Morgunblaðið - 04.03.2008, Page 31

Morgunblaðið - 04.03.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 31 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Ferðalög Gisting á Spáni Barcelona, Costa Brava, Menorca og á Valladolid. Upplýsingar í síma 899 5863, www.helenjonsson.ws www.spainapartments.ws Heilsa Viltu losna við 5-7 kg. á 9 dögum? Þú getur það með Clean 9 frá FLP. 9 daga hreinsikúr með Aloe Vera. Sjálfstæður dreifingaraðili FLP. Björk 894-0562 bsa@simnet.is www.123.is/aloevera Hljóðfæri Nýtt hljómborð Pa50, meira en hálfvirði. (Verð í dag 99.800). Góð kaup svo virkilega um munar. S.: 899 4220. Húsnæði í boði Laugardalur, stutt í sund og ræktina. Til leigu tvær nýuppgerðar íbúðir á jarðhæð, efst í Laugarásnum í þríbýli. 90 fm. á 150 þús. á mánuði og 60 fm. á 130 þús. á mánuði. Tveir mánuðir fyrirfram og einn í tryggingu. Reyk- laust og engin gæludýr. Meðmæla óskað frá vinnustað og/eða fyrrver- andi leigusala. Eigendur búa einnig í húsi. Góð lóð fyrir börn og fallegt útsýni. Berglind 820-5848. Atvinnuhúsnæði Til leigu gott skrifstofuherbergi á 2. hæð við Fiskislóð, 101 Reykjavík. Skrifstofan er 15 m2, auk fundar- aðstöðu, eldhúss og sameiginlegs rýmis. Öryggiskerfi er fyrir hvert skrif- stofuherbergi á hæðinni. Upplýsingar í síma 897-3290 eða í tölvupósti á samleid@samleid.is. Sumarhús Sumarhús - orlofshús . Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Fjárfestið í landi! Fallegar lóðir við Ytri-Rangá til sölu. Veðursæld og náttúrufegurð. Land er góður fjárfestingakostur! Uppl. á www.fjallaland.is og í síma 893 5046. Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Til sölu Afar léttur stóll, staflanlegur í 10 hæðir, með sérstaklega þægilegu sæti sem gerir hann góðan fyrir langar setur, fyrir allar þyngdir. Á hliðinni er smella, þannig að hægt er að krækja stólum saman og mynda samfellda röð. Einnig er hægt að fá litla kerru sem gerir það létt verk að flytja stólastafla á milli svæða. Barr ehf. Urriðakvísl 18 110 Reykjavík GSM 892-2799 barr@barr.is Ráðstefnustóll Álgrind - AD 27 SB Til á lager og til afgreiðslu strax! Þjónusta Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., símar 567 1130 og 893 6270. Byggingavörur www.vidur.is Harðviður til húsbygginga. Vatns- klæðning, panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði. Sjá nánar á vidur.is. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt 580 7820 STÓRPRENT 580 7820 LJÓSAKASSARNýkomnir BIRKENSTOCK sandalar: Arisona. litur: svart stærðir: 36 - 47. Verð: 6.475.- Funk. litur: svart Stærðir: 36 - 42. Verð: 5.885.- Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán.-föst. 10-18, og laugardaga 10-14 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. GreenHouse vor-sumarvaran er komin. Verið velkomin að sækja frían bækling. Opið í dag, þriðjudag 13-19. GreenHouse, Rauðagerði 26. Bílar Corolla HB Sol ´04 Toyota Corolla HB Sol árg ´04, ekinn 47 þús.km, bíll í toppstandi, ekkert áhvílandi, verð kr. 1740 þús. Uppl. í síma 862 6445 eftir kl. 16. Ökukennsla bifhjolaskoli.is Bókleg námskeið. Reyndir bifhjóla- kennarar. Ný og nýleg hjól. Þjónustuauglýsingar 5691100 Smáauglýsingar augl@mbl.is ✝ Elías Guðbjarts-son sjómaður fæddist á Kropp- stöðum í Hóls- hreppi í Skálavík í N-Ísafjarðarsýslu 6. júní 1921. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík laug- ardaginn 23. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Illugi Guðbjartur Sig- urðsson, f. 13. apríl 1886, d. 15. ágúst 1960, og Halldóra Margrét Sig- urðardóttir, f. 6. maí 1889, d. 12. desember 1965. Systkini Elíasar voru Kristján, Sigurrós, Sigurður Guðmundur, Elías Ingimundur, Elías Kristján Uni, Sigfríður María og Guðbjartur Halldór Sig- urvin. Elías og Svanhildur Marías- dóttir, f. 28. desember 1925, d. 29. október 2007, eignuðust saman sex börn. Þau eru Jónas Friðgeir, f. 1950, d. 1992, Við- ar, f. 1952, Hilmar, f. 1953, Svanur Elí, f. 1959, Selma Björk, f. 1961, og Halldór Guðbjartur, f. 1965. Sonur Svan- hildar er Bæring Vagn Aðalsteins- son, d. 1989. Elías gekk honum í föð- urstað. Elías eignaðist 13 barnabörn og níu barnabarnabörn. Elías og Svanhildur bjuggu all- an sinn búskap í Bolungarvík uns þau skildu 1971 og flutti Elías þá til Reykjavíkur. Síðustu ár bjó Elías á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Elíasar fer fram frá Ás- kirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi minn. Nú þegar þú hefur fengið hvíld- ina góðu hjá Guði langar mig að minnast þín í nokkrum orðum. Í uppvexti mínum fyrir vestan man ég hversu hart þú lagðir að þér að búa okkur gott heimili. Þú vannst mikið og varst því ekki oft heima- við en ég man hversu gaman það var að fara niður í beitningaskúr til þín. Það var mjög gaman þegar ég fékk að beita en þú kenndir mér réttu handtökin. Þú varst duglegur í beitningunni eins og öðrum störf- um sem þú tókst þér fyrir hendur. Ég man þegar við rérum á Kópi á handfærum og grásleppuveiðum í djúpið. Ekki vorum við þeir afla- mestu en þú varst duglegur og sannaðist sú regla að þeir fiska sem róa. Man ég þegar við vorum að draga grásleppunetin en þá var enginn dráttakallinn, og netin dregin á höndum. Þú varst við stýrið á meðan ég dró, þér fannst þetta nú ekki mikið mál en mér óhörðnuðum unglingnum þótti nóg um að draga netin inn meira og minna full af þara því að ekki var alltaf mikið af grásleppu í netunum á þessum tíma. Ég man þegar þú stækkaðir húsið okkar, hversu mikil vinna það var. Grunnurinn var grafinn með skóflu og haka en við eldri strákarnir hjálpuðum við að grafa og steypa upp húsið. Þegar ég hugsa um þetta í dag og um tím- ann þá finnst manni þetta hafa verið mikil harka og dugnaður. Þær fáu frístundir sem þú áttir fóru í að vinna við húsið. Vinnan borgaði sig því að gleðin var mikil þegar verkinu var lokið og við sáum að plássið var helmingi meira. Okkur krökkunum leið vel fyrir vestan en það var erfitt þegar þið mamma ákváðuð að skilja og flytja suður. Fyrst þegar þú komst suður og fórst á vertíð á loðnubátnum Ven- us er mér minnisstætt þegar þú komst til Hafnarfjarðar og upp á Krosseyrarveg að hitta krakkana. Ég man hvernig mér fannst þú vera ánægður með að vera kominn suður líka, en ég vissi að þér leidd- ist fyrir vestan eftir að fjölskyldan fluttist suður í Hafnarfjörð á und- an þér. Þegar loðnuvertíðinni lauk fékkst þú starf í BYKO þar sem þú endaðir þinn starfsferil 67 ára gamall. Það má segja að þar hafir þú fundið starf sem þú varst virki- lega ánægður með. Eftir að þú fluttir á Klapparstíg- inn vorum við mikið hjá þér en það var mjög gott að geta komið til þín. Og eftir því sem árin liðu fann ég hversu gott það var að heim- sækja þig, því þú tókst alltaf svo vel á móti okkur, sérstaklega þeg- ar ég kom með dóttur mína, sem þér fannst alltaf svo gaman hitta. Það kom að því að þú varst orð- inn lasinn og gast ekki verið einn lengur á Klapparstígnum og flutt- ist því á Hrafnistu í Reykjavík. Því miður var tólf ára dvölin á Hrafn- istu ekki eins góð og ég hefði ósk- að þér. Þú varðst veikari með ár- unum og gast því ekki notið þess nógu vel að vera á góðu heimili þar sem margir njóta síðustu æviár- anna. Því vil ég færa starfsfólki á hjúkrunardeildinni G-2, sem hugs- aði um þig af alúð síðustu árin, mínar bestu þakkir . Ég veit að þú ert kominn á góðan stað þar sem þér líður betur og ert laus við allar þjáningar. Megi góður Guð geyma minningu þína elsku pabbi minn. Þinn sonur, Hilmar. Elsku afi. Það er svolítið skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn. Ég man svo vel þegar ég var lítil stelpa og kom í heimsókn til þín á Klapp- arstíginn. Það var alltaf svo spenn- andi að koma í þetta gamla hús. Ég held ég hafi ekki verið meira en fimm – sex ára þegar ég sat inní eldhúsi hjá þér borðandi hjónabandssælu að spjalla við þig og Ingibjörgu og minningin er svo skýr. Þú með rauðu axlaböndin og hún að bera á borð kaffi með bleiku svuntuna sína. Mér fannst alltaf svo gaman þegar þú kallaðir mig nöfnuna þína, ég var sko stolt að heita í höfuðið á báðum öfunum mínum. Það vekur því með manni skrítna tilfinningu þegar ég hugsa um það að þegar ég var fimm ára átti ég fullt af ömmum og öfum á lífi en nú fimmtán árum seinna er bara einn afi eftir. Það kennir manni að lífið er hverfult og óvið- ráðanlegt. Lífið æðir víst áfram og maður áttar sig ekki á hversu langur tími er liðinn fyrr en á stundum sem þessum. Ég kveð þig með ljóði eftir Jón- as frænda, Hugarró. Hafgrænum augum horfi ég upp til himingáttar. Umvafinn friði og áhyggjuleysi andans þáttar. Óttalaus er ég í öruggum höndum æðri máttar. (Jónas Friðgeir Elíasson.) Guð geymi þig og minningu þína, afi minn. Þitt barnabarn Bergrós Elín. Elías Guðbjartsson Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.