Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 27 MINNINGAR ✝ Kolbeinn Bald-ursson fæddist í Reykjavík 14. októ- ber 1944. Hann lést á heimili sínu að morgni 24. febrúar síðastliðins. For- eldrar hans voru Baldur Kolbeinsson vélstjóri, f. 1. jan- úar 1914, d. 20. apr- íl 1981, og Anna Guðbjörg Björns- dóttir húsmóðir, f. 15. desember 1915, d. 25 ágúst 1992. Kolbeinn var næstelstur fjögurra bræðra, bræður hans eru: a) Björn, f. 9. maí 1942, kvæntur Guðnýju Helgu Jónsdóttur, f. 8. sept. 1945. Þau eiga tvær dætur og tvö barna- börn. b) Baldur, f. 24. des. 1949. Kona hans var Kristín Gunn- arsdóttir, f. 7. maí 1953, þau slitu insdóttur sjúkraliða, f. 24. mars 1951. Foreldrar hennar eru Þór- unn Gísladóttir, f. 2. maí 1931, og Jóhann Kristinn Jónsson, f. 14. mars 1927, d. 9. sept. 1998. Börn Kolbeins og Gyðu eru: a) Þóra Guð- björg, f. 11. sept. 1975, gift Árna Gunnarssyni, f. 28. des. 1975, synir þeirra eru Gísli Kolbeinn, f. 4. apríl 2004, og Hilmar Ingi, f. 20. mars 2007. b) Baldur, f. 18. desember 1990. Kolbeinn lauk sjúkraliðaprófi frá Kleppsspítala árið 1967. Hann sinnti trúnaðarmannsstörfum þar öðru hvoru ásamt því að sækja ým- is starfstengd námskeið. Hann starfaði á Kleppsspítala í yfir 30 ár, en varð frá að hverfa sökum heilsu- brests 1998. Einnig starfaði Kol- beinn um langan tíma í aukavinnu hjá Hringrás. Kolbeinn starfaði um nokkurra ára skeið sem sum- armaður við jarðboranir hjá Orku- stofnun. Útför Kolbeins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. samvistum. Saman áttu þau tvö börn. Áð- ur átti Baldur dóttur með Ingu Ólöfu Ingi- mundardóttur, f. 31. okt. 1950, d. 12. jan 1996. Baldur á fjögur barnabörn. c) Bragi, f. 28. des. 1952, kvæntur Málfríði Ásgeirs- dóttur, f. 11. ágúst 1955. Saman eiga þau þrjú börn. Áður átti Bragi dóttur með Guð- björgu Gunn- arsdóttur, f. 7. júní 1954. Hálfsystir Kolbeins samfeðra er Guðrún sjúkraliði, f. 5. júní 1940, gift Sveini Jóhannssyni, fyrr- verandi skólastjóra, f. 5. júní 1940. Þau eiga fjögur börn og þrettán barnabörn. Kolbeinn kvæntist hinn 25. nóv- ember 1969 Gyðu Valgerði Krist- Kolli minn! Mig langar til að þakka þér fyrir samfylgdina. Árin okkar saman voru að nálg- ast 40. Þótt við höfum jafnvel fengið stærri skammt af erfiðleikum en gengur og gerist í lífinu var það ein- hvern veginn til þess að gera okkur sátt við það að tilveran er ekki alltaf auðveld. Þín tilvera var ekki auðveld síð- ustu árin. Erfið langvarandi veik- indi heftu lífsgæði þín mikið. Veiði- maðurinn var hættur að fiska og spilamaðurinn hættur að stokka spilin, en nútímatækni mætti þér á miðri leið í tölvunni við bridge-spil- un og allskonar kapla. Við áttum því láni að fagna að ferðast mikið um Evrópu ásamt börnunum okkar, bæði á eigin vegum og í hóp, en fyrstu og síðustu ferðirnar okkar saman áttum við ein fyrir okkur. Nú er tómlegt hér heima, enginn „Stóri-Björn“ í stólnum, Gamla sit- ur ein í holunni sinni. Kolli minn, þetta eru ákveðin þáttaskil í tilverunni. Ég veit að þú hefur átt góða heimkomu á „efri hæðina“ eins og sonur okkar segir, þar ert þú meðal vina og ættingja. Kolli kommi fer ekki lengur í 1. maí-göngu í þessu lífi, né í „Kommakaffi“ á eftir. Kolli minn, guð geymi þig og varðveiti. Ég kveð þig þangað til við hittumst næst með þessum orðum: Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín Gyða. Elsku pabbi minn. Það er ekki auðvelt að þurfa að kveðja þig, því að þú varst svo hlýr og yndislegur maður og góður faðir. Ég var mikil pabbastelpa og þú vildir allt fyrir mig gera. Ég minnist með söknuði allra ferða okkar niður í miðbæ og sérstaklega minnist ég hátíðarhald- anna 1. maí sem við létum okkur aldrei vanta á, enda vissi ég að eftir langa og strembna kröfugöngu fær- um við í kökuveislu niður í BSRB og það fannst okkur tilhlökkunar- efni. Þú ræktaðir vel þitt hlutverk sem pabbi og ég var alltaf svo stolt af þér. Þú varst í augum lítillar stúlku hjúpaður ofurmannlegum blæ, maður sem allt gat og allt vissi. Ekki minnkaði aðdáunin þegar ég sá þig glenna upp járnhandriðið þegar lítill nágrannadrengur festi höfuð sitt á milli rimla. Þú varst líka umhyggjusamur og natinn við okk- ur mömmu og við kunnum vel að meta ávaxtasalatið þitt sem þú kall- aðir alltaf „pabbaspes“ og var borið fram með þeyttum rjóma og súkku- laðispæni og við mamma fengum í rúmið á sunnudagsmorgnum. Ég átti besta pabba í heimi og lífsgleði þín laðaði að þér fólk á öll- um aldri og dýr. Ég var einkabarnið þitt í fimm- tán ár, svo fæddist ykkur mömmu yndislegur hnokki og ég man hvað þú varst stoltur og ánægður. Þið brölluðuð einnig margt saman og þú hafðir einstakt lag á að sýna áhugamálum okkar systkina áhuga. Þú varst mikill lífsnautnamaður, þú naust þess að borða góðan mat og þú lagðir mikið upp úr því að gestir á þínu heimili færu þaðan mettir. Upp úr miðjum aldri kom í ljós að þú varst ekki heill heilsu og upp frá erfiðri hjartaaðgerð árið 1996 var ljóst að heilsa þín yrði aldrei hin sama og pabbi varð aldrei hinn sami. Það var sárt að sjá þig þjást og næstu ár á eftir fór heilsa þín versnandi og Bakkus linaði sorgir þínar á erfiðum stundum. Þú barst þig samt alltaf vel. Slæm heilsa þín kom þó ekki í veg fyrir að þú nytir afastrákanna þinna beggja, í dag vildi ég að þeir hefðu komið fyrr svo að þeir hefðu fengið að njóta þín lengur. Við hittumst aftur þegar ég kveð, þangað til mun minning þín lifa og ég mun segja strákunum mínum frá afa Kolla og reyna að vera þeim jafngott foreldri og þú varst mér. Hvíl í friði pabbi minn og Guð geymi minningu þína. Þín dóttir, Þóra. Mig langar að kveðja Kolbein, bróður minn, með nokkrum orðum. Mér er minnisstæð góðvild hans á yngri árum. Hann mátti ekkert aumt sjá og var alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa öðrum. Hann var mjög glaðvær og alltaf stutt í brosið hjá honum. Ungur að árum ætlaði hann að verða bakari en átti erfitt með að vakna um miðjar nætur þannig að viðveran í þeirri iðn varð ekki mjög löng. Um 1960 hóf Kolli að starfa sem gæslumaður á Kleppsspítala. Hann kunni svo vel við sig í þeirri vinnu að hann gerði hana að ævistarfi sínu og var í hópi fyrstu sjúkraliða sem útskrifuðust. Hann starfaði á hinum ýmsu deildum spítalans uns hann varð að hætta af heilsufars- ástæðum árið 1998 og fór í erfiða hjartaaðgerð. Óhætt er að segja að Kolli hafi verið ættræknastur okkar bræðra. Hann hringdi oftast í okkur hina. Kolbeinn kvæntist Gyðu Valgerði Kristinsdóttur. Þau bjuggu allan sinn búskap í Leirubakka. Þau eignuðust tvö börn, Þóru Guð- björgu guðfræðinema, og soninn Baldur. Eiginmaður Þóru er Árni Gunnarsson og eiga þau tvo drengi, Gísla Kolbein og Hilmar Inga. Þeir veittu afa sínum mikla gleði síðustu æviár hans. Undanfarin ár fékk bróðir minn margvíslega sjúkdóma og dvaldist oft lengur eða skemur á sjúkrahús- um. Þrótturinn fór minnkandi. Allt- af héldum við í vonina um að hann næði heilsu á ný. En 24. febrúar sagði Gyða mágkona mín mér í síma að Kolbeinn hefði andast þá um morguninn. Maður er alltaf jafnóviðbúinn þegar dauðinn ber að dyrum. Eftir lifir minningin um góðan og hjálpfúsan mann. Fjölskylda mín sendir Gyðu, Þóru, Árna, dóttur- sonunum og Baldri innilegar sam- úðarkveðjur vegna láts Kolbeins. Björn Baldursson. Mér finnst það vera ótrúlegt, nú þegar Kolli mágur minn er dáinn og ég hugsa til baka, að liðin séu 35 ár frá því að ég hitti hann fyrst í kjall- aranum á Þorfinnsgötunni. Hann var þannig persóna að manni líkaði strax vel við hann, enda var hann einstakt góðmenni, jafnlyndur og alltaf var stutt í grín- ið hjá honum. Hann var hæglátur maður, sóttist ekki eftir athygli, undi vel við sitt og leið best með sínu fólki. Börnin í fjölskyldunni hændust að honum enda var hann mjög barngóður. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá þessum góða manni, ýmis veik- indi og erfiðleikar herjuðu á hann, eitt tók við af öðru, en alltaf stóð hann keikur og bar sig vel. Kærði sig ekki um að fjölskyldan hefði áhyggjur. Stundum fannst manni þó að undir niðri hefði hann áhyggj- ur af því hvað kæmi út úr rann- sóknum og eins því, hvað framtíðin bæri í skauti sér. Gyða konan hans stóð alla tíð við hlið hans eins og klettur og mín upplifun var sú að á milli þeirra ríkti mikil væntumþykja. Missir hans nánustu er mikill. En það er gott fyrir þau að búa við þá vitn- eskju að þau skiptu hann mestu máli. Ég kveð þig, kæri Kolli, með söknuði og þakklæti fyrir skemmti- legar samverustundir í gegn um tíðina og bið góðan Guð að geyma þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Málfríður Ásgeirsdóttir. „Halló, þetta er jólasveinninn. – Eru mamma og pabbi heima?“ Við systkinin vorum svo heppin að alast upp við það að jólasveinn- inn hringdi reglulega, allt frá því við vorum pínulítil og þar til við vor- um orðin fullorðið fólk. Nú mun hann ekki hringja oftar, en minn- ingin um skemmtilegan frænda sem var barngóður og vildi öllum vel mun lifa með okkur. Við vitum að Anna amma og Baldur afi munu taka vel á móti syni sínum, ásamt fleiri góðum ættingjum. Elsku Gyða, Þóra og fjölskylda og Baldur, við vottum ykkur samúð okkar á þessum erfiðu tímum. Elsku pabbi, við vitum að það er sárt að horfa á eftir bróður sínum og að stórt skarð hefur verið höggv- ið meðal ykkar bræðra. Elsku Kolli frændi, í okkar hjörtum eru jóla- sveinarnir fjórtán. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Svanhildur Anna, Hulda Guðrún, Baldur Geir og Berglind Bragabörn. Mamma sagði mér stundum sög- una af því þegar Anna Björnsdóttir, föðursystir mín, kom með eldri syni sína Björn og Kolbein, eða Bjössa og Kolla, í heimsókn einu sinni á Víðimelinn. Það lak bara allt úr skápunum þegar þeir voru farnir, sagði mamma og brosti og dæsti eins og henni hefði þótt þetta dálítið skemmtilegt. Þá átti hún bara tvær litlar stelpur sem léku sér fallega við dúkkur á jörðu niðri, en freist- uðust ekki til að klifra í svefnher- bergisskápum og vera í feluleik hjá ættingjunum. Síðar varð mamma þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast son og þurfti um tíma að fylgjast náið með klifri hans um stillansa víðs vegar um Laugarneshverfið, svo það var margt líkt með skyldum á yngri árum. Kolli frændi var einstakur mað- ur. Ljúfur og hjartahlýr, með góða kímnigáfu og glettin tilsvör. Hann hitti Gyðu ungur og það varð gæfa þeirra beggja og við tók uppbygg- ing heimilisins að Leirubakka 10 og uppeldi óskabarnanna tveggja, Þóru og Baldurs. Og Kolli fagnaði afahlutverkinu þegar litlu drengirn- ir hennar Þóru og Árna fæddust. Það hefur alltaf verið þannig hjá okkur í föðurfjölskyldunni að það hefur haldist mikill og náinn vin- skapur með þessari litlu fjölskyldu, afkomendum Björns afa og Malene ömmu og oft kom ég til Kolla og Gyðu á árum áður og átti þar ynd- islegar stundir. Áhugi á matargerð var eðlislæg- ur í fjölskyldunni og þegar ég borð- aði hjá Kolla og Gyðu var alltaf veislumatur. Við hittumst öll í brúðkaupi í fjöl- skyldunni í haust. Við Kolli sátum og spjölluðum góða stund þegar líða tók á veisluna. Eru það dýrmætar minningar núna þegar hann er far- inn á vit nýrra heimkynna. Hugljúfi frændi minn sem var fjörkálfur þegar hann var lítill en rólegur og yfirvegaður maður þegar hann varð fullorðinn. Þess vildi ég óska að okkur gefist tækifæri þegar við deyjum til að hitta þá sem á undan eru farnir. Þá er Kolli frændi umvafinn ást og um- hyggju horfinna ástvina og sökn- uðurinn verður bærilegri fyrir vik- ið. Í ást og friði kveð ég góðan mann, Kolbein Baldursson. Anna S. Björnsdóttir. Elsku Kolli. Það er skrítin tilfinning að þú skulir hafa kvatt þetta líf og sért horfinn á braut. Það er svo stutt í minningunni frá því við hittumst í fyrsta sinn. Ég var nú ekki hár í loftinu þá lítill strákgutti í sveitinni, en það lýsir þér eflaust best að strax frá fyrstu kynnum hafði ég á tilfinningunni að við værum jafn- ingjar og félagar sem við vorum ætíð upp frá því. Viðhorf þín til barna og þeirra sem minna mega sín áttu eflaust stóran þátt í því hve farsæll þú varst í því starfi sem þú lagðir fyrir þig við umönnun og gæslu geð- sjúkra. Það var líka gaman að því hvað börn og unglingar í nábýli við ykkur í Leirubakkanum tengdust þér sterkum böndum enda varstu alltaf tilbúinn að aðstoða þau og varst meðal annars brennustjóri til margra ára og barðist fyrir því að hafa brennu við Leirubakkann. Við áttum margar góðar stundir saman, í sveitinni fórum við að veiða saman og þegar ég kom í bæinn var ým- islegt brallað. Minningarnar eru margar, fyrst frá Þorfinnsgötunni og síðar í Leirubakkanum. Þegar ég svo fluttist til Reykjavíkur bjó ég hjá ykkur um árabil og þú varst mér sem annar faðir og studdir mig á margan hátt. Þú varst alltaf dug- legur við heimilisstörfin á þínu heimili og margir muna þig eflaust með svuntuna við uppvaskið í eld- húsinu eða með tuskuna á lofti. Það voru ófáar stundirnar sem þú eydd- ir í að keyra mig á mínum yngri ár- um og móður mína og tengdamóður þína þegar hún var í sínum bæj- arferðum á árum áður. En lífið er ekki alltaf dans á rósum og það fékkst þú svo sannarlega reyna þín seinni ár, þú áttir við heilsubrest að stríða auk annarra erfiðleika sem hvíldu þungt á þér og settu mark sitt á þig en þó voru samverustund- irnar sem þú áttir með afastrák- unum þínum þér mjög dýrmætar og gerðu þér gott. Þó stundirnar sem við eyddum saman væru færri seinni árin áttum við yndislegar stundir og er þá skemmst að minn- ast áramótanna sem við áttum sam- an. Þú varst ekki trúaður maður, Kolli minn, en ég hef nú samt þá trú að þér hafi verið ætlað annað hlut- verk á nýjum stað. Ég vil að lokum þakka fyrir samfylgdina og að hafa fengið að njóta þessara ára með þér. Elsku Gyða, Þóra og Baldur, megi Guð vera með ykkur og styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Fyrir hönd fjölskyldu minnar, Gísli Jónsson. Kolbeinn Baldursson Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Elskulegur sonur okkar, unnusti, bróðir og mágur, ÞORVALDUR KRISTINN GUÐMUNDSSON, Höfðabraut 4, Akranesi, sem lést af slysförum fimmtudaginn 28. febrúar verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 7. mars kl. 14.00. Jóna Guðrún Sigurgeirsdóttir, Guðni Björn Guðnason, Guðmundur Valur Óskarsson, Nadezda Edda Óskarsson, Regína Ösp Ásgeirsdóttir, Óskar Fannar Guðmundsson, Heiðrún Arna Friðriksdóttir, María Júlía Guðmundsdóttir, Sigurgeir Guðni Ólafsson, Snædís Mjöll Magnúsdóttir, Einar Ólafur Guðmundsson, Sigrún Guðjónsdóttir, Erla Guðmundsdóttir og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.