Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 36

Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 36
Skúlptúrar úr sykur- leðju standa á miðju gólfi og verk úr klósettpappír hangir úr loftinu … 40 » reykjavíkreykjavík FRÉTTAVEFURINN Earth Tim- es segir frá því að Björk Guðmunds- dóttir hafi tileinkað sjálfstæðisbar- áttu Tíbeta lagið „Declare Independence“ (Lýsið yfir sjálf- stæði) á tónleikum tónlistarkon- unnar í Sjanghæ á sunnudag. Earth Times hefur eftir sjónarvottum á tónleikunum að Björk hafi sungið Tíbet, Tíbet á eftir ljóðlínunum Raise your flag (dragið fána að húni) undir lok lagsins en uppátækið hafi að öllum líkindum farið framhjá þeim 3.000 gestum sem sóttu tón- leikana í íþróttahöllinni. Earth Times segir hins vegar lík- legt að uppátæki Bjarkar muni ergja kínversk stjórnvöld enda hafi það gerst áður að útlendingar hafi verið reknir úr landi fyrir að taka upp málstað Tíbets fyrir sjálfstæði. Tals- maður kínverska tónleikahaldarans sagði í viðtali við Earth Times að hann hefði ekki heyrt umrætt lag og neitaði að tjá sig frekar um málið. Frá því var sagt hér í Morg- unblaðinu fyrir stuttu að Björk hefði notað sama lag á tónleikum í Tókýó til að lýsa yfir stuðningi við sjálf- stæðisyfirlýsingu Kosovo og í fram- haldinu var tónleikum Bjarkar í Serbíu aflýst. Björk tileinkaði Tíbetum lag Reuters Sjálfstæð Björk Guðmundsdóttir hefur sýnt það margoft að hún fer hvorki troðnar slóðir né í felur með skoðanir sínar.  Árshátíð Við- skiptablaðsins var haldin á Hótel Borg á föstudags- kvöldið. Hátíðin var með glæsileg- asta móti og skemmtu starfsmenn blaðsins sér vel. Á meðal þeirra voru Andrés Magnússon, Sindri Freysson, Birgir Ísleifur Gunnarsson, söngvari Mo- tion Boys og ljósmyndari á blaðinu, og tónlistarmaðurinn Árni Vil- hjálmsson sem vakti nýverið at- hygli fyrir að verja sig sjálfur fyrir dómi. Bogomil Font og Millj- arðamæringarnir léku fyrir dansi og í kjölfarið átti plötusnúður að halda fjörinu áfram. Ekki vildi hins vegar betur til en svo að Bogomil Font (Sigtryggur Baldursson) flæktist í rafmagnssnúru plötu- snúðsins með þeim afleiðingum að hún slitnaði og því lauk árshátíð- inni fyrr en áætlað hafði verið. Bogomil Font batt enda á árshátíð Vbl.  Egill Helgason gerði grín að því á bloggsíðu sinni að á menning- arhátíðinni sem nú stendur yfir í Brussel sé meira eða minna að finna fastagesti Ölstofunnar. Hvort nokkuð sé til í því skal ósagt látið en þó skal það viðurkennt að á slík- um hátíðum eru oftar en ekki sam- ankomnir listamenn sem almenn- ingur í landinu hefur stundum aldrei heyrt minnst á. Í maí verður lítil menningarhátíð haldin í Tor- onto í tilefni af reglubundnu flugi Icelandair til borgarinnar. Á meðal þeirra sem koma fram eru Ghost- igital og Ólafur Arnalds en það sem þykir kannski merkilegra er að Magni og Á móti sól troða líka upp. Já, var ekki kominn tími til. Magni í Toronto Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is BJÖRGVIN Halldórsson, jafnan kallaður Bo Hall, er þekktur fyrir allt annað en að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. 24. apríl nk, sumardaginn fyrsta, heldur Bo stórtónleika í Cirkusbygningen í Kaupmannahöfn með tíu manna hljómsveit og 18 manna strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Konunglegu óperunnar í Kaupmannahöfn. Þar munu auk þess koma fram margir af þekktustu söngvurum landsins, m.a. Stefán Hilmarsson, Svala dóttir Björgvins, Sig- ríður Beinteinsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson og Regína Ósk. Fyrirtækið Hótelbókanir í Kaupmannahöfn stendur að tónleikunum í samstarfi við Ice- landair. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtæk- inu í gær höfðu um 700 manns þegar pantað miða á tónleikana, um 150 miðar voru óseldir síðdegis í gær. Tónleikarnir fara fram undir borðhaldi en Cirkus-byggingin sögufræga getur rúmað um 900 manns í mat. Að loknu borðhaldi hefst svo dansleikur og þar mun Björgvin einnig skemmta með hljómsveit sinni og öðrum söngv- urum. Björgvin hefur fyllt Laugardalshöllina þrisvar sinnum á seinustu tveimur árum, fyrst með Sinfóníuhljómsveit Íslands í hittifyrra og tvennum jólatónleikum í fyrra. Hann ætti því auðveldlega að geta fyllt Cirkus. Eins og nafnið bendir til voru upphaflega sirkussýningar í byggingunni en hún var vígð árið 1886. Í ryþma- sveit Björgvins er einvalalið, þeir Þórir Bald- ursson (sem útsetur og stjórnar hljómsveitinni), Róbert Þórhallsson, Þórir Úlfarsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Matthías Stefánsson, Tatu Kantoma og Benedikt Brynleifsson. Bo var í Kaupmanna- höfn um helgina og gekk þá m.a. frá samningum við strengjasveitina, hljóðfæraleigu og stjórn hússins. „Síðan verð ég með leynigesti,“ sagði Björgvin spenntur þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sjálfur var hann leynigestur á tón- leikum Stuðmanna og Sálarinnar í Kaupmanna- höfn í fyrra. „Þetta verður rosalegt stuð og þetta gengur mjög vel, það er mikil ásókn núna ein- mitt með hækkandi sól. Við erum komin lang- leiðina með að klára miðana, það eru einhverjir miðar eftir. Þetta er, eins og þeir segja, „long weekend“, þetta er sumardaginn fyrsta og það kemur þarna aukadagur inn í. Það er nánast orðið fullt í allar flugvélar um þessa helgi og í þessari viku til Kaupmannahafnar,“ segir Björg- vin. Icelandair selur pakkaferðir þessa, þ.e. flug, gistingu og aðgöngu-miða á tónleikana með galakvöldverði. Einnig er hægt að kaupa miða á tónleikana á www.koben.is, á 1.800 danskar krónur með mat. Verulega sjarmerandi hús Björgvin segir lagaval á tónleikunum verða svipað og á tónleikum hans með Sinfón- íuhljómsveit Íslands í hittiðfyrra en þó bætt í það. „Síðan búum við til rosa ballprógramm. Þetta hús er náttúrlega svo skemmtilegt. Ef við ættum svona hús værum við í góðum málum,“ segir Björgvin. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið sé gott til sýns brúks, þ.e. að sitja og horfa beint fram fyrir sig og hlusta, en Cirkus-byggingin sé aftur á móti fjölnota hús og verulega sjarm- erandi. „Þetta hús er náttúrlega bara ævintýri,“ segir Björgvin. Cirkus er í anda hringleikahúss, með sviði fyrir í miðju og setið til borðs allt í kring og upp í rjáfur. Björgvin segist hafa farið á frábæra sýningu í Cirkus um liðna helgi og fengið kræsingar, laxafrauð og kálfakjöt. Lík- lega verði boðið í önd sumardaginn fyrsta, „æð- islega flottan mat“. „Ég er í svaka stuði núna,“ segir Björgvin sem hefur nóg að gera, vinnur m.a. að sólóplötu og kemur fram á Eagles- heiðurstónleikum 19. mars, svo fátt eitt sé nefnt. Bo fyllir fjölleikahúsið  Nær uppselt á stórtónleika Björgvins Halldórssonar í Kaupmannahöfn á sumardaginn fyrsta  Dýrindis andarsteik í matinn og stuðball á eftir Morgunblaðið/Eggert Björgvin Á jólatónleikum í fyrra með Svölu, dóttur sinni. Icelandair þurfti að bæta við þremur vélum til Kaupmannahafnar þá helgi í apríl sem tónleikarnir verða haldnir. ■ Fim. 6. mars kl. 19.30 Gamalt og nýtt Enginn vill missa af Sigrúnu Eðvaldsdóttur leika hinn magnaða fiðlukonsert Albans Berg. Auk hans eru á efnisskránni verk meist- aranna Brahms og Bach í meistaralegum hljómsveitarbúningi Schönbergs og Weberns. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Einleikari: Sigrún Eðvaldsdóttir Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fim. 13. mars kl. 19.30 Páskatónleikar Söngsveitin Fílharmónía og evrópskir einsöngvarar í fremstu röð taka þátt í flutningi Þýskrar sálumessu eftir, Brahms, eins mesta snilldarverks kórbókmenntanna. ■ Lau. 15. mars kl. 17.00 Kristallinn – kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu Kvartett fyrir endalok tímans eftir Messiaen er eitt áhrifaríkasta snilldarverk tuttugustu aldarinnar.Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.