Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.03.2008, Blaðsíða 21
hreyfing MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARS 2008 21 Eftir Björgu Sveinsdóttur Sundhöllin í Reykjavík erfrá 1937 og hefur sér-stakan stíl Guðjóns Sam-úelssonar húsameistara. Laugin (10 m x 33,33 m), búnings- klefarnir og sturtur voru friðaðar árið 2003. Búningsklefarnir eru völundarhús og að hafa einkabún- ingsklefa er snilld. Alger lúxus. Í huga mínum var Sundhöllin alltaf svo stór en hún hefur minnkað. E.t.v. vegna þess að skil- rúmið styttir sundsvæðið eða e.t.v. vegna þess að flesta eftirmiddaga eru sundæfingar og plássleysi. Prufaði að fara í hádeginu í nokkurn tíma. Það var fínt. Pass- lega margir eða um 8 manns á meðan ég synti. Ég hafði það á til- finningunni að sundfélagar mínir í hádeginu væru mest fastagestir. Karlkyns fastagestir. Í endanum bak við skilrúmið oftast sund- kennsla. Síðar komst ég að því að sundkennslan náði yfir meira svæði en ég hugði. Ég stóð mig að því að álykta að þetta væru líkleg- ast mest útlendingar sem sæktu þessi sundnámskeið hjá honum Brynjólfi en endaði svo sjálf á námskeiði. Skemmtilega uppbyggt námskeið. Hvorugt okkar vissi hvað yrði kennt á námskeiðinu en ég lærði mikið. Dularfullt? Bara að prófa. Rólegt andrúmsloft. Miðað við hversu fáar líkamsræktarstöðvar eru niðri í miðbæ er undarlega ró- legt í almenningssundinu. Einn og einn í tækjunum á bakkanum. Ég skoðaði tækin nánar og þau eru eins og annað þarna, slitin en af sterkri gerð. Heitu pottarnir eru stórir og í góðu skjóli – alveg hægt að halda 20 manna fundi þar. Hinsvegar er eitthvað sem gengur ekki upp með gufubaðið. Líklegast bara hvað það er pínku- lítið og einhvernveginn fullt þegar tveir setjast inn, nú er gott að bú- ið að taka plastmottuna úr sæt- unum sem gerði ósjarmerandi þverrákir á lærin. Laugin sjálf er eins og einkenn- ir eldri laugar, mjög djúp eða 4 metrar í annan endann, með 2 dýfingabrettum – hið hærra 2,7 metrar. Þetta er ævintýralegt eins og margt annað í þessari laug. Áskorun. Það eru ekki margar laugar sem bjóða upp á aðstöðu til dýfinga- og köfunaræfinga. Uppi á þaksvölum er einstök sólbaðs- aðstaða fyrir karla sér og konur sér, með sólbekkjum og útsýni. Kvennaklefinn er niðri í kjallara en þar er nóg pláss og bjart í sturtuklefum. Sturturnar eru al- mennilegar með hitastýritækjum og því hægt að fara í passlega kalda sturtu ef maður vill eftir gufu eða pott. Auk þess er boðið upp á herbergi til teygjuæfinga og e.tv. jóga með rimlum og speglum inn af WC-gangi sem er líka lúx- us. Á veggjum í forstofu hanga hugmyndir að stækkun laug- arinnar. Spa heilsurækt. Jú, væri það ekki kjörið? Sundhöll með sérstakan stíl Morgunblaðið/Sverrir Áskorun Góður sprettur fram af stóra dýfingabrettinu geta reynst sannkölluð áskorun fyrir laugargesti. VEÐRIÐ, vinnuálagið, jafnvel fóta- stærðin – það er margt sem við höf- um enga stjórn á. Skapið er hins vegar, að því er segir á vefmiðli msnbc.com, ekki endilega eitt af því. „Við höfum heilmikla stjórn á því í hvernig skapi við erum,“ hefur msnbc.com eftir William Fleeson, aðstoðarprófessor í sálfræði við Wake Forest-háskólann. Hann hef- ur sýnt fram á að við getum bætt skap okkar og geð á örskammri stundu jafnvel þó að við bregðumst að öllu jöfnu öðruvísi við. „Við er- um engir þrælar gena okkar og þurfum ekki að bíða eftir að ein- hver annar láti okkur líða betur,“ segir hann. Sú hugmynd að við getum bætt líðan okkar með því einfaldlega að breyta um hugarfar er ekki ný af nálinni. Hér eru nokkrar aðferðir sem maður getur prófað sjálfur til að bæta skapið.  Vertu forvitin(n) Forvitið fólk er líklegra til að njóta hversdagsins og sjá tilgang með hlutum. Það er þó ekki nóg að leita bara uppi nýja hluti á netinu, heldur þarf maður að fara út fyrir sitt hefðbundna um- hverfi og virkilega reyna á hugann.  Hugsaðu hratt Þar sem þung- lyndi einkennist oft af hægum hugsunargangi má bæta geð með því að hraða á huganum. Í rann- sókn sem birt var í fræðiritinu Psychological Science kom í ljós að þegar þátttakendur lásu hratt yfir- lýsingar sem lagðar voru fyrir þá urðu þeir hamingjusamari og orku- meiri, jafnvel þó að textinn væri niðurdrepandi.  Þakkaðu fyrir Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að það að sýna þakklæti sitt bætir skapið, svo framarlega sem maður gengur ekki of langt – þá verða þakkirnar nefni- lega bara að einu verkefninu í við- bót.  Skiptu um rás Hugurinn getur verið eins og segulbandstæki og leikið aftur og aftur sömu nei- kvæðu hugsanirnar. Skrifaðu niður þær neikvæðu hugsanir sem leita oft á þig, spurðu þig svo hvort þær auki á streituna sem þú finnur fyr- ir, hvort þær eigi sér stoð í veru- leikanum og hvaðan þær komi. Þannig má finna uppruna þeirra og draga úr ónauðsynlegri neikvæðni.  Ekki dvelja við hluti Með því að hugsa aftur og aftur um eitthvað sem betur mátti fara, eða hafa ónauðsynlegar áhyggjur af fram- tíðinni eykur maður á skapsveiflur og lengir jafnvel þann tíma sem maður finnur fyrir vægu þung- lyndi. Rjúfðu vítahringinn með því að gera eitthvað jákvætt til að leiða hugann að nýjum hlutum, t.d. með því að fara út að hlaupa, fara í klippingu, leika við börnin eða gæludýrið – bara ekki horfa á sjón- varpið.  Láttu í þér heyra Þegar maður er þungur í skapi getur hreinlega verið átak að hitta vinina – það get- ur hins vegar borgað sig. „Allt sem við gerum til að bæta félagsleg tengsl okkar er góð leið til að auka hamingjuna,“ segir Elizabeth Dunn, aðstoðarprófessor í sálfræði við British Columbia-háskólann. Jafnvel það eitt að tala við ókunnuga getur bætt skapið.  Gerðu góðverk Ef maður vill vera hamingjusamur – á maður að sýna öðrum meðaumkun, segir ekki ómerkari maður en sjálfur Dalai Lama. Rannsókn sem gerð var við Riverside-háskólann hefur sýnt fram á að þetta er rétt. Jafnvel litlu góðverkin eins og að bjóða vini í kvöldmat eða að þvo upp fyrir aðra getur haft jákvæð áhrif á skapið.  Stundaðu líkamsrækt Það er ekkert leyndarmál að hreyfing og hollt mataræði bætir líðanina og það þarf ekki svo mikið til. Tíu mín- útna röskur göngutúr gerir sitt gagn, sem og það að anda djúpt að sér nokkrum sinnum í röð og jafn- vel neysla lýsis hefur sitt að segja. Maður á svo líka að leyfa sér að njóta feitrar fæðu því mataræði sem inniheldur minna en 25% fitu- hlutfall getur aukið á reiði, angist og gremju – fitan ætti þó að sjálf- sögðu helst að vera fjölómettuð, t.d. eins og í avókadóávextinum, ólífu- olíu eða hnetum. Bættu skapið Morgunblaðið/G.Rúnar Hreyfing Röskur göngutúr og líkamsrækt hefur góð áhrif á líðanina. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík                            smáauglýsingar mbl.is                    ! " # "   "$ %   $   "                               ! "              # $  %   &&  ! "   $   ' (   )* + , #   -        &  $   . * (   /   01  /# +/   )*  2  * #3    .  2 *  (   1  )*4  &  1   ) 56  6   7 +8 !      # #6 $  "                  4$ # 3 #$ #$  # #6"   )     9::;<=<>    ?  @   A  =BBB; C#          &  '$ (#  '  )' *  +, '' ' - " ."           

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.