Morgunblaðið - 04.03.2008, Side 34

Morgunblaðið - 04.03.2008, Side 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER TIL ÞÍN... ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ HRINGJA EKKI Í MIG HINGAÐ FUGLARNIR VORU AÐ GERA MIG BRJÁLAÐANN Í ALLT SUMAR NÚNA ERU ÞEIR ALLIR FLOGNIR SUÐUR OG ALLT ER ORÐIÐ HLJÓTT... ALLT OF HLJÓTT ÉG SAKNA FUGL- ANNA! MIKIÐ VAR FRÍIÐ FLJÓTT AÐ LÍÐA! ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI AÐ VIÐ SÉUM AÐ FARA HEIM ÞAÐ Á EFTIR AÐ VERA SKRÍTIÐ AÐ KOMA AFTUR Í SIÐMENNINGUNA. BYRJA AFTUR AÐ NOTA ÖLL ÞESSI TÆKI ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ KOMAST INN Í BÍL OG SETJA ÚTVARPIÐ Í GANG ÉG ÆTLA Í DNA- PRÓF TIL AÐ SJÁ HVORT HANN SÉ SONUR MINN TREYSTU MÉR... STOPP! HVER ER ÞAR? HVERS KONAR NAFN ER EIGINLEGA „HVER“? VEIT ÞAÐ EKKI... HANN HLÝTUR AÐ VERA EINHVER ÚTLENDINGUR ERTU EKKI AÐ VERÐA TILBÚIN? SÝRÐUR RJÓMI MAMMA ÞÍN GETUR VERIÐ ERFIÐ EN ÞÚ HEFÐIR EKKI ÁTT AÐ VERÐA REIÐUR ÞÚ VERÐUR AÐ BIÐJA HANA AFSÖKUNAR OG LOFA ÞVÍ AÐ ÞÚ MUNIR EKKI SEGJA SVONA HLUTI FRAMAR ÉG VEIT AÐ ÉG ÞARF AÐ GERA ÞAÐ... ERTU BÚINN AÐ ÞVÍ?!? EITT SKREF Í EINU VIÐ SKULUM EKKI LÁTA JAMESON EYÐILEGGJA FRÍIÐ OKKAR HANN HLÝTUR AÐ VERA ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ MÉR FANNST EITTHVAÐ VERA AÐ VERTU EKKI SVO VISS, PETER... FYRR EÐA SÍÐAR Á ÉG EFTIR AÐ FINNA KÓNGULÓARMANNINN OG KREMJA HANN! dagbók|velvakandi Marco snuðar börnin ÁSTÆÐA þess að mig langar að tjá mig í Morgunblaðið eru barnabörnin mín og verslunin Marco. Almennt hef ég ekki mikla kvörtunarþörf og læt nú flest sem yfir mann gengur trufla mig sem minnst, en í þetta skipti ofbýður mér. Jólin fyrir rúmu ári auglýstu þeir í Marco vandaða grjónasekki, reyndar mjög dýra miðað við aðra á markaðnum, en flotta og eins og áður sagði sterka og þolgóða. Við hjónin gáfum 3 barna- börnum okkar slíka í jólagjöf, börn- in; ein stúlka 3 ára og strákur og stelpa 5 ára og bara svo það liggi ljóst fyrir, öll mjög nett og í léttara lagi. Án þess að orðlengja það meira voru allir sekkirnir sprungnir (rifn- ir) á innan við ári, þ.e.a.s. dugðu ekki fram að næstu jólum, ýmist gáfu sig á saumum eða við rennilás. Viðbrögð Valdimars Grímssonar eiganda Marco og hans ráðamanna voru vægt til orða tekið hrokafull, og þeim og fyrirtækinu til skammar. Það eina sem þeir buðust til að gera var að laga sekkina eftir að hafa þvertekið fyrir annað en þeir hefðu skemmst vegna slæmrar meðhöndl- unar, en þeir sem geta ímyndað sér svona sekk springa og frauðplastið, sem þeir eru fylltir með, dreifist um allt og loðir við veggi sem annað og tók talsverðan tíma að hreinsa, geta kannski séð, að fá sama sekkinn við- gerðan aftur er ekki efst á óskalist- anum. Við hjónin sem gáfum þessar gjafir sögðum hr. Grímssyni og hr. Snæland að við óskuðum að fá frek- ar eitthvað annað í staðinn, t.d. sængurver fyrir börnin eða þess háttar, okkur var ekki svarað af viti og bara sagt að eta það sem úti frýs og þrátt fyrir 3-4 skilaboð hafði Valdimar aldrei samband. Stykkið kostaði um 20 þús. og þetta eru ef- laust þau slökustu kaup sem ég hef gert og þjónustan enn síðri. Vitandi að svona skrif skipta svo sem engu máli fyrir slík fyrirtæki, nema kannski að þau hlæja dátt og segja við sig að slæm umfjöllun sé þó betri en engin, því það er þó frítt auglýsingagildi, en eitt er þó víst! Aldrei mun ég versla við fyrirtæki sem stjórnarmenn þessa fyrirtækis reka ef ég fæ við það ráðið. Vilhjálmur S. Pétursson. Síminn, auglýsið minna Mig langar til að koma ábendingu til Símans vegna lélegrar þjónustu. Ég sótti um síma í Reykjavík 3. febrúar og hinn 27. febrúar er eng- inn sími kominn. Í hvert sinn sem ég hringdi og spurði um símann þá var engar upplýsingar að fá. Ég vil benda ykkur hjá Símanum á að aug- lýsa minna og veita betri þjónustu, áður en þið óskið eftir fleiri við- skiptavinum. Málfríður Vilbergsdóttir. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÓHÆTT er að segja að hundar séu meðal vinsælustu gæludýra í heimi enda eru þeir lærdómsfúsir og hægt er að kenna þeim fjölmargt ef rétt er farið að þeim. Morgunblaðið/Ingó Hundur í skoðunarferð FORELDRAVERÐLAUN Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt 15. maí í 13. sinn. Að auki verða veitt hvatningarverðlaun til einstaklinga og stofnana ef tilefni þykir til. Leitað er eftir tilnefningum um einstaklinga, félög, fyrirtæki, stofn- anir, sveitarfélög eða skóla á leik,- grunn- og framhaldsskólastigi sem stuðlað hafa að: Árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara, jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla og því að brúa bilið milli foreldra og nemenda. Sérstök dómnefnd sem í sitja fulltrúar frá Skólastjórafélagi Ís- lands, KHÍ, svæðasamtökum for- eldra, fræðsluskrifstofum og fulltrú- um frá Heimili og skóla mun velja verkefni til verðlauna sem uppfylla eitt eða fleiri af ofangreindum við- miðum. Senda skal inn tilnefningar á raf- rænan hátt með því að fylla út eyðu- blað á www.heimiliogskoli.is. Síðasti skiladagur tilnefninga er 4. apríl, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar eru á heima- síðunni www.heimiliogskoli.is Óska eftir tilnefn- ingum til for- eldraverðlauna LÖGREGLAN lýsir eftir vitnum að árekstri jeppa og smábíls þriðju- daginn 26. febrúar klukkan 19.41 á mótum Hafnarfjarðarvegar og Víf- ilsstaðavegar í Garðabæ. Lentu þar saman dökkgrænn Toyota Land Cruiser og ljósgrár Hyundai Getz. Ágreiningur er uppi um stöðu um- ferðarljósa þegar áreksturinn varð og því eru þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhapp- inu, beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Lýst eftir vitnum FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.