Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 43 ÞAÐ er ekki laust við að maður verði fyrir nokkrum vonbrigðum á sýningu Richards Maxwells sem New York Times telur í hópi 100 mest skapandi persóna í listaheimi Bandaríkjanna. Það er erfitt að höndla söguþráð eða hvort yfirleitt sé verið að segja áhorf- endum eitthvað. Minni í lífið í villta vestrinu og goðsögnina um kúrekann, raðast upp stök, án samhengis, líkt og myndir sem fundist hafa í hrúgu uppi á háalofti og stungið er í gamla skuggamyndavél. Leikstíllinn er flat- ur, leikarar stilla sér upp, ganga nokkur skref, og flytja textann til- finningalaust, tilbreytingalaust, nán- ast án látbragðs og hreyfinga. Samt er auðvitað ekki hægt að flýja ákveðið fas í uppstillingum og leiklýsingar fara leikararnir með líkt og gert var á æfingum hjá Brecht fyrir áratugum til að ná fjarlægð á hlutverkið. Söngv- arnir hins vegar sem fluttir eru af öll- um leikurum, (hvort sem þeir liggja dauðir á gólfinu eða standa eftir eins og kaldur kúrekinn er gengur einn inn í sólarlagið að lokum) eru þung- lyndislegir og æðrulausir og kveikja tilfinningu fyrir endalausri ólánsamri vegferð manna. Afbygging leiklist- arinnar, leikhússins sem menn hafa glímt við síðustu áratugi í Evrópu – stafar hún hér af þörf fyrir að finna einhverja nýja leið út úr ógöngum markaðsleikhússins – eða er þetta sýn manna er lokast hafa af frá veru- leikanum, lífinu, þekkja það ekki nema í gegnum heim kvikmynda og tölva. Viðfangsefnið, leikstíllinn bend- ir óþægilega mikið til þess, hugsa ég á heimleiðinni. Fleiri spurningar, margar spurningar kveikir þetta í leikhúsi um eðli og tilgang leiklistar. Spurningar sem allt áhugafólk um leikhús hlýtur að hafa gaman af að velta fyrir sér. Ljósin hans Serge Þrír ljósbrúnir veggir mynda ramma, fjólublátt teppi á gólfi, vinstra megin hurð á vegg, fyrir miðju á bakvegg stór glerrennihurð, fyrir utan glerhurðina snjór, tré. Stórt autt svæði öðrum megin á sviði, hinum megin tennisborð. Það er fullt af alls kyns dóti, sjónvarp stendur þar. Í kringum borðið, uppi við vegg- ina, á gólfinu, líka alls kyns smádót. Inn í myrkur kemur fyrst ljós, ljós á bak við glerdyrnar. Vasaljós í hendi geimfara, einnig ljós í risastórri gler- kúlunni sem hylur höfuð hans. Og við fáum að vita að einmitt svona lauk síðasta verki Frakkans Philip Quesne þar sem þessi leikari Geaten Vourch, lék geimfara. Svo kemur hann inn í rýmið, fer úr búningnum; langur, mjór er hann og með sorgmætt andlit trúðsins; hann tekur yfir rýmið, út- skýrir möguleika þess fyrir áhorf- endum á ensku. Sest við tennisborðið þar sem hann smíðar tilraunir sínar, litla örleiki sem hann leikur fyrir ýmsa gesti klukkan sex á sunnudög- um. Sá tími sem við erum með honum í rýminu líður hægt og hvunndags- lega, hann borðar, hlustar á tónlist, leikur tennis, horfir á sjónvarp, gerir tilraunir og sýnir þær. Þetta eru ör- sýningar, barnslegar, fyndnar tækni- brellur og snúast allar um ljós. En gestirnir eru grafalvarlegir þegar þeir ræða þær við hann á eftir, lýsa tilfinningum sínum, hversu mjög sýn- ingin hafi snert þá, með einföldum klisjum. Og hverfa svo á braut úr leikrýminu jafn framandi og kurteisir og þeir komu. Ást sem hefði geta orð- ið, hvunndagsleg brosleg óhöpp blandast inn í þetta annars einmana- lega, reglubundna líf listamannsins, sýningar hans. Og um stað lista- mannsins fjallar þetta verk, rýmið sem hann hefur, tengslin við áhorf- endur, tímann, tilgang. Myndlist- armaður er höfundurinn að hug- myndinni sem þróuð er með leikaranum og grunnurinn sem þeir standa á er konzept-list áttunda og níunda áratugar síðustu aldar. Orð skipta minna máli en hljóðlátar myndirnar sem dregnar eru upp í rýminu. Gestirnir í leiknum fremur staddir á myndlistarsýningu en í leik- húsi. Byltingarkennd er hún varla þessi tilraun en ákaflega skemmtileg og ánægjulega á skjön við örvænting- arfulla áreynslu íslensks leikhúss að draga sem oftast að sér áhorfendur með hávaða og skrípalátum. Áhugaverðar tilraunir Á skjön Byltingarkennd er hún varla þessi tilraun, en ákaflega skemmtileg og ánægjulega á skjön við örvæntingarfulla áreynslu íslensks leikhúss að draga sem oftast að sér áhorfendur með hávaða og skrípalátum. LEIKLIST Lokal, alþjóðlega listahátíðin í Hafnarfjarðarleikhúsi og Smiðj- unni LHÍ Óður til mannsins sem knékrýpur/New York City Players. Höfundur, leikstjóri: Richard Maxwell. Sviðsmynd, lýsing: Sascha Van Riel. Bún- ingar: Tory Vazquez. Tónlistarflutningur: Mike Iveson; Richard Maxwell. Drama- túrg: Tom Kin. Hafnarfjarðarleikhús, 5. mars, 2008. Tilraunir Serge/Vivarium studio: Leikstjóri, hugmynd: Philip Quesne. Flytj- endur: Geatan Vourc’h, Tristan Varlot, Pascal Villmen, Zinn Atmane, Una Þor- leifsdóttir, Vilborg Ólafsdóttir og Ragn- heiður Elín Clausen. Smiðjan/LHÍ 6. mars 2008. Ode to the man who kneels og L’effet de Serge María Kristjánsdóttir Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „MAÐUR reynir nú oft að gera þessa gítara að sínum,“ segir blús- arinn Halldór Bragason sem lét ný- verið taka Fender Stratocaster gít- ar sinn í gegn. Gítarinn fékk hann í afmælisgjöf frá vinum sínum í nóv- ember, og fékk gripurinn um leið nafnið Múhameð. „Hann var með tveimur hljóðdósum, en ég lét setja í hann „pickup“ frá Fender eins og Jeff Beck var með. Þannig að ég skipti bara um innyfli í honum, lét skipta um plötuna í honum og allt innvolsið,“ útskýrir Halldór, en að- gerðin var framkvæmd í Hljóðfæra- húsinu. „Núna er hann með sama innvolsið og Rauður, ég á nefnilega annan gítar sem ég kalla Rauð. Ef þeir hjá Fender ætluðu að gera svona Dóra Braga-týpu þyrftu þeir að hafa hann þannig. En það eru samt engir tveir gítarar nákvæm- lega eins, því viður í einum gítar hefur aðra tíðni en viður í öðrum. Stratocasterinn hefur þá náttúru að menn gera hann að sínum því það er mjög auðvelt að breyta hon- um og spila hann inn í sálarlífið. En það tekur allavega ár að spila hann til.“ En hvernig stóð á því að Halldór ákvað að nefna gítarinn Múhameð? „Þeir spurðu mig að þessu fé- lagarnir, hvort ég ætlaði ekki að skíra hann eitthvað. Ég sagði bara að hann héti Múhameð því hann hefur sinn boðskap að færa, alveg eins og spámaðurinn. Einhver sagði að ég ætti að ég setja dönsku skop- myndirnar á hann, en mér fannst það nú ekki smekklegt,“ segir blús- arinn og bætir því við að hann stefni að því að vígja gítarinn op- inberlega á blúshátíð sem hefst hinn 18. mars. „Við verðum með fimm ára afmælishátíð blúshátíðar á skírdag, og þá nota ég hann alveg örugglega,“ segir hann, en sjá má ítarlega dagskrá hátíðarinnar á blues.is. Skipti um innyfli í Múhameð Halldór Bragason tók forláta Fender Stratocaster gítar sinn í gegn Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Blúsarinn „Ég sagði bara að hann héti Múhameð því hann hefur sinn boðskap að færa, alveg eins og spá- maðurinn,“ segir Halldór, sem sést hér með gítarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.