Morgunblaðið - 04.03.2008, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 21
UMRÆÐAN
ÁRIÐ 2006 var opnað á ný fyrir
hvalveiðar í atvinnuskyni eftir 20 ára
hvalveiðibann. Hvalur 9 fór af stað til
veiða með glæsibrag þá um haustið
og veiddi á skömmum tíma sjö lang-
reyðar af níu. Veiða mátti 30 hrefnur
það árið fyrir utan vísindaveiðar.
Í sumar 2007 lauk vísindaveiðum í
þeirri áætlun sem þá var í gangi.
Viðamikil talning á hvölum á íslensku
hafsvæði fór fram í
sumar. Tilfinning taln-
ingarmanna er sú að
hvalastofnar séu í góðu
ástandi eins og fyrri
talningar hafa sýnt. Það
er 1987, 1988, 1995 og
2001. Samkvæmt taln-
ingu árið 2001 voru
43.600 hrefnur og
25.000 langreyðar á ís-
lenska talningarsvæð-
inu. Fyrri niðurstöður
benda til mikillar fjölg-
unar hnúfubaks hér við
land.
Þessi gögn eru meg-
inundirstaða ráðgjafar um verndun
og nýtingu hvalastofna á svæðinu.
Samkvæmt opinberum tölum um
veiðar á hvölum að tillögu vísinda-
manna er lagt til að veiða megi 400
hrefnur og 150 langreyðar á þessu
ári. Stefna stjórnvalda er að gefa ekki
út leyfi fyrir veiðum á hvölum í at-
vinnuskyni nema áður hafi verið
gengið frá sölu hvalaafurða. Það er
skiljanleg afstaða miðað við hval-
veiðistopp í langan tíma.
Það er rökrétt hugsun að efla veið-
ar á vannýttri tegund þegar á sama
tíma eru margir stofnar nytjafiska of-
veiddir. Þetta er liður í sjálfbærum
veiðum og þótt dýrin séu fá í byrjun
er betra að fara af stað, skapa þekk-
ingu og kanna viðbrögð markaðarins,
því án reynslunnar verður engin þró-
un.
Ráðgjöf vísindamanna á veiðum
heildarafla hverrar tegundar fyrir sig
hefur í gegnum tíðina verið talin af
mörgum varfærnisleg, hags-
munaaðilar hafa alltaf veitt meira en
lagt er til úr flestum fiskistofnum
okkar með þeim afleiðingum að skor-
ið er niður núna með mjög harkaleg-
um hætti. Á sama tíma hamla stjórn-
völd veiðum á hval með íþyngjandi
skilyrðum fyrir þennan
útgerðarflokk þrátt fyr-
ir að lögmál kapítalsins
virki aldrei betur en
þegar menn eiga að
vinna með sínar fjár-
festingar á eigin ábyrgð
og lúta lögmálum mark-
aðarins án ríkisstyrkja.
Ráðgjöf vísinda-
manna er nánast falin
fyrir almenningi og
skrifræðið í algleymingi
til að passa upp á hluti
sem óþarft er að gæta
því enginn ábyrgur
maður leggur út í fjár-
festingar eins og veiðar sem útheimta
dýran búnað nema til séu markaðir
fyrir afurðirnar, að sjálfsögðu.
Í þessu samhengi væri hægt að
vinna hvalaafurðir í tómum fisk-
vinnslustöðvum vítt og breitt um
landið til pökkunar og frágangs af-
urða undir umsjón gæðaeftirlits-
manna og yrði þannig virk mótvæg-
isaðgerð á landsbyggðinni vegna
kvótaskerðingar á þorski. Auðvelt
væri fyrir eigendur þessara húsa að
leigja þau eða selja til þessarar starf-
semi.
Í tengslum við aflabrest á loðnu er
ekki útilokað að Japanir sæju sér leik
á borði að kaupa hrefnukjöt í staðinn
fyrir loðnuna.
Nú ríður á að hvalaafurðir fái góð-
ar viðtökur á mörkuðum, innlendum
sem erlendum. Munum að dýr í villtri
náttúru eru hrein náttúruafurð sem
svíkur engan. T.d. er ólíku saman að
jafna þegar villt dýr eru tekin úr sínu
umhverfi þar sem fæðan er lifandi
bráð og nægt olnbogarými eða þegar
um er að ræða verksmiðjuframleidd-
ar afurðir í miklum þrengslum dýr-
anna.
Margfeldisáhrif veiðanna koma
fljótt fram fyrir útgerðir, sjómenn,
verkendur, dreifingaraðila, smá-
söluverslanir og ekki síst fyrir allt
samfélagið.
Félag hrefnuveiðimanna er til og
þar með er kominn af stað atvinnu-
vegur (útgerð) sem á eftir að vaxa og
dafna í framtíðinni. Einir og sér mega
þeir sín lítils en með stuðningi stjórn-
valda og almennings ná þeir mun
meiri árangri.
Óvíða í heiminum er aðgengi jafn
gott að hreinu náttúrufæði eins og á
okkar gjöfula landi. Því ættum við að
hafa það hugfast hvað við látum ofan í
okkur og líta gagnrýnum augum á
uppruna og meðhöndlun matvæla.
Hvalaafurðir þurfa að vera sýnilegar
í kjötborðum verslana, veitingahúsin
hefðu hvalaafurðir á matseðli sínum
ásamt kynningum matreiðslumanna,
því það sem við gerum vel „heima-
fyrir“ mun vekja athygli erlendis.
Matvælatengd ferðaþjónusta, þar
sem góðir matsölustaðir gæfu kost á
sælkerafæðu unninni úr hráefni úr ís-
lenskri náttúru, væri örugglega gott
framlag í ferðamálin.
Rökin fyrir skaðsemi hvalveiða á
íslenskt efnahagslíf standast ekki því
árið 2006 þegar lætin urðu sem mest
við lok hvalveiðibannsins og upphaf
hvalveiðanna komu aldrei fleiri er-
lendir ferðamenn til landsins. Upp til
hópa er þetta fólk menntað og vel
upplýst, vill skoða stórbrotið nátt-
úrufar á Íslandi, kynnast menningu
og fólki þessa lands. Það veit fyr-
irfram að sjávarútvegur er und-
irstöðuatvinnuvegur landsmanna og
kemur því ekkert á óvart að hval-
veiðar séu leyfðar hér í atvinnuskyni.
Ég vil óska hrefnuveiðimönnum og
stórhvalveiðimönnum velfarnaðar á
komandi vertíð.
Hvalveiðar í atvinnuskyni
Sæmundur Þ. Einarsson skrifar
um hvalveiðar » Samkvæmt opinber-
um tölum um veiðar
á hvölum að tillögu vís-
indamanna er lagt til að
veiða megi 400 hrefnur
og 150 langreyðar á
þessu ári.
Sæmundur Þ.
Einarsson
Höfundur er smábátasjómaður.
SKIPULAGNING íþróttaiðkunar
fyrir almenning er stór og vaxandi
þáttur í starfsemi Íþrótta- og Ól-
ympíusambands Íslands. Oft vill at-
hygli beinast meira að okkar besta
afreksfólki, en ekki má gleymast að
innan ÍSÍ er starfrækt öflugt al-
menningsíþróttasvið sem skipulagt
hefur marga þekkta
viðburði. Má sem
dæmi nefna átak um
að hjóla í vinnuna og
Sjóvá-kvennahlaup
ÍSÍ.
Almenn lýðheilsa og
aukin hreyfing fer vel
saman við markmið
íþróttahreyfing-
arinnar – ekki má
gleyma því að félagatal
hreyfingarinnar telur
meira en helming
þjóðarinnar. Ekki eru
þar allir að iðka íþrótt-
ir með keppni í huga,
og mikilvægt er að
koma til móts við þarf-
ir þess hóps.
Frá árinu 2005 hef-
ur starfshópur, sem
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra
skipaði, unnið að því að
móta íþróttastefnu
ríkisins undir starfs-
heitinu “Íþróttavæð-
um Ísland“, og hefur
hópurinn starfað undir stjórn núver-
andi heilbrigðisráðherra, Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar. Það er raunar
viðeigandi að hann hafi tekið við
stjórn heilbrigðismála þjóðarinnar á
starfstíma nefndarinnar, þar sem
stór hluti verkefnisins lýtur að al-
mennri lýðheilsu.
Á grundvelli þessa starfs er nú
verið að hleypa af stokkunum nýju
lýðheilsuátaki sem nefnist Lífs-
hlaupið – allir sem einn – í samstarfi
ÍSÍ við heilbrigðisráðuneyti,
menntamálaráðuneyti, Lýðheilsu-
stöð, Skýrr, Rás 2 og Ávaxtabílinn.
Stendur átakið yfir dagana 4.–14.
mars, og er markmiðið að hvetja al-
menning til að hreyfa sig og huga að
hreyfingu í frítíma, heimilisverkum,
vinnu, skóla og við val á ferðamáta.
Miðað er við að 18 ára og yngri
hreyfi sig a.m.k. 60 mínútur á dag og
hinir eldri a.m.k. 30 mínútur á dag.
Haldið verður úti vefsíðu þar sem
skráningar fara fram,
og býður það fyr-
irkomulag upp á hóf-
lega keppni milli ein-
staklinga, fyrirtækja,
skóla og stofnana sem
frekari hvata til auk-
innar hreyfingar.
Keppni er ekki aðal-
atriði, og sníður hver
sér stakk eftir vexti um
samanburð á frammi-
stöðu, en standi vilji til
slíks er boðið upp á
skemmtilega keppn-
ismöguleika á vefsíðu
átaksins.
Samfélagslegir hags-
munir aukinnar hreyf-
ingar ættu að vera
orðnir öllum ljósir og
fela í sér í senn umtals-
verða fjárhagslega for-
vörn gegn auknum út-
gjöldum
heilbrigðiskerfis fram-
tíðar, auk þess að al-
menn vellíðan er viðbót-
arverðlaun sem allir
þátttakendur uppskera.
Um þetta deilir enginn í dag. Heil-
brigð þjóð afkastar meira og skilar
meiri arðsemi – það er engin ytri
heimskreppa sem takmarkar hag-
vöxt heilbrigðisins. Aukin hreyfing
er á forræði okkar sjálfra.
Nú er bara að reima á sig íþrótta-
skóna og skora á vinnufélaga, skóla-
félaga, fjölskyldumeðlimi og aðra
nærstadda í heilbrigt lífshlaup.
Lífshlaupið
Ólafur Rafnsson segir
frá lýðheilsuátaki
Ólafur Rafnsson
»Heilbrigð
þjóð afkast-
ar meira og skil-
ar meiri arðsemi
– það er engin
ytri heims-
kreppa sem tak-
markar hagvöxt
heilbrigðisins.
Höfundur er forseti Íþrótta-
og Ólympíusambands Íslands.
ÉG kvaddi heim ykkar fyrir 10 árum.
Fyrir andlát mitt átti ég heima á Íslandi
og átti þar ágætt líf framan af. Ég var
heilsuhraust. Átti góðan
mann og heilbrigð börn
og barnabörn. Það eina
sem ég átti í basli með
voru tennurnar mínar.
Sem betur fer var ég
hjá góðum hjálpsömum
tannlækni sem átti mik-
inn þátt í því að mér
tókst að halda í tenn-
urnar. Það var mér
mikil ánægja að brosa
út að eyrum með eigin
tönnum á saumaklúbbs-
kvöldunum, á meðan
margar vinkonur mínar
brostu kannski aðeins
til hálfs því fölsku tenn-
urnar voru hálflausar
eða særðu þær svo bros
þeirra varð hálfgerð
gretta. Já, mikið var ég
glöð. En skjótt skipast
veður í lofti. Upp úr
sextugu fór ég að verða
lasin. Við læknisskoðun
kom í ljós að ég var með
Alzheimer. Við tóku erf-
iðir tímar sem ég ætla
ekki að rekja í smáat-
riðum, en sjúkdóm-
urinn gekk hratt fyrir
sig og innan nokkurra ára var ég komin
á hjúkrunarstofnun. Eftir það fór að
síga á ógæfuhliðina með tannheilsu
mína. Ég gat með engu móti sjálf séð
um tannburstun og þess háttar svo eitt-
hvert vit væri í. Auðvitað var reynt að
fara með mig til tannlæknis, en með
tímanum gafst fjölskyldan upp á því.
Fínu tennurnar mínar með krónum og
brúm og hvað þetta heitir nú allt saman
hreinlega grotnuðu uppi í mér, og þá
meina ég í alvörunni grotnuðu. Og lykt-
in út úr mér var eftir því. Hún var slík
að fjölskyldan mín veigraði sér við að
koma í heimsókn, og var líka að gera út
af við starfsfólkið. Oj, ógeðslegt, hugs-
ar þú núna. Hættu þá bara að lesa
þetta, veslingurinn. Sannleikurinn get-
ur verið óþægilegur og ekki fyrir við-
kvæma.
Mér leið hræðilega í
munninum. Verkirnir
voru óbærilegir. Að lok-
um var brugðið á það ráð
að draga úr mér allar
tennurnar eða það sem
eftir var af þeim.
Ég hætti að gráta og
hljóða. Það varð þögn í
herberginu mínu. Þögn í
mörg ár.
Það má spyrja af
hverju tennurnar í mér
voru ekki hirtar nógu vel.
Það var bara þannig að
allt þetta góða starfsfólk
hafði hvorki þjálfun né
þekkingu til að hugsa um
og hirða tennur annarra.
Auðveldara ef allir
væru með falskar. Miklu
auðveldara, taka út,
bursta, upp í aftur.
En vill einhver vera
með falskar? Vilt þú vera
með falskar?
Eru það ekki mann-
réttindi og lífsgæði að
vera með sínar eigin
tennur?
Þeim fjölgar sem halda
tönnum sínum fram á efri ár og ég velti
því fyrir mér hvernig tannþjónustu
þetta fólk fái í framtíðinni. Missir fólk
tennurnar á sama hátt og ég gerði?
Hver ber ábyrgð á tönnum ósjálf-
bjarga sjúklinga? Ég óska þess að eng-
inn lendi í því sama og ég því það var
hræðilegt. Þetta er umhugsunarefni
fyrir alla.
Ég kveð að sinni. Guð blessi ykkur
öll.
Bréf að handan
Elísabet Kjerúlf um tannhirðu
eldri borgara í formi sendibréfs
Elísabet Kjerúlf
» Fleiri halda
tönnum sín-
um til efri ára,
en hver ber
ábyrgð á tönn-
um ósjálfbjarga
fólks á stofn-
ununum? Mun
það missa tenn-
urnar vegna
vanhirðu?
Höfundur er tannfræðingur.
Páfanum í Róm þótti limra Hrólfs Sveinssonar ónærgætin í garð
Mónu Lísu og sendi frá sér þetta hugskeyti sem fyrrverandi veð-
urstofustjóri henti á lofti:
Prófaðu turninn í Písa
hvort passi’ hann þér, Móna Lísa,
fyrr en þitt bros
og farsælt egg-los
fær hann til þess að rísa.
Páll Bergþórsson
Nærgætni páfans