkamlega og þeir borða hollari mat yfirleitt. Fyrir vikið borða þeir minna af fitu og kólesterólríkri fæðu en meira af trefjaríkri fæðu.“ Þeir sem stóðu að rannsókninni benda á að áætlað sé að um 25 prósent bandarískra barna sleppi því að borða morgunverð og á sama tíma berist fréttir af því að offita sé vaxandi vandamál hjá ungu fólki. Eflaust hljómar það undarlega að þeir sem sleppa reglulega þessari máltíð, séu feitari en þeir sem láta hana aldrei fram hjá sér fara. Fyrrnefndur Mark Pereira setti fram þá kenningu að með því að fylla magann að morgni, eigi þeir sem borða morgunverð auðveldara með að hafa stjórn á matarlyst sinni í gegnum daginn. Eins getur morgunverður komið í veg fyrir að unglingurinn troði sig út af mat í hádeginu eða á öðrum matmálstímum. Þó svo að morgunverður sé jafn áríðandi máltíð og raun ber vitni, er ekki þar með sagt að borða skuli hvað sem er í morgunmat. Það gerir engum gott að gúffa í sig súkkulaðikleinuhring eða annarri óhollustu í morg- unmat. Möguleikar á hollum morgunmat eru fjölmargir, foreldrar og unglingar þurfa að finna út úr því saman svo allir séu sáttir. Og það skiptir öllu máli að bæta ávöxtum eða annarri hollustu út á eitthvað sem krökkunum finnst gott. Unglingar ættu að borða morg- unmat til að halda sér grönnum Reuters Við vöxt Þessar stúlkur hafa eflaust ekki borðað morg- unmat, í það minnsta ekki hollan. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Spilliefni er að finna víðaren í efnaiðnaði – þau erulíka algeng á ofurvenjuleg-um, íslenskum heimilum. Hins vegar getur verið misbrestur á því að heimilisfólk skili slíkum efnum sérstaklega inn til sorp- meðferðar eins og vera ber svo koma megi í veg fyrir mengun af völdum þeirra. Algengast er að málningarafgangar og leysiefni rati í endurvinnslugámana og eins hef- ur fólk tekið sig á varðandi skil á rafhlöðum. Algeng spilliefni á heimilum eru t.d. ýmiss konar hreinsiefni, skor- dýraeitur, lím, lyf og fleira. „Þegar farið er að skoða ofan í kjölinn hvað telst vera spilliefni eru það fjölmargir flokkar. Þessi efni eru mengunarvaldar og sem slík skað- vænleg í heimilissorpinu,“ segir Jón Hólmgeir Steingrímsson, framkvæmdastjóri Efnamóttöku- nnar sem sér um förgun og endur- vinnslu slíkra efna. Hann útskýrir að þegar efnin endi í heimilissorpinu fari þau með almennu sorpi í urðun á stöðum á borð við Álfsnes. Þó að allar mögu- legar varúðarráðstafanir séu gerð- ar á urðunarstöðunum, t.a.m. með drenlögnum, sé alltaf hætta á að efnin endi í grunnvatninu, sé þeim ekki fargað á viðeigandi hátt en til eru sérstakar eyðingarleiðir fyrir þessi efni. „Þau eru ýmist brennd hérna heima eða send úr landi til eyð- ingar,“ útskýrir Jón og bætir við að dregið hafi úr því síðarnefnda vegna aukins tækjabúnaðar hér heima. „Nú eru komnar brennslu- stöðvar hér innanlands sem ráða betur við þessi efni svo við nýtum þær eins og hægt er.“ Með kassa í kjallaranum Leysiefni eru að mestu end- urnýtt. „Annars vegar eru leysiefni hreinsuð eftir notkun þeirra. Dæmi um slíkt er vökvinn sem nýttur er til hreinsunar á áhöldum hjá bíla- málurum og málningarverk- smiðjum. Hann kemur óhreinn inn til okkar en eftir að búið er að hreinsa hann má nota hann aftur. Hins vegar eru leysiefnin nýtt sem eldsneyti og orkugjafi og t.a.m. notar Sementsverksmiðjan mikið af leysiefnum sem orkugjafa við sína framleiðslu.“ Almenningur getur skilað spilli- efnum inn til söfnunarstöðva sveit- arfélaganna, s.s. Sorpu á höf- uðborgarsvæðinu. Jón segir algengast að fá málningarafganga og leysiefni frá heimilum inn á söfnunarstöðvar. „Eins hefur það aukist að fólk skili inn rafhlöðum eftir auglýsingaherferð sem var á vegum Úrvinnslusjóðs og fyr- irtækja í greininni. Það hefur nú skilað sér í auknum skilum. Fólk getur nálgast litla rafhlöðukassa hjá Sorpu og öðrum söfn- unarstöðvum, en þá er hægt að geyma við hliðina á ruslafötunni án þess að það fari mikið fyrir þeim.“ Hann segir ekki eins mikið um að fólk komi með efni á borð við skordýraeitur og hreinsiefni inn á söfnunarstöðvar. Það sé þó senni- lega fyrst og fremst af hugs- unarleysi sem slík efni enda í heimilissorpinu. „Það má örugg- lega vekja fólk til vitundar um að efni á brúsum, s.s. úðabrúsum, eru yfirleitt spilliefni. Best er því að koma sér upp sér fötu eða kassa, t.d. í kjallara, og safna í hann slík- um afgöngum og koma þeim svo á söfnunarstöðvar.“ Morgunblaðið/Ómar Bílþvottur Ýmiss konar viðhaldsefni fyrir bíla eru meðal spilliefna sem leynast á venjulegum heimilum og brúsum utan af þeim sem og afgöngum ber að skila inn til söfnunarstöðva. Morgunblaðið/Frikki Vakning Talsvert hefur aukist að fólk skili notuðum rafhlöðum til söfn- unarstöðva eftir auglýsingaherferð um mikilvægi þess. Morgunblaðið/Golli Þrif Skila ber ræstiefnum og brús- um utan af þeim til sérmeðferðar. Engin spilliefni í heimilissorpið Algeng spilliefni á heimilum Ýmiss konar hreinsiefni stíflueyðir húsgagnabón skordýraeitur lím lyf málning lakk leysiefni á borð við terpentínu og white spirit þynnir rafhlöður kvikasilfur í hitamælum úðabrúsar ýmiss konar viðhaldsefni fyrir bíla, s.s. frostlögur, olíuefni og rafgeymar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.