Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 70. TBL. 96. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is NÝ KONA Í BRÚNNI HREFNA HARALDSDÓTTIR TEKUR VIÐ GÓÐU BÚI LISTAHÁTÍÐAR Í REYKJAVÍK Í HAUST >> 15 FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is UPPLÝSINGABYLTINGIN hefur ekki síður sett mark sitt á skáklistina en önnur viðfangsefni fólks. Skákin er mörgum eldri leikmönnum ekki einungis þraut fyrir hug- ann heldur sérstök grein bókmennta og ákveðinn hluti sögunnar, ekki síst sögu síð- ustu aldar. Fyrir tilkomu tölvutækni var þjálfun skákmanna með öðru sniði en nú er og sýnist sitt hverjum um ágæti þróun- arinnar. Boris Spasskí, fyrrverandi heims- meistari, lét þau orð falla í Þjóðmenning- arhúsinu um helgina að tölvur séu að ganga af klassískri skák dauðri og hana þurfi að endurreisa. Svo mikið er víst að upplýsingar eru að- gengilegri en áður. Þá var áhugaverðar skákir helst að finna í bókum og tímaritum og nokkra daga gat tekið að greina ákveðnar opnanir og stöður. Í dag notfæra leikmenn sér hins vegar stafræna gagnagrunna til þess að greina opnanir og stöður á nokkrum mínútum, frá byrjun til enda. Þá eru upplýs- ingar um skákmenn mun víðfeðmari nú og til skrár yfir alla leiki margra sem á annað borð taka þátt í mótum. Sú skráning er mis- mikil eftir löndum, en oft felst undirbún- ingur fyrir viðureignir í því að safna skrám úr gagnagrunnum yfir alla leiki væntan- legra mótherja og kynna sér leikstíl þeirra í þaula. Að sögn Helga Ólafssonar stórmeist- ara má með nokkrum rétti segja að fyrir fram ákveðið tafl teygi sig nú lengra inn í skákir en áður. Um það leyti sem Spasskí mætti Fischer í Laugardalshöll hafði oft verið teflt samkvæmt bókinni fram á 16.-17. leik en í dag sé það jafnvel farið að teygja sig lengra inn í miðtafl hverrar viðureignar. Hefur áhrif á frumlega hugsun Hjörvar Steinn Grétarsson, einn efnileg- asti ungi skákmaður landsins, segir tölvuna mikilvægan þátt sinnar þjálfunar. Hún sé skilyrði fyrir góðu gengi. Jafnframt játar hann því að notkun tölvunnar geti minnkað frumlega hugsun. „Maður setur stöðuna inn í tölvuna og hún segir manni nákvæmlega hvað er best að gera,“ segir Hjörvar. Hins vegar geti það hjálpað til að þegar hann ætli sér nýja leikaðferð geti það komið mótherja algjörlega í opna skjöldu, hafi sá greint fyrri skákir Hjörvars og gert sér hugmyndir um leikaðferð hans. Morgunblaðið/Ómar Tölvur og net Skiptar skoðanir eru um áhrif tölvutækninnar á skákmenningu. Stendur skák ógn af tölvum? Upplýsingar breyta leik og þjálfun manna FIMM karlmenn voru úrskurðað- ir í þriggja daga gæsluvarðhald í gær vegna gruns um að þeir hefðu byrlað konu lyf og nauðgað henni í íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur að- faranótt sunnudags. Gæsluvarð- haldið er í þágu rannsóknarhags- muna og gefur lögreglan ekki upplýsingar um hvernig sakborn- ingarnir hafa brugðist við kæru- efninu. Konan, sem er erlend og hefur ekki fasta búsetu hérlendis, kærði mennina og vísaði lögregl- unni á íbúð í Vesturbænum þar sem atburðurinn á að hafa gerst. um mennirnir hafi byrlað konunni ólyfjan en sá grunur hefur ekki verið staðfestur. Lögregla vill ekki tjá sig um hvort mennirnir fimm eða einhver úr þeirra hópi séu húsráðendur í umræddri íbúð. Konunni mun hafa verið boðin gisting í íbúðinni eftir því sem næst verður komist. Hefur hún dvalist hérlendis í skamman tíma. Lögreglan segir ekki fleira fólk hafa verið á staðn- um en mennirnir fimm og konan. Ekki er uppi grunur um barsmíð- ar. Mennirnir voru handteknir en konan hlaut umönnun á neyðar- móttöku fyrir þolendur kynferðis- afbrota á Landspítalanum. Úrskurðaðir í þriggja daga gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu vann að rannsókn málsins á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags og leiddi rannsóknin til þess að krafa um þriggja daga gæsluvarðhald var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Að sögn lögreglunnar er grunur Fimm menn grun- aðir um nauðgun Grunaðir um að hafa byrlað konu lyf og nauðgað henni LOÐNAN er byrjuð að hrygna í Faxaflóanum og má því gera ráð fyrir að lítið sé eftir af vertíðinni. Enn vonast menn þó til að svoköll- uð vestanganga komi að landinu úr norðri og loðnan sem mældist aust- an Ingólfshöfða og leiddi til kvóta- aukningar er ekki enn gengin vest- ur úr. „Þetta svona smámjakast,“ segir Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU, um veiðar gærdagsins. Hann segir að loðnan veiðist nú aðeins í björtu og fyrst og fremst síðdegis. „Það er ekkert fjör í þessu,“ segir hann en bætir við að það lifni yfir veiðinni seinni partinn. Hafrannsóknarskipið Árni Frið- riksson hefur leitað að loðnu fyrir vestan land undanfarna daga án árangurs. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri á nytjastofnasviði Hafró, segir samt að ekki sé full- reynt. | Miðopna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fín veiði í Flóanum Loðnan farin að hrygna og beðið eftir fleiri loðnugöngum SVARTSÝNI einkenndi hlutabréfamarkaði í heiminum í gær, en fjár- festar óttast nú að kreppa sé yfirvofandi í Bandaríkjunum. Slík kreppa hefði að sjálfsögðu víðtækar afleiðingar um heim allan og lækkuðu hlutabréfavísitölur því almennt í gær. Þá náði olíuverð nýju nafnverðsmeti í gær, en olíufatið kostaði við lokun markaða 107 Bandaríkjadali. Slæmar fréttir af fjármálafyrirtækjunum Carlyle Capital Corp. og Blackstone Group juku enn á svartsýni fjárfesta í Bandaríkjunum. Carlyle er fjárfestingarsjóður í eigu fjárfestingarrisans Carlyle Group, og er sjóðurinn sagður ramba á barmi gjaldþrots. Blackstone birti hins vegar afkomutölur fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs þar sem í ljós kom að afkoman var töluvert undir væntingum. Hér heima lækkaði gengi krónunnar um 1,5% og kemur sú lækkun í kjölfar 3,3% lækkunar í síðustu viku. Úrvalsvísitala Kauphallar OMX á Íslandi lækkaði einnig í gær, um 1,2%, og er 4.836,91 stig. | 13 Ótti við kreppu einkennir markaði Dansandi >> 37 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu Mjólk inniheldur gæðaprótein fyrir uppbygginu vöðva og beina. ms.is MIKIL þátttaka var meðal erlendra starfsmanna í einstökum stéttar- félögum um nýgerða kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum. Til dæmis um það greiddu 98 erlendir starfsmenn í Verkalýðsfélagi Húsa- víkur og nágrennis atkvæði, eða um 70% þeirra sem höfðu atkvæðisrétt. 517 íslenskir starfsmenn höfðu at- kvæðisrétt þar, og greiddu 183 at- kvæði, 35% þeirra sem voru á kjör- skrá. Kjarasamningarnir voru sam- þykktir með afgerandi hætti í öllum aðildarfélögum á landinu, en talningu atkvæða lauk í gær. Þátttökurétt í at- kvæðagreiðslunni höfðu 31.859 fé- lagsmenn Starfsgreinasambandsins, þar af 18.374 innan Flóafélaganna, Eflingar, Hlífar, VSFK og Boðans. Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 20,5%, nokkru meiri á landsbyggð- inni eða 24,5% en tæp 18% hjá Flóa- félögunum. | 4 Góð þátttaka útlendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.