Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 04.03.2008, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ UNDIR forystu Eyjólfs Kristjáns- sonar tónlistarmanns verða haldnir sérstakir heiðrunartónleikar til heiðurs bandarísku hljómsveitinni Eagles í Borgarleikhúsinu þann 19. mars næstkomandi. Tónleikarnir verða tvennir; kl. 20 og 22.30 og á meðal söngvara sem munu túlka perlur sveitarinnar má nefna Björg- vin Halldórsson, Stefán Hilmarsson, Friðrik Ómar, Sigurjón Brink, Dav- íð Smára og sjálfan Eyjólf Krist- jánsson. Meðal hljóðfæraleikara verða þeir Jóhann Hjörleifsson á trommur, Friðrik Sturluson á bassa, Þórir Úlfarsson og Daði Birgisson á hljómborð, Börkur Hrafn Birgisson, Þráinn Baldvinsson og Sigurgeir Sigmundsson á gítara ásamt bak- raddasveit og slagverksleikurum. Flutt verða mörg af vinsælustu lög- um Eagles á tónleikunum. Eagles, sem stofnuð var árið 1972 hefur sent frá sér urmul vinsælla laga í gegnum tíðina og má þar nefna til dæmis; „Hotel California“, „Tequila Sunrise“, „Life In The Fastlane“, „Take It Easy“, „Desper- ado“, „Peaceful Easy Feeling“ og mörg fleiri. Sveitin sendi á dögunum frá sér sína fyrstu hljóðversplötu í 28 ár sem nefnist Long road out of Eden. Miðasala fer fram á midi.is og miðinn kostar 5.900 kr. Klassískir Hljómsveitin Eagles er með allra vinsælustu sveitum Banda- ríkjanna og fáar sveitir hafa selt jafn margar breiðskífur og hún. Eyfi blæs til Eagles-tónleika Morgunblaðið/Frikki Eyfi Ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Listamannahópurinn semum ræðir er að upplagiausturrískur, nefnist Gel-itin og hefur verið starf- andi í um 20 ár. Upphafsmenn og helstu forkólfar hópsins eru fjórir karlmenn á fertugsaldri sem finnst ennþá stórkostlegt að leika sér. Hópurinn er einn af þekktustu lista- hópum í nútímalistaheiminum og hefur sýnt út um allan heim á söfn- um og galleríum sem gefa sig út fyr- ir að sýna það nýjasta og ferskasta í nútímalist. Sumarið 2006 kom hóp- urinn til Reykjavíkur og sýndi í gall- eríinu Kling og Bang. Sýning hóps- ins vakti töluverða athygli og umtal, en hún nefndist Hugris og gekk út á að þrír úr hópnum lágu undir laki með gati í þrjá klukkutíma og reyndu að láta sér rísa hold. Allt fyr- ir augum sýningargesta sem stóðu hjá og virtu fyrir sér listina. Umrædd sýning á Laugaveginum reyndist afdrifarík fyrir þá Munda og Morra sem voru þá í námi í graf- ískri hönnun í Listaháskóla Íslands. Þeir og annar ungur bandarískur listamaður, Schyler Maehl, voru beðnir um að taka þátt í sýningunni og teikna allt sem fyrir augu bar. Saman mynda þeir þríeykið MoMs og síðan þá hefur samstarf þeirra og Geletin-hópsins heldur betur undið upp á sig og blómstrað. Strákarnir hafa tekið þátt í sýningum hópsins á Feneyjatvíæringnum, í Deitch Proj- ect sem er eitt virtasta nútíma- listagallerí í New York og nú í París í einu stærsta og virtasta nútíma- safni heims. Þegar ég spyr Morra yfir kaffibolla á Musée d’art Mod- erne hvernig síðustu tvö ár í slagtogi við Gelitin-hópinn hafi verið, segir hann að þau hafi í raun verið eins og ferðalag á spíttbáti í gegnum nú- tímalistaheiminn. „Við vissum í rauninni ekkert um nútímalistasen- una sem var í gangi erlendis þegar við gerðum fyrstu sýninguna með Geletin en eftir hana hefur hópurinn togað okkur hingað og þangað um heiminn og við kynnst frábærum listamönnum og sýnt á mjög flottum stöðum svo við höfum fengið þetta allt beint í æð á mjög stuttum tíma. Kúkahúmor, nekt og franskur pirringur Sýningin á nútímalistasafni Par- ísar nefnist La Louvre-Paris og hug- mynd Gelitin-hópsins er að setja upp sitt eigið Louvre-safn inni í nútíma- listasafninu og gera óspart grín að þjóðargersemum Frakka en um leið vera með nokkurs konar yfirlitssýn- ingu á verkum hópsins. „Mottó sýn- ingarinnar er að eitt Louvre er ekki nóg og þetta er okkar Louvre!“ út- skýrir Morri. En Frakkar hafa ekki alveg tekið gríninu hikstalaust. Sýn- ingin er eins og leikherbergi óþekkra stráka sem hafa fengið leyfi til að haga sér nákvæmlega eins og þeir vilja. Myndir af orðum búnum til úr saur þekja veggi, illa farin tuskuleikföng liggja á tjá og tundri eða í formalíni, skúlptúrar úr syk- urleðju standa á miðju gólfi og verk úr klósettpappír hangir úr loftinu. Myndir af nöktum fertugum mönn- um með standpínu uppi á ýmsum fjallstoppum hanga á veggjum. Morri segir það enda ekki hafa verið átakalaust að setja upp sýninguna. Umsjónarmenn nútímalistasafns Parísarborgar og háttsettir embætt- ismenn hafi átt erfitt með að setja saur, getnaðarlimi og leikföng í sam- hengi við hið virta Louvre-safn. Veggspjöld sýningarinnar sem sýna meðlimi Gelitin nakta með tuskudýr hangandi á hinu allra heilagasta og með klessuverki af Mónu Lísu í hægri hendi, fór að sögn öfugt ofan í borgarstjórn Parísarborgar sem vildi ekki leggja nafn borgarinnar við „menningarguðlast“ af þessu tagi. Listamennirnir voru látnir skrifa undir samning sem kveður á um að þeir megi aldrei framar nota nafnið Louvre í list sinni. Morri seg- ir að listamennirnir allir hafi verið mjög undrandi á viðbrögðunum þrátt fyrir að vera öllu vanir, enda ögrandi í list sinni. „Undirbúningur hefur verið í gangi í um eitt ár og við höfum unnið sleitulaust við sýn- inguna hér í París í tvo mánuði. Stærstur hlutinn er þó unninn á staðnum inni í safninu, líkt og alltaf hjá Gelitin, og í verkunum má sjá beina tengingu við átök við yfirmenn og stjórnendur nútímalistasafnsins hér í París,“ segir Morri með bros á vör eftir þreytandi en lærdómsríka vinnutörn. „Við höfum lært mjög mikið um samvinnu hér í París. Það er fullt framundan hjá okkur bæði í MoMs og hjá hverjum og einum okkar. Ég stefni á að klára námið við LÍ og Mundi er á fullu í að hanna fatalínuna sína. Svo er mjög líklega framhald á samstarfi við Gelitin en við ætlum bara að vera hressir og opnir og þá gerast skemmtilegir hlutir. Svo er alltaf í bígerð er að gefa út bók með teikningum okkar sem við rissuðum upp í Kling og Bang fyrir Gelitin á sínum tíma og var upphafið að þessu ævintýri.“ Á hlaupársdag var ný sýning opnuð í nútímalistasafni Parísarborgar, á verkum listamannahópsins Gelitin. Sýningin þykir afar ögrandi og hefur valdið nokkrum óróa hjá yfirmönnum safnsins og jafnvel hjá borgarstjórn Parísar. Í listamannahópnum eru tveir ungir íslenskir listamenn. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fræddist um ótrúlegt ferðalag þeirra um nútímalistaheiminn. Strákapör í stóru safni Gelitin Veggspjöldin sem hönnuð voru af listahópnum fyrir sýninguna í Louvre þykja afar gróf. Önnur sýna listamennina kviknakta. MoMs Mundi og Morri hafa kynnst mörgu á stuttum tíma í samstarfi sínu við Gelitin-hópinn. / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA „Algjört listaverk” eeeee - 24 STUNDIR „Ein mikilfenglegasta bíómynd síðari ára” eeeee - Ó.H.T. Rás 2 eeee - H.J. MBL 8 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Þriðja besta mynd aldarinnar samkvæmt hinum virta vef IMDB O S C A R ® T I L N E F N I N G A R ÞAR Á MEÐAL eeee „Daniel Day Lewis er stórkostlegur“ 24 STUNDIR SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI STEP UP 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.7 ára DEATH AT A FUNERAL kl. 6 B.i.7 ára P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA DARK FLOORS kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 14 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 6 - 8 - 10:30 B.i.16 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 8:30 - 10:10 B.i.16 ára THERE WILL BE BLOOD kl. 7 - 10:10 B.i.16 ára LÚXUS VIP JUNO kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára DARK FLOORS kl. 8:20 - 10:30 B.i.14 ára UNDRAHUNDURINN m/ísl tali kl. 6 LEYFÐ STEP UP 2 kl. 8:20 - 10:30 B.i. 7 ára SWEENEY TODD kl. 6 B.i.16 ára eeee - S.U.S. X-ið 97.7 eeee - V.J.V. Topp5.is/FBL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.